Bæjarstjórn

8. maí 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1703

Mætt til fundar

 • Lúðvík Geirsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
 • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Ritari

 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17.04.13 og 24.04.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

  • 1304444 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting Mjósund 10

   2.liður úr fundargerð SBH frá 30.apríl sl.$line$Mjósund 10 ehf sækir 19.04.13 um að aðalskipulagi fyrir lóðina Mjósund 10 verði breytt þannig að hún verði á íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir stofnanir.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 í samræmi við erindið. Lagt er til að farið verði með breytinguna skv. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir lóðina Mjósund 10, þannig að notkun verði breytt úr svæði fyrir stofnanir í íbúðarsvæði. Farið verði með breytinguna skv. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. “$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • SB060858 – Vellir 7. áfangi, deiliskipulagsvinna.

   7.liður úr fundargerð SBH frá 30.apríl sl.$line$Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. þar sem gerð er athugasemd um ósamræmi milli deiliskipulagsins og Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 m.s.br. fyrir Suðvesturlínur. Uppdrátturinn hefur verið lagfærður til samræmis við athugasemdirnar.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir þær leiðréttingar sem gerðar hafa verið á skipulagsuppdrættinum og áréttar að þær eru í fullu samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar Suðvesturlínur, sem er síðasta aðalskipulagsbreyting sem snertir svæðið. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir leiðréttan deiliskipulagsuppdrátt fyrir Skarðshlíð, áður Velli 7. Greinargerð áður samþykkt.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1304141 – Öldrunarþjónusta, viljayfirlýsing

   8.liður úr fundargerð BÆJH frá 2.maí sl.$line$Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing velferðarráðuneytis og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu heildrænnar þjónustu við aldraða í Hafnarfirði.$line$ $line$ Lagt fram.$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða undirritaða viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu heildrænnar þjónustu við aldraða í Hafnarfirði”.$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Lúðvík Geirsson tók til máls. Þá Geir Jónsson. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 16:05. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir.$line$$line$Kristinn Andersen tók til máls$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Kristinn Andersen lagði fram svohljóðandi bókun f.h. 3 fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka fyrri bókanir um að staðið verði við fyrri samþykktir skýrslu starfshóps frá 2006, og ítrekun starfshóps fjölskylduráðs frá 2012, um áframhaldandi þróun og uppbyggingu Sólvangssvæðisins, þar sem verði framtíð miðstöðvar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að þessu verði fylgt eftir með viljayfirlýsingunni.$line$Löngu var orðið tímabært að bæjaryfirvöld beittu sér fyrir samþykkt viljayfirlýsingar með velferðarráðuneytinu um að taka upp þráðinn frá sameiginlegri stefnumótun, en á þeim árum sem liðin eru frá henni hafa orðið ýmsar breytingar – ný viðhorf og nýjungar í þjónustu við aldraða, breyttar þarfir og gjörbreyttar efnahagslegar foresendur, svo nokkur atriði séu nefnd sem hljóta að hafa áhrif á þær áætlanir sem lagt er upp með í viljayfirlýsingunni.$line$Mikilvægt er að mat á fyrirliggjandi kostum liggi fyrir í þeirri vinnu sem framundan er af hálfu Hafnarfjarðarbæjar, og í samstarfi við velferðarráðuneytið, og skynsamlegustu lausna leitað til að tryggja besta þjónustu við aldraða á komandi árum.”$line$$line$Ólafur Ingi Tómasson (sign), Kristinn Andersen (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).

  • 1302233 – Ársreikningar bæjarsjóðs 2012 - fyrri umræða

   5. liður úr fundargerð BÆJH frá 2.maí sl.$line$Fjármálastjóri gerð grein fyrir stöðunni. Endanlega niðurstaða varaðndi lífeyrisskuldbindingu liggur ekki fyrir.$line$$line$Til upplýsinga.$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Valdimar Svavarsson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa Ársreikningi bæjarsjóðs 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

  Fundargerðir

  • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.apríl sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 30.apríl sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 29.apríl sl.$line$Fundargerðir bæjarráðs frá 27.apríl og 2.maí sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 26.apríl sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 18.mars og 22.apríl sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.apríl sl.$line$

   Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 3. lið – Launakönnun 2012 – frá 2. maí 2012. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, kom að andsvari.

Ábendingagátt