Bæjarstjórn

22. maí 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1705

Mætt til fundar

 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
 • Hörður Þorsteinsson varamaður
 • Guðný Stefánsdóttir varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
 • Gestur Svavarsson varamaður

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 30.04.13 og 08.05.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$Lagt fram.$line$

  • 1304486 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga

   12. liður úr fundargerð SBH frá 14. maí sl.$line$Tekið fyrir erindi Hrafnkels Proppe f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu barst í tölvupósti 23.04.13. Óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðar varðandi breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og fleiri sveitarfélaga. Óskað er eftir umsögn 21. maí eða fyrr. Bæjarráð vísaði 02.05.13 erindinu til umsagnar Skipulags- og byggingarráðs.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarráðs:$line$Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að tillagan verði auglýst. Hafnarfjörður telur þær áherslur á þéttingu byggðar og vistvæna nálgun sem fram koma í aðalskipulagi Reykjavíkur vera mjög jákvæðar. Hins vegar má benda á, að sú stefna að 90% íbúða verði byggðar á núverandi svæðum innan Reykjavíkur og reikna má með að 50% íbúða á höfuðborgarsvæðinu verði byggðar í Reykjavík, vekur spurningar um eftirspurn og dreifingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. $line$Hafnarfjörður fagnar þeim fyrirætlunum Kópavogs að friða strendur í Skerjafirði og Kópavogi.$line$Hafnarfjörður telur enn fremur að mjög varlega þurfi að fara í allar framkvæmdir á Þríhnúkasvæðinu, þar sem umferð mun aukast til muna verði af þeim framkvæmdum. Mikilvægt er að olíuflutningabílum sé ekki beint á Bláfjallaveginn, og er lagt til að Reykjavík og Hafnarfjörður loki veginum fyrir slíkri umferð. Hafnarfjörður hefur áður beint því til Vegagerðarinnar að mikilvægt sé að laga axlir Bláfjallavegarins til að lágmarka skaða af hugsanlegri bílveltu þar.$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu með þeirri breytingu að í stað orðsins bæjarráð komi bæjarstjórn.

  • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

   13.liður úr fundargerð SBH frá 14.maí sl.$line$Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs og tillaga að svörum við athugasemdum sem Skipulags- og byggingarráð samþykkti á síðasta fundi. Lagður fram leiðréttu uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að ljúka málinu með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:” Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deilsikipulagi við Suðurhöfn vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1304501 – Kalt vatn í Vatnsendakrikum í Heiðmörk, nýting

   2.liður úr fundargerð UMFRAMH frá 15.maí sl.$line$Lagt fram bréf frá Orkustofnun varðandi nýtingu á kölduvatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk dags 24. apríl 2013.$line$$line$Hafnarfjörður hefur nýtt sjálfrennandi vatn úr Kaldárbotnum síðan 1918 eða í 95 ár. Kaldárbotnar eru náttúrulegar lindir með fyrsta flokks drykkjarvatni sem veita fyrirtækjum og 27.000 íbúum Hafnarfjarðar neysluvatn án þess að utanaðkomandi orku sé þörf. Vatnsbólin í Kaldárbotnum eru í hæsta gæðaflokki, sjálfbær og órofinn hluti af þeirri jákvæðu ímynd sem er á gæðum drykkjarvatns í Hafnarfirði. Nú þegar liggja fyrir sterk rök fyrir því að dæling Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum hafi áhrif á grunnvatnshæð í Kaldárbotnum. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar getur ekki með nokkru móti fallist á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns í Vatnsendakrikum. Umhverfis- og framkvæmdarráð vísar erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.$line$

   Málinu frestað til næsta fundar.

  • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

   5.liður úr fundargerð BÆJH frá 16.maí sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Farið yfir helstu breytingar.$line$ $line$Bæjarráð vísar samþykktunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$

   Annar varaforseti, Sigríður Björk Jónsdóttir, tók við fundarstjórn. Kristinn Andersen tók til máls. Fyrsti varaforseti tók við fundarstjórn að nýju. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Gunnar Axel Axelsson. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

  • 0806067 – Hafnarborg, gjafabréf / stofnskrá

   15.liður úr fundargerð BÆJH frá 16.maí sl.$line$Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 8. maí sl. $line$1. lið dagskrár er vísað til bæjarráðs.$line$ $line$Lagt fram til kynningar.$line$15.1 0806067 – Hafnarborg, gjafabréf / stofnskrá$line$ Stjórn Hafnarborgar vísar viðauka við stofnskrána til bæjarráðs.$line$ Bæjarráð vísar viðaukaunum til bæjarstjórnar.$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum viðauka við stofnskrá Hafnarborgar.

  • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð bæjarráðs frá 16.maí sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.maí sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 6.maí sl.$line$c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 8.maí sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.maí sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 15.maí sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 6.maí sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 13.maí sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15.maí sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29.apríl sl.

   Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 1. lið – Bæjarbíó – og 6. lið – Sólvangur – í fundargerð bæjarráðs frá 16. maí sl. Annar varaforseti tók við fundarstjórn. Kristinn Andersen kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Fyrsti varaforseti tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 9. lið – Skarðshlíð – í fundargerð bæjarráðs frá 16. maí sl. og 14. lið – Ráðhústorg grænkun – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 15. maí sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson bar af sér ámæli. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir 9. lið – Strandgata 86-94 Drafnarreitur – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 14. maí. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 8. lið – Vellir 5, Vellir 6, Ásland 3 og Skipalón, götukassar – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15. maí sl.

Ábendingagátt