Bæjarstjórn

24. október 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1689

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir varamaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður
  • Hörður Þorsteinsson varamaður

Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Margrét Gauja Magnúsdóttir, Geir Jónsson og Helga Ingólfsdóttir. Í þeirra stað mættu Guðfinna Guðmundsdóttir, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Helga Ragnheiður Stefánsdóttir.

Forseti bar up

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar

Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Margrét Gauja Magnúsdóttir, Geir Jónsson og Helga Ingólfsdóttir. Í þeirra stað mættu Guðfinna Guðmundsdóttir, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Helga Ragnheiður Stefánsdóttir.

Forseti bar up

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 03.10.12 og 10.10.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

    • 0703293 – Landsnet, háspennulínur, breyting

      2.liður úr fundargerð BÆJH frá 18.okt.sl.$line$ Tekinn fyrir að nýju viðauki við fyrirliggjandi samkomulag en bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins og vísaði því aftur til bæjarráðs á fundi sínum þann 10.10. sl.$line$Fulltrúar Landsnets mættu á fundinn.$line$ $line$Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka með áorðnum breytingu til bæjarstjórnar með fyrirvara um samþykki Landsnets.$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavavarsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Lúðvík Geirsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 15:50. Í hans stað mætti Hörður Þorsteinsson. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Lúðvík Geirsson kom að stuttri athugasemd. Annar varaforseti, Sigríður Björk Jónsdóttir, tók við fundarstjórn. Kristinn Andersen tók til máls. Fyrsti varaforseti tók við fundarstjórn að nýju.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka með áorðnum breytingum með fyrirvara um samþykki Landsnets. 5 sátu hjá.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$$line$”Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að niðurrif Hamraneslína 1 og 2 á Völlum sé ekki orðið að veruleika eins og upphaflegur samningur bæjarins við Landsnet frá árinu 2009 gerði ráð fyrir. Sú framkvæmd er liður í fyrirhuguðum viðamiklum framkvæmdum um uppbyggingu flutningskerfis raforku en að þær fyrirætlanir séu ekki farnar af stað má að stórum hluta skrifa á reikning núverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. .Einnig er óljóst hvernig bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa fylgt málinu eftir á tímabilinu og upplýsingar og samráð við kjörna fulltrúa verið af skornum skammti, því sitja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðsluna. $line$Ánægjulegt er þó að tekist hafi að styrkja ákvæði í þessum viðauka sem lýtur að því að hefjist framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs álvers í Helguvík eða annars orkufreks iðnaðar á svæðinu þá verði þegar hafinn undirbúningur að fyrrgreindum framkvæmdum við niðurrif Hamraneslína. Niðurrif raflínanna hefur mikil áhrif á byggð og ásýnd hverfisins á Völlum og þróun uppbyggingar á því svæði og er þess vegna afar brýnt hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga.$line$Ítrekað er mikilvægi þess að framkvæmdir við uppbyggingu orkufreks iðnaðar hefjist sem allra fyrst, þjóðinni allri til hagsbóta.” $line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign),$line$Helga Ragnheiður Stefánsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign). $line$$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$$line$”Með samþykkt Viðauka I við Samkomulag Landsnets hf og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu flutningskerfis raforku frá ágúst 2009 hafa bæjaryfirvöld tryggt niðurrif Hamraneslínu 1 og 2. Upphaflega samkomulagið fjallar um röðun framkvæmda í Hafnarfirði við Suðvesturlínur frá Hellisheiði út á Reykjanesskaga. Var það samkomulag unnið með aðkomu bæði minni- og meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sá viðauki sem nú er lagður fram styrkir og undirstrikar skuldbindingar upphaflega samkomulagsins. Það er gert með því að tryggja skýran tímaramma á framkvæmdum, tímasetja hvenær þeim eigi í síðasta lagi að vera lokið en jafnframt áréttaður sá skilningur beggja aðila að undirbúningur að niðurrifi Hamraneslínu 1 og 2 hefjist strax ef framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs álvers í Helguvík eða annars orkufreks iðnaðar á svæðinu verður að veruleika.$line$Með ákvörðun sinni í dag hefur bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði tekist að tryggja niðurrif Hamraneslínu 1 og 2 og stytta nýtingartíma þeirra háspennulína sem nú eru við íbúabyggð á Völlunum. Ekki síst þess vegna er athyglisvert að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ekki reiðubúnir að taka þátt í að tryggja hagsmuni bæjarins í þessum efnum eins. Með framgöngu sinni og afstöðuleysis í þessu máli sýnir minnihluti Sjálfstæðisflokksins fram á að hann er enn og aftur ekki reiðubúinn að axla fulla ábyrgð og standa á þann hátt vörð um heildarhagsmuni Hafnarfjarðar.$line$Þá eiga ásakanir í garð ríkisstjórnarinnar ekki við rök að styðjast. Tafir við framkvæmdir í Helguvík orsakast af ósamkomulagi á milli HS orku og Norðuráls.”$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), $line$Hörður Þorsteinsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Lúðvík Geirsson (sign).

    • 1210335 – Heilbrigiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fjárhagsáætlun og gjaldskrár 2013

      11.liður úr fundargerð BÆJH frá 18.okt. sl.$line$ Lögð fram fjárhagsáætlun og gjaldskrár heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fyrir árið 2012.$line$Um er að ræða gjaldskrár vegna heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlits og vegna hundahalds.$line$Jafnframt ný gjaldskrá fyrir húsdýrahald og almennt gæludýrahald í Hafnarfirði í samræmi við samþykkt þar að lútandi sem staðfest var 2. júlí sl.$line$ $line$ Bæjarráð vísar fjárhagsáætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar en vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar.$line$$line$”Bæjarstjórn samþykkir tillgögur heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að breytingum á gjaldskrám eftirlitsins.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fræðsluráðs frá 15.okt.sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 18.okt. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 20.okt. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 20.okt. sl.$line$a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 9. og 16.okt. sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 1.okt. sl.$line$c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15.okt. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.okt.sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 17.okt. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8.okt. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.okt. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.okt. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24. okt.

      Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 4. og 5. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 15. október sl. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 5. lið – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 5. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. október sl., 2. lið – Breiðvangur, akstur Strætó – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24. október. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 15. október sl. og 5. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. október sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 5. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. október sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Hörður Þorsteinsson tók til máls undir 5. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. október sl. Lúðvík Geirsson tók til máls undir sama lið.

Ábendingagátt