Bæjarstjórn

29. apríl 2015 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1744

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir varamaður

Auk ofanskráðra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson fundinn.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ólafi Inga Tómassyni og Unni Láru Bryde en í þeirra stað mætti Kristín Thoroddsen og Skarphéðinn Orri Björnsson.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Áður en en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekinn yrði á dagskrá nýr dagskrárliður, Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameining.

Afbrigðið var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Einnig bar forseti upp afbrigði um nýtt mál Endurfjármögnun – tillaga um úttekt á kostnaðarþáttum.

Það afbrigði var einnig samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofanskráðra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson fundinn.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ólafi Inga Tómassyni og Unni Láru Bryde en í þeirra stað mætti Kristín Thoroddsen og Skarphéðinn Orri Björnsson.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Áður en en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekinn yrði á dagskrá nýr dagskrárliður, Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameining.

Afbrigðið var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Einnig bar forseti upp afbrigði um nýtt mál Endurfjármögnun – tillaga um úttekt á kostnaðarþáttum.

Það afbrigði var einnig samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

 1. Almenn erindi

  • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

   12.liður úr fundargerð BÆJH frá 24.apríl sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram eftirfarandi tillaga:$line$”Bæjarráð styður hugmyndir undirbúningshóps um stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar, sem tók til starfa í framhaldi opins fundar um málið í Hafnarborg 17. mars sl. Þar er gert ráð fyrir undirbúningsáfanga til 6 mánaða, þar sem starfsemin verður mótuð, aflað verður þátttakenda að verkefninu og fyrstu viðfangsefnum ýtt úr vör. Fyrir árslok verði Markaðsstofan formlega stofnuð á grunni undirbúningsvinnunnar.$line$$line$Bæjarstjóra er falið að vinna með fulltrúum hópsins að undirbúningsáfanganum og bæjarráð leggur til að Hafnarfjarðarbær veiti verkefninu stuðning með fjárframlagi að upphæð 6,0 mkr. og starfsaðstöðu meðan á undirbúningsáfanganum stendur. Auglýst verði eftir verkefnisstjóra og hann starfi undir stjórn verkefnishóps sem skipaður verði 4 fulltrúum undirbúningshópsins og 3 fulltrúum tilnefndum af bæjarráði 6 mánaða.$line$$line$Verkefnishópurinn er ólaunaður. Bæjarráð verði áfram upplýst um framvindu verkefnisins.”$line$$line$Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra jafnframt að leggja fram erindisbréf fyrir verkefnishópinn sem liggi fyrir á fundinum. $line$$line$Jafnframt er óskað eftir að tilnefningar í verkefnishópinn liggi fyrir fundi bæjarstjórnar. $line$

   Kristinn Andersen tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson,Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.$line$$line$Ófeigur Friðriksson tók síðan til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari, Ófeigur Friðriksson svaraði andsvari, Kristinn Anderen kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls öðru sinni og lagði fram breytingartillögu þess efnis að verkefnisshópurinn yrði launaður, Kristinn Andersen kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framkomna breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti síðan fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Framkomu eftirfarandi tilnefningar í verkefnishópinn:$line$Kristín María Thoroddsen$line$Pétur Óskarsson$line$Sigurbergur Árnason $line$Linda B. Hilmarsdóttir$line$Karl Guðmundsson$line$Ólafur Þór Ólason$line$Heiðdís Helgadóttir $line$$line$Þetta eru jafn margir og tilnefnda skal og staðfestir bæjarstjórn Hafnarfjarðar tilnefningarnar.

  • 1408105 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 - 2025

   13. liður úr fundargerð BÆJH frá 24.apríl sl.$line$Lagður fram viðauki I við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.$line$ $line$Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka I við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2015.”$line$

   Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1010873 – Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur

   Lögð fram svör við spurningum sem fram komu á fundi bæjarstjórnar 18.mars sl.

   Helga Ingólfsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls og tók Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.$line$$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Áfallinn kostnaður vegna frestunar á greiðslu fjármagnstekjuskatts er yfir 90 miljónir króna fyrir bæjarsjóð.$line$Hafnarfjarðarbær stóð ekki skil á greiðslu fjármagnstekjuskatts vegna söluhagnaðar af hlutabréfum í HS orku hf., og hóf málarekstur sem var tvíþættur, annars vegar til niðurfellingar á skattinum og hinsvegar til lækkunar hans.$line$Nú eftir málarekstur fyrir tveimur dómstigum liggur fyrir að greiða þarf að fullu álagðan fjármagnstekjuskatt og við bætast dráttarvextir og dómskostnaður auk vinnu starfsfólks. $line$Fyrir liggur að ekki eru nein fordæmi fyrir því að sveitarfélög hafi leitað til dómstóla með sambærileg mál og því ljóst að mikil áhætta var tekin með því að greiða ekki fjármagnstekjuskattinn þegar hann féll til og þá með fyrirvara um niðurstöðu dómstóla.”$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Kristinn Andersen $line$Skarphéðinn Orri Björnsson$line$Kristín Thoroddsen$line$Helga Ingólfsdóttir$line$Guðlaug Kristjánsdóttir$line$Einar Birkir Einarsson$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$”Það er rangt sem fram kemur í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að ekki hafi verið staðið skil á greiðslu umrædds fjármagnstekjuskatts. Frá því að úrskurður Ríkisskattstjóra lá fyrir snemma árs 2011 hefur Hafnarfjarðarbær greitt inn á höfuðstól skuldarinnar í samræmi við samkomulag við fjármálaráðherra og með fyrirvara um endanlega niðurstöðu dómstóla. $line$Málsatvikin og rök bæjarins hafa líka verið öllum kunn og þau opinber. Þau eru sömuleiðis og að sjálfsögðu tíunduð í dómi héraðsdóms og síðar hæstaréttar. Á grundvelli þeirra og ráðgjafar sérfræðinga byggði bæjarráð og bæjarstjórn afstöðu sína og ákvörðun um málsframvindu. Sú staðreynd að ekki voru til fordæmi sambærilegra mála var á þeim tíma hluti af þeim rökstuðningi sem bæjarráð byggði ákvörðun sína á. $line$Í ljósi framlagðarar bókunar er full ástæða til að árétta að full samstaða var um málið frá fyrsta degi og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu það eins og fulltrúar annarra flokka á sínum tíma að láta á réttmæti skattlagningarinnar reyna fyrir dómi. Það gerðu þeir líka þegar tekin var ákvörðun um að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms til hæstaréttar. Engir fyrirvarar eða bókanir voru gerðir af þeirra hálfu, né einstakra bæjarfulltrúa sem áttu sæti í bæjarstjórn á þeim tíma sem gáfu til kynna að þeir stæðu ekki heilir að baki sínum ákvörðunum.”$line$Gunnar Axel Axelsson$line$Adda María Jóhannsdóttir$line$Ófeigur Friðriksson$line$Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir

  • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   Teknar fyrir tilnefningar í eftirtalin ráð:$line$Bæjarráð $line$1 áheyrnarfulltrúi og 1 til vara$line$$line$Fjölskylduráð $line$1 varamaður$line$$line$Fræðuráð$line$1 aðalmaður $line$$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð $line$1 varamaður áheyrnarfulltrúa

   Eftirfarandi tilnefningar komu fram:$line$$line$Bæjarráð $line$Áheyrnarfulltrúi$line$Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir Austurgötu 41$line$Varamaður$line$Sverrir Garðarsson Norðurbraut 9$line$$line$Fjölskylduráð $line$Varamaður$line$Júlíus Andri Þórðarson Lindarbergi 6$line$$line$Fræðsluráð $line$Aðalmaður$line$Sverrir Garðarsson Norðurbraut 9$line$$line$Umhverfis og framkvæmdaráð $line$Áheyrnarfulltrúi – varamaður$line$Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir Lækjarkinn 10$line$$line$Þetta eru jafn margir og tilnefna á og skoðast þau rétt kjörin.$line$

  • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 24.apríl sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 30.mars sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 20.apríl sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22.apríl. sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 10.apríl sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 11.mars sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 24.apríl sl.$line$a. Fundargerð stjórnar Háagranda frá 16.apríl sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.apríl sl.$line$c. Fundargerð hafnarstjórnar frá 30.mars sl.$line$d. Fundargerðir stjórnar SSH frá 12.jan., 9.febr., 2. og 6.mars sl.$line$Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 13.apríl sl.$line$Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13. og 27.mars sl.

   Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna 4. dagskrárliðar, Staða innritunar leikskóla og 12. dagskrárliðar, Fækkun barna á leikskólaaldri, í fundargerðar fræðsluráð frá 20. apríl sl. $line$ $line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls vegna sama máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur.$line$$line$Einar Birkir Einarsson tók einnig máls vegna sömu liða og þá Gunnar Axels Axelsson, Einar Birkir Einarsson kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls vegna sömu liða, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls einnig vegna sömu liða og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kvaddi sér hljóðs vegna 14. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 24. apríl sl., Lánasamningar Hafnarfjarðar 2015, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svaraði andsvari, Adda María Jóhannsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna 8. liðar fundargerðar fræðsluráðs frá 20. apríl sl., Hinseiginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar, þá einnig Adda María Jóhannsdóttir vegna sama máls, bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók einnig til máls vegna sömu liða og að undan greinir og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju. $line$$line$Fleiri kvöddu sér hljóðs undir liðnum Fundargerðir 2015 til kynningar.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundarstjórnar forseta. Rósa Guðbjartsdótir tók einnig til máls og þá Gunnar Axel Axelsson í tvígang, $line$Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.$line$Kristinn Andersen tók einnig til máls og síðan Gunnar Axel Axelsson.

  • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

   Guðlaug Kristjánsdóttir tók til mál og lagði fram eftirfarandi tillögu: $line$$line$Iðnskólinn í Hafnarfirði$line$Með vísan til fréttar á vef menntamálaráðuneytisins http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/8288 $line$$line$Iðnskólinn í Hafnarfirði rekur göngu sína til ársins 1928 og á því nærri 90 ára sögu í bænum sem ein af grunnmenntastofnunum bæjarins. Skólinn er með sterk tengsl við samfélagið, bæði fyrirtækin í bænum og grunnskólana auk þess sem bæjaryfirvöld hafa stutt við starfið með beinum hætti. Sú ákvörðun menntamálaráðherra að heimila samruna hans og Tækniskólans ehf. eftir stuttan aðdraganda vekur ugg um að afleiðingar þess verði skellur fyrir iðnnám og skólastarf í Hafnarfirði.$line$Iðnskólinn í Hafnarfirði er eini iðnskólinn hér á landi sem rekinn er af hinu opinbera. Boðuð einkavæðing hans og samruni við Tækniskólann ehf. gengur þvert gegn yfirlýstri andstöðu starfsmanna skólans og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fer fram á að ráðherra endurskoði ákvörðun sína og hafi samráð og samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila, starfsfólks, nemenda, atvinnulífs og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um stöðu og framtíð skólans. Bæjarstjóri hefur nú þegar óskað eftir fundi með menntamálaráðherra vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar óskar eftir skýrum svörum frá menntamálaráðherra um eftirtalin atriði, sem hún telur ekki nægjanlega skýr við ákvarðanatökuna:$line$1. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig yfirvöld hyggjast standa að boðaðri sameiningu skólanna.$line$a. Með hvaða hætti er áætlað að tryggja áframhaldandi starfsemi í Hafnarfirði?$line$b. Hvaða námsgreinar er fyrirhugað að kenna í Hafnarfirði?$line$c. Með hvaða hætti er fyrirhugað að tryggja starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði áframhaldandi störf?$line$d. Eru áform um að skólagjöld hækki frá því sem nú er í Iðnskólanum í Hafnarfirði?$line$e. Er áætlað að sameinaður skóli komi til móts við nemendur hvað aukinn ferðakostnað varðar?$line$2. Óskað er eftir nánari sundurliðun á því í hverju hagræðingin af sameiningu myndi felast.$line$a. Hver er áætlaður sparnaður ríkisins?$line$b. Hver er áætluð hagræðing sameinaðs skóla?$line$c. Er ætlunin að tryggja að mögulegt fjárhagslegt svigrúm sem skapa á vegna hagræðingar verði nýtt til eflingar iðnnáms, í Hafnarfirði sem og annars staðar?$line$3. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig tryggt sé að iðnnám haldist og eflist í Hafnarfirði og hvort ríkið muni gera það að skilyrði í boðuðum samningi um samruna.$line$4. Óskað er eftir nánari skýringu á hvernig þessi þessi sameining, ef af verður, hjálpar til við að fjölga nemendum í iðngreinum, jafnt í Hafnarfirði sem og annars staðar á landinu.$line$5. Óskað er eftir upplýsingum um hvort skoðun hafi verið gerð á annarri mögulegri skörun og samnýtingu skóla, t.d. við Flensborgarskóla í Hafnarfirði.$line$6. Óskað er eftir upplýsingum um hvort þessi aðgerð sé liður í stærri áætlun um eflingu iðnnáms á Íslandi og þá með hvaða hætti. Hvaða aðrar aðgerðir eru í gangi af hálfu stjórnvalda til að ná því marki að efla iðnnám í landinu?$line$7. Óskað er upplýsinga um skipan í starfshóp ráðherra sem fjallaði um sameiningu skólanna:$line$a. Var óskað tilnefninga m.a. frá Hafnarfjarðarbæ eða skipaði ráðherra fulltrúa í hópinn án tilnefninga? $line$b. Hvernig var samráði að öðru leyti við sveitarfélagið háttað$line$$line$ Svara er óskað eins fljótt og auðið er.$line$$line$$line$

   2. varafoseti Kristinn Andersen tók við stjórn fundarins undir þessum dagskrárlið.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir tók þá til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

  • 1504465 – Endurfjármögnun - tillaga um úttekt á kostnaðarþáttum

   Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$,,Bæjarstjórn samþykkir að endurskoðandi Hafnarfjarðarbæjar geri úttekt á framkvæmd samnings um ráðgjöf við endurfjármögnun.? $line$ Í endurskoðunarskýrslu KPMG 2014, kafla 2.3 segir:$line$$line$Við viljum benda bæjarstjórn á að samkvæmt sveitarstjórnarlögum er óheimilt að víkja frá fjárhagsáætlun nema bæjarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Sé tekin ákvörðun um að stofna til útgjalda eða um aðrar fjárhagslegar ráðstafanir umfram áður samþykktar heimildir í fjárhagsáætlun er mikilvægt að samhliða þeirri ákvörðun sé gerður viðauki við fjárhagsáætlun í samræmi við ákvörðunina. Í viðauka skal fjárheimilda aflað og ennfremur ákvarðað hvernig útgjöldunum skuli mætt og útfærðar aðrar viðeigandi breytingar vegna þeirra liða áætlunarinnar sem ákvörðunin tengist. Þetta á jafnt við um breytingar sem snúa að áætlun rekstrar og áætluðu sjóðstreymi.$line$Samkvæmt upphaflega samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 var gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð 1.000 millj. kr. í A og B hluta. Ekki var gerður viðauki við áætlunina í tengslum við endurfjármögnun lántímalána sveitarfélagsins. Að okkar mati er mikilvægt að farið sé að ákvæðum 63. gr. sveitarstjórnarlaga og að ákvarðanir bæjarstjórnar af þessu tagi séu færðar í fjárhagsáætlun með viðauka.$line$$line$Í aðdraganda framangreindrar lántöku var þann 10. maí 2013 gerður samningur við ráðgjafafyrirtæki um ráðgjöf og aðra aðstoð í tengslum við endurfjármögnun á láni sveitarfélagsins frá FMS Wertmanagement (áður Depfa Bank). Auk þess voru gerðir viðaukar við framangreindan samning um meiri þjónustu. Alls kostaði ráðgjöf fyrirtækisins 131 milljón króna. Upphæðin hefur veruleg áhrif á niðurstöðu ársreiknings 2014.$line$Óskað er eftir því að endurskoðandi sveitarfélagsins geri úttekt á því hvernig staðið var að gerð samnings við ráðgjafarfyrirtækið. Skal úttektin meðal annars ná til eftirfarandi atriða:$line$$line$ hvort viðeigandi umboðs hafi verið aflað til að skuldbinda sveitarfélagið með samningnum$line$ hvort aflað hafi verið heimilda fyrir útgjöldum samkvæmt samningnum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins$line$ hvort farið hafi verið að innkaupareglum sveitarfélagsins við samningsgerðina$line$ hvort stjórnsýsla sveitarfélagsins hafi verið virt að öðru leyti í tengslum við samningsgerðina $line$ hvaða úrræða bæjarstjórn getur gripið til, hafi verið verulegir annmarkar á því hvernig samningurinn komst á$line$ hvort nauðsynlegt sé að endurskoða eða skýra betur stjórnsýslu sveitarfélagsins og/eða þær reglur sem tengjast samningagerð af þessu tagi.”$line$

   Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls vegna fundarskapa og lagði til að tillögunni væri vísað til bæjarráðs.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók að nýju til máls vegna fundarskapa, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. $line$$line$Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs.

  • 1504118 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2014 - síðari umræða

   2. liður úr fundargerð BÆJH frá 13. apríl sl.$line$Lögð fram drög að ársreikngur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans árið 2014.$line$Fjármálastjóri mætti á fundii og fór yfir ársreikninginn.$line$Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum að ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$ $line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Adda María Jóhannsóttir.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.$line$$line$Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2014 tekinn til síðari umræðu ásamt framlagðri endurskoðunarskýrslu KPMG endurskoðenda bæjarins.

   Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, síðan bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson, þá Gunnar Axel Axelsson og bæjartjóri Haraldur L. Haraldsson.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tó þessu næsti til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdótir tók við stjórn fundarins að nýju.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls, þá Einar Birkir Einarsson og Helga Ingólfsdóttir.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók þessu næst til máls og lagði fram eftirfaraandi bókun bæjarfulltrúar Sjálfsstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$$line$Fjárhagsstaðan þröng – aðhaldsaðgerða þörf$line$ $line$Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014 sýnir að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er áfram erfið og að mikilvægt er að minnka útgjöld og greiða niður skuldir. Rekstarniðurstaða ársins, A- og B-hluta, var jákvæð um einungis 76 milljónir króna, sem er ekki í samræmi við aðlögunaráætlun sem gerð var með samningi við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Þetta getur haft þau áhrif að vextir hækki tímabundið þar sem veltufé frá rekstri nær ekki þeim viðmiðunum sem sett voru sem skilyrði í samningum um endurfjármögnun erlendra lána. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 492 millj. kr. Samanborið við að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að upphæð 216 millj. kr.$line$ $line$ Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 76 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 619 milljónir. Þetta frávik má m.a. rekja til hækkunar á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins, um 928 milljónir króna, sem er 515 milljónir umfram áætlun. Einnig hefur ráðgjafa- og lántökukostnaður vegna endurfjármögnunar, alls 156 milljónir króna, sem ekki var gert ráð fyrir í áætlunum, áhrif á niðurstöðuna. $line$ $line$ Óvenjulegir liðir eru gjaldfærsla vegna niðurstöðu dóms Hæstaréttar frá 5. mars 2015 að sveitarfélaginu beri að greiða ríkinu fjármagnstekjuskatt 15% en ekki 10% eins og gert hafði verið ráð fyrir í reikningum sveitarfélagsins auk vaxta vegna sölu á eignarhlut í HS Orku hf. á árinu 2008 að fjárhæð 333 milljóna króna. $line$ $line$ Tekjur námu 19.648 milljónum króna sem er 418 milljónum umfram áætlun. Laun og launatengd gjöld eru stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins og námu 9.985 milljónum króna sem er 442 milljónum krónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Annar kostnaður var 7.163 milljónir sem er 230 milljónum króna umfram áætlun. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði nam 1.634 milljónum króna. Fjármagnsliðir námu 1.226 milljónum króna sem er 67 milljónum umfram áætlun. Veltufé frá rekstri nam um 1.593 milljónum króna sem er 478 milljónum lægra en áætlun gerði ráð fyrir.$line$ Rekstur málaflokka gekk vel og var í takt við áætlun. Stjórnendur stofnana eiga hrós skilið fyrir hvernig til hefur tekist við að halda fjárhagsáætlunum. Stærsti málaflokkurinn er fræðslu- og uppeldismál en til hans var varið um 8.748 milljónum króna. Til félagsþjónustu var varið um 2.637 milljónum króna og til æskulýðs- og íþróttamála var varið um 1.599 milljónum króna. Heildareignir í lok árs námu samtals 48.198 milljónum króna og hafa þær lækkað um 285 milljónir milli ára og heildarskuldir og skuldbindingar námu samtals 39.766 milljónum króna. $line$ $line$Endurskoðendur reikninga bæjarins vekja sérstaka athygli á veltufjárhlutfalli og skuldastöðu sveitarfélagsins og er mikilvægt að taka þeim ábendingum alvarlega. Neikvæð rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs upp á 492 milljónir króna og veltufjárhlutfall 0,23% er óásættanlegt. Einnig eru fjármagnsgjöld verulega íþyngjandi en þau nema 6,2% af tekjum sveitarfélagsins, eða um 1.2 milljarði króna, sem er afar hátt hlutfall. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar telur að góðar forsendur séu fyrir því að snúa fjármálum bæjarins til betri vegar verði rétt að málum staðið og tekið á hlutunum af ábyrgð og festu. Meðal annars er mikilvægt að styrkja stoðirnar, laða að fyrirtæki og íbúa til að auka umsvif og þar með tekjur bæjarins. Stærsta viðfangsefnið í stjórnun sveitarfélagsins á næstunni verður þó að ná betri tökum á útgjöldum og niðurgreiðslu skulda. Vonir eru bundnar við að rekstrarúttekt á stofnunum bæjarins og tillögur í kjölfar hennar muni hafa jákvæð áhrif á fjárhag Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar. Mikilvægt er að skapa svigrúm til lækkunar á gjöldum og álögum sveitarfélagsins, viðhalda eða auka þjónustu og hefja uppbyggingu fyrir eigið fé til hagsbóta fyrir bæjarbúa alla.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir$line$Kristinn Andersen$line$Skarphéðinn Orri Björnsson$line$Kristín Thoroddsen$line$Helga Ingólfsdóttir$line$Guðlaug Kristjánsdóttir$line$Einar Birkir Einarsson$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboða:$line$$line$”Ársreikningur ársins 2014 staðfestir þann mikla árangur sem náðst hefur í rekstri bæjarins eftir efnahagshrun. Lykilinn að þeim árangri er markviss fjármálastjórn síðustu ára, farsæl endurfjármögnun og heildarendurskipulagning á rekstri sveitarfélagsins á öllum sviðum. Síðast en ekki síst má þakka árangurinn samhentum hópi stjórnenda og starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar.$line$$line$Ef undanskilin eru áhrif óreglulegra liða er ársreikningur fyrir árið 2014 í meginatriðum í góðum takti við fjárhagsáætlun ársins. Veigamestu frávikin frá fjárhagsáætlun liggja í áhrifum kjarasamninga sem gerðir voru á síðustu ári og dómi hæstaréttar um greiðslu fjármagnstekjuskatts. $line$$line$Sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á vandaða áætlanagerð og eftirfylgni við hana hefur gert það að verkum að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hefur orðið sífellt sterkara stjórntæki í rekstri sveitarfélagsins. Mikilvægt er að haldið verði áfram á þeirri braut. Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hefur lækkað hratt síðustu ár, er komið niður í 176% árið 2014 samanborið við 192% árið 2013. Hæst var skuldaviðmiðið 274% árið 2009.$line$$line$Verkefnið framundan er að byggja áfram á þeim góða grunni sem byggður hefur verið síðustu ár, halda áfram að greiða niður skuldir og nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til sóknar og uppbyggingar í bæjarfélaginu. $line$$line$Framtíðarhorfur Hafnarfjarðarbæjar eru að mörgu leyti mjög góðar. Miklar eignir sveitarfélagsins í tilbúnum íbúða- og atvinnulóðum skapar sveitarfélaginu vaxtarskilyrði sem sem gefa tilefni til að ætla að reglulegar tekjur bæjarins geti vaxtið hratt næstu ár, samhliða því að tekjur af lóðarsölu geti runnið til þess að greiða niður skuldir enn hraðar en fyrri áætlanir hafa gert ráð fyrir. $line$$line$Aukin umsvif í atvinnulífinu og áhugi fyrirtækja á að flytja starfsemi sína í Hafnarfjörð eru ekki síður merki um bjartar framtíðarhorfur. Ákvörðun Icelandair um að byggja nýtt húsnæði undir veigamikinn hluta af sinni starfssemi í Hafnarfirði, samningur Hafnarfjarðarhafnar við Eimskipafélagið um stóraukin umsvif fyrirtækisins í Hafnarfjarðarhöfn og flutningur Valitor í Hafnarfjörð eru dæmi um þá sterku stöðu sem bærinn er í og þau sóknarfæri sem til staðar og byggja á markvissri uppbyggingu nauðsynlegra innviða í Hafnarfirði sl. ár.$line$Þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur í rekstri bæjarins á undanförnum árum og staðfestur er í ársreikningum síðustu tveggja ára er mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut, jafnvægi verði tryggt í rekstri og að veltufé sé nægjanlegt til að sveitarfélagið sé í stakk búið til að halda áfram að greiða markvisst niður skuldir og fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir með sem hagkvæmustum hætti. $line$$line$Framtíðarhorfur sveitarfélagsins byggja þó ekki síst á því fjölbreytta og góða samfélagi sem Hafnarfjörður er og þeirri samfélagsgerð sem mótast hefur í bænum á löngum tíma. Mikilvægt er að hlúa að henni og rækta það sem einkennt hefur Hafnarfjörð og gert það að verkum að fólk hefur valið sér bæinn sem varanlegum stað til búsetu. Þar er brýnt að horfa sérstaklega til þjónustu við barnafólk og gjaldtöku vegna hennar, koma til móts við fjölskyldur með ung börn, stíga markviss skref í þá átt að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, samþætta og bæta heimaþjónustu við aldraða, ráðast í löngu tímabærar umbætur í aðbúnaði fólks á hjúkrunarheimilum og efla almenningssamgöngur, svo einhverjar af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir séu nefndar. Framfarir og umbætur í þjónustu við íbúana eru í senn forsenda þess að Hafnarfjörður veðri áfram eftirsóttur staður til að búa á og staðsetja og reka atvinnufyrirtæki.”$line$$line$Gunnar Axel Axelsson$line$Adda María Jóhannsdóttir$line$Ófeigur Friðriksdóttir$line$Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir$line$$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi ársreikning bæjarstjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2014 með 11 samhljóða atkvæðum.

Ábendingagátt