Bæjarstjórn

29. október 2014 kl. 14:30

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1733

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Kynningarfundur um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 2015-2025 var haldinn kl. 12:45 áður en bæjarstjórnarfundur hófst.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Kynningarfundur um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 2015-2025 var haldinn kl. 12:45 áður en bæjarstjórnarfundur hófst.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1406401 – Strandgata 31-33 deiliskipulag

      2.liður úr fundargerð SBH frá 14.okt. sl.$line$Tekin fyrir að nýju tillaga Yrki arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar frá árinu 2000 hvað varðar lóðina Strandgata 31-33. Tillagan var auglýst 17.07.14 með framlengdum athugasemdatíma til 12.09.14, sem er lokið. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum, samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu erindisins verði lokið skv. 41. og 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$“Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi miðbæjar hvað varðar lóðirnar Strandgata 31-33 og að afgreiðslu erindisins verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.“$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins:$line$Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.

      Tilnefningar bárust um Harald L. Haraldsson og Guðlaugu Kristjánsdóttur sem aðalmenn og Kristján Sturluson og Rósu Guðbjartsdóttur sem varamenn.$line$$line$Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þau rétt kjörin.

    • 1410389 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fjárhagsáætlun 2015

      9.liður úr fundargerð BÆJH frá 27.okt. sl.$line$Lögð fram fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogsssvæði árið 2015. $line$Einnig lögð fram breytt gjaldskrá.$line$$line$Bæjarráð vísar fjárhagsáætluninni í gerð fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs.$line$Jafnframt er eftirfarandi tillögu vísað til bæjarstjórnar:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.“$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.okt. sl.$line$a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.okt. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 20.október sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.okt. sl.$line$a.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 10.okt. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 27.okt. sl.$line$a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 7. og 21. okt. sl.$line$b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 7. og 15. okt. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.október sl.

      Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna 1. liðar fundargerðar fjölskylduráðs frá 22. október sl., Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, hagkvæmniúttekt, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls vegna sama máls.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 3. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 20. október sl., Skólastefna Hafnarfjarðar, einnig 6. liðar sömu fundargerðar, Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls vegna sama máls sem og fundargerðar íþrótta- og tómstundanefndar frá 17. október sl., 4.liðar, Könnun á þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og 5. liðar, Bygging og rekstur íþróttamannvirkja.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 20. október sl., 1. liðar, Hraunvallaskóli, húsnæðismál og 6. liðar, Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók einnig til máls.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22. október sl., Plastpokar, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22. október sl., Plastpokar, $line$Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      23.liður úr fundargerð BÆJH frá 27.okt.sl.$line$Lagður fram viðauki IV við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2014.$line$$line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka IV við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans.$line$$line$

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þá til máls, þá bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson, síðan Gunnar Axel Axelsson, þá bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson aftur, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Haraldar L. Haraldssonar.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 7 atkvæðu, 4 sátu hjá.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóð og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$“Mikilvægt er að framsetning viðauka sé með þeim hætti að auðvelt sé að átta sig á þýðingu hans og gerð sé grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið vegna ytri áhrifaþátta s.s. kjarasamninga og verðlagsþróunar, vegna ákvarðana sveitarstjórnar sem og öðrum breytingum sem kann að að vera ástæða til að færa í viðauka. Þá er lykilatriði að okkar mati að gerð sé grein fyrir því með skýrum hætti hvernig mæta eigi ákvörðunum um ný útgjöld eða tekjulækkun. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við viðaukann eins og hann er framsettur og telja hann ekki til þess fallinn að skýra hvaða frávik hafa orðið frá gildandi fjárhagsáætlun og hvernig þau eru tilkomin, né heldur hvernig þeim verður mætt.$line$$line$Þrátt fyrir þær skýringar sem hafa komið fram á fundinum , bæði munnlega og skriflega, telja bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sér ekki fært að samþykkja viðaukann og sitja því hjá við afgreiðslu hans.“

    • 1408105 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 - 2025 - Fyrri umræða

      24.liður úr fundargerð BÆJH frá 27.okt. sl.$line$Lögð fram fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015-2025$line$$line$Lögð fram drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015-2025.$line$Fjármálastjóri og rekstrarstjóri fræðslumála mættu á fundinn og fóru yfir áætlunina. $line$ $line$Bæjarráð vísar fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 – 2025 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, síðan Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.$line$Gunnar Axel Axelsson tók þessu næst til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans til síðari umræðu.

    • 1410494 – Rekstrarúttekt

      20.liður úr fundargerð BÆJH frá 27.okt.sl.$line$Lögð fram verkefnislýsing og umfangsáætlun vegna verkefnisins.$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$“Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að á í kjölfar hrunsins hefur farið fram mjög ítarleg úttekt og vinna við hagræðingu í rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Að þeirri vinnu hafa komið fjölmargir utanaðkomandi aðilar en mest áhersla hefur verið lögð á þáttttöku stjórnenda og almenns starfsfólks í því verkefni. Markmiðið hefur verið að auka skilvirkni í rekstrinum og skapa þannig svigrúm til að sveitarfélagið geti staðið við skuldbindingar sínar í nútíð og framtíð, aukið og bætt þjónustu við bæjarbúa og nýtt þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar í sveitarfélaginu og umhverfi þess. Síðasta fjárhagslega úttektin sem fór fram var gerð sl. vetur í tengslum við endurfjármögnun langtímalána en að henni komu m.a. utanaðkomandi ráðgjafafyrirtæki, lánveitendur og óháð lánsmatsfyrirtæki.$line$$line$Árangurinn af þrotlausri vinnu síðustu ára hefur birst í stöðugt batnandi afkomu, hratt lækkandi skuldum og bættu lánshæfi Hafnarfjarðarbæjar. Með þeirri vinnu sem ráðist var í á síðasta kjörtímabili var lagður grunnur að þeirri sterku stöðu sem sveitarfélagið er í dag og þeirri farsælu endurfjármögnun erlendra lána sem tryggð var síðastliðið vor.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að nýr meirihuti ætli að halda áfram að vinna að því að styrkja og efla rekstur sveitarfélagsins en benda á mikilvægi þess að ekki sé með óbeinum hætti dregin upp röng mynd af fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Aðhald og aukin skilvirkni í rekstri á undir öllum kringumstæðum að vera hluti af vandaðri og markvissri fjármála- og rekstrarstjórn en ekki tímabundið átaksverkefni eins og hér er lagt upp með. Það að nú eftir þá miklu vinnu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og hefur skilað gríðarlegum árangri eigi að efna til sérstaks hagræðingarátaks gæti að okkar mati verið til þess fallið að draga upp neikvæða og beinlínis ranga mynd af fjárhagslegri stöðu Hafnarfjarðarbæjar.“ $line$

      Bæjarstjóri Haraldur L Haraldsson tók til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Einar Birkir Einarsson tók þá til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar.$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls, undir ræðu hennar tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins, Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Kristinn Andersen tók þá til máls, síðan Gunnar Axel Axelsson, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Einar Birkir Einarsson tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, þá bæjarstjóri $line$Haraldur L. Haraldsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Garðar Jónsson hjá 3R-Ráðgjöf ehf. til að framkvæma greiningu á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og gerð tillagna varðandi rekstur sveitarfélagsins byggðar á greiningunni. Vinnan fari fram á tímabilinu frá október lok 2014 til febrúar 2015. $line$Að öðru leyti er vísað í samantekt sem verktaki hefur gert um verkefnið sem hann nefnir Lýsing verkefnisins, umfangsáætlun og kostnaður.“ $line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra með 11 samhljóða atkvæðum. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir tók einngi til máls og gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu og vísaði jafnframt til bókunar í bæjarráði. $line$$line$Ófeigur Friðriksson tók einnig til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu. $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Ábendingagátt