Bæjarstjórn

30. apríl 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1724

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Áður en bæjarstjórnarfundur hófst var haldinn kynningarfundur um endurskoðað aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013 – 2025. Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum. Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að fundargerð hafnarstjórnar frá

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Áður en bæjarstjórnarfundur hófst var haldinn kynningarfundur um endurskoðað aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013 – 2025. Forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fund og stjórnaði honum. Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að fundargerð hafnarstjórnar frá

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 09.04.14 og 16.04.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      1.liður úr fundargerð SBH frá 28.apríl sl.$line$Tekin til umræðu tillaga að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, greinargerð, uppdrættir og umhverfisskýrsla. Skipulagið var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lagðar fram innkomnar athugasemdir. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á þeim með tillögu að svörum.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir svör sviðsstjóra að sínum, samþykkir aðalskipulagstillöguna og að málinu verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 ásamt fylgiskjölum og að málinu verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010″.$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls, þá Ólafur Ingi Tómasson, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, þá Rósa Guðbjartsdóttir, þessu næst Gunnar Axel Axelsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f. h. allrar bæjarfulltrúa:$line$Aðalskipulag er í eðli sínu stefnumótun sem er bindandi fyrir aðrar skipulagsákvarðanir og stýrir heildaruppbyggingu í sveitarfélaginu til langs tíma. Sú tillaga sem hér er lögð fram til samþykktar hefur fengið ítarlega umfjöllun og kynningu á undanförnum misserum bæði innan stjórnsýslu bæjarins sem og annarra hagsmunaðaðila, ekki síst íbúa. Helstu áhersluatriði aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013 ? 2025 eru umhverfismál, samgöngur og húsverndun. $line$Í þeirri undirbúningsvinnu sem hefur staðið yfir síðastliðin 3 ár, þá hefur verið haft að leiðarljósi að setja fram áætlun um framkvæmdir og uppbyggingu sem líklegt má telja að eigi sér stað á þeim gildistíma sem um ræðir eða á árunum 2013-2025. $line$Í aðalskipulaginu eru auknar áherslur á sjálfbæra þróun og verndun byggðar, vistkerfis og náttúru. Hafnarfjörður státar af tiltölulega mörgum gömlum íbúðarhúsum sem ljá eldri bæjarhlutum hlýlegan blæ endurspegla þróun bæjarins allt frá upphafi. Í aðalskipulaginu er kveðið á um verndun yfirbragðs heillegra húsaraða og hverfa sem bera stílbrigði ákveðinna tímabila í byggingarsögu bæjarins. Í nýjum hverfum er áhersla á umhverfisgæði, og meðal annars er gefið rúm fyrir svo nefnt visthverfi í einu þeirra, þar sem fólk getur stundað vistvænan búskap. Lögð er áhersla á vistvænt samgöngukerfi með aukinni áherslu á göngu- og hjólastíga og almenningssamgöngur. $line$”Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 er gott dæmi um verkefni sem unnist hefur þvert á pólitískar línur, enda er aðalskipulag í eðli sínu langtímastefna bæjarfélagins um uppbyggingu og þróun. Aðalskipulag þarf að endurspegla samfélagsgerð og áherslur á hverjum tíma en um leið er afar mikilvægt að íbúar geti treyst því að skipulag standi í öllum grundvallaratriðum og að hægt sé að vinna raunhæfar áætlanir um bæði uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk og fyrirtæki.$line$Með aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 hefur verið mörkuð skýr stefna varðandi þróun og uppbyggingu bæjarins til langs tíma. Það er mikilvægur leiðarvísir í því að halda áfram að byggja upp gott samfélag fyrir okkur öll.”

    • 1404300 – Samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál

      2.liður úr fundargerð SBH frá 28.apríl sl.$line$1404300 – Samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál$line$Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013 – 2016, 495. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. apríl. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir hana að sinni. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu að umsögn Hafnarfjarðar um samgönguáætlun 2013-1016.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu að umsögn um samgönguáætlun 2013 – 2016 með 11 atkvæðum.$line$$line$Sgríður Björk Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. hönd allra bæjarfulltrúa:$line$,,Hafnarfjarðarbær fagnar auknum áherslum á almenningssamgöngur og göngu-og hjólastíga, $line$einkum uppbyggingu stofnstíga í Hafnarfirði á tímabili áætlunarinnar. (Hafnarfjarðarbær leggur til að eftirfarandi aðkallandi verkefni fari inn á samgönguáætlun 2013-2016:) $line$Ekki hefur verið farið í stærri vegaframkvæmdir í Hafnarfirði frá því að Reykjanesbraut var lögð ofan við kirkjugarð árið 2002 þrátt fyrir að vegaáætlun gerði ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar með mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg. Hafnarfjarðarbær leggur til að eftirfarandi aðkallandi verkefni fari inn á samgönguáætlun 2013-2016: $line$$line$1. Tvöföldun Reykjanesbrautar 1. áfangi, mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg. $line$2. Krýsuvíkurvegur – gerð hringtorgs við Hellnahraun II og Velli. $line$3. Fjarðarhraun frá Flatahrauni að Engidal ? endurgerð götu, breytingar á tengingum. $line$4. Kaldárselsvegur milli Ofanbyggðarvegar og Reykjanesbrautar ? endurgerð vegar. $line$$line$Jafnframt er lögð áhersla á að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Huga má að áfangaskiptingu ef slíkt flýtir fyrir $line$framgangi verkefnisins, og er einkum mikilvægt að flýta fyrsta áfanga verksins, kaflann milli $line$Strandgötu og Krýsuvíkurvegar með mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg, sem er mikið $line$umferðaröryggisatriði auk þess að vera nauðsynleg samgöngubót fyrir íbúa Valla og uppbyggingu iðnaðarhverfis í Hellnahrauni. $line$Huga þarf að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélagsins í því sambandi. $line$Þá vill Hafnarfjarðarbær ítreka mikilvægi þess að Ofanbyggðarvegur í Hafnarfirði fari inn á $line$samgönguáætlun þar sem ljóst er vegurinn gegnir mikilvægu hlutverki í vegtengingum á $line$höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbraut mun ekki anna allri umferðinni sem skapast hér á $line$suðursvæðunum í framtíðinni.?

    • 1404222 – Sólvangsvegur 1-3, eignarhald íbúða, íbúðarétti breytt í eignarrétt

      1.liður úr fundargerð FJÖH frá 23. apríl sl.$line$$line$Til fundarins mætti Gylfi Ingvarsson, formaður stjórnar Hafnar, og kynnti stöðuna og fyrirhugaðar breytingar á eignarhaldi íbúða.$line$ $line$Geir Jónsson vék af fundi.$line$$line$Fjölskylduráð þakkar Gylfa Ingvarssyni fyrir kynninguna á málefnum öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar og styður áframhaldandi vinnu stjórnar við að leita lausna.$line$$line$3.liður úr fundargerð UMFRAH frá 23. apríl sl.$line$$line$Lagt fram erindi frá stjórn Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar vegna fjögurra íbúða sem Hafnarfjarðarbær hefur íbúðarrétt á.$line$$line$Ekki er hægt að svara framkomnu erindi án þess að fram fari úttekt á starfsemi Hafnar. Greina þarf ástæður fyrir uppsöfnuðuðum rekstrarvanda og skoða með hvaða hætti hagsmunir íbúðaréttarhafa verði best tryggðir. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að svara erindinu.$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fulltrúi stjórnar Hafnar komi á næsta fund og fari yfir málið.$line$

      Helga Ingólfsdóttir tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Geir Jónsson, þessu næst Lúðvík Geirsson, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar. $line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson tók síðan til máls, þá Eyjólfur Þór Sæmundsson, Geir Jónsson kom að andsvari.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. allra bæjarfulltrúa:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í rekstri sjálfseignarstofnunarinnar Hafnar. Hafnarfjarðarbær mun sem hagsmunaaðili og einn af 14 stofnaðilum Hafnar leggja sitt af mörkum til þess að hægt sé að finna viðunandi og varanlega lausn á þeirri stöðu sem upp er komin.”

    • 0805038 – Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun

      2. liður fundargerðar hafnarstjórnar frá 29. apríl sl. $line$Lagður fram samningur milli Hafnarfjarðarhafnar og Rio-tinto, Alcan um vörugjöld og fleira frá og með 1. október 2014. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar Hafnarfjarðar og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.$line$$line$Hafnarstjórn þakkar samninganefnd hafnarinnar í samningum við Rio-Tinto, Alcan og samningsaðilum góða sátt í viðræðunum.$line$Hafnarstjórn samþykkir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.$line$

      Lúðvík Geirsson tók til máls, þá Eyjólfur Þór Sæmundsson, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi samning Hafnarfjarðarhafnar og Río-tinto, Alcan með 11 atkvæðum.

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð bæjarráðs frá 23.apríl sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 22.apríl sl. og 29. apríl sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.apríl sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 23.apríl sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.apríl sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 22.apríl sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 23.apríl sl.$line$Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 22. og 28.apríl sl.

      Eyjólfur Þór Sæmundsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 22. apríl sl. 6. liðar Leikskólinn Bjarkarvellir og 4. liðar Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál. $line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

    • 1308515 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2013 - síðari umræða

      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 10.apríl sl. og 2, liður fundargerðar bæjarstjórnar frá 16. apríl sl.$line$$line$Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans fyrir árið 2013.$line$$line$Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$ $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum að vísa ársreikningum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans til síðari umræðu.$line$$line$

      Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir þá þessu næst til máls.$line$$line$Varaforseti Sigríður Björk Jónsdóttir tók við stjórn fundarins. $line$$line$Valdimar Svavarsson tók síðan til máls og tók forseti Margrét Gauja Magnúsdóttir við stjórn fundarins að nýju.$line$Lúðvík Geirsson tók þá til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjatsdóttir kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók síðan til máls, þá Eyjólfur Þór Sæmundsson, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Eyjólfur Þór Sæmundsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók þá aftur til máls, Eyjólfur Þór Sæmundsson kom að andsvari.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti ársreikning bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans fyrir árið 2013 með 6 atkvæðum. $line$$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.$line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$$line$”Niðurstaða ársreiknings betri en áætlanir gerðu ráð fyrir$line$Rekstrarafkoma Hafnarfjarðarbæjar jákvæð um 1,4 milljarð kr. og skuldaviðmið hefur lækkað úr 274% árið 2009 í 192% í árslok 2013$line$$line$Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna er stoltur af þeim fjárhagslega árangri sem náðst hefur á kjörtímabilinu. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk vel á árinu og varð rekstrarafgangur umfram áætlanir. Árangurinn má ekki síst þakka sameiginlegu átaki starfsfólks bæjarins og meirihluta bæjarstjórnar við að vinna að endurbótum, hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri Hafnarfjarðar. Vinnu sem skilar sér í því að rekstrarafkoman er jákvæð um 1,4 milljarða króna og skuldaviðmið bæjarins hefur lækkað úr 274% árið 2009 niður 192% í árslok 2013. $line$Verkefnið framundan er að byggja á þeim góða grunni sem myndaður hefur verið á undanförum árum með hraðri niðurgreiðslu lána sveitarfélagsins og byggja upp til framtíðar.$line$Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 18.691 millj.kr. fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 17.018 millj.kr. $line$Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 914 millj.kr. og A og B hluta jákvæð um 1.411 millj.kr. Framlegð í A hluta eða EBITA er 2.024 millj.kr. eða 12% af tekjum og framlegð í A og B hluta er 3.034 millj.kr. eða um 16,2%.$line$$line$Veltufé frá rekstri 2,4 milljarðar$line$Veltufé frá rekstri hækkar á milli ára, bæði í A hluta og A og B hluta og var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri í A hluta var á árinu 1.728 millj.kr. og veltufé frá rekstri í A og B hluta var á árinu 2.432 millj.kr. sem er um 13% af tekjum.$line$Heildareignir A og B hluta námu í árslok 48.483 millj.kr. en fjárfestingar ársins námu 909 millj.kr. Skuldir og skuldbindingar námu 40.438 millj.kr. og lækka um 1.399 millj.kr. á árinu. $line$$line$Búið að tryggja endurfjármögnun erlendra lána$line$Undanfarin misseri hefur verið leitað eftir endurfjármögnun á erlendum lánum bæjarins og hefur mikil vinna verið lögð í að finna hagkvæmustu lausnina en þann 22. mars 2014 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að ganga að tilboði Íslandsbanka um endurfjármögnun bæjarins. Í tilboði Íslandsbanka felst grunnur að heildstæðri lausn í endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar. Aðstæður á skuldabréfamarkaði eru sveitarfélögum nokkuð hagfelldar og því gæti gefist tækifæri til að festa vexti til langs tíma með útgáfu skuldabréfa. Endanleg samsetning fjármögnunar bæjarins veltur m.a. á þeim kjörum sem bjóðast á skuldabréfamarkaði og hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Með samþykki bæjarstjórnar var bæjarráði falið að ljúka þeirri vinnu.$line$$line$Fjárhagsáætlun ársins 2013$line$Fjárhagsáætlun 2013 sýndi sýnilegan árangur af ábyrgri fjármálastjórn, bæði skuldir og skattar lækkuðu auk þess sem auknu fé var veitt til framkvæmda og viðhalds. Grunntónn áætlunarinnar var áframhaldandi aðhald og hagkvæmni í rekstri samhliða því að standa vörð um þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Megináherslan í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar er og verður hærri framlegð, lækkun skulda eins hratt og kostur er og að tryggja þann árangur sem náðst hefur í rekstri bæjarins. Í fjárhagsáætlun 2013 var strangt aðhald í rekstri með höfuðáherslu á þjónustu við bæjarbúa auk þess sem komið var til móts við óskir um aukið fjármagn í viðhald búnaðar og mannvirkja.$line$$line$Ársreikningurinn vitnisburður um þann mikla árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu$line$Frá efnahagshruni haustið 2008 hefur verið unnið að endurskipulagningu á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar. Sú endurskipulagning hefur snúist um viðbrögð við beinum afleiðingum þess samdráttar sem þá varð í rekstri bæjarins og að tryggja grunn að traustum fjárhag til framtíðar. $line$Ársreikningur fyrir árið 2013 sýnir með skýrum hætti hve miklum árangri aðgerðir fyrri ára hafa skilað. Í ársreikningnum kemur enn og aftur fram traustur rekstur og ábyrg fjármálastjórn sem skilar sveitarfélaginu hagkvæmari rekstri, góðri þjónustu og ánægðum íbúum. Sá ársreikningur sem hér er lagður fram sýnir með skýrum hætti að öll markmið fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 hafa staðist og gott betur.$line$Félagslegar áherslur eru leiðarljós í allri starfsemi meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hér er gott að búa, enda hefur íbúum haldið áfram að fjölga í Hafnarfirði, á sama tíma og þeim hefur fækkað víða annars staðar-. Þetta lýsir því hvaða viðhorf fólk hefur til bæjarins og þeirrar þjónustu sem hér er í boði. Í Hafnarfirði er lögð áhersla á rétt íbúanna til félagslegrar þátttöku og þjónustu, óháð efnahag.$line$Starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar, bæjarfulltrúum og fulltrúum í nefndum og ráðum þökkum við fyrir alla þeirra vinnu. Starfsfólk bæjarins á miklar þakkir skildar fyrir óeigingjarna vinnu við að leita leiða til að draga úr rekstrarkostnaði án þess að draga úr gæðum þjónustunnar.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:$line$$line$”Bætt rekstrarafkoma fer til lánadrottna og skammtímaskuldir aukast$line$ $line$Undanfarin ár hafa einkennst af afar erfiðri fjárhags-og skuldastöðu bæjarins eftir gegndarlausa framkvæmdagleði vinstri manna í áraraðir þar sem farið var fram af miklu ábyrgðarleysi og sífellt tekin ný lán. Viðskilnaðurinn er dapur, nú í lok tólf ára valdatíðar Samfylkingar og nú síðast Vinstri grænna, er Hafnarfjörður eitt af allra skuldsettustu sveitarfélögum landsins. $line$ $line$Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2013 sem nú er birtur sýnir að aðhaldsaðgerðir síðastliðinna ára eru að skila árangri. En þótt viðsnúningur hafi orðið í rekstri er bærinn í skuldafjötrum sem ná þarf tökum á og verður það mikilvægasta verkefni nýrrar bæjarstjórnar því einungis með lækkun skulda mun skapast dýrmætt svigrúm til lækkunar á álögum sveitarfélagsins og hefja uppbyggingu fyrir eigið fé til hagsbóta fyrir bæjarbúa alla. Bættur rekstur og aukið veltufé frá rekstri umfram áætlun á liðnu ári hefur ekki skilað sér til frekari lækkunar skulda heldur hafa framkvæmdir og fjárfestingar verið auknar. Þannig hafa skammtímaskuldir hækkað og lausafjárstaða bæjarins versnað milli ára. Einnig er það áhyggjuefni að rekstrarniðurstaða er neikvæð á 3ja ára tímabili.$line$ $line$Heildarskuldir bæjarins nema 40 milljörðum króna, eða um 1,5 milljón króna á hvern íbúa. Miklar skuldir eru dýrar og skuldsett sveitarfélag býr við miklu lakari kjör hjá bönkum og lánastofnunum. Háar skuldir bera háa vexti. $line$Besta sóknin í fjármálum bæjarins er þannig að greiða niður skuldir enda ávinningurinn af því að lækka skuldirnar felst í því að bærinn fær hagstæðari vexti hjá lánardrottnum og hægt er að nota tekjuafganginn til þess að framkvæma og búa betur í haginn fyrir íbúa sveitarfélagsins. Skuldaniðurgreiðsla er því brýnasta verkefnið svo hjólin geti aftur farið að snúast í bæjarfélaginu. Eins og staðan er núna fer rekstrarleg hagræðing sem átt hefur sér stað á undanförnum árum beint í vasa lánadrottna sveitarfélagsins en greiðslubyrði lána og vaxtakostnaður er gríðarlega mikill eða um þrír og hálfur milljarðar króna. Það samsvarar um 130.000 krónum á hvern bæjarbúa á ári eða um 520.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu.$line$ $line$Málflutningur sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á kjörtímabilinu hefur einkennst af ábyrgð og festu. Sjálfstæðismenn hafa beitt hörðu aðhaldi, lagt til ýmsar hagræðingartillögur, komið fram með tillögur um betri nýtingu eigna og fjármuna sveitarfélagsins, bent á leiðir til niðurgreiðslu skulda og síðast en ekki síst lagt mikla áherslu á að fjárhagsáætlun sé virt! Sá málflutningur og afstaða hefur loks skilað sér og virðast stofnanir bæjarins hafa náð góðum árangri í þröngri stöðu, undir styrkri stjórn fjármálastjóra bæjarins. $line$Starfsmenn bæjarins hafa lagt sig alla fram um að taka þátt í að hagræða og íbúar bæjarins hafa á margvíslegan hátt sýnt skilning og þolinmæði gagnvart þeirri þjónustuskerðingu sem í þessari hagræðingu hefur óneitanlega falist. $line$Ekki er hægt að láta hjá líða að þakka sérstaklega fjármálastjóra bæjarins sem hefur verið vakin og sofin á undanförnum árum í að leiða þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem nú er að skila okkur auknu veltufé frá rekstri. $line$ $line$Meginverkefni næstu ára verður að festa í sessi ný vinnubrögð við stjórn bæjarins, og stýra fjármálum hans af festu og framsýni. Tryggja þarf vönduð vinnubrögð og gegnsæi með aðkomu hagsmunaaðila þegar teknar eru skuldbindandi ákvarðanir til lengri tíma. Þannig mun Hafnarfjörður blómstra til framtíðar.$line$ $line$$line$

Ábendingagátt