Bæjarstjórn

29. ágúst 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1685

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Hörður Þorsteinsson varamaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Rúnar Árnason, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Margrét Gauja Magnúsdóttir og Gunnar Axel Gunnarsson. Í þeirra stað mættu Guðfinna Guðmundsdóttir og Hörður Þorsteinsson. Gengið til dagskrár.

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Rúnar Árnason, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Margrét Gauja Magnúsdóttir og Gunnar Axel Gunnarsson. Í þeirra stað mættu Guðfinna Guðmundsdóttir og Hörður Þorsteinsson. Gengið til dagskrár.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 27.06.12, 04.07.12, 11.07.12, 18.07.12, 25.07.12,01.08.12 og 08.08.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

    • 1111178 – Hamranesnáma, deiliskipulag

      8.liður úr fundargerð SBH frá 14.ágúst sl.$line$ Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu dags. 23.04.2012. Kynningarfundur var haldinn 10.05.12. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar námuna. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdafresti lokið. Ein athugasemd barst. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar fyrir námusvæðið. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs við innkomna athugasemd.$line$ $line$ Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verið lokið skr. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarráðs:$line$”Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulag fyrir Hamranesnámu dags. 23.04.12 og að afgreiðslu verið lokið skr. 41. grein skipualgslaga nr. 123/2010.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1207251 – Reglur um götusölu og útimarkaði

      5.liður úr fundargerð BÆJH frá 23.ágúst sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Lagðar fram umbeðnar umsagnir.$line$ $line$Bæjarráð staðfestir reglur um götusölu og útimarkaði fyrir sitt leyti með þeirri breytingu að tilvísun í umhverfis- og framkvæmdasvið í 2., 3., 4., 5., 7. og 8. gr. breytist í skipulags- og byggingarsvið. Reglunum með áorðnum breytingum vísað til samþykktar í bæjarstjórn.$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar reglur um götusölu og útimarkaði.

    • 1202097 – Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012

      7.liður úr fundargerð BÆJH frá 23.ágúst sl.$line$Lagður fram lánasamningur vegna lóðarskila.$line$Lagður fram endurnýjaður samningur við Arion banka vegna bankalínu.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir málin.$line$ $line$Bæjarráð vísar lánasamningi vegna lóðarskila og endurnýjuðum samningi við Arion banka vegna bankalínu til samþykktar í bæjarstjórn.$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögur:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir með að taka lán hjá Íslandsbanka að fjárhæð 60.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til að fjármagna lóðarskil á lóðinni Dofrahella 1.$line$$line$Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessari lántöku.”$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá. $line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að endurnýja lánasamning við Arion banka að fjárhæð kr. 300.000.000 þ.e. skammtímafjármögnun í formi yfirdráttaláns á veltureikningi í íslenskum krónum í samræmi við samþykkta skilmála lánasamningsins sem liggja fyrir fundinum. $line$$line$Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Arionbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessum samningi.”$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

    • 1112095 – Endurfjármögnun lána, upplýsingalög, úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá tók Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Krstinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir, Eyjólfur Sæmundsson. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Hörður Þorsteinsson vék af fundi kl. 15:00. Í hans stað mætti Gunnar Axel Axelsson. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:$line$$line$”Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál var lögð fram í bæjarráði 26. júlí s.l. á fyrsta fundi ráðsins eftir að úrskurðurinn barst bænum. Að beiðni Depfa var farið fram á frestun á fullnustu úrskurðarins svo að Depfa gæfist kostur á að gæta réttar síns fyrir nefndinni og styðja afstöðu sína með eigin rökum. Eins og fram kemur með skýrum hætti í skilmálaskjali dagsettu 5. desember 2011 gerði skilanefnd Defpa kröfu um fullan trúnað vegna hagsmuna sinna. Hafnarfjarðarbær var ekki sammála þeirri kröfu en á grundvelli hagsmuna bæjarins og bæjarbúa var ákveðið að ganga að þeirri kröfu. Hafnarfjörður hefur því ekki aðra hagsmuni í málinu en þá a standa við gefið loforð við viðsemjendur sína. $line$Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 23. ágúst s.l. verður svarað á næsta reglulega fundi bæjarráðs sem haldinn verður 6. september n.k.”$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign). $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir undrun sinni á ummælum bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar hér í dag um fagmennsku Landsbanka Íslands í aðdraganda endurfjármögnunar Hafnarfjarðarbæjar sl. haust þegar upp úr endurfjármöngunarviðræðum innanlands flosnaði. Hér á þessum fundi hefur því verið lýst yfir af fulltrúum meirihlutans að skilyrði og tilboð Landsbankans hafi verið sett fram í fullkomnu ábyrgðarleysi og hafi verið fáranlegt. Þetta eru tíðindi!$line$Þá er það með ólíkindum hvernig því var haldið leyndu fyrir bæjarbúum og bæjarstjórn að Landsbankinn hefði sett það sem skilyrði fyrir endurfjármögnun að þrír milljarðar fengjust niðurfelldir af skuldunum við Depfa sl. haust þegar upp úr endurfjármögnunarviðræðum hér var hætt i en látið var að því liggja að aðrar ástæður hefðu legið þar að baki. Þetta er ekki síst með ólikindum þar sem meirihlutinn hafði á sama tíma gert lítið úr málflutningi sjálfstæðismanna sem var á svipuðum nótum og skilyrðið sem Landsbankinn setti.$line$Einnig lýsa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfir rmikilli óánægju með vinnubrögð meirihlutans í bæjarstjórn vegna skorts á upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa og framgöngu í samskiptum við úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Ekki var upplýst um það á fundi bæjarráðs að bærinn hefði reynt að fá réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frestað svo unnt yrði að höfða mál til ógildingar úrskurðinum. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi reynt allt hvað hægt var til að birta ekki bæjarbúum upplýsingar um samninginn við Depfa. “$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), $line$Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign).

    Fundargerðir

    • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.ágúst sl.$line$a. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 10.júlí sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.júní sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 20.ágúst sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 23.ágúst sl.$line$a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.ágúst sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.ágúst sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.ágúst sl.

      Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 5. lið – Áslandsskóli, tómstundamiðstöð (félagsmiðstöð/frístundaheimili) í fundargerð fræðsluráðs frá 20. ágúst sl. Geir Jónsson og Kristinn Andersen tóku til máls undir sama lið. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir fyrrgreindum lið í fundargerð fræðsluráðs frá 20. ágúst sl. Geir Jónsson tók til máls öðru sinni undir títtnefndum 5. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 20. ágúst sl. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir sama lið og að auki undir fundargerð bæjarráðs frá 23. ágúst sl. varðandi fyrirspurn sjálfstæðismanna vegna starfsleyfis menningar- og ferðamálafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Guðfinna Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 16. Í hennar stað mætti Margrét Gauja Magnúsdóttir. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svarað andsvari.

Ábendingagátt