Bæjarstjórn

13. maí 2015 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1745

Mætt til fundar

  • Adda María Jóhannsdóttirx aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundin.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undaskildum Ófeigi Friðrikssyni og Unni Láru Bryde en í þeirra staði mættu Friðþjófur Helgi Karlsson og Kristín María Thoroddsen.

Forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundin.

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undaskildum Ófeigi Friðrikssyni og Unni Láru Bryde en í þeirra staði mættu Friðþjófur Helgi Karlsson og Kristín María Thoroddsen.

Forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      5.liður úr fundargerð SBH frá 5.maí sl.$line$Lögð fram tillaga um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir heildarendurskoðunina, ítrekar bókun fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stýrihópnum í grein 8.4.1. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 m.s.br.”$line$

      Helga Ingólfsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Forseti kynnti eftirfarandi sameiginlega bókun bæjarfulltrúa:$line$$line$”Núgildandi vatnsvernd er skilgreind í sérstöku svæðisskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagið samanstendur af afmörkun verndarsvæða og samþykkt nr. 636/1997 um verndarsvæði vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu en ýmsar breytingar hafa orðið á lagaumhverfi og þróun landnýtingar í nágrenni verndarsvæða sem gefa tilefni til endurskoðunar. Með þessari endurskoðun verður ekki lengur um sérstakt svæðisskipulag vatnsverndar að ræða heldur mun afmörkun vatnsverndar ásamt samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla verða hluti af svæðisskipulagi höfuðborgarssvæðisins.”$line$ $line$

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      8.liður úr fundargerð SBH frá 5.maí sl.$line$Tekið til umræðu á ný deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Áður lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð lagði til að endurskoðað verði markmið um fjölgun íbúða í greinargerð skipulagsins.$line$ $line$Skipulags og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulag Miðbær Hraun vestur verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. “$line$

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að breyta markmiði deiliskipulags Hraun Miðbær vestur með eftirfarandi hætti: Í stað texta markmiðskafla tillögunar sem hljóðar svo: Ekki verði heimilt að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum á deiliskipulagssvæðinu, kemur eftirfarandi texti: Heimilt verður að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum svo framarlega sem þær uppfylli allar kröfur um íbúðir samkvæmt kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi.” $line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andasvari, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni og dró tillögu sína til baka.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1402389 – Mannauðsstefna Hafnarfjarðarbæjar - endurskoðun

      Lögð fram eftirfarandi tillag:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar mikilvægi þess að hæfileikar allra séu virkjaðir og réttur allra til virkrar þátttöku í samfélaginu sé tryggður. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að við yfirstandandi endurskoðun mannauðsstefnu Hafnarfjarðarbæjar verði áhersla lögð á að uppfylla ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í þeim tilgangi setji sveitarfélagið sér skýr markmið um að vinna gegn allri mismunun vegna fötlunar, meðal annars með því að tryggja framboð starfa, vinnufyrirkomulags, vinnutíma og starfsaðstöðu sem hentar fólki með mismunandi starfsgetu.$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan. $line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan við stjórn fundarins að nýju og tók Kristinn Andersen þá til máls, síðan Rósa Guðbjartsdóttir.$line$Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari sem Rósa Guðbjartsdóttir svaraði, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Gert var stutt fundarhlé. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1503437 – Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining

      Sameining Iðnskólans og Tækniskólans tekin til umfjöllunar.

      Adda María Jóhannsdóttir tók til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á nýju.$line$$line$Einar Birkir Einarsson tók þessu næst til máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson tók einnig til máls, síðan bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, síðan Guðlaug Kristjánsdóttir og tók annar varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari við ræða Guðlaugar Kristjándóttur, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á ný.$line$$line$

    • 1502219 – Málefni Hafnarfjarðarhafnar

      Fyrirspurnir varðandi starfsmannamál Hafnarfjarðarhafnar teknar til umfjöllunar.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svaraði andsvari, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls.

    • 1505092 – Veiðigjöld, 692.mál, lagafrumvarp, umsögn.

      Umsögn varðandi lagafrumvarp um veiðigjöld tekin til umfjöllunar.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps til breytinga á lögum um veiðigjöld (692.mál)og gerir hana að sinni.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari og lagði jafnframt til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Ólafur Ingi Tómasson tók þá til máls, síðan Gunnar Axel Axelsson öðru sinni, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á ný.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 samhljóða atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu til bæjarráðs.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundarstjórnar forseta.$line$ $line$$line$

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 7.maí sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 30.apríl sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 22.apríl sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 5.maí sl.$line$d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 14.og 17.apríl sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 4.maí sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 8.maí sl.$line$a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.apríl sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6.maí sl.$line$a.Fundargeðir stjórnar Strætó bs. frá 13. og 27.mars sl.$line$Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 5.og 7.maí sl.

      Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 4. maí ýmissa liða.$line$$line$Einar Birkir Einarsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar stjórnar Strætó bs. 14. og 17. apríl sl. $line$$line$Ólafur Ingi Tómasson kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar skipulags- og byggingarráðs 5. maí sl., Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. $line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjöskylduráðs frá 8. maí, 5. liðar Börn innflytjenda og 4. liðar Ferðaþjónusta fatlaðs fólks. Kristinn Andersen tók við stjórn fundarins á meðan.$line$ $line$Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna 4.liðar sömu fundargerðar fjölskylduráðs, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelssonar svaraði andsvari, Einar Birkir Einarsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Haraldur L. Haraldsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.$line$$line$Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls öðru sinni og tók 2. varaforseti við stjórn fundarins á meðan.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna sömu fundargerðar 4. liðar Ferðaþjónusta fatlaðs fólks sem og fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. maí, 7. liðar Umhverfisvaktin 2015. $line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Ábendingagátt