Bæjarstjórn

30. janúar 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1696

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
 • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
 • Hörður Þorsteinsson varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.01.13 og 17.01.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

  • 1102236 – Bæjarfulltrúi,lausn frá störfum.

   Lagt fram bréf, dags. 15. janúar 2013, frá Jóhönnu Marín Jónsdóttur, kt. 110765-5419, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum sínum sem varabæjarfulltrúi til loka kjörtímabilsins. $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti beiðnina athugasemdalaust.$line$$line$Í hennar stað tekur Gestur Svavarsson, Blómvangi 20, sæti sem varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn.

  • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar

   Lögð fram eftirfarandi tillaga um breytingar á skipan aðal- og varamanna í menningar- og ferðamálanefnd og varamanns í fjölskyráði:$line$”Aðalmaður í menningar- og ferðamálanefnd: Hlíf Ingibjörnsdóttir, Hverfisgötu 50 í stað Jóhönnu Marínar Jónsdóttur.$line$Varamaður í menningar- og ferðamálanefnd: Daníel Haukur Arnarsson, Suðurgötu 11 í stað Hlífar Ingibjörnsdóttur.$line$Varamaður í fjölskylduráði: Daníel Haukur Arnarson í stað Jóhönnu Marínar Jónsdóttur.”$line$$line$Ekki bárust aðrar tilnefningar og teljast framangreind réttkjörin í viðkomandi ráð og nefnd.

  • 1301344 – Sævangur 26, umsókn um lóðarstækkun

   3.liður úr fundargerð BÆJH frá 24.jan.sl.$line$Lögð fram umsókn Pálma Þórs Mássonar og Nínu Bjargar Magnúsdóttur, dags. 9. apríl 2012, um lóðarstækkun lóðarinnar nr. 26 við Sævang ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 15. janúar 2013.$line$$line$Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: ” Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðarstækkun lóðarinnar við Sævang 26, alls 152 fm, samkv. nánari skilmálum skipulags- og byggingasviðs sbr. deiliskipulag Norðurbæjar 26.sept. 2012.”$line$

   Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1301590 – SHS, slökkvistöð við Skarhólabraut, lántaka

   7.liður úr fundargerð BÆJH frá 24.jan. sl.$line$Lagt fram bréf, dags. 18. janúar 2013, frá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. þar sem þess er óskað að bæjarráð veiti heimild til lántöku vegna framkvæmda að Skarhólabraut, allt að 254 milljónir króna.$line$ $line$Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar veitir stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs heimild til lántöku vegna framkvæmda að Skarhólabraut, allt að 254 milljónir króna”.$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1301563 – SHS, gjaldskrá.

   8.liður úr fundargerð BÆJH frá 24.jan.sl.$line$Lagt fram bréf, dags. 18. janúar 2013, frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á gjaldskrá slökkviliðsins.$line$$line$Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.”$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1202338 – Bæjarhraun, hjólastígur

   6.liður úr fundargerð SBH frá 22.jan.sl.$line$Tekin fyrir að nýju lýsing á deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg á Bæjarhrauni dags. 4. janúar 2013.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu á deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólreiðastíg í Bæjarhrauni dags. 4. janúar 2013.”$line$

   Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 0702245 – Sérstakar húsaleigubætur

   1.liður úr fundargerð FJÖH frá 23.jan.sl.$line$Atli Þórsson, Soffía Ólafsdóttir og Tinna Dahl Christiansen mættu til fundarins.$line$ $line$ Tillaga um breytingu á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur:$line$15. og 16. gr. reglnanna orðist svo:$line$$line$15. gr.$line$Heimilt er að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra leigjenda í Hafnarfirði sem búa við mjög efiðar fjárhagslegar aðstæður. Tekjumörk miðast við að meðaltekjur nemi, miðað við heilt ár, eigi hærri fjárhæð en 2.863.585.- kr. fyrir einstakling og 479.378.- kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunarmörk hjóna/sambúðarfólks/einstaklinga í staðfestri samvist skulu vera 4.010.032.- kr. $line$$line$16. gr.$line$Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig: Frá 1. janúar 2013 til 31. júní 2013 er margfeldisstuðull vegna húsaleigubóta 1,5. Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur nemi þó aldrei hærri fjárhæð en samtals 71.700.- kr. Frá 1. júlí 2013 til 31. desember 2013 er margfeldisstuðull vegna húsaleigubóta 1,4. Samanlagðar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur nemi þó aldrei hærri fjárhæð en 74.000.- kr. Leigutaki greiði að lágmarki 45.944.-kr. í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum. $line$$line$$line$$line$Núgildandi reglur:$line$15. gr.$line$Heimilt er að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra sem metnir eru með 6-10 stig á biðlista (og/eða 5 stig vegna fjárhags) eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ skv. matslista Félagsþjónustunnar og sannanlega eru leigjendur á hinum almenna leigumarkaði.$line$$line$16. gr.$line$Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig að fyrir hverjar 1.000.- kr. fær leigjandi 1.600.- kr. í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 70.000.- kr. og aldrei farið yfir 75% af leigufjárhæð. Leigutaki greiði þó að lágmarki 40.000.-kr. í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum. Upphæðin breytist 1. janúar ár hvert miðað við neysluvísitölu.$line$Umsækjandi um félagslegt leiguhúsnæði fellur ekki af biðlista þrátt fyrir greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Að öðru leyti gilda sömu viðmið og við úthlutun leiguíbúða.$line$$line$Vísað til bæjarstjórnar.$line$

   Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:$line$”Breytingartillaga við tillögu fjölskylduráðs um breytingu á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur:$line$15. og 16. gr. reglnanna orðist svo: $line$15. gr.$line$Heimilt er að greiða sérstakar húsaleigubætur til þeirra leigjenda í Hafnarfirði sem búa við mjög efiðar fjárhagslegar aðstæður. Tekjumörk miðast við að árstekjur nemi eigi hærri fjárhæð en 2.863.585.- kr. fyrir einstakling og 479.378.- kr. fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Viðmiðunarmörk hjóna/sambúðarfólks/einstaklinga í staðfestri samvist skulu vera 4.010.032.- kr.$line$$line$16. gr. $line$Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum þannig að fyrir hverjar 1.000.- kr. fær leigjandi 1.600.- kr. í sérstakar húsaleigubætur. Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur nemi þó aldrei hærri fjárhæð en samtals 71.700.- kr. Leigutaki greiði að lágmarki 45.944.-kr. í húsaleigu að frádregnum almennum og sérstökum húsaleigubótum.”$line$$line$Geir Jónsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Geir Jónsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$”Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fram komnar tillögur um sérstakar húsaleigubætur, þar sem fyrir liggur að þær rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins. Jafnframt er horft til þess að reglur um sérstakar húsaleigubætur verði samræmdar milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og afrakstur þeirrar vinnu liggi fyrir sem fyrst.”$line$Valdimar Svavarsson (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

  Fundargerðir

  • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 23.jan.sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14.jan.sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 21.jan.sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 24.jan. sl.$line$a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.nóvember sl.$line$b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.jan.sl.$line$c.Fundargerð stjórnar Suðurlinda ohf. frá 14.jan. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.jan. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 23.jan. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.jan. sl.

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls undir 9. lið – Aðalfundur Suðurlinda ohf. – í fundargerð bæjarráðs frá 24. janúar sl. og fundargerð Suðurlinda frá 14. janúar sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Kristinn Andersen tók til máls undir 6. lið – Skólaskipan í Hafnarfirði – í fundargerð fræðsluráðs frá 21. janúar 2013. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls undir 1. lið – Ákvörðun Samkeppniseftirlits frá 21. desember 2012 – í fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. janúar sl. Forseti tók við fundarstjórn að nýju.

Ábendingagátt