Bæjarstjórn

1. október 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1731

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.09.14 og 17.09.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

   Lagt fram til kynningar.

  • 1104091 – AÍH, íþróttasvæði

   10.liður úr fundargerð SBH frá 23.sept. sl.$line$Tekið upp að nýju, erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Erindinu var frestað til gildistöku nýs aðalskipulags. Lögð fram umhverfisskýrsla dags. x.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði send í auglýsingu skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að vinna skipulagslýsingu, þar sem allar forsendur liggja fyrir í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi akstursíþróttasvæðis AÍH við Krýsuvíkurveg ásamt umhverfisskýrslu verði send í auglýsingu skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

   Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1406465 – Fiskistofa, flutningur

   Lögð fram eftirfarandi tillaga:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson og ríkisstjórnina, að draga til baka ákvörðun sína um að flytja Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar þar sem engin málefnaleg rök fyrir flutningnum hafa komið fram.” $line$$line$Greinargerð: $line$Bæjarráð Hafnarfjarðar mótmælti 1. júlí sl. þeim áformum ráðherra að flytja starfsemi Fiskistofu úr Hafnarfirði. Þegar ákvörðun um flutning opinberra stofnana, og þá starfa á milli landshluta, er tekin verður að gera þá kröfu að fyrir liggi málefnaleg rök. Svo er ekki um að ræða í þessu tilviki.$line$Þau byggðasjónarmið sem vísað hefur verið til af hálfu ráðherra standast ekki skoðun samkvæmt upplýsingum sem bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar hafa aflað sér. $line$Samkvæmt tölulegum upplýsingum er Akureyri ekki í vörn hvað íbúafjölgun varðar, miðað við landsmeðaltal, og aðrar tölulegar upplýsingar gefa ekki sérstaklega til kynna að bæjarfélagið þurfi sérstakan stuðning ríkisins í þessum efnum.$line$$line$Atvinnuleysi í Hafnarfirði var að meðaltali árið 2013 4,7% samanborið við 3,5% á Akureyri.$line$$line$Atvinnulausir í Hafnarfirði sem eru með háskólapróf voru 118 en 62 á Akureyri í ágúst 2014. $line$ $line$Stöðugildum hjá ríkinu fækkaði í Hafnarfirði um 126,8 á milli áranna 2007 og 2013, eða um 20,4%. Á sama tíma fækkaði þeim um 57,2 stöðugildi á Akureyri, eða sem nemur 5,4,%.$line$$line$Stöðugildi á vegum ríkisins á Akureyri voru 1.004 árið 2013 samanborið við 495 stöðugildi í Hafnarfirði.$line$$line$Verði af flutningi Fiskistofu til Akureyrar mun fækka um 57,5 stöðugildi til viðbótar við þau 126,8 störf sem fækkaði um milli áranna 2007 og 2013 í Hafnarfirði. $line$$line$Frekari samantekt og upplýsingar eru í meðfylgjandi fylgiskjali fundargerðar bæjarstjórnar.$line$

   Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Einar Birkir Einarsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Gunnar Axel Axelsson. Síðan tók bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson til máls á ný.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.sept.sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.sept.sl.$line$b. Fundargerðir stjórnar STRÆTÓ bs. frá 15. og 29. ágúst sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 29. sept. sl.$line$a. fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. sept. sl.$line$b. Fundargerð Hafnarstjórnar frá 23. sept. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.sept. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 24.sept.sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 19.sept.sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 22.sept.sl.

   Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24. september sl.Thorsplan, útfærsla.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 22. september sl. Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók einnig til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við máli bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar. Helga Ingólfsdóttir tók þá til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við máli Helgu Ingólfsdóttur, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við máli Helgu Ingólfsdóttur.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 9. liðar fundargerðar skipulags- og byggingarráðs, Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi, síðan tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aftur til máls, þá Ólafur Ingi Tómasson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við máli Ólafs Inga Tómassonar, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari öðru sinni. $line$Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við máli Ólafs Inga Tómassonar, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Ófeigur Friðriksson kom einngi að andsvari við máli Ólafs Inga Tómassonar. $line$$line$Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegan 6. liðar fundargerðar fjölskylduráðs frá 24. september sl., Gjaldskrár, starfshópur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom einnig að andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerða umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24. september sl. og fjölskylduráðs 24. september sl. varðandi málefni hjúrkunarheimilis og vegna gjaldskrárstarfshóps, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði einnig andsvari og tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan,Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Ábendingagátt