Bæjarstjórn

21. janúar 2015 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1738

Mætt til fundar

 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Mætti voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Rósu Guðbjartsdóttur og Einari Birki Einarssyni. Í þeirra staði mættu Skarphéðinn Orri Björnsson og Borghildur Sturludóttir sem mætti kl. 14:35 að lokinni afgreiðslu 1.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Mætti voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Rósu Guðbjartsdóttur og Einari Birki Einarssyni. Í þeirra staði mættu Skarphéðinn Orri Björnsson og Borghildur Sturludóttir sem mætti kl. 14:35 að lokinni afgreiðslu 1.

 1. Almenn erindi

  • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   Kosning 1 aðalmanns og 1 varamanns í íþrótta- og tómstundanefnd.

   Fram kom tilnefnding um Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, Norðurbakka 11c, sem aðalmann og Ebbu Særúnu Brynjarsdóttur, Hjallabraut 43, sem varamann.$line$$line$Fleiri tilnefningar komu ekki og skoðast þær rétt kjörnar.

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   15.liður úr fundargerð SBH frá 13.jan.sl.$line$Haldið áfram umræðu um tillögu Landmótunar að deiliskipulagi dags 12.08.2014 ásamt greinargerð. Kynningarfundur var haldinn 11.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar af kynningarfundinum. Lagðir fram hljóðvistarreikningar ásamt sneiðingum í land með hljóðveggjum.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. $line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulag fyrir Ásvallabraut milli Skarðshlíðar og Áslands verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010″$line$

   Ólafur Ingi Tómasson tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.

  • 1412395 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, gjaldskrá

   7.liður úr fundargerð BÆJH frá 15.jan.sl.$line$Lagt fram erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 19. desember 2014 þar sem fram kemur að stjórn slökkviliðsins hefur samþykkt nýja gjaldskrá en til að hún öðlist gildi þarf samþykki allra aðildarsveitarfélaga.$line$ $line$Bæjarráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.$line$

   Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1501110 – Hátíð Hamarskotslækjar, samstarfsverkefni

   10.liður úr fundargerð BÆJH frá 15.jan. sl.$line$Lagt fram samkomulag um 2 samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Iðnskólans í Hafnarfirði og Hátíð Hamarskotslækjar í tilefni þess að 110 ár eru frá stofnun fyrstu almenningsrafveitu landsins við Hamarskotslæk.$line$ $line$Bæjarráð vísar samkomulaginu til staðfestingar í bæjarstjórn.$line$

   Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldur tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti fyrirliggjandi sakomulag með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1405420 – Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

   2.liður úr fundargerð FJÖH frá 16.janúar sl.$line$Lögð fram umsögn ráðgjafarráðs um drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfjarðarbæ, dags. 8. jan. sl.$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fulltrúi Strætó bs. mætti til fundarins og kynnti stöðuna í akstursþjónustunni í dag.$line$$line$Fjölskylduráð Hafnarfjarðar lýsir þungum áhyggjum af þeim hnökrum upp hafa komið við yfirfærslu á akstursþjónustu fatlaðra til Strætó. Mikilvægt er að brugðist verði hratt við þeim athugasemdum og kvörtunum sem upp hafa komið og tryggja að þjónstan uppfylli þarfir notenda með viðunandi hætti.$line$Sviðsstjóra falið að fylgjast með að úrbætur verði gerðar og málið tekið aftur fyrir á næsta fundi.$line$$line$Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks með eftirfarandi breytingu:$line$Gjald vegna ferða að 60 skiptum á mánuði jafngildi hálfu almennu fargjaldi í almenningsvögnum.$line$Gjald vegna ferða yfir 60 skiptum á mánuði jafngildi almennu fargjaldi í almenningsvögnum, sem nú er 350 kr.$line$Ekki er sett þak á hámarksfjölda ferða.$line$Úthlutun ferða verði áfram í samræmi við þarfir notenda.$line$Reglurnar verða endurskoðaðar að ári.$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og gerði grein fyrir vanhæfi sínu í þessu mál og vék síðan af fundi. $line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 2. varafoseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, þá Gunnar Axel Axelsson og lagði fram eftirfarandi tillögur:$line$$line$Tillaga 1.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir jafnframt að gjöld vegna þjónustunnar verði í samræmi við gjöld sem innheimt eru frá notendum annarra þjónustuleiða Strætó, þ.e. notendur akstursþjónustu sem ætlað er að mæta sérstökum þörfum m.a. hreyfihamlaðra, verði ekki í neinum tilvikum dýrari eða en þjónusta hefðbundinna strætisvagna. Notendum akstursþjónustunnar gefist þar af leiðandi kostur á að kaupa tímabilskort og ferðast út á þau eins oft og þeir þurfa og kæra sig um, líkt og gildir um aðra notendur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Til bráðabirgða, á meðan innleiðing á því fyrirkomulagi fer fram, verði miðað við það í uppgjöri einstakra þjónustunotenda að heildarupphæð greiddra þjónustugjalda þeirra geti ekki orðið hærri en ef um tímabilskort væri að ræða. Fullt samráð verði haft við fulltrúa notenda þjónustunnar um útfærslu og framkvæmd.$line$$line$Tillaga 2.$line$Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um akstursþjónustu en beinir því til fjölskylduráðs að taka þær til endurskoðunar svo fljótt sem auðið er og leitast við að útfæra þær þannig að þær taki eingöngu til þeirra þátta sem ekki er kveðið á um í sameiginlegum reglum um framkvæmd þjónustunnar. Þá sé orðalag og hugtakanotkun endurskoðuð til samræmis við aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.$line$ $line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá aftur til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins$line$$line$Gert var stutt fundarhlé.$line$$line$Að loknu fundarhléi lagði forseti til að afgreiðslu málsins yrði frestað og málinu vísað aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu forseta með 10 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi sameiginlega bókun allra bæjarfulltrúa:$line$”Í ljósi frétta af uppsögnum starfsmanna Strætó Bs við yfirfærslu akstursþjónustu fatlaðs fólks áréttar bæjarstjórn Hafnarfjarðar mikilvægi þess að hæfileikar allra séu virkjaðir og réttur allra til virkrar þátttöku í samfélaginu sé tryggður. Sérstaklega er brýnt að sveitarfélög og fyrirtæki í eigu þeirra fari fram með góðu fordæmi í atvinnumálum fatlaðs fólks og setji sér skýr markmið um að vinna gegn allri mismunun vegna fötlunar, meðal annars með því að tryggja framboð starfa sem henta fólki með skerta starfsgetu.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar beinir því til stjórnar Strætó Bs. að hún taki til endurskoðunar starfsmannastefnu fyrirtækisins og láti fara fram heildstæða endurskoðun á starfsemi þess, þjónustu og fyrirkomulagi starfsmannamála, með það að markmiði að tryggja að ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks séu uppfyllt.”$line$$line$$line$$line$$line$

  • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 16.jan. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 13.jan. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14.jan.sl.$line$a.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 9.jan. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 15.jan. sl.$line$a.Fundargerðir hafnarstjórnar frá 9., 16. og 18.des. sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.des. sl.$line$c. Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19.des. sl.$line$d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19.des. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.jan. sl.

   Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 7. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 12. janúar sl., Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2015.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerða fjölskylduráðs og bæjarráðs, liða sem fjalla um tillögur sem vísað var úr bæjarstjórn 10. des. 2014 og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna sömu liða. Jafnframt vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 12. janúar, 7. liðar, Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustunnar 2015. $line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.$line$$line$

  • 1302238 – Motus ehf, vanskilainnheimta

   9.liður úr fundargerð BÆJH frá 15.jan. sl.$line$Lagður fram undirritaður samningur við Motus.$line$ $line$Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:$line$”Í gögnum sem tekin voru saman af embættismönnum bæjarins og liggja til grundvallar ákvörðun meirihluta bæjarráðs um að ganga til samninga við Motus hf um innheimtuþjónustu fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur meðal annars fram að kostnaður við innheimtuna hafi reynst mjög hár og hann lendi ekki síst á tekjulágum fjölskyldum. $line$Í gögnunum eru líka sett fram sláandi dæmi um hvernig kostnaður getur hlaðist ofan á höfuðstól gjaldfallinna skulda sem lenda í svokallaðri lögfræðiinnheimtu hjá fyrirtækinu. Bent er á að með því sé í einhverjum tilvikum unnið gegn hagsmunum heimila sem standa frammi fyrir félagslega erfiðum aðstæðum. Kemur það heim og saman við upplýsingar um hafnfirsk börn sem nýlega útilokuð hafa verið frá leikskólum í bænum vegna vangreiddra gjalda.$line$Varðandi árangur af tilraunaverkefninu er líka sérstaklega bent á ekki sé hægt að meta hann án tillits til þeirra áhrifa sem almenn efnahagsþróun, t.a.m. minna atvinnuleysi, hefur á innheimtu gjalda, hjá hinu opinbera.$line$Í samantekt embættismannanna er lagt til að í stað þess að semja við eitt fyrirtæki um framkvæmd innheimtumála hjá sveitarfélaginu þá skuli fremur nýta aðrar þjónustuleiðir og bjóða út einstaka verkþætti, m.a. lögfræðiinnheimtuna sérstaklega.”$line$$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óska bókað:$line$”Í janúar 2013 gerði Hafnarfjarðarbær samning um tilraunaverkefni við innheimtufyrirtækið Motus, til tveggja ára. Samningurinn var gerður án útboðs og kynntur í bæjarráði í febrúarmánuði árið 2013, þar sem bókað var eftirfarandi: ?ekki er um breytingar á núverandi innheimtuferli að ræða?.$line$Ábyrgð á fyrirkomulagi þjónustunnar svo sem er varðar aðferðir við innheimtu voru og eru á ábyrgð bæjarins.$line$Undanfarið hefur bæjarstjóri að beiðni bæjarráðs farið yfir samninginn við Motus og gert á honum breytingar, auk þess sem rýnt hefur verið í kröfur sveitarfélagsins um innheimtuaðferðir, í ljósi fenginnar reynslu.$line$Fram hefur komið á vettvangi bæjarstjórnar að hvers kyns mögulegar áætlanir um að hætta við útvistun innheimtu kalla á undirbúning og tíma. Því er óábyrgt að krefjast riftunar samninga um útvistun nema að undirgenginni mikilli undirbúningsvinnu. Með hliðsjón af því var samningur við Motus framlengdur út árið 2015, með breytingum, til að gefa færi á faglegri athugun á málinu.$line$Staða innheimtumála Hafnarfjarðarbæjar í dag byggir á ákvörðunum fyrri meirihluta í bæjarstjórn, sem gerði umræddan samning.$line$Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á samningi við Motus og bæjarstjóri undirritað hann með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Að auki er stefnt að útboði á innheimtuþjónustu bæjarins, sem eðlilegu framhaldi að loknu tilraunaverkefni því sem hér um ræðir.$line$Bæjarráð ber nú sem fyrr ábyrgð á því að móta umgjörð innheimtunnar, ekki síst hvað varðar viðurlög við vanefndum og forsendur lögfræðiinnheimtu.$line$Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að bæjarráð nálgist málið af fagmennsku og ábyrgð og án upphrópana, en taka að öðru leyti undir ábendingar minnihluta um að endurskoða þurfi forsendur fyrri samnings. Endurskoðun á samningi þeim sem fyrri meirihluti gerði hefur þegar hafist og áfram verður unnið að mótun umgjarðar innheimtumála hjá bæjarfélaginu, enda um að ræða tilraunaverkefni sem kallar á aðhald og eftirfylgni. $line$Á það skal bent að að þessu sinni er bæjarráð allt haft með í ráðum við gerð samningsins, hann borinn undir bæjarstjórn til samþykktar og stefnt að útboði ólíkt því sem gilti um fyrri samning.”$line$

   Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók síðan til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.$line$$line$Kristinn Andesen tók þessu næst til máls, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Kristinn Andersen kom að andsvari.$line$Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Ófeigur Friðriksson tók þá til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari. Adda María Jóhannsdóttir tók síðan til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þessu næst til máls.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls vegna fundarskapi, þá bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson og Gunnar Axel Axelsson, síðan Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. $line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls öðru sinni. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti fyrirliggjandi samning með 7 atkvæðum gegn 4. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinn græns framboð:$line$”Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að það hafi verið sl. vor sem fram hafi komið ábendingar frá starfsmönnum um að ástæða væri til að endurskoða forsendur tilraunaverkefnis sem hófst árið 2013 í samstarfi við Motus og ákvörðun var tekin um segja upp samningi við fyrirtækið. Nýr meirihluti hefur haft því haft yfir hálft ár til að endurskoða forsendur samstarfsins, hætta því og færa verkefnið aftur til bæjarins eða bjóða það út. Sá tími hefur hins vegar verið illa nýttur og hvorki hefur verið hlustað á gagnrýni og málefnalegar ábendingar starfsfólks né fulltrúa minnihlutans. $line$Afstaða fulltrúa minnihlutans hefur legið skýr fyrir og því er bæði ósanngjarnt og ómaklegt af fulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks sem og bæjarstjóra, að varpa frá sé ábyrgð á málinu og leita sökudólga út fyrir sínar eigin ráðir, sbr. bókun fulltrúa meirihlutans í bæjarráði þann. 15. janúar sl.$line$Fyrir liggja ábendingar frá starfsfólki sem því miður vísa flestar í sömu áttu og staðfesta að samstarfið feli í sér mikinn kostnaðarauka fyrir bæjarbúa og hann lendi að miklu leyti á tekjulágum fjölskyldum og öðrum sem síst hafa burði til að standa undir honum. Fyrir utan álagða dráttarvexti greiddu notendur þjónustu Hafnarfjarðarbæjar ríflega 38 milljónir króna til Motus á síðasta ári vegna frum- og millinnheimtu. Tekjur fyrirtækisins vegna lögfræðiinnheimtu á grundvelli samningsins liggja ekki enn fyrir. $line$Fulltrúar Samfylkingar og VG telja ekki hafa verið sýnt fram á að sá herkostnaður hafi skilað sér í samsvarandi bættri innheimtu og ábata fyrir bæjarfélagið í heild og íbúa þess.” $line$Gunnar Axel Axelsson$line$Adda María Jóhannsdóttir$line$Ófeigur Friðriksson$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir$line$$line$Kristinn Andersson tók til máls og gerði grein fyrir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vísi til bókun bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar.

Ábendingagátt