Bæjarstjórn

6. júní 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1683

Mætt til fundar

 • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir varamaður

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lögmaður
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 16.05.12 og 23.5.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$ Lagt fram.$line$

  • 1205226 – Viðhald fasteigna

   Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi tillögu:$line$$line$”Bæjarstjórn samþykkir auka fjárveitingu vegna viðhalds fasteigna að fjárhæð 34 miljónir.$line$$line$Greinargerð:$line$Samkvæmt fjárhagsáætlun vegna ársins 2012 er gert ráð fyrir að verja rúmlega 119 miljónum til viðhalds fasteigna bæjarins.$line$Í lok síðasta árs bættust við eignasafn bæjarins um 1500 fm við yfirtöku á fasteignum sem tengjast málefnum fatlaðra.$line$Þrátt fyrir að fyrir lægi greinargerð um brýnt viðhald á þessum eignum að fjárhæð kr. 34 miljónir var ákveðið að verja nánast sömu fjárhæð til viðhalds fasteigna og árið 2011. Því er í raun um að ræða lægri fjárhæð til þessa málaflokks ef tekið er mið af auknu umfangi. $line$Í ljósi þess að undanfarin ár hafa tekjur verið verulega umfram áætlanir má ætla að unnt verði að mæta þessari fjárhæð innan ársins ef útgjaldaliðir verða samkvæmt áætlun.”$line$$line$Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen,$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Helga Ingólfsdóttir. $line$$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa fyrri tillögu til bæjarráðs. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs.

  • 1111178 – Hamranesnáma, deiliskipulag

   12. liður úr fundargerð SBH frá 29.maí sl.$line$ Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu dags. 23.04.2012. Kynningarfundur var haldinn 10.05.12. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar námuna.$line$ $line$ Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu dags. 23.04.2012 verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

  • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015, viðauki.

   3.liður úr fundargerð BÆJH frá 31.maí sl.$line$Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir viðauka II við fjárhagsáætlun bæjarstjóðs 2012.”$line$

   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 6 atkv., 5 sátu hjá.

  • 1205338 – Hafravellir 1, lóðaumsókn

   5.liður úr fundargerð BÆJH frá 31.maí sl.$line$Lögð fram umsókn Guðjóns Sigurðssonar og Hallfríðar Reynisdóttur um lóðina Hafravellir 1.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Guðjóni Sigurðssyni og Hallfríði Reynisdóttur lóðinni Hafravöllum 1 í samræmi við fyrirliggjandi lóðaumsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”$line$

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  Fundargerðir

  • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð bæjarráðs frá 31.maí sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 30.maí sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.maí sl.$line$c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 21.maí sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.maí sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 30.maí sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 23.maí sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30.maí sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 29.maí sl.

   Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 1. lið – Verk- og listgreinar -, 2. lið – Viðhald húsa og lóða hjá fræðsluþjónustu – og 3. lið – Skólaskipan í Hafnarfirði – í fundargerð fræðsluráðs frá 29. maí sl. Kristinn Andersen tók til máls undir 2. og 3. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 29. maí sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Eýjólfur Sæmundsson tók til máls undir fundargerð fræðsluráðs frá 29. maí sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Þór Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir fundargerð fræðsluráðs fra 29. maí sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 5. lið – Gönguleiðir fyrir eldri borgara og staðsetningu bekkja – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30. maí sl. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 3. lið – Skattlagning á skemmtiferðarskip – í fundargerð hafnarstjórnar frá 30. maí sl. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir 1. lið – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2011 – í fundargerð hafnarstjórnar frá 30. maí sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 1. lið – Vinnumarkaðsúrræði – í fundargerð fjölskylduráðs frá 30. maí sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.

Ábendingagátt