Bæjarstjórn

13. nóvember 2013 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1714

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
 • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
 • Hörður Þorsteinsson varamaður
 • Guðný Stefánsdóttir varamaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Mættir voru undirritaðir bæjarfulltrúar.
Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Mættir voru undirritaðir bæjarfulltrúar.
Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 23.10.13 og 30.10.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$

   Lagt fram til kynningar.

  • 1310308 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á svæði við Ásbraut

   6. liður úr fundargerð SBH frá 5.nóv. sl.$line$Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu. Lagt er til að landnotkun verði breytt úr blandaðri notkun opinberar stofnanir og opið svæði til sérstakra nota í athafnasvæði, og tengist það þá svæðinu Selhraun norður. Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu samkvæmt kröfu Skipulagsstofnunar.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu og matslýsingu með áorðnum breytingum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu á tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar ásamt matslýsingu, breytingu á svæði við Ásbraut, dags. 01.11.13.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðarsdamþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

  • 1304486 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga

   10. liður úr fundargerð SBH frá 5.nóv. sl.$line$$line$Lagt fram bréf Hrafnkels Proppé svæðisskipulagsstjóra f.h. Sambands sveitarfélaga á Höfuðborgarsviðinu dags. 21.10.13. Svæðisskiplagsnefnd samþykkti að leggja að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til samþykktar sk.v 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, með þeim lagfæringum sem fagráð leggur til.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til samþykktar.$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Sigríður Björk Jónsdóttir tók þessu næst til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Þá tók Guðfinna Guðmundsdóttir til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu að breytingu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins með 11 atkvæðum.

  • 1301059 – Fundargerðir 2013, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 5.nóv. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 6.nóv. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29.okt. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 5.nóv. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6.nóv. sl.$line$a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25.okt. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 7.nóv. sl.$line$a.Fundrgerðir hafnarstjórnar frá 29.okt. og 4.nóv. sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 21.okt. sl.$line$c. Fundargerðir SSH frá 7.og 21. okt. sl.

   Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 5. nóvember sl. “Málfundur um skólamálí Hafnarfirði” og 2. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. nóvember sl. “Nýtt áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið”.$line$Þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls vegna sömu liða.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. nóvember sl. “Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði”, þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls vegna sama liðar, Rósa Guðbjartsdóttir kom andsvari við ræðu bæjarstjóra Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. ´$line$Valdimar Svavarsson tók einnig til máls vegna sama liðar, Margrét Gauja Magnúsdóttir koma að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar og tók Sigríður Björk Jónsdóttir við stjórn fundarins á meðan, þessu næst tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls vegna sama liðar, síðan Sigríður Björk Jónsdóttir, þá Geir Jónsson.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Ábendingagátt