Bæjarstjórn

10. desember 2014 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1736

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður
 • Pétur Gautur Svavarsson varamaður

Áður en gengið var til dagskrár var haldinn fundur ungmennaráðs Hafnarfjarðar með bæjarstjórn.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti síðan fund og stjórnaði honum.

Mætti voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Kristni Andersen og Ófeigi Friðrikssyni. Í þeirra staði mættu Kristí

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Áður en gengið var til dagskrár var haldinn fundur ungmennaráðs Hafnarfjarðar með bæjarstjórn.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti síðan fund og stjórnaði honum.

Mætti voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Kristni Andersen og Ófeigi Friðrikssyni. Í þeirra staði mættu Kristí

 1. Almenn erindi

  • 1410332 – Uppland reiðleiðir, breyting á aðalskipulagi

   9.liður úr fundargerð SBH frá 2.des. sl.$line$Hestamannafélagið Sörli óskar eftir breytingum á legu reiðleiða í upplandi Hafnarfjarðar skv. meðfylgjandi gögnum. Frestað á síðasta fundi.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við erindið. Jafnframt verð skoðuð framlenging á gönguleið að Sléttuhlíðarsvæðinu. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við bókun Skipulags- og byggingarráðs.”$line$

   Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1406401 – Strandgata 31-33 deiliskipulag

   12.liður úr fundargerð SBH frá 2.des. sl.$line$Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar og svör Skipulags- og byggingarsviðs við athugasemdum sem þar koma fram.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir svörin með áorðnum breytingum og vísar erindinu til bæjarstjórnar.$line$

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi svör við athugasemdum og breyttan uppdrátt dags. 3.12.2014.

  • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

   2. liður úr fundargerð SBH frá 2.des. sl.$line$Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Skipulags-og byggingarráð samþykkti 23.09.14 að ráðinn verði lögmaður með sérþekkingu á sviði skipulagsmála til aðstoðar varðandi lagalega stöðu aðila í málinu. Ívar Pálsson lögmaður mætti á fundinn og gerði grein fyrir athugun sinni á málinu. Lagt fram minnisblað Ívars um málið.$line$$line$Lagt fram.$line$

   Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Síðan bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar. $line$Einar Birkir Einarsson tók þá til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar.$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá aftur til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar. $line$$line$Ólafur Ingi Tómasson tók síðan til máls og kynnti eftirfarandi ályktunartillögu: $line$ $line$Ályktun – Bæjarstjórn Hafnarfjarðar $line$ $line$”Krefjast þess að Landsnet fjarlægi rafmagnslínur$line$$line$Óbreytt staða á rafmagnslínum í landi Hafnarfjarðar hamlar eðlilegri framþróun sveitarfélagsins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur áherslu á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar og að samkomulagi frá 25. ágúst 2009 um framkvæmdir á flutningskerfi raforku innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar verði hrint í framkvæmd. $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir álit bæjarstjóra sem kemur fram í bréfi til Landsnets hf. dags. 2. des. sl.$line$ $line$Bæjarstjórn tekur ennfremur undir ósk bæjarstjóra til Landsnets að félagið geri Hafnarfjarðarbæ ítarlega grein fyrir eftirfarandi: Í fyrsta lagi hverjar þær breyttu aðstæður séu sem leitt hafa til þess að áætlanir Landsnets hafa breyst. Í öðru lagi hvernig þessar breyttu aðstæður teljist verulegar varðandi efnahagslegar forsendur verkefnisins. Í ljósi áhrifa þess sem þetta hefur á bæjarfélagið er nauðsynlegt að Landsnet geri grein fyrir þessu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur ekki augljóst að mögulegar breytingar hafi áhrif á alla framkvæmdina því ólíkar forsendur geti verið fyrir mismunandi hlutum hennar.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallar eftir viðræðum að nýju á gundvelli 4. mgr. 6 gr. samkomulags Hafnarfjarðar og Landsnets frá 25. ágúst 2009 en þar kemur fram að aðilar skuli taka upp viðræður um málið, komi þessi staða upp, til að lágmarka tjón aðila.”$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti ályktunina með 11 samhljóða atkvæðum. $line$$line$$line$

  • 1401064 – Fundargerðir 2014, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 3.des. sl.$line$a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 5., 20. og 24.nóv.$line$Fundargerðir bæjarráðs frá 27.nóv. og 4.des. sl.$line$a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.nóv. $line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2.des. sl.$line$c. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.nóv. sl.$line$d. Fundargerðir samtaka orkusveitarfélaga frá 10.okt.og 26.nóv. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.des. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 5.des. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 1.des. sl.$line$Fundargerðir fræðsluráðs frá 1. og 8.des. sl.

   Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna 11. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 4.12. sl., Motus ehf vanskilainnheimta, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir koma að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. $line$Einar Birki Einarsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls vegna sama máls og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.$line$$line$Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls vegna sama máls sem og fundargerðar bæjarráðs frá 4. 12. sl., undirliður a) Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis: Reykjavíkurvegur 54, Mosaskemmdir í iðnaðarsvæðinu í Hafnarfirði og Olíumengun í Hafnarfjarðarhöfn, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur sem tók við stjórn fundarins á meðan, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls vegna þeirra mála sem voru til umræðu. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs öðru sinni og vegna 7. liðar funargerðar bæjarráðs frá 4. 12. sl., Straumur útboð, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs öðru sinni og vegna 2. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 1.12. sl., Dagforeldrar leyfisbeiðnir, sem og 8. liðar Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. $line$$line$

  • 1412034 – Gjaldskrár 2015

   2.liður úr fundargerð BÆJH frá 4.des. sl.$line$Lagðar fram tillögur að gjaldskrárbreytingum.$line$$line$Jafnframt lögð fram eftirfarandi tillaga:$line$Lagt er til að fallið verði frá áformum um hækkun dvalar- og fæðisgjalda í leikskólum sem og hækkun gjalds í heilsdagsskólum. $line$$line$Frá því drög að fjárhagsáætlun ársins 2015 voru kynnt á fundi bæjarráðs 27. nóvember sl. hefur heildstæð yfirferð á öllum rekstrarþáttum fagsviða bæjarins leitt til þess að hægt verður að draga úr áður áætluðum útgjöldum, sem nemur um 200 milljónum króna á komandi fjárhagsári. Vegna þessarar breytingar er lagt til að fallið verði frá áður kynntum tillögum um verðlagstengdar hækkanir á dvalar- og fæðisgjöldum í leikskólum sem og gjaldskrá í heilsdagsskólum. Þannig er unnt að forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, í samræmi við stefnu meirihlutans um fjölskylduvænar áherslur.$line$ $line$Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám og framkominni breytingartillögu til bæjarstjórnar.$line$

   Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju. $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum fyrirliggjandi endurskoðaðar tillögur að gjaldskrárbreytingum sem fram koma í fylgiskjali, merktu BÆST 1736 – 5.01, og verða gjaldskrár Hafnarfjarðarbæjar uppfærðar í samræmi við það.$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

  • 1412033 – Álagning sveitarsjóðsgjalda 2015

   1.liður úr fundargerð BÆJH frá 4.des. sl.$line$Laðgar fram tillögur að álagningu úrsvars og fasteignagjalda árið 2015.$line$Einnig tillaga að tekjumörkum vegna afsláttar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega.$line$$line$Bæjarráð vísar tillögum að álagningu útsvars og fasteignagjalda til bæjarstjórnar.$line$$line$Lagðar fram eftirfarandi tillögur:$line$$line$Tillaga BÆST 1736 – 6.01 Útsvar:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að útsvarshlutfall árið 2015 verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum. $line$$line$Tillaga BÆST 1736 – 6.02 Fasteignaskattur og lóðarleiga:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að álögð fasteignagjöld ársins 2015 verði eftirfarandi:$line$$line$Fasteignaskattur sem reiknast af heildarfasteignamati húsa og lóða.$line$A- skattflokkur, íbúðarhús, hesthús og sumarbústaðir 0,28%$line$B- skattflokkur, opinberar byggingar sbr. reglugerð 1160/2005 1,32%$line$C- skattflokkur, atvinnuhúsnæði, 1,65%$line$$line$Lóðarleiga sem reiknast af fasteignamati lóðar:$line$A- skattflokkur, íbúðarhús, hesthús og sumarbústaðir 0,4%$line$B- skattflokkur, opinberar byggingar sbr. reglugerð 1160/2005 1,30%$line$C- skattflokkur, atvinnuhúsnæði, 1,30%$line$$line$Álagning byggir á fasteignamati eigna samkvæmt Fasteignaskrá Íslands 31. desember 2014.$line$$line$Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2015 eru tíu. $line$Fyrsti gjalddagi er 15. janúar 2015 en eftir það 1. hvers mánaðar frá mars til nóvember og eindagi 30 dögum síðar. $line$Gjalddagi fasteignagjalda að lægri fjárhæð en 25.000 kr. er 1. febrúar 2015. $line$Gjalddagar fasteignagjalda sem lögð eru á nýjar eignir á árinu 2015 eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagningin fer fram.$line$Fasteignaskattur og lóðarleiga er lögð á með heimild í lögum nr. 5/1995 með síðari breytingum.$line$Gjaldendur sem greiða fasteignagjöld ársins að fullu fyrir 16. febrúar 2015 fá 5% staðgreiðsluafslátt. $line$$line$Tillaga BÆST 1736 – 6.03 Tekjumörk aflsáttar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að tekjumörk afsláttar af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrirþegum vegna ársins 2015 verði eftirfarandi:$line$$line$Tekjur einstaklinga 2014$line$100% afsláttur, 0 – 2.831.000 kr.$line$75% afsláttur, 2.831.001 – 3.212.000 kr.$line$50% afsláttur, 3.212.001 – 3.485.000 kr.$line$25% afsláttur, 3.485.001 ? 3.372.000 kr.$line$$line$Tekjur hjóna 2014$line$100% afsláttur, 0 – 3.953.000 kr.$line$75% afsláttur, 3.953.001 – 4.388.000 kr.$line$50% afsláttur, 4.388.001 – 4.769.001 kr.$line$25% afsláttur, 4.769.001 – 5.096.000 kr.$line$$line$Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrirþegum í Hafnarfirði sem samþykktar voru í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 5. desember 2012 uppfærast í samræmi við þetta.$line$

   Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls og kynnti fyrirliggjandi tillögur. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu BÆST 1736 – 6.01, Úsvar með 11 samhljóð atkvæðum.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu BÆST 1736 – 6.02, Fasteignaskattur og lóðarleiga með 11 samhljóða atkvæðum$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sammþykkti tillögu BÆST 1736 – 6.03 Tekjumörk aflsáttar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega með 11 samhljóða atkvæðum. $line$$line$Jafnframt samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar með 11 samhljóða atkvæðum endurskoðaðar reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrirþega, fylgiskjal merkt BÆST 1736 – 6.04.

  • 1408105 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 - 2025

   3.liður úr fundargerð BÆJH frá 4.des.sl. $line$Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs tekin fyrir að nýju.$line$ $line$Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 – 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.$line$

   Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins undir ræðu hennar.$line$$line$Forseti Guðlaug Kristjánsdótir tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls, síðan Gunnar Axel Axelsson, Haraldur L. Haraldsson kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, þá Einar Birkir Einarsson, síðan Helga Ingólfsdóttir, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan.$line$$line$Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Gert var matarhlé kl. 18:45 til kl. 19:30 og var fundi þá fram haldið.$line$$line$Friðþjófur Helgi Karlsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögur Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$$line$Tillaga merkt SV1.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að sú hagræðing sem verður til vegna fækkunar barna á skilgreindum leikskólaaldri og er áætluð 73 m.kr á næsta ári verði ekki nýtt til að standa undir nýjum útgjöldum á grunnskólastigi heldur til eflingar leikskólastigins.$line$$line$Tillaga merkt SV2.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að þjónustugjöld sveitarfélagsins taki breytingum í takt við þróun kostnaðar við veitingu þjónustunnar og hækki að jafnaði um 2,7% á næsta ári í samræmi við nýja þjóðhagsspá.$line$$line$Tillaga merkt SV3$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að systkinaafsláttur sem veittur er þvert á skólastig verður hækkaður úr 30% í 60%% vegna 2. barns og úr 60% í 100% vegna 3. barns. Systkinaafslættir verði sömuleiðis reiknaðir af greiddu gjaldi að teknu tilliti til viðbótarafsláttar vegna lágra tekna en ekki almennu dvalargjaldi eins og nú er.$line$$line$Tillaga merkt SV4$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttarkjara hækkuð í samræmi við þróun launa, eða að lágmarki um 6% á næsta ári. Markmiðið er að tryggja að þeir sem njóta viðbótarafsláttarkjara í dag njóti þeirra áfram á næsta ári þrátt fyrir kjarasamningsbundnar launahækkanir. $line$$line$Tillaga merkt SV5$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að sett verði af stað markviss vinna við útfærslu tillagna um hámarksþak á þjónustugjöld barnafjölskyldna og hlutur foreldra vegna barna frá lokum fæðingarorlofs og til loka leikskólagöngu verði samræmdur og óháður þjónustuformi. Tillögur þess efnis verði tilbúnar fyrir 1. maí á næsta ári og verði til grundvallar mótun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.$line$$line$Tillaga merkt SV6$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að framlög í þróunarsjóð verði í samræmi við fyrri áætlanir en verði ekki skorin niður eins og lagt hefur verið til. Sérstök áhersla verði lögð á að efla móðurmálskennslu leik- og grunnskólabarna af erlendum uppruna. $line$$line$Þá tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls og lagði fram eftirfarandi tillögur Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$$line$Tillaga SV7.$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG hafa þegar lagt til að hafinn verði undirbúningur að stofnun embættis umboðsmanns bæjarbúa, sbr. tillögu sem samþykkt var í bæjarráði þann 7. október sl. að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. Undirbúningur að stofnun embættis umboðsmans bæjarbúa sést hvergi í þeirri fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram. Leggjum við til að bæjarstjórn samþykki að hafin skuli undirbúningur að stofnun embættisins á grundvelli fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráði verði falið það verkefni að móta tillöguna áfram, meðal annars á grundvelli þeirra reynslu sem skapast hefur af sambærilegu verkefni í Reykjavík. Stefnt verði að því að umboðsmaður bæjarbúa verði tekinn til starfa í síðasta lagi í ársbyrjun 2016.$line$$line$Tillaga SV8$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG taka undir tillögu fjölskylduráðs frá 10. október sl. og leggja til að unnið verði að því strax á nýju ári að tryggja að í þjónustuveri verði pólskumælandi starfsmaður.$line$$line$Tillaga SV9.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til stofnun innflytjendaráðs sem verði bæjaryfirvöldum til ráðgjafar. Við undirbúning og stofnun verði litið til reynslu af ungmennaráði, öldungaráði og notendaráði um þjónustu fatlaðs fólks. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum kostnaði við verkefnið á næsta ári.$line$$line$Tillaga SV10$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að að gert verði ráð fyrir svigrúmi í fjárhagsáætlun til þess að vinna áfram að því að auka aðgengi bæjarbúa að mikilvægum fjárhagsupplýsingum og framsetningu þeirra. Þannig verði haldið áfram á þeirri braut sem lagt var upp með á síðasta kjörtímabili og miðar að því að tryggja að Hafnarfjarðarbær verði áfram í fararbroddi í að auka aðgengi almennings að upplýsingum og á sviði lýðræðisumbóta almennt. Gert verði ráð fyrir sérstakri 1,5 milljón króna fjárveitingu til verkefnisins á næsta ári.$line$$line$Tillaga SV11 $line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að 2 milljón króna fjárveiting verði samþykkt til að standa undir kostnaði við verkefnið Lýðræðisvika í október, sem hófst á síðasta kjörtímabili og á sér fyrirmynd í hinni samevrópsku lýðræðisviku sveitarfélaga innan Evrópuráðsins. Sérstök áhersla verði á fræðslu um lýðræðismál í leik- og grunnskólum og áhugasömum starfsmönnum leik- og grunnskóla verði gert kleift að kynna sér sambærileg verkefni og fyrirmyndir í öðrum löndum. Markmiðið er að hvetja til lýðræðislegrar umræðu á öllum skólastigum og virkja þannig þátttöku ungs fólks í mótun bæjarins.$line$$line$Tillaga SV12$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að gert verði ráð fyrir fjármagni á næsta ári til að standa undir kostnaði við áframhaldandi þróun verkefnisins Betri Hafnarfjörður og hagnýtingu nýjustu lausna í upplýsingatækni og aðferða við framkvæmd íbúakosninga. Markmiðið er að auka beina þátttöku íbúa og gefa þeim kost á að hafa áhrif á fleiri sviðum. Gert verði ráð fyrir að verja 2 m.kr á næsta ári til þróunar verkefnisins. $line$$line$Tillaga SV13$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að greitt verði fyrir setu áheyrnarfulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd og menningar- og ferðamálanefnd. Kostnaður er áætlaður um 0,5-1 m.kr.$line$$line$Tillaga SV14.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að launahækkun bæjarstjóra sem nýlega var samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihlutans og er langt umfram það sem hægt er að réttlæta með tilliti til almennrar launaþróunar verði dregin til baka og laun bæjarstjóra verði þau sömu og þau voru á síðasta kjörtímabili að viðbættum hækkunum í samræmi við kjarasamninga opinberra starfsamanna. $line$$line$Adda María Jóhannsdóttir tók þessu næst til máls og lagði fram eftirfarandi tillögur Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$$line$Tillag SV15$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að gerð verði sérstök könnun á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þar verði áhersla m.a. lögð á áhrif gjaldtöku á þátttöku, viðhorf og ánægju foreldra og barna til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða í Hafnarfirði og þess stuðnings sem bærinn veitir í því skyni að tryggja jafnan aðgang að henni. Könnuninni verði einnig ætlað að kanna sérstaklega stöðu barna af erlendum uppruna og þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.$line$Fengin verði utankomandi aðili til að að halda utan um hönnun og framkvæmd rannsóknarinnar í samstarfi við íþrótta- og tómstundanefnd.$line$Niðurstöður rannsóknarinnar verði nýttar til að undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir í málaflokknum. Sérstök fjárveiting verði ákvörðuð til verkefnisins, 2 milljónir króna á næsta ári.$line$$line$Tillaga SV16$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að endurskoðað fyrirkomulag niðurgreiðslna á þátttökugjöldum taki gildi frá og með næsta hausti og verði tíminn fram að vori nýttur til undirbúnings þeirra breytinga sem taldar eru nauðsynlegar til að tryggja að markmiðum niðurgreiðslukerfisins sé náð. Sérstök áhersla verði lögð á að tryggja að kerfið þjóni því hutverki að tryggja öllum börnum og unglingum jafnan rétt og möguleika til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Við endurskoðun kerfisins verði miðað við að stuðningurinn nái til barna á aldrinum 4-18 ára.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls og lagði fram eftirfarandi tillögur Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$$line$Tillaga SV17$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að haldið verði áfram með fyrirhugaða uppbyggingu í Skarðshlíð og á Völlum, sem m.a. felur í sér byggingu leik- og grunnskóla, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og lagningu Ásvallabrautar. Í þeirri uppbyggingu felast gríðarleg tækifæri til sóknar á þessu nýjasta íbúasvæði bæjarins til þess að mæta þeirri uppsöfnuðu þörf sem hefur skapast á undanförnum árum fyrir byggingu nýs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Það er þó ekki síður mikilvægt í því samhengi að standa við þau fyrirheit sem íbúar á Völlum hafa mátt gera ráð fyrir samkvæmt gildandi skipulagi um uppbyggingu samfélagslega mikilvægra innviða og grunnþjónustu.$line$$line$Tillaga SV18 $line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að til að haldið verði áfram því verkefni sem unnið var að á síðasta kjörtímabili og miðar að því bæta aðstöðu hjólreiða sem valkosts í samgöngumálum.$line$$line$Tillaga SV19$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að gert verði ráð fyrir að bygging nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð haldi áfram á næsta ári samkvæmt áður samþykktum áætlunum þar um og svigrúm til þess verði tryggt í fjárhags- og framkvæmdaáætlun.$line$$line$Tillaga SV20$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG fallast ekki á það sjónarmið að rétt sé að hækka gjöld á aldraða bæjarbúa umfram önnur gjöld sbr. þá tillögu sem meirihlutinn hefur gert. Er þar gert ráð fyrir að ýmis þjónustugjöld s.s heimsendur matur og akstur hækki um á bilinu 6,3-8,3% á milli ára. Teljum við ekki forsendur til sérstakra hækkana á umræddum þjónustugjöldum umfram hækkun verðlags. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja því til að þeir taki sömu breytingum og aðrir liðir, þ.e. 2,7%.$line$$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls og lagði fram tillögur um afgreiðslu framkominna tillagna Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, tillögurnar koma fram við afgreiðslu tillagnanna.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Einar Birkir Einarsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju. $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við upphaflegri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur, Gunnar Axel Axelsson kom einnig að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur.$line$$line$Ólafur Ingi Tómasson tók síðan til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Kristín María Thoroddsen tók þessu næstu til máls, Gunnar Axel Axelsson koma að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari, Kristín María Thoroddsen svaraði andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og gengið var til atkvæðagreiðslu.$line$$line$Tillaga SV1$line$Lagt er til að vísa tillögunni til fræðsluráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til fræðsluráðs, 4 sátu hjá. $line$$line$Tillaga SV2$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi tillöguna með 7 atkvæðum gegn 4. $line$$line$Tillaga SV3$line$Lagt er til að vísa tillögunni til starfshóps um gjaldskrár.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til starfshóps um gjaldskrár, 4 sátu hjá.$line$$line$Tillaga SV4$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi tillöguna með 7 atkvæðum gegn 4. $line$$line$Tillaga SV5$line$Lagt er til að vísa tillögunni til starfshóps um gjaldskrár.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til starfshóps um gjaldskár, 4 sátu hjá.$line$$line$Tillaga SV6$line$Lagt er til að vísa tillögnni til fræðsluráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til fræðsluráðs, 4 sátu hjá.$line$$line$Tillaga SV7$line$Lagt er til að vísa tillögunni til bæjarráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs, 4 sátu hjá.$line$$line$Tillaga SV8$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundarskapa, Helga Ingólfsdóttir tók einnig til máls vegna fundarskapa.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Gert var stutt fndarhlé. $line$$line$Tillaga SV9$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi tillöguna með 7 atkvæðum gegn 4.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu, einnig Rósa Guðbjartsdóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem og Guðlaug Kristjánsdótttir og tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan.$line$$line$Tillaga SV10$line$Lagt er til að vísa tillögunni til bæjarráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs, 4 sátu hjá.$line$$line$$line$Tillaga SV11$line$Lagt er til að vísa tillögunni til bæjarráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs, 4 sátu hjá.$line$$line$Tillaga SV12$line$Lagt er til að vísa tillögunni til bæjarráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs, 4 sátu hjá.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.$line$$line$Tillaga SV13$line$Lagt er til að vísa tillögunni til forsetanefndar.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til forsetanefndar, 4 sátu hjá.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu, sem og Gunnar Axel Axelsson og Guðlaug Kristjánsdóttir og tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan.$line$$line$Tillaga SV14$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi tillöguna með 7 atkvæðum gegn 4.$line$$line$Tillaga SV15$line$Lagt er til að vísa tillögunni til fjölskylduráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til fjölskylduráðs, 4 sátu hjá.$line$$line$Tillaga SV16$line$Lagt er til að vísa tillögunni til starfshóps um gjaldskrár.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til starfshóps um gjaldskrár, 4 sátu hjá.$line$$line$Tillaga SV17$line$Lagt er til að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarráðs, 4 sátu hjá. $line$$line$Tillaga SV18$line$Lagt er til að vísa tillögunni til umhverfis- og framkvæmdaráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfis- og framkvæmdaráðs, 4 sátu hjá. $line$$line$Tillaga SV19$line$Lagt er til að vísa tillögunni til fjölskylduráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum gegn 3 að vísa tillögunni til fjölskylduráðs, 1 sat hjá. $line$$line$Tillaga SV20$line$Lagt er til að vísa tillögunni til fjölskylduráðs.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum að vísa tillögunni til fjölskylduráðs, 4 sátu hjá. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson gerði grein fyrir atkvæði sínum, sem og Helga Ingólfsdóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan.$line$$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði var eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$$line$”Bráðabirgðaáætlun án pólitískrar stefnumörkunar$line$$line$Fjárhagsáætlun á að endurspegla pólitíska stefnumörkun og áherslur sveitarfélagsins í einstaka málaflokkum. Hún á að segja hvert við viljum og ætlum að stefna til framtíðar. Því miður hefur fyrirkomulag vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir næsta ár verið þannig háttað að svigrúm til lýðræðislegrar umræðu um stefnumarkandi ákvarðanir hefur verið lítið sem ekkert. $line$$line$Nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hefur nýtt tímann frá kosningum illa og lagði ekki fram neina stefnumarkandi áætlun við fyrri umræðu eins og gert er ráð fyrir. Þess í stað var lagt fram yfirlit yfir rekstur líðandi árs að viðbættum væntum breytingum í ytra umhverfi s.s. áætluðum áhrifum kjarasamninga og þróunar verðlags á næsta ári. Sá tími sem sveitarstjórnarlög kveða á um að eigi að líða milli umræðna og er ætlað að tryggja lýðræðislega meðferð tillagna til fjárhagsáætlunar, skapa kjörnum fulltrúum, íbúum og fjölmiðlum tækifæri til fjalla um það sem bæjarstjórn hefur lagt til, hefur því alls ekki verið nýttur sem skyldi. $line$$line$Sú tillaga að fjárhagsáætlun sem meirihlutinn leggur hér fram til síðari umræðu og afgreiðslu er heldur ekki hugsuð sem endanleg áætlun heldur aðeins til bráðabirgða. Eins og fram kemur í greinargerð með áætluninni verður áætlunin endurskoðuð strax á vormánuðum 2015 þegar bæjarstjóri hefur lagt fram hagræðingartillögur sínar sem nú er unnið að á grundvelli greiningar á rekstri og þjónustu sveitarfélagsins. $line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG hafa lagt til að það svigrúm sem skapast vegna fækkunar barna á skilgreindum inntökualdri leikskóla milli áranna 2014 og 2015 verði nýtt til þess að styrkja þjónustu við fjölskyldur með ung börn, til lækkunar leikskólagjalda og hækkunar á systkinaafslætti. Lítill áhugi hefur hins vegar verið til staðar hjá fulltrúum meirihlutans til þess að setja þá vinnu í forgang eða af stað almennt.$line$$line$Fulltrúar minnihlutans í fræðslu- og fjölskylduráði lögðu til strax í júní sl. að ráðist yrði í markvissa vinnu við endurskoðun þjónustugjalda barnafjölskyldna með það að markmiði að lækka heildarþjónustugjöld að teknu tilliti til heimilistekna og setja skilgreint hámarksþak á þjónustugjöld hverrar barnafjölskyldu. Lögðu fulltrúarnir til að starfshópur fengi það hlutverk að móta tillögur fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Meirihlutinn fór ítrekað fram á að afgeiðslu tillögunnar yrði frestað en féllst loks á það í september að verkefnið fengi umfjöllun í starfshópi sem jafnframt ætti að skoða fyrirkomulag frístundaheimila. Starfhópnum var ætlað að skila tillögum sínum fyrir 15. desember. Hópurinn hefur komið saman tvisvar og þjónustugjöld barnafjölskyldna hafa ekki enn komist á dagskrá. $line$$line$Í tillögum meirihlutans er einnig gert ráð fyrir niðurskurði á þróunarsjóði leik- og grunnskóla á næsta ári um 20 milljónir króna. Sömuleiðis er gerð tillaga um 33,5 milljón króna lækkun fjárveitinga til rekstrarviðhalds og kaupa á búnaði í leik- og grunnskólum. $line$$line$Sýndarlækkun leikskólagjalda og ómarkviss forgangsröðun$line$Í tillögum meirihlutans er gert ráð fyrir að svigrúm sem skapast vegna fækkunar barna á skilgreindum inntökualdri leikskóla verði nýtt m.a. til hækkunar á rekstrarstyrk til grunnskóla Hjallastefnunnar og til kaupa á spjaldtölvum fyrir nemendur í Áslandsskóla. Ekkert liggur fyrir um hvar draga eigi úr rekstri leikskóla til þess að fyrrgreind hagræðing muni nást, t.d. hvort loka eigi einstaka leikskóladeildum og þá hvar. Þá er gerð tillaga um að dregið verði úr fjárveitingum vegna þróunarstarfs grunnskóla sem og vegna endurnýjunar búnaðar í leik- og grunnskólum. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif sá niðurskurður mun hafa m.a. á möguleika leik- og grunnskóla til eflingar upplýsingatækni við kennslu.$line$$line$Í stað þess að draga til baka meintar verðlagshækkanir á leikskólagjöldum, sem í raun voru aldrei hluti af tillögugerð við fyrri umræðu og höfðu því aldrei hlotið formlega meðferð, þá leggja fulltrúar minnihlutans til að það svigrúm sem er til staðar verði nýtt til markvissrar forgangsröðunar, til eflingar leikskólans og til þess að koma betur til móts við þá hópa sem liggur fyrir að hafa mesta útgjaldabyrði. Teljum við brýnast í þeim efnum að jafna byrði barnafjölskyldna og styrkja stöðu þeirra heimila a sem hafa hlutfallslega mest útgjöldin að teknu tilliti til barnafjölda og tekna. Hækkun systkinaafsláttar og tekjuviðmiða viðbótarafsláttar ætti því að vera í forgangi við núverandi kringumstæður.$line$Leggjum við jafnframt til að kostnaðarþátttaka foreldra verði tekin til heildarendursskoðunar með það að markmiði að tryggja að hlutur foreldra vegna þjónustu við börn frá lokum fæðingarorlofs og til loka leikskólagöngu verði samræmd og óháð þjónustuformi. $line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG leggjast að sama skapi gegn niðurskurðaráformum meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks um lokun leikskóladeilda og telja að með því sé stigið skref aftur á bak í þróun þessa mikilvæga málaflokks, þvert á þau metnaðarfullu áform sem unnið er að í nágrannasveitarfélögunum, m.a. í Reykjavíkurborg.$line$$line$Samkvæmt skýrslu samráðshóps um málefni innflytjenda í Hafnarfirði sem kom út í september 2013 er lögð áhersla á mikilvægi þess að styðja við móðurmálsnám barna svo tryggja megi betur námslega stöðu þeirra innan skólakerfisins. Leggja fulltrúar Samfylkingar og VG til að sett verði af stað sérstakt verkefni varðandi þetta á næsta ári og þróunarsjóður leik- og grunnskóla verði ekki skorinn niður.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG hafa lagt áherslu á að endurskoða þurfi fyrirkomulag þess stuðnings sem bærinn veitir börnum og foreldrum í þeim tilgangi að tryggja öllum börnum og unglingum jöfn tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag. Þrátt fyrir vísbendingar um að tilteknir hópar barna taki síður þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og það megi m.a. rekja til aukinnar útgjaldabyrði foreldra, þá hefur meirihlutinn fellt tillögur fulltrúa Samfylkingar í íþrótta- og tómtundanefnd um að gerð verði sérstök könnun á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, þar sem lögð verði áhersla á áhrif gjaldtöku á þátttöku, viðhorf og ánægju foreldra og barna til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða í Hafnarfirði og þess stuðnings sem bærinn veitir í því skyni að tryggja jafnan aðgang að henni. Könnuninni er einnig ætlað að kanna sérstaklega stöðu barna af erlendum uppruna og þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsngum er ástæða til þess að leggja sérstaka áherslu á þann hóp í þessu samhengi.$line$$line$Krefjandi vekefni framundan$line$Þrátt fyrir þann mikla og jákvæða viðsnúning sem orðið hefur í rekstri Hafnarfjarðarbæjar á síðustu árum og staðfestur er í opinberum tölum um fjármál sveitarfélagsins eru verkefnin enn ærin og mikilvægt að haldið verði áfram á braut ábyrgrar fjármálastjórnunar og markvissrar forgangsröðunar verkefna og fjármuna. $line$$line$Á árinu hafa verið gerðir mikilvægir kjarasamningar við starfsfólk sveitarfélaga sem hafa fært þeim töluverðar kjarabætur. Með samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og frystingu gjaldskráa lagði Hafnarfjarðarbær sitt af mörkum til að stemma stigu við sjálfvirkum verðlagshækkunum. Miðað við þróunina á árinu má að óbreyttu gera ráð fyrir að gerðir kjarasamningar muni sömuleiðis skila sér í auknum kaupmætti. Miðað við fyrirliggjandi forsendur munu auknar útsvarstekjur hins vegar ekki duga til að standa fyllilega undir umsömdum launahækkunum. Hafnarfjarðarbær verður því líkt og önnur sveitarfélög hér á landi að finna leiðir til að tryggja að öll rekstrargjöld séu fjármögnuð um leið og öllum lögbundnum skyldum er sinnt. $line$$line$Tillögur Samfylkingar og VG miða að því að tryggja áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun í þágu lögbundinnar grunnþjónustu Í Hafnarfirði. Við leggjum áherslu á að að Hafnarfjörður marki sér áfram stöðu sem fjölbreytt og gróskumikið samfélag. Að áfram verði unnið að því að byggja upp öflugt samfélag á grundvelli m.a. markmiða um jafna stöðu karla og kvenna, stöðugra lýðræðisumbóta og samábyrgðar.”$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG$line$Adda María Jóhannsdóttir$line$Friðþjófur Helgi Karlsson$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir$line$Gunnar Axel Axelsson$line$$line$Þá var gengið var til atkvæða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015-2018.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans með áorðnum breytingum, fskj. merkt BÆST 1736 – 7.01, dags. 10. desember 2014 með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$$line$”Hafnarfjörður til framtíðar $line$fjölskylduvænar áherslur – fjárfest í innviðum samfélagsins$line$$line$Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2015 – 2018 gerir að mestu ráð fyrir óbreyttum rekstri frá því sem verið hefur á yfirstandandi ári, að teknu tilliti til verðlags- og kostnaðarhækkana vegna kjarasamninga, en ákveðið var að falla frá áformum um hækkun dvalar- og fæðisgjalda í leikskólum sem og hækkun gjalds í heilsdagsskólum. Í frumvarpinu er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn og forgangsraðað verður í þágu barnafjölskyldna í bænum. Markmiðið er að Hafnarfjörður verði ábyrgur, aðgengilegur og áhugaverður framtíðarbær.$line$$line$Um þessar mundir er unnið að greiningu á rekstri og þjónustu sveitarfélagsins enda var það eitt af þeim verkefnum sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar setti á oddinn í málefnasamningi sínum. Tillögur til úrbóta verða lagðar fram í byrjun næsta árs. Þá verður stefnan mörkuð og langtímaáætlanir um þjónustu endurskoðaðar. $line$$line$Helstu tölur fjárhagsáætlunarinnar:$line$$line$- Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 219 m.kr. en rekstrarniðurstaða A hluta er neikvæð um 333 millj.kr. $line$- Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 48,3 milljarðar kr. í árslok 2015, og skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 39,5 milljarðar kr. og eigið fé um 8,7 milljarðar kr. $line$- Áætlað veltufé frá rekstri A hluta er um 1,3 milljarður kr. og samantekið fyrir A og B hluta 2,2 milljarðar kr. sem er rúmlega 11,1% af heildartekjum.$line$- Á árinu 2015 er ráðgert að greiða niður eldri lán og skuldbindingar að fjárhæð 1,7 milljarður kr.$line$- Áætlaðar fjárfestingar á árinu eru um 750 m.kr. og áætluð sala eigna 200 m.kr.$line$$line$Í áætluninni hækkar fjárheimild fræðsluþjónustu um 525 milljónir króna eða um 6%. Þar vega þyngst áhrif nýrra kjarasamninga leik- og grunnskólakennara og er hækkun launakostnaðar á milli ára 452 milljónir króna. $line$$line$Nýsköpun og upplýsingatækni$line$Sérstök áhersla er lögð á nýsköpun og upplýsingatækni, ekki síst í skólastarfi og er þannig verið að bregðast við hraðri þjóðfélagsþróun og tækniframförum.$line$Gert er ráð fyrir 110 milljónum króna í slík verkefni í leik- og grunnskólum bæjarins. Húsnæðismál í Áslandsskóla og Hraunvallaskóla verða leyst með breytingum á húsnæði, breytingu á notkun húsnæðis og stuðningi í kennslu með tækjabúnaði og fjölgun starfsmanna. Áherslan verður á að fjárfesta í innra starfi skólanna frekar en að fara í byggingaframkvæmdir. Áslandsskóli verður í forystu í notkun upplýsingatækni en allir nemendur í 5.-10. bekk fá spjaldtölvur$line$$line$Árvekni gegn heimilisofbeldi$line$$line$Unnið er að undirbúningi verkefnisins Árvekni gegn heimilisofbeldi sem áætlað er að hefjist á næsta ári í samvinnu við Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Kópavogsbæ. Lögð verður áhersla á fjölmenningarmál, þýðingar á upplýsingum og aðkomu innflytjenda að fjölmenningarmálum. Áfram verður leitað leiða til að skapa öllum atvinnuleitendum á fjárhagsstyrk tækifæri til endurkomu á vinnumarkað í gegnum Áfram verkefnið sem hefur gengið mjög vel.$line$$line$Ábyrgur rekstur, aðgengi á öllum sviðum fyrir bæjarbúa og gesti og skemmtilegt mannlíf eru okkar markmið og síðast en ekki síst skal ötullega stutt við yngsta fólkið okkar, sjálfa framtíðina.$line$$line$Vegna afgreiðslu tillagna minnihlutans sem lagðar hafa verið fram hér á þessum fundi, skal tekið fram að tillögunum hefur flestum verið vísað í viðeigandi ráð og nefndir. Ýmsar þeirra eru nú þegar í vinnslu eða í undirbúningi og sumar má finna í fyrirliggjandi frumvarpi að fjárhagsáætlun sem kynnt hefur verið á fundi dagsins. Fæstum tillagnanna fylgir kostnaðarmat eða hugmyndir um hvernig beri að fjármagna þær og því væri afar óábyrgt að samþykkja þær hér og nú. Þessar tillögur koma seint fram, voru ekki kynntar fyrir fundinn og því telur meirihlutinn þann kost vænstan að þær fái efnislega umfjöllun í viðeigandi ráðum, nefndum eða starfshópum, allt eftir efni þeirra. Ekki er tímabært að ræða kostnaðarsamar tillögur á borð við byggingu skóla og annarra innviða fyrr en að lokinni rekstrarúttektinni sem nú stendur yfir.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Kristín María Thoroddsen $line$Pétur Gautur Svavarsson$line$Ólafur Ingi Tómasson$line$Helga Ingólfsdóttir $line$Guðlaug Kristjánsdóttir$line$Einar Birkir Einarsson

Ábendingagátt