Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Er stíflað eða vatnslaust? Hafðu samband hvenær sem er sólarhrings.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Gunnar Axel Axelsson. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir. Gengið til dagskrár.
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 31.10.12 og 07.11.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$
3.liður úr fundargerð BÆJH frá 15.nóv. sl.$line$Lagður fram viðauki IV við fjárhagsáætlun ársins 2012.$line$Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir viðaukanum.$line$ $line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka IV við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2012.”$line$
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir, Geir Jónsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að ansdvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$$line$”Hér er lagður fram VI viðauki við fjárhagsáætlun 2012. $line$ $line$Þann 23. maí sl. lögðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins fram tillögu um aukafjárveitingu vegna viðhalds fasteigna að fjárhæð 34 miljónir ljósi þess hve þrengt hefur verið að málaflokknum síðastliðin ár og aukins umfangs í viðhaldi vegna yfirtöku á fasteignum vegna málaflokks fatlaðra.$line$ $line$Það er mjög miður að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem vísað var til bæjarráðs með öllum greiddum atkvæðum bæjarfulltrúa skyldi ekki fá þá úrvinnslu hjá bæjarstjóra að þessi málaflokkur fengi það viðbótarframlag sem lagt var til samkvæmt framkominni tillögu.”$line$$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign). $line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Vinstri Grænna og Samfylkingar:$line$$line$”Hér er verið að samþykkja viðauka IV við fjárhagsáætlun 2012. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins tengist engu af því sem þar er að finna. $line$Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins fjallar um tillögu sem lögð var fram í bæjarstjórn 23. maí og vísað til bæjarráðs, sem fól bæjarstjóra úrvinnslu málsins. Farið var í viðhaldsframkvæmdir á þeim fimm eignum sem keyptar voru af ríkinu. Það viðhald var annars vegar tekið af eignarsjóði og hins vegar Húsnæðisskrifstofu. Bæjarstjóri hefur kallað eftir upplýsingum um sundurgreiningu þess viðhalds sem farið var í og tilgreindar voru í upphaflegri tillögu Sjálfstæðisflokksins. Varðandi almennt viðhald húseigna bæjarins er vísað til samþykktrar viðhaldsáætlunar til næstu fimm ára.”$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),$line$Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) og Lúðvík Geirsson (sign).
Fundargerð fjölskylduráðs frá 14.nóv. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14.nóv.sl.$line$Fundargerðir fræðsluráðs frá 12. og 19.nóv. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 15.nóv.sl$line$a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.okt.sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.okt. sl.$line$c. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 5. og 26.okt.sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.nóv. sl.
Kristinn Andersen tók til máls undir 2. lið – Ráð og nefndir, málsmeðferð og verklagsreglur -, 4. lið – Árshlutauppgjör 2012 – og 11. lið – Atvinnuátaksverkefni – í fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Geir Jónsson tók til máls undir 3. lið – Einstaklingsmál á dagskrá, minnisblað – í fundargerð fjölskylduráðs frá 14. nóvember sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 3. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 14. nóvember sl. og 11. lið í fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson tók til máls undir 4. og 11. lið í fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 1. lið – Skólaskipan í Hafnarfirði – í fundargerð fræðsluráðs frá 12. nóvember sl. og 2. lið – Lóðarsala – átaksverkefni – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14. nóvember sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 1. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 12. nóvember sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.