Bæjarstjórn

27. febrúar 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1698

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
 • Hörður Þorsteinsson varamaður
 • Guðný Stefánsdóttir varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Margrét Gauja Magnúsdóttir og Lúðvík Geirsson. Í þeirra stað mættu Hörður Þorsteinsson og Guðný Stefánsdóttir. Gengið til dagskrár.

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar

Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Margrét Gauja Magnúsdóttir og Lúðvík Geirsson. Í þeirra stað mættu Hörður Þorsteinsson og Guðný Stefánsdóttir. Gengið til dagskrár.

 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 06.02.13 og 13.02.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

  • 1211332 – Ráðning æðstu stjórnenda skv. 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 90. gr. Samþykkta um stjórn Hafnarfjarðkaupstaðar

   Við endanlegt mat á öllum gögnum 34 umsækjenda, þeim viðtölum sem tekin voru og þeirra$line$upplýsinga og umsagna sem aflað var um umsækjendur, rýningu hlutlægra og huglægra$line$hæfnisþátta er það samhljóða niðurstaða starfshóps um ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslu Hafnarfjarðarkaupstaðar að Kristján Sturluson er metinn hæfastur í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.$line$Í samræmi við þá niðurstöðu leggur starfshópurinn eftirfarandi til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Kristján Sturluson, framkvæmdastjóra, í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu Hafnarfjarðarkaupstaðar og er bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningasamningi við Kristján.”$line$$line$Gunnar Axel Axelsson (sign)$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign)$line$

   Gunnar Axel Axelsson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1211090 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðurbær, breyting

   3.liður úr fundargerð SBH frá 19.febr.sl.$line$Tekin fyrir að nýju tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulaginu hvað varðar Hringbraut 17 og lóðir kring um St:Jósefsspítala. Tillagan var samþykkt í auglýsingu skv. 30. og 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010, en við nánari athugun hefur komið í ljós að engir hagsmunir skerðast og er því hægt að fara með tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi sk. 2. mgr. 36. greinar sömu laga.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði með aðalskipulagsbreytingu fyrir Suðurbæ Hafnarfjarðar dags. 27.11.12 sem óverulega skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.febr. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 20.febr. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11.febr. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.febr. sl.$line$a. Fundargerðir Stjórnar SORPU bs. frá 4. og 11.febr. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 18.febr. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 21.febr. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 1.febr. sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 4.febr. sl.$line$c.Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12.febr. sl.

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls undir 4. lið – Samband íslenskra sveitarfélaga XXVII. landsþing 2013 – í fundargerð bæjarráðs frá 21. febrúar sl. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 5. lið – Upplýsingatækni í skólastarfi – í fundargerð fræðsluráðs frá 18. febrúar sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 5. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 18. febrúar sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 17:55. Í hennar stað mætti Ólafur Ingi Tómasson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd.

  • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

   8.liður úr fundargerð SBH frá 19.febr.sl.$line$Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingum á deiliskipulagi hverfisins dags. x. Tillagan var auglýst 01.11.12 skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 19.12.12. Athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 19.11.12. Lögð fram endurskoðuð samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og drög að svörum við þeim.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir svör við athugasemdum og gerir að sínum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu með vísan til 42. gr. laga nr. 123/2010.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi að Völlum 7, dags. 19. febrúar 2013 og að deiliskipulaginu verði lokið í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.”$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera eftirfarandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja breytingarnar sem nú hafa verið gerðar á deiliskipulagi nýs hverfis á Völlum 7, framtíðarbyggingarsvæði bæjarins. En tekið skal skýrt fram að áður en til úthlutunar á Völlum 7 kemur þarf hagkvæmniúttekt að liggja fyrir. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir slíkri úttekt á síðasta ári, þar sem m.a. yrði tekið tillit til allra kostnaðarþátta við uppbyggingu þjónustu við íbúa hins nýja hverfis, ásamt því að fyrir liggi hvenær Ásvallabraut verður tekin í notkun til að tryggja viðunandi samgöngur og vegtengingar við Ásland og Vallasvæðið í heild. Einnig er brýnt að lokið verði frágangi við gatnagerð og gangstéttir í öðrum nýlegum hverfum bæjarins, áður en til úthlutunar og uppbyggingar nýs hverfis kemur. Ennfremur er mikilvægt að taka mið af íbúaþróun, mannfjöldaspá og fyrirliggjandi magni af húsnæði í byggingu og hver áætluð þörf er fyrir nýbyggingar næstu árin þegar ákvörðun um úthlutun lóða í nýju hverfi er tekin.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að um þegar skipulagt hverfi er að ræða. Þar af leiðandi er kostnaður við framkvæmdir þekktur og er verið að vinna að samantekt. Einnig hefur verið unnið að áætlun varðandi vegtengingar og hefur SBH þegar samþykkt að hafin verði vinna við veghönnun Ásvallabrautar.$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. $line$$line$Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi frestunartillögu:$line$”Tillaga um frestun á lið 4. SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokkstin óska eftir að afgreiðslu deiliskipulagsins verði frestað þar til Hagkvæmnigreining á úthlutun lóða í hverfinu liggur fyrir.$line$ $line$Rökstuðningur:$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um Hagkvæmnigreiningu á úthlutun lóða á Völlum 7 þann 5.12.2012 sem var í framhaldinu vísað til bæjarráðs. Sú úttekt liggur enn ekki fyrir en skv upplýsingum frá bæjarstjóra þá er hún á lokametrunum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að þetta liggi fyrri áður en frekari ákvarðanir eru teknar með Skarðshlíð (áður Velli 7) og óska því eftir að endanlegri afgreiðslu málsins verði frestað þar til hagkvæmniúttektin liggur fyrir.”$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Geir Jónsson (sign),$line$Helga Ingólfsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign). $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Gengið til atkvæðagreiðslu um frestunartillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks. 5 greiddu atkvæði með tillögunni, 6 greiddu atkvæði á móti og var því tillagan felld.$line$$line$Gengið til atkvæðagreiðslu um framlagða tillögu sem vísað var úr skipulags- og byggingarráði til bæjarstjórnar. 6 greiddu atkvæði með tillögunni, 5 sátu hjá. $line$$line$Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna vilji ekki fresta afgreiðslu málsins. Það hefur lengi legið fyrir það mat bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins að Hagkvæmnigreining á úthlutun lóða á Völlum 7 þurfi að liggja fyrir þegar frekari ákvarðanir eru teknar um framtíð hverfisins. Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins eru efnislega samþykkir þeim breytingum á deiliskipulaginu sem hér eru lagðar fram en vilja sjá heildarmyndina áður en haldið er lengra með málið.”$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Geir Jónsson (sign),$line$Helga Ingólfsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign).$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$”Fulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna telja jákvætt að unnin sé greinin á hagkvæmni í tengslum við útlhlutun lóða í Hafnarfirði og fagna því að samstaða virðist vera um skipulagsbreytingar í fyrrum Völlum 7, nú Skarðshlíð. $line$Úthlutun lóða er hins vegar sjálfstæð ákvörðun og sem fer í gegnum bæjarráð og telja fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna að það hafi í raun ekki með deiliskipulagið sjálft að gera heldur framkvæmd þess, enda eru um að ræða breytingar á deiliskipulagi sem þegar er samþykkt í bæjarstjórn. Æskilegt er að hagkvæmnigreining liggi fyrir þegar farið verður í úthlutun lóða á vettvangi bæjarráðs.”$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign),$line$Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Hörður Þorsteinsson (sign), Guðný Stefánsdóttir (sign).

  • 1209311 – Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur

   2.liður úr fundargerð BÆJH frá 21.febr. sl.$line$2 1209311 – Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur$line$ Lögð fram eftirfandi tillaga starfshóps bæjarráðs skv. samþykkt bæjarráðs 20. september 2012.$line$$line$Með tilvísun í meðfylgjandi áætlun dagsettri 20.02.2013 leggur starfshópurinn til að bjóða út byggingu hjúkrunarheimils við Hádegisskarð í Hafnarfirði.$line$Útboð mannvirkja (bygging og lóð) verði með hefðbundnum hætti þ.e. hönnun boðin út sér og í framhaldi af því mannvirkin sjálf. Kappkostað verði að byggingin uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til nútíma hjúkrunarheimila í dag. Ennfremur að tekið verði tilliti til kostnaðarsjónarmiða bæði er varðar bygginguna sjálfa og rekstur innan hennar m.t.t. þeirrar þjónustu sem íbúum hjúkrunarheimilisins verður veitt.$line$$line$Skipuð verði verkefnastjórn sem sjái um ofangreind útboð og eftirfylgni með þeim. $line$Horft verði m.a. til samnings um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Hafnarfjarðarkaupstaði sem undirritaður var 3. maí 2010. Í þeim samningi kemur fram að um sé að ræða hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa, við hönnun skal hinsvegar líka taka tillit til hugsanlegar stækkunar hjúkrunarheimilisins í framtíðinni og þeirrar stoðþjónustu sem tengst gæti starfsemi þess í byrjun eða í náinni framtíð.$line$Samkvæmt fyrrgreindum samningi um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Hafnarfjarðarkaupstaði sem undirritaður var 3. maí 2010, skal Hafnarfjarðarbær gera sérstakan samning við velferðarráðuneytið um rekstur hjúkrunarheimilisins. Hafnarfjarðarbæ er heimilt að fela þriðja aðila að veita þjónustu á grundvelli þess samnings, enda liggi fyrir staðfesting velferðarráðuneytisins, en ábyrgð sveitarfélagsins á samningsskyldum við ráðuneytið verður ekki framseld. Leggur starfshópurinn til að verkefnastjórn verði falið að undirbúa rekstur heimilisins og gera tillögu þar að lútandi til bæjarráðs. Skal verkefnastjórnin meðal annars skoða hvort grundvöllur sé til samstarfs við aðra framkvæmdaraðila sambærilegrar þjónustu, svo sem önnur sveitarfélög. $line$ $line$ Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu starfshópsins og felur bæjarstjóra að leita tilnefninga í verkefnastjórn um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis við Hádegisskarðs sbr. fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og undirbúa störf erkefnastjórnar. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fram komna tillögu starfshóps, um að stofnuð verði verkefnastjórn sem undirbúi útboðsferli vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis, en gert er ráð fyrir að eftirfarandi atriði liggi jafnframt fyrir hið fyrsta:$line$$line$1) Staðið verði við fyrri samþykktir skýrslu starfshóps frá 2006, og ítrekun starfshóps fjölskylduráðs frá 2012, um áframhaldandi þróun og uppbyggingu Sólvangssvæðisins, þar sem verði framtíð miðstöðvar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Samið verði við ríkisvaldið um að þetta gangi eftir.$line$$line$2) Gerð verði kostnaðargreining og lagðar verði fram rekstrarlegar forsendur fjárfestinga og stoðþjónustu sem munu tengjast nýju hjúkrunarheimili.$line$$line$3) Gerð verði kostnaðar- og fjárfestingaráætlun vegna nauðsynlegra vegtenginga og stofnbrautar á svæðinu við hjúkrunarheimilið.$line$$line$4) Fyrir liggi áætlanir um hvernig bæjarfélagið muni fjármagna hlut sinn í uppbyggingu og rekstri framangreindra atriða.”$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Fyrir liggur skýr stefnumörkun bæjarfélagsins um framtíðaruppbyggingu á sviði öldrunarmála og hefur um hana ríkt þverpólitísk samstaða og sátt. Var sú stefnumörkun yfirfarin af starfshópi fjölskylduráðs sem skilaði samantekt sinni í júní 2012. Í henni kemur fram að gert sé ráð fyrir að í tengslum við byggingu nýs hjúkrunarheimilis verði sú aðstaða sem til staðar er á Sólvangi, með tengingu við starfsemi heilsugæslunnar sem er í samtengdu húsnæði og nærliggjandi þjónustuíbúðum aldraðra, nýtt til uppbyggingar á miðstöð öldrunarþjónustu, s.s. á sviði dagvistunar, hvíldarinnlagna, endurhæfingar, sameiginlegri stjórnstöð heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu og síðast en ekki síst upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir aldraða.”$line$

   Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Þá tók til máls Rósa Guðbjartsdóttir. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:$line$”Það er fagnaðarefni að undirbúningur við byggingu nýs hjúkrunarheimilis hefjist að nýju, en framkvæmdir hafa tafist um nokkur ár vegna þess að forval reyndist ekki löglegt, en sú staðreynd hefur legið fyrir í tæp tvö ár og sætir undrun hvers vegna meirihlutinn hefur ekki unnið áfram að undirbúningi verksins.$line$Nú þegar verkefninu er ýtt úr vör á ný eftir biðstöðu undanfarinna ára er mikilvægt að vanda til við undirbúning verksins og endurmeta upphaflegar forsendur.$line$Starfshópnum sem skilaði af sér til bæjarráðs sl. fimmtudag var falið af bæjarráði að skoða ólíkar leiðir við hönnun, byggingu og rekstur hjúkrunarheimis og koma með tillögu til bæjarráðs sem taki til þessa þátta.$line$Hópurinn var sammála um leiðir við hönnun og byggingu verkefnissins og þar sem ég tók fullan þátt í þeirri vinnu skrifaði ég undir niðurstöðu starfshópsins. Ég gerði hinsvegar fyrirvara við undirskrift mína sem er fylgiskjal við niðurstöðu starfshóps.$line$Ástæða fyrir mínum fyrirvara er ég geri athugasemdir við að starfshópurinn hefur ekki lokið verki sína varðandi rekstraþætti verkefnisins auk þess að ég tel mikilvægt að enduskoða þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar verkefninu í stefnumótun frá árinu 2006 og skoða hver þróun málaflokksins sem varðar öldrunarþjónustu er varðandi þjónustuframboð og þar skiptir miklu máli að líta sérstaklega til staðsetningar en ljóst er að forsendur fyrir núverandi staðsetningu hafa gjörbreyst. Þessi sjónarmið settí ég fram í starfshópnum en þau fengu ekki hljómgrunn.$line$Þar sem málið hefur tafist töluvert væri ennfremur eðlilegt að gefa hagsmunaðilum aðkomu að því og fá umsögn frá fagaðilum sem sinna rekstri sambærilegra stofnana og þeim samtökum sem standa að öldrunarmálum í Hafnarfirði.$line$Þar sem verkefnið er skilyrt að hálfu ríkisvaldsins og öll ábyrgð og fjárhagsleg áhætta mun hvíla á sveitarfélaginu er nauðsynlegt að rekstrarlegar forsendur liggi fyrir við upphaf verkefnisins sérstaklega í ljósi fjárhagstöðu sveitarfélagsins og þeirra skýringa sem gefnar hafa verið vegna þeirra tafa sem orðið hafa á framgangi verksins um að óljóst sé hvort bænum er heimilt að fara í þessa skuldsetningu.”$line$$line$Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks (sign)$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:$line$”Vísað er til bókunar bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi bæjarráðs 21. feb. sl. um málefni hjúkrunarheimilis og uppbyggingar á Sólvangi.”$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign).

Ábendingagátt