Bæjarstjórn

14. maí 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1725

Mætt til fundar

 • Lúðvík Geirsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 23.04.14 og 30.04.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

   Lagt fram til kynningar.

  • 1405218 – Kjaraviðræður grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga

   Bæjarstjóri kynnti eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur samninganefnd sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands að ljúka samningi sem fyrst og tryggi að ekki verði röskun á skólastarfi.” $line$$line$

   Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til mál.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða bókun með 11 atkvæðum.

  • 1304340 – Endurfjármögnun láns

   2. liður úr fundargerð BÆJH frá 8. maí sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Fulltrúi HF verðbréfa mætti á fundinn og lagði fram drög að útgáfulýsingu fyrir útgáfu og sölu skuldabréfa.$line$ $line$Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum með áorðnum breytingum að útgáfulýsingu til afgreiðslu í bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga frá gerð og undirritun útgáfulýsingar sem byggir á fyrirliggjandi drögum að útgáfulýsingu fyrir skuldabréfaflokkinn “HFJ 141”. Heildarútgáfa flokksins verði allt að kr. 8 milljarðar að nafnverði. Jafnframt er bæjarstjóra heimilað að ganga frá útgáfu og sölu skuldabréfa úr skuldabréfaflokknum fyrir allt að 5,5 milljaða kr. að nafnverði.”$line$

   Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Valdimar Svavarsson tók þessu næstu til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Valdimar Svavarsson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Eyjólfur Þór Sæmundsson tók þá til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 6 atkvæðum.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og lagði Rósa Guðbjartsdóttir fram eftirfarandi bókun fyrir þeirra hönd:$line$”Fyrirhuguð útgáfa skuldabréfa dregur úr gjaldeyrisáhættu og gefur bæjarfélaginu fjárhagslegt svigrúm sem mikilvægt er að verði ekki notað til óábyrgra ráðstafana í fjárfestingu eða rekstri, heldur til þess að ná niður skuldum Hafnarfjarðarbæjar og styrkja þannig fjárhagsstöðuna, eins og sjálfstæðismenn hafa ítrekað talað fyrir í bæjarstjórn. Þrátt fyrir þessa endurfjármögnun eru 40 milljarða skuldir bæjarfélagsins enn til staðar og greiðslubyrði og kostnaður vegna þeirra hafa íþyngjandi áhrif á rekstur bæjarins um ókomin ár. Sjálfstæðismenn ítreka að brýnasta verkefnið á komandi árum verður að lækka skuldirnar með afgerandi og ábyrgum hætti.”$line$$line$Gert var stutt fundarhlé og síðan var fundi fram haldið. $line$$line$Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Þetta mikilvæga skref í endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar sýnir með skýrum hætti annars vegar trausta fjármálastjórn bæjarins og hins vegnar mikla trú lánveitenda á stöðu og framtíð bæjarfélagsins. Það er fagnaðarefni að þessi mikilvægi árangur sem náðst hefur á síðustu árum liggi fyrir með svo skýrum hætti í lok kjörtímabilsins. Það skýtur að sama skapi skökku við að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að fylgja eftir lokaþætti þessa verkefnis þrátt fyrir virka þátttöku þeirra í öllum undirbúningi og ítrekaðar yfirlýsingar þeirra um að vel hafi verið að málum staðið.”$line$$line$Gert var stutt fundarhlé og var fundi síðan framhaldið að nýju.

  • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

   2. liður úr fundargerð SBH frá 6.maí sl.$line$Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16.04.14 (móttekið 25.04.14) og tillaga sviðsstjóra að svörum við athugasemdum sem þar koma fram.$line$$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar sviðsstjóra og gerir að sínu. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir svar sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs dags. 29.04.14 við bréfi Skipulagsstofnunar dagsettu 14.04.14.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

  • 1401061 – Sveitarstjórnarkosningar 2014

   Lögð fram tillaga að kjörstöðum og undirkjörstjórnum sbr. 13. og 14 gr. laga nr. 5/1998.$line$Kjörstaðir eru 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir eru 13.

   Bæjarstjórn samþykkti fyrirliggjandi tillögu að undirkjörstjórnum, fskj. merkt 1401061/001 sem og tillögur um kjörstaði og kjördeildir.

  • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun - síðari umræða

   Tekin fyrir að nýju$line$1.liður úr fundargerð SBH frá 28.apríl sl. og 2. liður fundargerðar bæjarstjórnar frá 30. apríl sl. $line$$line$Tekin til umræðu tillaga að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, greinargerð, uppdrættir og umhverfisskýrsla. Skipulagið var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lagðar fram innkomnar athugasemdir. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á þeim með tillögu að svörum.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir svör sviðsstjóra að sínum, samþykkir aðalskipulagstillöguna og að málinu verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 ásamt fylgiskjölum og að málinu verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010″.$line$ $line$ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f. h. allrar bæjarfulltrúa:$line$Aðalskipulag er í eðli sínu stefnumótun sem er bindandi fyrir aðrar skipulagsákvarðanir og stýrir heildaruppbyggingu í sveitarfélaginu til langs tíma. Sú tillaga sem hér er lögð fram til samþykktar hefur fengið ítarlega umfjöllun og kynningu á undanförnum misserum bæði innan stjórnsýslu bæjarins sem og annarra hagsmunaðaðila, ekki síst íbúa. Helstu áhersluatriði aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013 ? 2025 eru umhverfismál, samgöngur og húsverndun. $line$Í þeirri undirbúningsvinnu sem hefur staðið yfir síðastliðin 3 ár, þá hefur verið haft að leiðarljósi að setja fram áætlun um framkvæmdir og uppbyggingu sem líklegt má telja að eigi sér stað á þeim gildistíma sem um ræðir eða á árunum 2013-2025. $line$Í aðalskipulaginu eru auknar áherslur á sjálfbæra þróun og verndun byggðar, vistkerfis og náttúru. Hafnarfjörður státar af tiltölulega mörgum gömlum íbúðarhúsum sem ljá eldri bæjarhlutum hlýlegan blæ endurspegla þróun bæjarins allt frá upphafi. Í aðalskipulaginu er kveðið á um verndun yfirbragðs heillegra húsaraða og hverfa sem bera stílbrigði ákveðinna tímabila í byggingarsögu bæjarins. Í nýjum hverfum er áhersla á umhverfisgæði, og meðal annars er gefið rúm fyrir svo nefnt visthverfi í einu þeirra, þar sem fólk getur stundað vistvænan búskap. Lögð er áhersla á vistvænt samgöngukerfi með aukinni áherslu á göngu- og hjólastíga og almenningssamgöngur. $line$”Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 er gott dæmi um verkefni sem unnist hefur þvert á pólitískar línur, enda er aðalskipulag í eðli sínu langtímastefna bæjarfélagins um uppbyggingu og þróun. Aðalskipulag þarf að endurspegla samfélagsgerð og áherslur á hverjum tíma en um leið er afar mikilvægt að íbúar geti treyst því að skipulag standi í öllum grundvallaratriðum og að hægt sé að vinna raunhæfar áætlanir um bæði uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk og fyrirtæki.$line$Með aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 hefur verið mörkuð skýr stefna varðandi þróun og uppbyggingu bæjarins til langs tíma. Það er mikilvægur leiðarvísir í því að halda áfram að byggja upp gott samfélag fyrir okkur öll.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarsstjórn Hafnarfjarðar staðfesti fyrri afgreiðslu sína með 11 atkvæðum.

  Fundargerðir

  • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.maí sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 8.maí sl.$line$a. Fundargerðir menningar-og ferðamálanefndar frá 29.apríl og 6.maí sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 7.maí sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 5.maí sl.$line$Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7. og 12.maí sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 28.apríl sl.

   Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 5. maí sl. 1. liður Málfundur um skólamál í Hafnarfirði, Eyjólfur Þór Sæmundsson kom að andsvari.

Ábendingagátt