Bæjarstjórn

10. október 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1688

Mætt til fundar

 • Lúðvík Geirsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
 • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
 • Guðný Stefánsdóttir varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir. Forseti bar upp tillögu um að málið Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012 yrði tekið á dagskrá með afbrigðum og eins fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10. október 2012 undir má

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir. Forseti bar upp tillögu um að málið Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012 yrði tekið á dagskrá með afbrigðum og eins fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10. október 2012 undir má

 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 19.09.12 og 26.09.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

  • 0703293 – Landsnet, háspennulínur, breyting

   3. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4. okt. sl.$line$Kynnt drög að viðauka við fyrirliggjandi samkomulag Hafnarfjarðarbæjar við Landsnet frá 25. ágúst 2009. Málið tengist máli nr. 0702055: Aðalskipulag Hafnarfjarðar raflínur og tengivirki.$line$$line$Bæjarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagðan viðauka við samkomulag Landsnets hf og Hafnarfjarðarbæjar um flutningskerfi raforku frá 25. ágúst 2009.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu gera grein fyrir afstöðu sinni til málsins í bæjarstjórn.

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi frestunartillögu:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísar því til frekari úrvinnslu bæjarráðs”. $line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða frestunartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fallast á þá tillögu sem hér liggur fyrir að afgreiðslu þessa viðauka verði frestað og samningaviðræður teknar upp aftur enda er niðurrif Hamraneslína mikið hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga og forsenda uppbyggingar byggðar í bæjarfélaginu.”$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

  • 1210056 – Gjaldskrár 2012

   11. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4. okt.sl.$line$Lögð fram tillaga að leiðréttingu á gjaldskrá vegna frístundaheimila.$line$$line$Í ljós hefur komið að ekki reyndist unnt að framkvæma samþykkt bæjarstjórnar frá 19. 12, 2011 um gjaldskrá frístundaheimilanna vegna ársins 2012. Á fyrri hluta árs 2012 var stuðst við þá gjaldskrá sem í gildi var síðla árs 2011. Í ljósi þessa vísar bæjarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gjaldskrá frístundaheimila á árinu 2012 verði gjaldskrá sú sem í gildi var fyrir árið 2011.” $line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.

  • 1209232 – Garðavegur 15,umsókn um lóðarstækkun

   12. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4. okt. sl.$line$Lögð fram umsókn Sævars Þórs Guðmundssonar dags. 13. 9.2012 þar sem óskað er eftir lóðastækkun. $line$Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til bæjarráðs á fundi 20. september sl.$line$$line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Sævari Þór Guðmundssyni lóðarstækkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og bygginarfulltrúa.”

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Lúðvík Geirsson vék af fundi kl. 14:50. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir.

  • 1208508 – Smáralundur,nafnabreyting

   5. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 1. okt. sl.$line$Tekið fyrir frá síðasta fundi ráðsins.$line$$line$Fræðsluráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að nafn hins sameinaða leikskóla, Smáralundar og Kató, verði Brekkuhvammur.

   Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Kristinn Andersen tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar

   Forseti bar upp eftirfarandi tillögu um breytingu á skipan fulltrúa í menningar- og ferðamálanefnd:$line$”Aðalmaður:$line$Dagbjört Gunnarsdóttir, Víðivangi 3, í staðinn fyrir Þorstein Kristinsson;$line$Varamaður:$line$Ásbjörn Óskarsson, Kríuási 15, í staðinn fyrir Dagbjörtu Gunnarsdóttur.”$line$$line$Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast framangreind réttkjörin sem aðal- og varamaður í menningar- og ferðamálanefnd. Nefndaskipan helst að öðru leyti óbreytt. $line$$line$Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn.

  • 1208486 – Breiðvangur, akstur Strætó

   Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$$line$”Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að tekið verði fullt tillit til framkominna athugasemda íbúa við Breiðvang um leiðakerfið og leggja til að leiðakerfið verði endurskoðað með hliðsjón af framkomnum athugasemdum frá íbúum sem og áliti Umferðarsstofu sem tekur undir athugasemdir íbúanna. Breyting verði gerð á leiðakerfinu þannig að vagnarnir keyri ekki hring um Breiðvang sem tekur um eina mínutu í akstri.” $line$ $line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign)$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 16:00. Í hennar stað mætti Ólafur Ingi Tómasson.$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$$line$”Ákvörðun um nýtt leiðarkerfi Strætó var samþykkt mótatkvæðalaust og í fullri samstöðu í umhverfis- og framkvæmdaráði síðastliðið vor. Markmiðið með hinu nýja leiðarkerfi og aukinni tíðni er að bæta þjónustu við íbúa bæjarins og aðlaga þjónustuna að þörfum yngstu íbúanna.$line$Athugasemdir íbúa við Breiðvang komu fram eftir að nýtt leiðarkerfi var tekið í notkun. Haldinn hefur verið fundur með fulltrúum íbúa þar sem farið var í gegnum ólík sjónarmið og framkomnar tillögur um breytingu á áður samþykktu leiðarkerfi. Á þann fund voru m.a. fulltrúar Strætó bs og fulltrúar íbúa. $line$Í framhaldi af þeim fundi var forsvarsmönnum Strætó falið að útbúa minnisblað um mögulegar lausnir á málinu, m.a. byggt á þeim athugasemdum sem fram höfðu komið frá íbúum við Breiðvang og þeim umræðum sem átt höfðu sér stað á fyrrgreindum fundi og þeim upplýsingum sem þar komu fram. $line$Umrætt minnisblað var lagt fram á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs sem haldinn var í dag. 10. október. Á grundvelli þess samþykkti meirihluti umhverfis- og framkvæmdaráðs að boða til almenns samráðsfundar með íbúum Norðurbæjarins þann 18. október nk. til að leita ásættanlegra lausna varðandi leiðarkerfi Strætó bs. í Norðurbænum.”$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign),$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign).$line$$line$Forseti tók við fundarstjórn að nýju.

  • 1202097 – Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012

   Forseti las upp svohljóðandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með lánasamnning við Íslandsbanka að fjárhæð kr. 600.000.000 þ.e. skammtímafjármögnun í formi yfirdráttarláns á veltureikningi í íslenskum krónum í samræmi við samþykkta skilmála lánasamningsins sem liggja fyrir fundinum. $line$Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast þessum samningi.”$line$$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá þar sem hvorki höfðu borist gögn um málið fyrir fundinn né kynning átt sér stað í bæjarráði.”$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign) og Ólafur Ingi Tómasson (sign).

  • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð bæjarráðs frá 4. okt. sl.$line$a. Fundargerð Stjórnar skíðasvæða höfuðbsv. frá 17. sept. sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 24. sept. og 1. okt.sl.$line$c. Fundargerð hafnarstjórnar frá 2. okt. sl.$line$d. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2. okt. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 2. okt. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 3. okt. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 24. sept. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3. okt. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10. okt.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 1. okt. sl.

   Valdimar Svavarsson tók til máls undir 9. lið – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 2. október sl. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 9. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 2. október sl. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 6. lið – Sjálfstæðisflokkur, fyrirspurn í bæjarráði 20.0., kjaramál – í fundargerð bæjarráðs frá 4. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. $line$$line$Guðfinna Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 16:50. Í hennar stað mætti Guðný Stefánsdóttir. $line$$line$Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 9. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 2. október sl. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjóflur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls undir 6. lið – Verk- og listgreinar – frá 1. október sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari.

Ábendingagátt