Bæjarstjórn

16. apríl 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1723

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Áður en bæjarstjórnarfundur hófst var kynning á ársreikningum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi hjá KPMG og Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri kynntu.

Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Áður en bæjarstjórnarfundur hófst var kynning á ársreikningum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi hjá KPMG og Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri kynntu.

Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 26.03.14 og 02.04.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1308515 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2013

      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 10.apríl sl.$line$ Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans fyrir árið 2013.$line$ $line$Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum að vísa ársreikningum bæjarstjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans til síðari umræðu.

    • 1402169 – Vefstefna Hafnarfjarðar

      1.liður úr fundargerð BÆJH frá 10.apríl sl.$line$Vefstefna Hafnarfjarðar tekin fyrir að nýju.$line$Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir málið.$line$ $line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að vefstefnu.”$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Kristinn Andersen,Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur.$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.$line$$line$Kristinn Andersen kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:$line$”Sjálfstæðismenn fagna því að í innleiðingu nýrrar vefstefnu sé verið að reyna að bæta þjónustu við bæjarbúa. Mikilvægt er hins vegar að við útfærslu vefstefnunnar verði starfsfólki stofnana bæjarins gefið svigrúm til frumkvæðis og aðlögunar að sérstöðu á hverjum stað. Einnig vekur furðu að vefstefnan hafi verið innleidd áður en leitað hafði verið samráðs við allar stofnanir bæjarins sem koma til með að vinna eftir henni og þurfa að gangast undir hana.”$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kom að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Í bókun Sjálfstæðisflokksins er látið að því liggja að sú stefna sem hér hefur verið samþykkt samhljóða, hafi verið unnin og innleidd án eðlilegs samráðs. Í kynningu á verkefninu fyrir bæjarráði kom skýrt fram að þær breytingar sem hefðu orðið á framsetningu upplýsinga á vef Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum hafi mótast af þörfum íbúanna og því markmiði að bæta þjónustu og auka gæði í upplýsingagjöf. Ekkert í vefstefnunni né þeim þeim upplýsingum sem fram hafa komið í undirbúningi málsins styður við þær fullyrðingar sem hér eru settar fram af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, væntanlega í þeim eina tilgangi að ala á trotryggni og draga úr ágæti þess máls sem unnið hefur verið af þverfaglegum stýrihópi starfsfólks og hér hefur verið samþykkt.”

    • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulagsbreyting.

      5.liður úr fundargerð SBH frá 8.apríl sl.$line$ Á fundinn kom fulltrúi Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins og gerði grein fyrir sjónarmiðum þeirra vegna athugasemda sem bárust.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar skipulags og byggingarsviðs og gerir að sínu. Ekki er talið að umrædd breyting muni hafa verulega aukið umferðarálag á hverfið umfram það sem gildandi deiliskipulag hefði gert ráð fyrir, en gert er ráð fyrir 2 stæðum fyrir hverja íbúð. Minnkun og fjölgún íbúða er þá í ágætu samræmi við almenna þróun á byggingarmarkaði og svarar þörf fyrir minni íbúðir í nýjum hverfum, án þess að byggingarmagn sé aukið, enda eru nýleg fordæmi um samsvarandi afgreiðslu erinda í hverfinu.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu samkvæmt 42. grein skipulagsllaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi 6. áfanga Valla hvað varðar lóðirnar Hnoðravelli 52, 54, 56 og 58 dags. 22.01.14 og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      1.liður úr fundargerð SBH frá 9.apríl sl.$line$Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2014 að kynna tillögu um nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri mætir á fundinn og kynnir tillöguna. Sameiginleg kynning með Umhverfis- og framkvæmdaráði.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna. $line$$line$Skipulags og byggingarráð tekur undir þær megináherslur sem settar eru fram í tillögu að nýju svæðisskipulagi. Tillagan er afrakstur mikillar og góðar vinnu sem unnin hefur verið bæði á vettvangi SSH, einstakra sveitarfélaga og þá hafa fjölmargir aðilar komið að verkefninu í tengslum við vinnu faghópa sem fjallað hafa um og unnið áfram að einstökum málaflokkum.$line$Fagnað er þeirri áherslu sem lögð er á sameiginlega sýn fyrir höfðuborgarsvæðið allt um leið og hverju og einu sveitarfélagi er gefinn kostur á að rækta bæðið landfræðileg- og söguleg sérkenni innan skilgreinds ramma um byggðarmörk. Einnig eru afar jákvæð markmið um blöndun byggðar og nýtingu lands með hagkvæmum hætti sem um leið munu stuðla að fjölbreyttu og líflegu samfélagi og auka almennt aðgengi að þjónustu, stytta vegalengdir og draga úr loftlagsmengun.$line$Hafnarfjörður nýtur þeirrar sérstöðu að íbúar í sveitarfélaginu eru hlutfallslega yngri en í nágrannasveitarfélögun og mun því fækkun í heimili ekki hafa teljandi áhrif fyrr en síðar á tímabilinu. Þetta endurspeglast m.a. í markmiðum um þéttingu byggðar og skilgreiningar á byggðarmörkum í landi Hafnarfjaðar. $line$Í tillögunni er að finna sameiginlega sýn um þróun samgangna þar sem áhersla er lögð á að skilgreina ákveðin þróunarsvæði innan núverandi byggðar. Það opnar á langtíma stefnumörkun hvað varðar uppbyggingu byggðar samhliða svokölluðum samgönguás eins og hann er skilgreindur á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru ákvæði um þéttingu byggðar innnan byggðamarka jákvæð skref í átt að vistvænni byggð og þar með betri nýtingu inniviða á svæðinu öllu. Það gerir hins vegar kröfu um aukin gæði í uppbyggingu húsnæðis í þettri byggð, þar sem vel ígrunduð og vönduð þétting byggðar getur bæði styrkt einstaka byggðarheildir og eflt samspil íbúðar- og atvinnusvæða. Þetta krefst góðrar samvinnu byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvalda á svæðinu öllu.$line$Framsetning svæðisskipulags er nú með óíkum hætti en áður og er nú sett fram sem stefnumótandi áætlun sem síðar útfærist nánar. Það mun án efa leiða til góðrar og jákvæðrar þróunar á skipulagsmál á höfðuðborgarsvæðinu öllu og endurspeglast í skipulagsáætlun hvers sveitarfélags. Það er áskorun fyrir stjórnsýsluna á komandi árum að hlúa vel að svæðisskipulaginu og framgangi þess og er nauðsynlegt að sveitarfélögin gerir ráð fyrir því í samvinnu sín á milli með formlegum hætti þar sem stuðningur við gangaöflun og almenna stefnumótun gæti jafnframt átt sér stað.$line$

      Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls,þá Guðfinna Guðmundsdóttir, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.

    Fundargerðir

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 9.apríl sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 31.mars sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 7.apríl sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 9.apríl sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.apríl sl.$line$b. Fundargerð stjórnar STRÆTÓ bs. frá 28.mars sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.apríl sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 10.apríl sl.$line$a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.mars sl.$line$b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 28.mars og 3.apríl sl.

      Lúðvík Geirsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 9.apríl sl. 4. liðar Hjúkrunarheimili Hádegisskarði 1. $line$$line$Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa og þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.$line$$line$Margrét Gauja Magnúdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 9. apríl sl. 6. liðar Plastpokar og tók varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins undir ræðu hennar, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari,Helga Ingólfsdóttir kom einnig að andsvari. $line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls vegna sama liðar.$line$$line$Forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju. $line$$line$Ólafur Ingi Tómasson tók þá einnig til máls vegna sama liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs.$line$Eyjólfur Sæmundsson tók þessu næst til máls vegna sama liðar sem og vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 7. apríl sl. 4. liðar Mötuneyti grunnskóla.$line$$line$Guðfinna Guðmundsdóttir tók þá einnig til máls vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs 6. liðar Plastpokar sem og 4. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 7. apríl sl. Mötuneyti grunnskóla.$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir tók þá til máls og tók varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins undir ræðu hennar, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við ræðu Margrétar Gauju Magnúsdóttur, Guðfinna Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari, Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju. $line$$line$Kristinn Andersen tók einnig til máls varðandi sama lið fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs.$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari og tók Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan.$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju og Kristinn Andersen svaraði andsvari. $line$$line$Eyjólfur Sæmundsson tók síðan til máls varðandi sama máls, þá Guðfinna Guðmundsdóttir.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. $line$

Ábendingagátt