Bæjarstjórn

12. nóvember 2014 kl. 15:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1734

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1411122 – Kjaradeila Félags tónlistarkennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga

      Lögð fram áskorun frá kennurum við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar:$line$”Við viljum skora á Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að huga að starfsaðferðum Samninganefndar sveitarfélaganna sem greinilega er eingöngu með bakland í Reykjavík og fer gegn Starfsmanna- og jafnréttisstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.”

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins undir ræðu hennar, þá tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls að nýju.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að taka undir bókun fræðsluráðs frá 3. nóvember sl. $line$$line$

    • 1407041 – Forsetanefnd 2014 - 2018

      1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 30.okt. sl.$line$Tekin fyrir að nýju drög að erindisbréfi nefndarinnar og gerðar nokkrar breytingar.$line$$line$Forsetanefnd staðfestir erindibréfið fyrir sitt leyti og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi forsetanefndar.”$line$

      Kristinn Andersen tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfestir fyrirliggjandi erindisbréf með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1406419 – Áheyrnarfulltrúar í ráðum og nefndum 2014-2018

      2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 30.okt. sl.$line$Teknar fyrir að nýju tillögur um áheyrnarfulltrúa sem bæjarstjórn vísaði til forsetanefndar á fundi sínum 18. júní sl.$line$Um er að ræða íþrótta- og tómstundanefnd, menningar-og ferðamálanefnd. $line$$line$Forsetanefnd synjar framkominni beiðni með 2 atkvæðum gegn 1.$line$Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs óskar eftir að málinu verði vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Kristinn Andersen.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$Að loknu fundarhlé kom Gunnar Axel Axelsson að andsvari við ræðu Kristins Andersen, Kristinn Andersen svaraði andsvari, síðan tók Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og tók 1. varaforseti við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari.$line$Þá tók Unnur Lára Bryde til máls og lagði fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að áheyrnarfulltrúar ættu sæti í menningar- og ferðamálanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd í 1 ár til reynslu án þess að fá þóknun fyrir setuna. $line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Unnar Láru Bryde, Gunnar Axel Axelson kom einnig að andsvari við ræðu Unnar Láru Bryde.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók þessu næst til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þá tillögu sem Unnur Lára Bryde kynnti með 6 atkvæðum gegn 5.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson koma að eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$”Í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga var mikið rætt um mikilvægi þess að bæjarstjórnin starfaði saman sem ein heild, að kraftar allra væru nýttir til fulls. Undir þau sjónarmið tóku fulltrúar allra flokka. Hér hefur upprunalegri tillögu Samfylkingar og Vinstri grænna frá því á fundi bæjarstjórnar 19. júní sl. um að Vinstri hreyfingin grænt framboð fái áheyrnarfulltrúa í þeim tveimur fastanefndum sveitarfélagsins, menningar- og ferðamálanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd verið felld . Þess í stað leggur meirihlutinn til að veita tímabundna heimild til eins árs án þess að áheyrnarfulltrúar fái þóknun fyrir setu í nefndunum, ólíkt því sem gildir um áheyrnarfulltrúa í öðrum fastanefndum. Þessu mótmæla fulltrúar minnihlutans, enda engin málefnaleg rök fyrir þessari afstöðu sem er fullkomlega á skjön við fyrri fordæmi og yfirlýsingar fulltrúa meirhlutans um vilja til þess að auka samráð og virkja bæjarstjórnina sem heild til góðra verka.”$line$$line$Kristinn Andersen kom að eftirfarandi bókun:$line$”Ég tel umræðu um áheyrnarfulltrúa í nefndum vanreifaða. Rök eru bæði með og móti aukinni þátttöku þeirra í nefndum, sem ég hef gert nánar grein fyrir og m.a. vísað í lýðræðislegt umboð frá bæjarbúum. Ég hef bent á að ekki er gert ráð fyrir þeim áheyrnarfulltrúum sem hér hafa verið ræddir í samþykktum Hafnafjarðarbæjar og ég tel rétt að breyta samþykktum bæjarins að undangenginni nauðsynlegri umræðu áður en slíkt skref er tekið. Þeirri umræðu tæki ég fagnandi.”$line$$line$

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.nóv. sl.$line$Lögð fram uppfærð 10 ára aðlögunaráætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.$line$$line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi aðlögunaráætlun.”$line$

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, undir ræðu hans tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins.$line$ $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

    • 1309593 – Strandgata 31 og 33, kauptilboð

      8.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.nóv. sl.$line$Tekinn fyrir að nýju kaupsamningur vegna ofangreindrar eignar.$line$ $line$Bæjarráð legggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning vegna eignanna Strandgötu 31 og 33.”$line$

      Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögur:$line$”Í stað orðanna “fyrirliggjandi kaupsamning” komi “kauptilboð frá 25. mars 2014”. Þá bætist við setninguna eftirfarandi: “og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningi”. Með þeirri breytingu er tillagan því svohljóðandi:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir kauptilboð frá 25. mars 2014 vegna eignanna Strandgötu 31 og 33 og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningi.””$line$$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls, þá bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þá tillögu sem kynnt var á fundinum með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1406465 – Fiskistofa, flutningur

      Lögð fram tölulegar upplýsingar um stöðugildi ríkistofnana á höfuðborgarsvæðinu.

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi ályktunartillögu:$line$”Í ljósi þeirra gagna sem nú liggja fyrir um fjölda stöðugilda hjá ríkisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu 2007 -2013, ítrekar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áskorun sína á ríkistjórnina og Sigurð Inga Jóhannesson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu til baka þar sem málefnaleg rök fyrir flutningnum hafa ekki komið fram og fyrirliggjandi tölur sýna að stöðugildum á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað ólíkt því sem almennt hefur verið haldið fram í umræðunni.”$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$$line$$line$$line$$line$$line$$line$

    • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.nóv. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 7.nóv. sl.$line$a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 31.okt.sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 3.nóv. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.nóv. sl.$line$a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 12.sept. og 3.okt. sl. $line$Fundargerðir bæjarráðs frá 6. og 7.nóv. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.okt. sl.$line$b. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27.okt. sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.okt. sl.$line$d. Fundargerðir stjórnar Hafnarborgar frá 22. og 29. sept. sl. $line$Fundargerð forsetanefndar frá 30.okt.sl.

      Kristinn Andersen kvaddi sér hljóðs vegna 3. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 6. nóvember sl., Ráðgjafaþjónusta yfirlit, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir vegna sama liðar, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók einnig til máls vegna sama liðar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna sama liðar, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Kristinn Andersen kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls vegna þessa sama liðar, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar.$line$$line$Kristín María Thorddsen tók einnig til máls vegna sama liðar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Kristínar Maríu Thoroddsen, Adda María Jóhannsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Kristínar Maríu Thoroddsen.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók þá til máls vegna sama liðar og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir sína hönd og Kristins Andersen:$line$”Undirritaðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlegar athugasemdir við greiðslur sem nú eru komnar fram, að upphæð um 115 milljónir króna úr bæjarsjóði fyrir ráðgjöf um endurfjármögnun lána bæjarins. $line$Í fyrsta lagi er gerð athugasemd við upphæðina. $line$Í öðru lagi er gerð athugasemd við að svo há greiðsla skuli ekki hafa verið borin undir bæjarráð eða bæjarstjórn og lítur því út fyrir að um brot á sveitarstjórnarlögum sé að ræða.$line$Í þriðja lagi er gerð athugasemd við að svo háum kostnaði hafi ekki verið gerð skil í fjárhagsáætlun eða í viðauka hennar, eins og eðilegt væri. Ábyrgð á þessari ráðstöfun fjármuna bæjarsjóðs er alfarið vísað til fyrrverandi meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, sem samþykkti og greiddi án vitundar eða samráðs við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.$line$ $line$Munu undirrituð óska eftir formlegum skýringum, af hálfu forystumanna núverandi minnihluta, þar á meðal fyrrverandi bæjarstjóra, á því hvernig þessi ákvörðun var tekin án heimildar og gerð verði grein fyrir því hvað réði þeirri þóknun sem samið var um. Óskað verður eftir því að rökstuðningurinn verði afhentur í bæjarráði.”$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Kristinn Andersen $line$$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.$line$

Ábendingagátt