Bæjarstjórn

16. janúar 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1695

Mætt til fundar

 • Lúðvík Geirsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Valdimar Svavarsson. Í hans stað mætti Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Gengið til dagskrár.

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Valdimar Svavarsson. Í hans stað mætti Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Gengið til dagskrár.

 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12.12.12, 19.12.12 og 03.01.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

  • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

   3.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.desember sl.$line$Menningar- og ferðamálanefnd vísar lokaútgáfu ferðamálastefnu Hafnarfjarðar til bæjarráðs á fundi 11.12. sl.$line$ $line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarsjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að ferðmálastefnu Hafnarfjarðar.”$line$

   Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Sigríður Björk Jónsdóttir.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1212182 – Hafravellir 1, afsal lóðar

   4.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.des. sl.$line$Lagt fram erindi Guðjóns Sigurðssonar sent í tölvupósti 17. nóvember sl. þar sem óskað er eftir að skila ofangreindri lóð vegna breyttra forsenda.$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við erindið.$line$ $line$Bæjarráð staðfestir ofangreint afsal og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar. $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir afsal lóðarinn Hafravellir 1.”$line$

   Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015.

   7.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.des. sl.$line$Lagður fram viðauki V við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2012.$line$Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðaukanum.$line$ $line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir viðauka V við fjárhagsáætlun bæjarstjóðs Hafnarfjarðar.”$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.

  • 1204413 – Ásvellir

   3.liður úr fundargerð BÆJH frá 10.jan. sl.$line$Lagður fram undirritaður samningur vegna eignarhalds á Ásvöllum.$line$ $line$Lagt fram til kynningar.$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Kristinn Andersen, Geir Jónsson. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.

  Fundargerðir

  • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð fræðsluráðs frá 7.janúar sl.$line$Fundargerðir bæjarráðs frá 20.,28.des. og 10.jan. sl.$line$a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 13.des. og 8.jan. sl.$line$b. Fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 11.des. sl.$line$c.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14.des. sl.$line$d.Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.des. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.jan.sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 9.jan. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 13.des. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 9.jan.s.

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls undir 5. – Vinna og virkni – og 7. lið – Velferðarráðuneytið, viðræður – í fundargerð bæjarráðs frá 10. janúar sl. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 1. lið – Tillögur úr bæjarstjórn – í fundargerð fræðsluráðs frá 7. janúar sl. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir sama lið. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir sama lið. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 1. lið – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016- í fundargerð hafnarstjórnar frá 13. desember sl. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir sama lið. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Þór Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari.

Ábendingagátt