Bæjarstjórn

5. júní 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1706

Mætt til fundar

 • Lúðvík Geirsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir hdl. ritari bæjarstjórnar
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15.05.13 og 22.05.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$Lagt fram.$line$

  • 1304501 – Kalt vatn í Vatnsendakrikum í Heiðmörk, nýting

   Frestað á fundi bæjarstjórnar 22.maí sl.$line$2.liður úr fundargerð UMFRAMH frá 15.maí sl.$line$Lagt fram bréf frá Orkustofnun varðandi nýtingu á kölduvatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk dags 24. apríl 2013.$line$$line$Hafnarfjörður hefur nýtt sjálfrennandi vatn úr Kaldárbotnum síðan 1918 eða í 95 ár. Kaldárbotnar eru náttúrulegar lindir með fyrsta flokks drykkjarvatni sem veita fyrirtækjum og 27.000 íbúum Hafnarfjarðar neysluvatn án þess að utanaðkomandi orku sé þörf. Vatnsbólin í Kaldárbotnum eru í hæsta gæðaflokki, sjálfbær og órofinn hluti af þeirri jákvæðu ímynd sem er á gæðum drykkjarvatns í Hafnarfirði. Nú þegar liggja fyrir sterk rök fyrir því að dæling Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum hafi áhrif á grunnvatnshæð í Kaldárbotnum. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar getur ekki með nokkru móti fallist á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns í Vatnsendakrikum. Umhverfis- og framkvæmdarráð vísar erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.$line$ $line$ Málinu frestað til næsta fundar.$line$

   Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi nýtingu á köldu vatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk frá 15. maí sl.” Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Lúðvík Geirsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Forseti tók við fundarstjórn að nýju.

  • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar - síðari umræða

   5.liður úr fundargerð BÆJH frá 16.maí sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Farið yfir helstu breytingar.$line$$line$Bæjarráð vísar samþykktunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$ $line$ Annar varaforseti, Sigríður Björk Jónsdóttir, tók við fundarstjórn. Kristinn Andersen tók til máls. Fyrsti varaforseti tók við fundarstjórn að nýju. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Gunnar Axel Axelsson. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.$line$

   Kristinn Andersen tók til máls og gerði grein fyrir minniháttar breytingu á 39. gr. samþykktarinnar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.

  • 1001145 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi

   1.liður úr fundargerð UMFRAM frá 29.maí sl. og 3.liður úr fundargerð SBH frá 28.maí sl.$line$Fulltrúi Eflu ehf mætir til fundarins og kynnir drög að aðgerðaráætlun vegna hávaða í Hafnarfirði samkvæmt til skipun EU 2002/49/ec fyrir árin 2013-2018. Verkefnið er unnið í samvinnu við Vegagerðina.$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að aðgerðaráætlun verði auglýst til kynningar. $line$Umhverfis- og framkvæmdaráð og skipulags- og byggingaráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa til kynningar aðgerðaráætlun skv. 11. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1202338 – Bæjarhraun, hjólastígur

   11.liður úr fundargerð SBH frá 28.maí sl.$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkti að skipulagið yrði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 Athugasemdir bárust. Haldinn var kynningarfundur um skipulagið skr. 40. grein sömu laga. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.$line$$line$Skipulags- og byggingarráði var gerð grein fyrir athugasemdum og lögð fram svör við þeim. Tekur undir svörin og gerir að sínum.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulagi við Bæjarhraun, hjólastíg með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir Bæjarhraun, hjólastíg og að deiliskipulaginu verði lokið með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

  • 1301590 – SHS, slökkvistöð við Skarhólabraut, lántaka

   11.liður úr fundargerð BÆJH frá 30.maí sl.$line$Tekið fyrir að nýju erindi erindi stjórnar SHS varðandi lántöku vegna slökkvistöðvar. Bæjarstjórn samþykkti lántökuna á fundi sínum 30. janúar sl.$line$Stjórn SHS hefur ákveðið að taka tilboði Lánasjóðs sveitarfélaga og ganga þarf frá ábyrgðum vegna þess.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að veita einfalda og hlutfallslega ábyrgð miðað við eignarhluti 1. janúar í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. vegna 245.000.000 kr. lántöku fyrirtækisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 21 árs, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er einföld og hlutfallsleg ábyrgð þessi veitt skv. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og veitir bæjarstjórn Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar ofangreindri ábyrgð skv. heimild í 2. mgr. 68. greinar sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum Er lánið tekið til byggingar á nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut í Mosfellsbæ, sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem einn eigenda Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til að selja ekki félagið að neinu leyti til einkaaðila.$line$$line$Fari svo að Hafnarfjörður selji eignarhlut í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarfjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. $line$$line$Jafnframt er Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, kt. 121066-4919, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessar$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

  Fundargerðir

  • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29.maí sl.$line$a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 3.apríl og 10.maí sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 30.maí sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.maí sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.maí sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.maí sl.$line$d. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.maí sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 28.maí sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 29.maí sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 21.maí sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 27.maí sl.

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls undir 3. lið – Vatnsverndarsvæði, bráðamengun – í fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27. maí sl. Lúðvík Geirsson tók til máls undir 9. lið – Selhella 1, afsal lóðar, stjórnsýslukæra – í fundargerð bæjarráðs frá 30. maí sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 4. lið – Strandgata, ný húsagata – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. maí sl. Lúðvík Geirsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. maí sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls undir 4. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. maí sl. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir framangreindum 4. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 29. maí sl. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari.

Ábendingagátt