Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 20.11.13 og 27.11.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$
Lagt fram til kynningar.
1. liður úr fundargerð FRÆH frá 2.des. sl.$line$Skólameistarar Flensborgarskólans og Iðnskólans mættu til fundarins og gerðu grein fyrir rekstrarstöðu skólanna.$line$$line$Fræðsluráð samþykkir eftirfarandi tillögu og vísar til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um stöðu og framtíð framhaldsskólastigsins í Hafnarfirði.”$line$
Eyjólfur Sæmundsson tók til máls, þá Kristinn Andersen, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari, Kristinn Andersen svaraði andsvari, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. $line$$line$Geir Jónsson tók síðan til máls, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Geir Jónsson svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir koma að andsvari öðru sinni, þá kom Guðfinna Guðmundsdóttir að andsvari við upphaflegri ræðu Geirs Jónssonar.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók þessu næst til máls, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd. $line$$line$Fleiri tóku ekki til máls og var gengið til afgreiðslu.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4.des.sl.$line$a.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 25.nóv. sl.$line$b.Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11.nóv. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 5.des. sl.$line$a.Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.nóv. sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.nóv.sl.$line$c. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18.nóv. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 3.des. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 4.des. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 25.nóv. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 2.des. sl.
Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóð vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 4. desember sl., 5. liðar: Tímaúthlutun ÍBH, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. $line$$line$Valdimar Svavarsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar skipulags- og byggingarráðs frá 3. desember sl., 2. liðar: Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari, Sigríður Björk Jónsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar og Valdimar Svavarsson svaraði því andsvari, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar.$line$Sigríður Björk Jónsdóttir tók síðan til máls vegna sama liðar fundargerðar skipulags- og byggingarráðs, Valdimar Svavarsson kom að andsvari, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari, Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd, Sigríður Björk Jónsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd. $line$Lúðvík Geirsson tók þá til máls vegna þessa sama liðar, Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari.$line$Eyjólfur Sæmundsson tók einnig til máls vegna sama liðar, Valdimar Svavarsson kom að andsvari við ræðu Eyjólfs Sæmundssonar.$line$$line$Geir Jónsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 4. desember sl., 5. liðar: Tímaúthlutun ÍBH.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á sorphirðugjald: $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að sorpeyðingargjald fyrir árið 2014 verði 25.800 pr. íbúð og uppfærist gjaldskrá sorphirðu í samræmi við það. $line$$line$Einnig voru lagðar fram eftirfarandi tillögur vegna systkinaafsláttar á leiksskólum og frístundaheimilum:$line$$line$Tillaga vegna gjaldskrár leikskóla:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi breytingu á 7. grein gjaldskrár leikskóla:$line$$line$Systkinaafsláttur er veittur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla, hjá dagforeldri og á frístundaheimilum. Systkinaafsláttur reiknast alltaf af elsta barni. Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi fyrir hvert barn umfram eitt. $line$$line$I. Fyrir annað systkin 30% afsláttur.$line$$line$II. Fyrir þriðja systkin 60% afsláttur.$line$$line$III. Fyrir fjórða systkin 100% afsláttur.$line$$line$Alltaf skal greiða fullt verð fyrir fæði. $line$$line$Tillaga vegna frístundaheimila:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi vegna gjaldskrár frístundaheimila:$line$$line$2.gr.$line$$line$Gjald frístundaheimila skal vera eftirfarandi (síðdegishressing innifalin í gjaldinu):$line$$line$1 dagur í viku (gjald á mán) (4 klst. á viku/16 klst. á mán) kr. 4.201$line$2 dagar í viku (gjald á mán) (8 klst. á viku/32 klst. á mán) kr. 7.151$line$3 dagar í viku (gjald á mán) (12 klst. á viku/48 klst. á mán) kr. 10.297$line$4 dagar í viku (gjald á mán) (16 klst. á viku/64 klst. á mán) kr. 13.426$line$5 dagar í viku (gjald á mán) (20 klst. á viku/80 klst. á mán) kr. 16.545$line$$line$Systkinaafsláttur er veittur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri og á frístundaheimili. Systkinaafsláttur reiknast alltaf af elsta barni. Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi fyrir hvert barn umfram eitt. $line$$line$I. Fyrir annað systkin 30% afsláttur.$line$$line$II. Fyrir þriðja systkin 60% afsláttur.$line$$line$III. Fyrir fjórða systkin 100% afsláttur.$line$$line$3.gr. $line$$line$Gjaldskrá þessi gildir frá 1. Janúar 2014.$line$$line$$line$$line$
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og gerði grein fyrir ofangreindum tillögum.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$Að loknu fundarhlé tók Helga Ingólfsdóttir til máls, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu um sorpeyðingargjald með 6 atkvæðum gegn 5.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarð samþykkti fyrirliggjandi tillögu vegna breytinga á 7. grein gjaldskrár leiksskóla með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu vegna breytinga á 2. og 3. grein gjaldskrár frístundaheimila með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$”Fyrirhugðuð hækkun úr kr. 24.158 í kr. 25.800 er 6,8% sem bætist við verulega hækkun sem sett var inn á síðasta ári en þá var gjaldið hækkað um 25,17%. $line$Mikil krafa er í samfélaginu að sveitarfélög haldi í sér varðandi gjaldskrárhækkanir og leggi þannig sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika í aðdraganda kjarasamninga og skemmst er að minnast að Reykjavíkurborg tók til baka sínar gjaldskráhækkanir sem áætlaðar voru við gerð fjárhagsáætlunar 2014.”$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Að loknu fundarhléi tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingaar:$line$”Engar gjaldskrárhækkanir eru fyrirhugaðar í fræðslu- og fjölskyldumálum, ásamt því sem álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkar annað árið í röð. Hækkun á sorphirðugjöldum er bein afleiðing af úrskurði útskurðarnefndar útboðsmála sem meinaði bæjarfélagniu að semja við lægsbjóðanda um sorpþjónustu í bænum.”
Áður frestað á fundi bæjarstjórnar 27.nóv. sl.$line$Lagðar fram tillögur um álagningu útsvars, fasteignaskatts og lóðarleigu sem og tillaga að breyttum tekjuviðmiðum afsláttar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega.$line$$line$1. Útsvar:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að útsvarshlutfall árið 2014 verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum” $line$$line$2. Tillaga um fasteignaskatt og lóðarleigu:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að álögð fasteignagjöld ársins 2014 verði eftirfarandi:$line$$line$Fasteignaskattur sem reiknast af heildarfasteignamati húsa og lóða.$line$A- skattflokkur, íbúðarhús, hesthús og sumarbústaðir 0,28%$line$B- skattflokkur, opinberar byggingar sbr. reglugerð 1160/2005 1,32%$line$C- skattflokkur, atvinnuhúsnæði, 1,65%$line$$line$Lóðarleiga sem reiknast af fasteignamati lóðar:$line$A- skattflokkur, íbúðarhús, hesthús og sumarbústaðir 0,4%$line$B- skattflokkur, opinberar byggingar sbr. reglugerð 1160/2005 1,30%$line$C- skattflokkur, atvinnuhúsnæði, 1,30%$line$$line$Álagning byggir á fasteignamati eigna samkvæmt Fasteignaskrá Íslands 31. desember 2013.$line$$line$Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2014 eru tíu. $line$Fyrsti gjalddagi er 15. janúar 2014 en eftir það 1. hvers mánaðar frá mars til nóvember og eindagi 30 dögum síðar. $line$Gjalddagi fasteignagjalda að lægri fjárhæð en 25.000 kr. er 1. febrúar 2014. $line$Gjalddagar fasteignagjalda sem lögð eru á nýjar eignir á árinu 2014 eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagningin fer fram.$line$Fasteignaskattur og lóðarleiga er lögð á með heimild í lögum nr. 5/1995 með síðari breytingum.$line$Gjaldendur sem greiða fasteignagjöld ársins að fullu fyrir 16. febrúar 2014 fá 5% staðgreiðsluaflsátt. $line$$line$3. Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar á faseignaskatt elli- og örorkulífeyrisþega:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að tekjumörk afsláttar af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrirþegum vegna ársins 2014 verði eftirfarandi:$line$Tekjur einstaklinga 2013$line$100% afsláttur, 0 – 2.757.000 kr.$line$75% afsláttur, 2.757.001 – 3.128.000 kr.$line$50% afsláttur, 3.128.001 – 3.393.000 kr.$line$25% afsláttur, 3.393.001 – 3605.000 kr.$line$$line$Tekjur hjóna 2013$line$100% afsláttur, 0 – 3.849.000 kr.$line$75% afsláttur, 3.849.001 – 4.273.000 kr.$line$50% afsláttur, 4.273.001 – 4.644.000 kr.$line$25% afsláttur, 4.644.001 – 4.962.000 kr.$line$$line$Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrirþegum í Hafnarfirði sem samþykktar voru í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 5. desember 2012 uppfærast í samræmi við þetta.$line$$line$$line$ $line$
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og gerði grein fyrir ofangreindum tillögum.$line$$line$Tillaga 1 – Útsvar:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá. $line$$line$Tillaga 2 – Fasteignagjöld og lóðarleiga:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.$line$$line$Tillaga 3 – Tekjumörk afsláttar fasteignaskatts:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá. $line$$line$$line$$line$
Bæjarstjórn Hafnafjarðar samþykkti á fundi sínum 30.október sl. að vísa fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2014-2017 til síðari umræðu.
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og kynnti fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2014 – 2017.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók þá til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$1. Tillaga um sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS-veitum$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hefja undirbúning söluferlis á hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum. Andvirði hlutarins verði nýtt til að lækka höfuðstól láns hjá slitastjórn DEPFA-banka.”$line$$line$Greinargerð:$line$Ein af eignum bæjarins er 15.% hlutur í HS-veitum en gera má ráð fyrir því að verðmæti hlutarins sé um 1,5 milljarður króna ef tekið er mið af því verði sem hlutar í félaginu hafa verið seldir á nýlega. Í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem einkum felst í þungri skuldabyrði og háum fjármagnskostnaði er lagt til að hluturinn verði seldur og komi til lækkunar á skuld bæjarins hjá slitastjórn DEPFA en hann er nú þegar veðsettur slitastjórninni.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir.$line$$line$Valdimar Svavarsson tók síðan til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$2. Tillaga um frestun lántöku vegna hjúkrunarheimilis$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að 1.000.000.000 lántöku vegna hjúkrunarheimilis verði frestað í bili vegna fjárhagslegra óvissuþátta í tengslum við verkefnið.”$line$ $line$Greinargerð: $line$Mikil óvissa ríkir um fjárframlög ríkisins til reksturs og byggingar nýs hjúkrunarheimilis auk þess sem ósamið er um fyrirkomulag lífeyrisskuldbindinga. Af þeim sökum er lagt til að eins milljarðs lántöku verði frestað þar til óvissu um fjármögnun og kostnað verði eytt. Stærð verkefnisins og umfang er þannig að tiltölulega lítil skekkja í rekstrarmódeli og forsendum getur kallað á háar skuldbindingar sveitarfélagsins til lengri tíma sem við teljum ekki forsvaranlegt á þessum tímum.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Helga Ingólfsdóttir.$line$$line$Valdmar Svavarsson lagði einnig fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$3. Tillaga um sölu skuldabréfs $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hefja undirbúning á sölu skuldabréfs sem gefin eru út af Magma Energy. Andvirði bréfsins verði nýtt til að greiða niður skuldir bæjarins.”$line$ $line$Greinargerð:$line$Hafnarfjarðarbær fékk hluta andvirðis við sölu á hlutum í HS-orku til Magma Energy Sweden greitt með skuldabréfi með gjalddaga í desember 2016. Áætla má að verðmæti bréfsins í dag sé rúmlega 200 milljónir. $line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir.$line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Valdimars Svavarssonar, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Þessu næst tók Helga Ingólfsdóttir til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$4. Tillaga um nýframkvæmdir$line$”Bæjarstjórn samþykkir að nýfjárfestingar samkvæmt framkvæmdaáætlun 2014 verði 400 milljónir króna og að ekki komi til frekari lántöku vegna þeirra framkvæmda en samkvæmt sveitarstjórnarlögum er skylt að stefna að því að skuldahlutfall sveitarfélagsins fari niður fyrir 150% innan 10 ára samkvæmt framlagðri áætlun en hlutfallið er nú nærri 250%.”$line$ $line$Greinargerð:$line$Megináhersla verði lögð á að takmarka fjárfestingar án þess að til komi þjónustuskerðing. Sérstaklega verði horft til uppbyggingar á Völlum og samgöngubóta vegna fyrirhugaðar uppbyggingar í Skarðshlíð og Hellnahrauni auk þess sem klára þarf frágang í nýbyggingarhverfum.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir$line$ $line$Þá tók Kristinn Andersen til máls og lagði fram eftirfarandi tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$5. Tillaga um nýbreytni í grunnskólastarfi$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að mótað verði þróunarverkefni um starf í einum eða fleiri grunnskólum Hafnarfjarðar sem byggir á “bókun 5″ úr kjarasamningum um grunnskólakennslu.”$line$ $line$Greinargerð:$line$Markmið með tillögunni er að hvetja til nýbreytni í skólastarfi innan starfandi grunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem skólafólki gefist kostir á breyttu starfsumhverfi og nýjum tækifærum í starfi. Ennfremur verði miðað að því að bæta enn frekar skólastarf gagnvart nemendum. Þá verði þróunarverkefnið notað til þess að draga úr miðstýringu og auka sjálfstæði skólanna, bæta rekstur þeirra og snúa vörn í sókn hvað varðar fjárhagslegt svigrúm og faglegt starf. Mikilvægt er að þróunarverkefnið verði unnið í góðu samráði við skólasamfélagið í þeim skólum sem kjósa að taka þátt í því.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir.$line$ $line$6. Tillaga um fjölbreytni í rekstrarformi grunnskóla$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að kallað verði eftir tillögum um fjölbreyttari rekstrarform grunnskóla í Hafnarfirði, innan núverandi skóla eða í fyrirhuguðum grunnskólum bæjarins.”$line$ $line$Greinargerð:$line$Hlutur sjálfstæðra grunnskóla, sem starfræktir eru af öðrum en sveitarfélögum, er hverfandi lítill hérlendis og íslenskt skólakerfi sker sig þar úr í samanburði við önnur lönd, s.s. hin norðurlöndin. Með sjálfstæðum skólarekstri hefur verið sýnt fram á margvíslegan ávinning, ekki aðeins innan sjálfstæðu skólanna heldur fyrir skólasamfélagið í stærra samhengi. Tillagan er sett fram til að kalla fram umræðu um ný rekstrarform, gefa kosti á nýjum tækifærum fyrir skólafólk, auka fjölbreytni og efla skólastarf. Mikilvægt er að skoðun nýrra kosta í rekstrarformi fari fram í góðu samráði við skólasamfélagið í Hafnarfirði.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$7. Tillaga um atvinnuþróunarverkefni$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að sett verði af stað sérstakt atvinnuþróunarverkefni þar sem markaðs- og kynningarmál sveitarfélagsins yrðu efld með átak í sölu atvinnulóða, nýsköpun og atvinnuþróun að leiðarljósi.” $line$ $line$Greinargerð: $line$Brýnt er að gera átak í sölu lóða undir atvinnurekstur og leita nýrra leiða til að efla og fjölga fyrirtækjum. Þetta er gert í því skyni að auka tekjur bæjarins og skapa ný atvinnutækifæri. Gert er ráð fyrir að 30 milljónir króna verði settar í verkefnið en að lóðasöluátak skili 300 milljónum króna tekjum á árinu 2014.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson, Helga Ingólfsdóttir.$line$$line$Þá tók Valdimar Svavarsson til mál og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$8. Tillaga um niðurgreiðslu skulda Hafnarfjarðarbæjar$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að andvirði þeirra tillagna sem Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram við seinni umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 verði notað til að greiða niður erlendar skuldir og lækka skammtímaskuldir bæjarfélagsins.”$line$ $line$Greinargerð: $line$Skuldavandi hefur blasað við Hafnarfjarðarbæ í áraraðir og hár fjármagnskostnaður og þung greiðslubyrði er að sliga bæjarfélagið. Til að raunhæft sé að ná tökum á fjármálum bæjarins verða skuldir að lækka. Með þessum aðgerðum og greiðslu samningsbundinna afborganna verða skuldir allt að 5 milljörðum króna lægri á árinu 2014. Slík lækkun myndi minnka fjármagnskostnað bæjarins um allt að 250 milljónir króna árlega næstu árin. Lægri skuldir, minni gengisáhætta og minni fjármagnskostnaður styrkja líka stöðu bæjarfélagsins við endurfjármögnun á þeim lánum sem á gjalddaga eru árið 2015. Í dag er áætlað að endurfjármögnunnarþörf sé nærri 12 milljarðar svo það er alveg ljóst að öll skuldalækkun þangað til mun bæta stöðu bæjarins og lækka fjármagnskostnað og greiðslubyrði til framtíðar. Þær tillögur sem lagðar hafa verið hér fram að framan eru settar fram af raunsæi og ábyrgð og miða að því að lækka skuldir og treysta fjárhagsstöðu bæjarins til framtíðar.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Helga Ingólfsdóttir.$line$$line$Þá tók Eyjólfur Sæmundsson til máls og lagði til að tillögum 5 Nýbreyttni í frummskólastarfi og 6 Fjölbreytni í rekstrarform skóla yrði vísað til fræðsluráðs og tillögu 7 Atvinnuþróunarverkefni til bæjarráðs, Kristinn Andersen kom að andsvari og einnig Rósa Guðbjartsdóttir, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari, Valdimar Svavarsson kom að andsvari við ræðu Eyjólfs Sæmundssonar, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari, Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni, Valdimar Svavarsson gerði stutta athugasemd og einnig Eyjólfur Sæmundsson.$line$$line$Geir Jónsson tók þessu næst til máls, þá Lúðvík Geirsson, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir gerði stutta athugasemd, Lúðvík Geirsson gerði einnig stutta athugasemd.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók síðan til máls og tók varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins undir ræðu hennar, Lúðvík Geirsson kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Lúðvík Geirsson kom að andsvari öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson kom einnig að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Þá tók Sigríður Björk Jónsdóttir til máls, forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju undir ræðu hennar, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$Að loknu fundarhlénu var gengið til afgreiðslu á fjárhagsáætlun bæjarssjóð og fyrirliggjandi tillögum. $line$$line$Tillaga 1: Sala á hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS-veitum.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi tillöguna með 6 atkvæðum gegn 5.$line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingar:$line$”Eignarhlutur Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum endurspeglar virði þess orkudreifinets sem sveitarfélagið lagði inn í fyrirtækið á sínum tíma og ætlaði því að sjá um að reka í þágu heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði. Um þennan eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í veitufyrirtækinu hefur hingað til ekki ríkt sérstakur ágreiningur. Þvert á móti hefur verið samstaða um það sjónarmið að ef sveitarfélagið ætli að eiga í samstarfi við önnur sveitarfélög um rekstur almenningsveitna þá sé það grundvallaratriði að bærinn eigi að því samstarfi eðlilega aðkomu og hlutdeild. Í hlutafélagi verður það varla gert án beinnar eignaraðildar.$line$Um þetta fyrirkomulag hefur ríkt góð sátt, enda flestum ljóst mikilvægi þess að standa vörð um hag heimila og fyrirtækja sem þurfa að treysta á öruggt og hagkvæmt dreifikerfi orku.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og vinstri grænna hafna því framkominni tillögu sem miðar að sölu hlut bæjarins í HS veitum og ítreka þá afstöðu sína að hann eigi að vera áfram í samfélagslegri eigu.”$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Að loknu fundarhlénu kom Rósa Guðbjartsdóttir að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$”Rekstur veitukerfa fellur ekki undir grunnþjónustu sveitarfélaga. Ljóst er að starfsemi fyrirtækisins er bundin í lög, enda skýr lagarammi þar um sem tryggir bæjarbúum ætíð þá þjónustu sem því er ætlað að veita. Eignarhaldið hefur þar ekki áhrif á. Því standast ekki framkomnar fullyrðingar um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar í þessu máli.”$line$$line$Tillaga 2, Frestun lántöku v/hjúkrunarheimilis.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi tillögna með 6 atkvæðum gegn 4, 1 sat hjá.$line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarinnar:$line$”Uppbygging á hjúkrunarheimili í Skarðshlíð er í eðilegum farvegi og leidd áfram af verkefnastjórn á vegum sveitarfélagsins. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis og Hafnarfjarðarbæjar sem sveitarfélagið skuldbatt sig til að taka þátt í samkvæmt leiguleið við uppbyggingu hjúkrunarheimilis. Ferlið er komið á það stig að eðlilegt er að gera ráð fyrir lántöku vegna byggingar hjúkrunarheimilisins í fjárhagsáætlun 2014. Verkefnastjórn mun halda áfram sínu góða starfi við undirbúning framkvæmdarinnar og þróa áfram uppbyggingu hjúkrunarheimilis.”$line$$line$Tillag 3, Sala skuldsbréfs.$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði til að tillögunni yrði visað til bæjarráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa tillögunni til bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum. $line$$line$Tillaga 4, Nýframkvæmdir$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði til að tillögunni yrði vísað til umhverfis- og framkvæmdatráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa tillögunni til umhverfis- og framkvæmdaráðs með 10 samhljóð atkvæðum, 1 sat hjá.$line$$line$Tillag 5, Nýbreyttni í grunnskólastarfi.$line$Fyrir liggur tillaga um að vísa henni til fræðsluráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa tillögu 5 til fræðsluráðs með 11 samhljóð atkvæðum.$line$$line$Tillaga 6, Fjölbreytni í rekstrarformi grunnskóla.$line$Fyrir liggur tillaga um að vísa henni til fræðsluráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa tillögu 6 til fræðsluráðs með 11 samhljóð atkvæðum.$line$$line$Tillaga 7, Atvinnuþróunarverkefni.$line$Fyrir liggur tillaga um að vísa henni til bæjarráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa tillögu 7 til bæjarráðs með 11 samhljóð atkvæðum.$line$$line$Tillaga 8, Niðurgreiðsla skulda.$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.$line$$line$Valdimar Svavarsson kvaddi sér hljóðs varðandi fundarsköp, einnig bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.$line$$line$Tillaga 8 kom ekki til afgreiðslu þar sem forsendur hennar voru samþykkt á tillögum 1 – 7 sem þegar hafa verið felldar eða vísað til nánari skoðunar. $line$$line$Þá var fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans árið 2014 – 2017 borinn upp til afgreiðslu.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá, fjárhagsáætlun ársins 2014 og áætlun 2015 – 2017, með áorðnum breytingum, fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar og fyrirtæki hans sem lögð var fram 30. október 2013.$line$$line$Helstu niðurstöður fyrir A og B hluta koma fram í fylgiskjali með fundargerðinni merktu BÆST 1716 – 6.01$line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingar:$line$$line$KRAFTUR OG UPPBYGGING$line$-STEFNUFESTA Í REKSTRI HAFNARFJARÐARBÆJAR$line$$line$Grunntónn fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014 er kraftur og uppbygging í skólamálum og almennri þjónustu við íbúa bæjarins, áframhaldandi jafnvægi í rekstri og markviss niðurgreiðsla skulda. Engar gjaldskrárhækkanir eru fyrirhugaðar í fræðslu- og fjölskyldumálum, áhrif systkinaafsláttar munu ná til fleiri þjónustuþátta en áður ásamt því sem álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkar annað árið í röð. Með því vill Hafnarfjarðarbær koma betur til móts við barnafjölskyldur og leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu og auka kaupmátt. Auknar fjárveitingar verða jafnframt til upplýsinga- og tæknimála, viðhalds mannvirkja og nýframkvæmda í gatnagerð.$line$$line$Meirihluti bæjarstjórnar tekur undir ákveðnar tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og samþykkir að vísa þeim til frekari skoðunar í viðeigandi ráðum. Aðrar tillögur flokksins lúta að endurteknum tillögum um sölu á grunnstoðum í veitukerfi bæjarins þe. eignarhlut í HS-veitum, einkavæðingu í skólamálum og frestun á uppbyggingu á hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafna alfarið slíkum tillögum og ítreka um leið þá staðreynd að fjárhagsleg staða bæjarfélagsins er sterk og jákvæð afkoma á komandi ári mun verða nýtt til að greiða niður skuldir, efla þjónustu, lækka álögur og ráðast í nauðsynlegt viðhald og framkvæmdir.$line$$line$Ekki hefur verið gengið frá fjárlögum ríkisins en undirbúningur er hafinn að breytingum á lögum nr. 4/1995 um tekjustofn sveitarfélaga, viðauka við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu á þjónustu við fatlað fólk. Af þeim sökum hækkar útsvar úr 14,48% í 14,52% vegna aukinna framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 0,04%. Þessi hækkun fer beint til Jöfnunarsjóðsins og skilar sér því ekki sem tekjur til sveitafélagsins. $line$$line$JÁKVÆÐ REKSTRARNIÐURSTAÐA$line$Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir árið 2014 er jákvæð um 613 milljónir kr. og rekstrarniðurstaða A hluta 266 milljónir kr. Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 48,4 milljarðar kr. í árslok 2014 og skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 40,8 milljarðar kr. og eigið fé um 7,6 milljarðar kr.$line$$line$Áætlað veltufé frá rekstri A hluta er um 1,7 milljarður kr. og samantekið fyrir A og B hluta 2,5 milljarðar kr. sem er rúmlega 14% af heildartekjum.$line$$line$Á árinu 2014 er ráðgert að greiða niður lán og skuldbindingar um 1,9 milljarða kr.$line$$line$SKATTAR LÆKKA ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ$line$Álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,30% í 0,28% eða um 6,7%. Þar með hefur álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkað um 12,5% á tveimur árum. Lóðaleiga, vatnsgjald og holræsagjald haldast óbreytt .$line$$line$GJALDSKRÁR FJÖLSKYLDU- OG FRÆÐSLUÞJÓNSTU ÓBREYTTAR$line$Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 eru allar gjaldskrár fjölskyldu- og fræðsluþjónustu óbreyttar auk þess sem að frá 1. janúar taka gildi nýjar reglur þar sem systkinaafsáttur nær þvert frá dagforeldri til frístundaheimilis.$line$$line$Krafturinn og uppbyggingin kemur ekki síst fram í leik- og grunnskólum. Á árinu verður gert átak í tæknivæðingu leik- og grunnskóla. Skiptistundum í grunnskólum verður fjölgað annað árið í röð.Sumarlokun leikskóla verður stytt um eina viku og aukinni þörf á sérkennslu í leikskólum mætt. Sérsök áhersla er lögð á stuðning við nýbúa.$line$$line$AUKIÐ FÉ TIL VIÐHALDS OG FRAMKVÆMDA$line$Áfram er lögð áhersla á viðhalda gatna og regnvatnssvelgi á Völlum, viðhald og gerð hraðahindrana, hreinsun og málun undirgagna og viðhald stíga. Haldið verður áfram byggingu frjálsíþróttahús við Kaplakrika og gert ráð fyrir byggingu síðari áfanga Áslandsskóla ásamt því að hafinn er undirbúningur að lagningu Ásvallabrautar. $line$Í áætlanagerðinni í ár var tekin ákvörðun um að stíga fyrstu skrefin í átt að kynjaðri áætlanagerð. Hvert svið hefur valið að lágmarki eitt tilraunaverkefni þar sem aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar er beitt. $line$Stjórnun Hafnarfjarðarbæjar á þessu kjörtímabili hefur einkennst af stefnufestu, íbúalýðræði, bættu aðgengi að gögnum, valdeflingu íbúa og aðhaldi í rekstri sem skilar fjárhagsáætlun með bættri afkomu, aukinni niðurgreiðslu skulda og lægri álögum á íbúa. Í fjárhagsáætluninni eru skýr skilaboð um kraft og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum.$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Eyjólfur Þór Sæmundsson, Sigríður Björk Jónsdóttir og Lúðvík Geirsson$line$$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$$line$RAUNHÆFAR LEIÐIR TIL AÐ SKULDIR LÆKKI UM ALLT AÐ 5 MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRINU 2014$line$- Sjálfstæðismenn leggja fram tillögur sem gera ráð fyrir að við niðurgreiðslu skulda muni sparast allt að milljónir króna í fjármagnskostnað næstu tvö árin. Viðsnúningur verður að hefjast í Hafnarfirði. Fjárhagsáætlun Samfylkingar og VG er óábyrgur kosningavíxill.$line$$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja brýnasta hagsmunamál bæjarfélagsins að minnka skuldirnar, það sé forsenda þess að eðlileg uppbygging geti orðið í bænum og framkvæmdum og þjónustu við íbúana verði sinnt sem skyldi á komandi árum. Eins og staðan er nú er skuldastaðan mjög íþyngjandi, fjármagnskostnaður er gríðarlegur og gengisáhætta mikil. $line$$line$Framlögð fjárhagsáætlun Samfylkingar og VG ber þess öll merki að kosningavetur er framundan. Slakað er á aðhaldi í rekstri bæjarins, boðaðar eru miklar framkvæmdir án þess að fjármögnun liggi fyrir og keyra á fram úr þeirri aðlögunaráætlun sem unnið hefur verið eftir til að ná megi skuldahlutfalli niður á næstu árum. Fullkomin afneitun á fjárhagsvandanum blasir við. $line$Það sem vekur þó mesta athygli er að engin áform eru uppi um að bæta fjárhagsstöðuna, taka á skuldavandanum eða auka tekjur bæjarfélagsins. Engar lausnir eru í sjónmáli hjá meirihlutanum sem farið hefur með stjórn bæjarins samfellt í tæp 12 ár. $line$Hafnarfjörður hefur verið í hópi þeirra sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telur að fylgjast þurfi mest með. Mikilvægt er að leita leiða til að viðsnúningur geti hafi hafist í Hafnarfirði, nauðsynlegt er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins til framtíðar líkt og sjálfstæðismenn hafa ítrekað lagt til á kjörtímabilinu. Því hafa verið lagðar hér fram tillögur sem miða að því markmiði$line$Lagt er til að skuldir verði lækkaðar um allt að 5 milljarða króna á árinu 2014. Við það myndi fjármagnskostnaður lækka um 250 milljónir króna á ári. Þessum markmiðum yrði náð með því að:$line$$line$1. Selja hlut bæjarins í HS-veitum að andvirði 1500 milljónum króna$line$2. Fresta 1000 milljóna lántöku vegna nýs hjúkrunarheimilis, en mikil óvissa er enn um fjárhagslega þætti verkefnisins. $line$3. Halda framkvæmdafé ársins í 400 milljónum króna eins og aðlögunaráætlun gerir ráð fyrir en ekki 850 milljónum eins og meirihlutinn leggur nú til.$line$4. Selja skuldabréf sem gefið er út af Magma energy að andvirði 200 milljónir króna.$line$5. Farið verði í átak í sölu atvinnulóða sem skila ætti alls 270 milljónum króna í auknar tekjur á árinu.$line$$line$Lögð er til eftirfarandi lækkun skulda: $line$$line$1. Skammtímaskuldir ………………………………….. 500.000$line$2. Erlend lán hjá slitastjórn DEPFA BANK …… 1.900.000$line$3. Lántöku vegna hjúkrunarheimilis frestað …. 1.000.000$line$$line$Samtals…………………………………………………….. 3.400.000$line$ + skuldalækkun samkvæmt fjárhagsáætlun …… 1.900.000$line$Heildarlækkun ……………………………………………. 5.300.000$line$$line$Áhrif sértækra aðgerða:$line$Skuldastaða í lok árs 2014 samkv. tillögu Sjálfstfl.. 37.400.000$line$Framlögð fjárhagsáætlun:$line$Skuldastaða í lok árs 2014………………………………. 40.700.000$line$$line$Sækjum fram og hefjum viðsnúning. Sýnum ábyrgð og raunsæi – forgangsröðum í þágu framtíðar Hafnarfjarðar.$line$Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Helga Ingólfsdóttir.