Bæjarstjórn

17. september 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1730

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Kynningarfundur vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd var haldinn áður en bæjarstjórnarfundur hófst. Dagur Jónsson vatnsveitustjóri kynnir.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur Líndal Haraldsson

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Kynningarfundur vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd var haldinn áður en bæjarstjórnarfundur hófst. Dagur Jónsson vatnsveitustjóri kynnir.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur Líndal Haraldsson

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 13.08.14, 20.08.14, 27.08.14 og 03.09.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      2.liður úr fundargerð SBH frá 9.sept. og 1.liður úr fundargerð UMFRAM frá 10.sept. sl.$line$Tekið fyrir að nýju bréf Hrafnkels Proppé dags. 07.10.14 með tillögum stýrihóps um endurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir að afstaða Hafnarfjarðar liggi fyrir 15.09.2014. Dagur Jónsson mætti á fundinn og kynnti málið.$line$$line$Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við fyrirhugaða auglýsingu deiliskipulags vatnsverndar á höfuðborgarsvæði, en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði, markmið og orðalag í skipulagsáætluninni.$line$$line$Farið yfir kynningu frá SSH varðandi vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Dagur Jónsson fer yfir málið.$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við fyrirhugaða auglýsingu deiliskipulags vatnsverndar á höfuðborgarsvæði, en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði, markmið og orðalag í skipulagsáætluninni.$line$

      Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar mikilvægi þess að við enduskoðun vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins verði horft til verðmæta sem felast í sjálfrennandi vatni þar sem það er fyrir hendi.$line$ $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur að öðru leyti undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og samhljóða bókun skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar frá 9. og 10. september 2014, en jafnframt er lýst áhyggjum yfir því að framkomin skipulagsáætlun geri ekki ráð fyrir nýjum og öruggari vatnsbólum eða varavatnsbólum fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og að ekki skuli lögð til áætlun um rannsóknir og samstarf þessara aðila sem að miða í þá átt, né heldur er gert ráð fyrir því að skoða möguleika á hreinsun á drykkjarvatni úr þeim vatnsbólum sem nú eru í notkun eftir því sem við á en sú lausn myndi létta álagi á sameiginlega grunnvatnsstrauma og bæta nýtingu núverandi vatnsbóla.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framkomna bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      3.liður úr fundargerð SBH frá 9.sept. sl.$line$Lögð fram tillaga til auglýsingar.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í að vinna vistvænt svæðisskipulag fyrir samkeppnishæft höfuðborgarsvæði, ásamt þeirri samstöðu sem ríkt hefur milli sveitarfélaganna. Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða auglýsingu nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði og orðalag í skipulagsáætluninni.$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls,þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls og þá bæjarstjóri Haraldur Líndal Haraldsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar Líndal Haraldssonar. $line$Helga Ingólfsdóttir tók síðan til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir bókun skipulags-og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum og gerir hana að sinni.

    • 1406419 – Áheyrnarfulltrúar í ráðum og nefndum 2014-2018

      1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 11.sept. sl.$line$Teknar fyrir að nýju tillögur um áheyrnarfulltrúa sem bæjarstjórn vísaði til forsetanefndar á fundi sínum 19. júní sl.$line$Um er að ræða íþrótta- og tómstundanefnd, menningar-og ferðamálanend og forsetanefnd. $line$$line$Forsetanefnd samþykkir að framboðslisti sem á kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn en ekki í forsetanefnd fái áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd til reynslu í 1 ár.$line$$line$Forsetanefnd vísar kosningu áheyrnarfulltrúa til bæjarstjórnar.$line$$line$Öðrum afgreiðslum frestað.$line$

      Gunnar Axel Axlelsson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, forseti tók síðan við stjórn fundarins á ný.$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls.$line$$line$Tilnefning kom um Gunnar Axel Axelsson sem áheyrnarfulltrúa Samfylkingar.$line$$line$Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann rétt kjörinn.$line$$line$

    • 0706404 – Siðareglur kjörinna fulltrúa

      Siðareglur kjörinna fulltrúa teknar til umræðu.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn samþykkir að hefja endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru 19. maí 2010 og felur bæjarráði að móta tillögu að nýjum reglum, eða staðfestingu nýrrar bæjarstjórnar á núgildandi siðareglum.”$line$$line$Einar Birkir Einarsson tók þá til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkir að fela forsetanefnd endurskoðun siðareglna sem gilda fyrir kjörna fulltrúa. Tillögur forsetanefndar skulu lagðar fyrir bæjarstjórn eigi síðar en í nóvember 2014, svo afgreiða megi þær fyrir komandi áramót.”$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan til máls og tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við fundarins á ný og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. $line$Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari og lagði jafnframt til að tillaga Einars Birkis Einarssonar yrði samþykkt. Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$Kristín María Thoroddsen tók þessu næst til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu Einars Birkis Einarsson.$line$$line$Tillaga Gunnars Axels Axelssonar kom því ekki til afgreiðslu.$line$$line$

    Fundargerðir

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð bæjarráðs frá 11.sept. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 8.sept.sl.$line$b. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.júní og 25.ágúst sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.sept.sl.$line$d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 15. og 29.ágúst sl.$line$e. Fundargerð eigendafundar SORPU bs. frá 1.sept. sl.$line$f. Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 1. sept. sl.$line$Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 3. og 9. sept.sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 10.sept. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 5.sept. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 8.sept.sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.sept. sl.$line$Fundargerð forsetanefndar frá 11. sept. sl.

      Einar Birkir Einarsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjarráðs frá 11. september sl., d liðar fundargerð stjórnar Strætó bs. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók þá til máls, Einar Birkir Einarsson kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þá til máls varðandi sama líð en vakti jafnframt athygli á 7. lið fundargerðar fjölskylduráðs frá 10. september sl. Árskýrsla fjölskylduþjónustu 2013, Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls, Einar Birkir Einarsson kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 8. september sl. 2. liðar Gjaldskrár, starfshópur, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. $line$$line$Ólafur Ingi Tómasson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar bæjaráðs frá 11. september sl. 13. liðar Austurgata 22 og Strandgata 19, lækkun gatnagerðargjalda.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Ábendingagátt