Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Auk ofangreindra Bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Í fjarveru forseta og varaforseta varð að samkomulagi að Rósa Guðbjartsdóttir yrði fundarstjóri fundarins og Helga Ingólfsdóttir til vara.[line] [line]Rósa Guðbjartsdóttir setti síðan fund og stjórnaði honum.[line][line]Fundarstjóri bar upp afbrigði þess efnis að tekið yrði á dagskrá kjör forseta og varaforseta samhliða kjöri í ráð og nefndir.[line][line]Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti afbrigðið með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjóri kynnir skýrsluna og efni hennar með glærusýningu til frekari útskýringa. Tekur um 45 mínútur.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls vegna fundarskapa.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kom að athugasemd vegna fundarskapa. $line$$line$Fundarstjóri óskaði þessu næst eftir samþykki fundarins til framkvæmd þessa dagskrárliðar yrði eins og kynnt er í fyrirliggjandi dagskrá.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þá tilhögun með 7 atkvæðum.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir gerði grein fyrir hjásetu sinni. $line$$line$Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:$line$$line$“Ólíkt því sem skilja mátti af fundarboði bæjarstjórnar er framlögð skýrsla ekki hluti af þeirri rekstrarúttekt sem bæjarstjórn samþykkti að fela ráðgjafarfyrirtækinu R3 framkvæmd á þann 29. október á síðasta ári og átti að ljúka með framlagningu skýrslu í febrúar sl. með óháðri greiningu á núverandi stöðu, ábendingum og tillögum. $line$ $line$Þrátt fyrir að engin tillaga hafi verið samþykkt þess efnis að fela starfandi bæjarstjóra það verkefni að vinna hluta þessarar vinnu er hér lögð fram skýrsla í hans nafni með þeim formerkjum að um óháða greiningu á stöðunni sé að ræða. $line$ $line$Eitt af því sem þótti mikilvægt að gera síðustu ár til að byggja upp traust og skapa umræðugrundvöll um fjármál sveitarfélarfélagsins var að láta framkvæma reglulega óháða greiningu á fjárhags þess og lánshæfi. Slík greining fór fram á síðustu árum og var síðast birt í mars 2014 þegar lánshæfiseinkunn bæjarins var hækkuð um þrjá flokka. Stórbætt lánshæfismat byggði á farsælli endurskipulagningu í rekstri og hagstæðri niðurstöðu fyrsta áfanga endurfjármögnunar. Af matsskýrslunni árið 2014 má ætla að lánhæfiseinkunin myndi hækka enn frekar að síðasti áfanga þess verkefnis loknum. $line$Samhliða tillögu nýs meirihluta um að fá ráðgjafafyrirtækið R3 til að framkvæma rekstrarúttekt á sveitarfélaginu lagði bæjarstjóri hins vegar til að ekki yrði framkvæmd slík óháð lánshæfisgreining á bæjarsjóði á árinu 2015 líkt og staðið hafði til. Að óbreyttu er því útlit fyrir að engin óháð greining verði framkvæmd á fjárhagstöðu og lánshæfismati sveitarfélagsins á þessu ári.$line$Þrátt fyrir að á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar sé tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar liggur ekkert fyrir um hvenær meirihlutinn ætlar að birta skýrslur hinna óháðu greiningaraðila sem áttu samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar að liggja fyrir í febrúar sl.“$line$
11.liður úr fundargerð BÆJH frá 11.júní sl.$line$Odin Data Centers ehf sækir með vísan í vilyrði veitt Advania hf á fundi bæjarráðs þann 31.5.2012 um stækkun lóðarinnar Steinhellu 10 í samræmi við fyrirliggjandi afstöðumynd.$line$Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tók jákvætt í erindið á fundi 27.5. sl. og vísaði erindinu til bæjarráðs.$line$ $line$“Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Odin Data Center ehf viðbót við ofangreinda lóð í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.“$line$
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
6.liður úr fundargerð BÆJH frá 16.júní sl.$line$Ástak ehf. sækir 22.1.2015 um deiliskipulagsbreytingu á Klukkuvöllum 1, breyting á lóð og fjölgun um 1.íbúð, samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 21.1.2015. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemd barst. Nýr uppdráttur barst 09.06.2015.$line$ $line$Brugðist hefur verið við athugasemd varðandi sorpgeymslur. Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið með þeirri breytingu og að málinu verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tilögu til bæjarstjórnar:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Klukkuvalla 1 samkvæmt uppdrætti Jóns Grétars Ólafssonar dags. 09.06.2015 og að málinu verði lokið samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.“$line$
Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður úr fundargerð FJÖH frá 19.júní sl.$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram svohljóðandi tillögu og greinargerð á síðasta fundi fjölskylduráðs:$line$$line$Fjölskylduráð leggur til að nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Velferðarráðuneytið frá árinu 2010 rísi á Sólvangsreitnum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um fjölgun hjúkrunarrýma í bænum enda fyrirliggjandi brýn þörf á frekari uppbyggingu á næstu árum. $line$$line$Greinargerð:$line$$line$Staðsetning nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum er í samræmi við núverandi stefnumótun í málefnum eldri borgara þess efnis að Sólvangur verði miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Þar er nú þegar fyrir hendi ýmis stoðþjónusta sem mikilvægt er að sé til staðar í nærumhverfi nýs hjúkrunarheimilis auk þess sem heimild er fyrir 4000fm viðbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.$line$Í skýrslu Capacent um samanburð valkosta um staðsetningu hjúkrunarheimils sem unnin var haustið 2014 er lagt mat á marga þætti sem snúa að verkefninu. Niðurstaða skýrslunnar er að samkvæmt veginni einkunn er staðsetning á Sólvangsreitnum valinn hagkvæmasti kosturinn, sérstaklega ef horft er til rekstrar og stofnkostnaðar.$line$Sólvangur var byggður árið 1953 og hefur síðan þá gegnt lykilhlutverki í hjúkrun aldraðra í Hafnarfirði. Þar eru nú 56 hjúkrunarrými, 2 rými til hvíldarinnlagnar og 8 dagdvalarrými auk sjúkraþjálfunar og mötuneytis sem þjónustar ennfremur íbúa í þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara að Sólvangsvegi 1-3. $line$Með því að samnýta hluta af núverandi byggingu fyrir stoðþjónustu og stjórnunarrými vegna nýs hjúkrunarheimilis næst fram hagræðing í stofnkostnaði og með nálægð við stoðþjónustu næst fram rekstralegt hagræði. $line$Staðsetning á Sólvangsreitnum styður auk þess við markmið um hugmyndafræðilegar áherslur í samræmi við áherslur velferðarráðuneytisins.$line$Vinna verkefnisstjórnar um byggingu hjúkrunarheimilis sem skipuð var 21.02.2013 og skilaði skýrslu haustið 2014 verður höfð til hliðsjónar við undirbúning, kostnaðarmat og skipulag verkefnisins og unnið að því að efla og samþætta þjónustuframboð fyrir eldri borgara á svæðinu.$line$Undirbúningur mun hefjast á næstu vikum og miðað er við að nýtt hjúkrunarheimili taki til starfa í apríl 2018.$line$$line$Afgreiðslu var frestað til næsta fundar.$line$ $line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Fjölskylduráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum. Fulltrúar Samfylkingar og VG greiða atkvæði á móti og leggja fram eftirfarandi bókun:$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að það eigi að vísa málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn þar sem um verulega stefnubreytingu í hjúkrunarheimilismálinu er um að ræða. $line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna furða sig á þeirri afstöðu meirihlutans að virða ekki erinidisbréf ráðsins þar sem kemur skýrt fram í 7. gr. ?Ætíð skal þó vísa máli til afgreiðslu bæjarstjórnar ef tveir ráðsmenn, hið minnsta, æskja þess?. $line$$line$Sviðsstjóra falið að leggja fram erindisbréf starfshóps um verkefnið á næsta fundi.$line$$line$Vísað til bæjarstjórnar$line$
Helga Ingólfsdóttir tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, síðan Helga Ingólfsdóttir öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls öðru sinni.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir tók síðan til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Ófeigur Friðriksson tók þá til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Ófeigur Friðriksson svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$ $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu fjölskylduráðs með 7 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$“Með þessari ákvörðun er kastað á glæ fjármunum og margra ára undirbúningsvinnu sem hefur frá upphafi einkennst af virku samráði, samstarfi við hagsmunaaðila og þvert á stjórnmálaflokka. Með samþykkt þessarar tillögu er einnig ljóst að verulegar tafir verða á að því að löngu tímabærar úrbætur verði gerðar á aðbúnaði þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum í Hafnarfirði. $line$Miðað við fyrirliggjandi forsendur virðist sem þessi ákvörðun meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks snúist öðru fremur um að snúa við ákvörðunum sem teknar voru í tíð fyrri meirihluta. Vönduð undirbúningsvinna sem staðið hefur yfir um langt árabil, þverpólitísk sátt og samstaða sem verið hefur um verkefnið frá upphafi og þeir miklu fjármunir sem lagðir hafa verið í verkefnið nú þegar virðast engu máli skipta.$line$Þegar nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks tók við ári síðan var það eitt af fyrstu verkum hans að stöðva byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðashlíð. Það var gert með þeim rökum að kanna þyrfti að nýju hagkvæmni þeirrar staðsetningar sem ákveðin hafði verið og þverpólitísk sátt var um. Á grundvelli aðkeyptrar ráðgjafar komst meirihlutinn að þeirri niðurstöðu að vænlegasta staðsetning nýs hjúkrunarheimilis væri hvorki í Skarðshlíð né á Sólvangssvæðinu, heldur við Hrafnistu. Á grundvelli þess var bæjarstjóra falið að hefja viðræður við rekstraraðila Hrafnistu um viðbyggingu við hjúkrunharheimilið í stað nýs heimilis á nýjum hugmyndafræðilegum forsendum í Skarðshlíð. Þegar kynna átti niðurstöður þeirra viðræðna, sem þá höfðu staðið yfir í 6 mánuði, var sett fram ný tillaga um að byggja hjúkrunarheimili á Sólvangsreitnum. Á því heila ári sem liðið er frá því að nýr meirihluti tók við hefur því ekkert gerst í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði og verkefnið aftur komið á byrjunarreit.$line$Þrátt fyrir að tillagan sé hér til afgreiðslu er mörgum lykilspurningum ósvarað um hvort hún teljist raunhæf út frá hugmyndafræðilegum, skipulagslegum og fjárhagslegum forsendum verkefnisins. $line$Ekki liggur til að mynda fyrir hvort og þá hvernig nýtt hjúkrunarheimili rúmist innan svæðisins og engin drög að þeirri skipulagsvinnu virðast heldur liggja fyrir. Eingöngu er vísað til gamals deiliskipulags frá árinu 2001 sem gerði ráð fyrir viðbyggingu við Sólvang á þeim tíma sem aðrar og minni kröfur voru gerðar um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og viðmið um stærð og ákjósanlegar aðstæður ólíkar þeim sem nú gilda. Þeirri skipulagstillögu hafnaði ríkið á sínum tíma og taldi hana ekki standast þær kröfur sem gerðar væru til hönnunar hjúkrunarheimila samkvæmt nútímakröfum og viðmiðum. Engin gögn liggja fyrir í málinu sem staðfesta að ráðuneyti velferðarmála hafi nú samþykkt þá breytingu sem felst í viðbyggingu við Sólvang í stað nýs heimilis á grundvelli gildandi viðmiða og ráðlegginga um að byggt skuli á eini hæð þar sem því verði við komið.$line$Í tillögunni er heldur engum orðum vikið að uppbyggingu á Völlum og áhrifum þess á skipulag á því svæði að hætta við byggingu nýs hjúkrunarheimilis þar, heimili sem nú þegar liggur fyrir hönnun á og hefur gegnt lykilhlutverki í heildstæðu skipulagi og uppbyggingu þjónustu í þeim hluta bæjarins.$line$Ekkert mat liggur heldur fyrir á fjárhagslegum áhrifum breyttra forsenda á byggingamarkaði og hækkaðs byggingarkostnaðar á þeim tíma sem liðið hefur frá því að nýr meirihluti ákvað að stöðva vinnu við byggingu nýs hjúkrunarheimilis sl. vor og til dagsins í dag. Með þeirri tillögu sem hér er borin fram er gert ráð fyrir að verkefnið tefjist a.m.k um nokkur ár til viðbótar á tímum þar sem byggingaframkvæmdir eru að aukast mjög hratt. $line$Þrátt fyrir að í hönnunarviðmiðum velferðarráðuneytisins sé sérstaklega mælst til þess að hjúkrunarheimili séu byggð á einni hæð og önnur sveitarfélög hafi í flestum tilvikum fylgt þeim kröfum er með þessari tillögu farið í öfuga átt og komist að þeirri niðurstöðu að sú staðsetning þar sem mestar takmarkanir eru til hönnunar sé ákjósanlegust. Með því er sjónarmið um hugmyndafræði þjónustunnar og þær áherslur sem lagt var upp með um byggingu og rekstur nýs hjúkrunarheimilis gerð að engu. $line$Með þessari ákvörðun er bæjarstjórn Hafnarfjarðar jafnframt að afsala sér heimild til byggingar hjúkrunarheimilis af sambærilegri stærð og nágrannasveitarfélögin og undirgangast þrengri viðmið sem samþykkt voru á síðasta ári og gera ráð fyrir að einkarými á hjúkrunarheimilum verði umtalsvert minni en hjúkrunarheimilum sem byggð hafa verið í öðrum sveitarfélögum síðustu ár, m.a. í Garðabæ, á Akureyri og í byggingu er á Seltjarnarnesi.$line$Að lokum vilja bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG árétta að tillagan sem hér er til umræðu var ekki hluti af útsendum gögnum fundar fjölskylduráðs þann 5. júní sl. Ekkert í fundarboði eða dagskrá fundarins gaf til kynna að ræða ætti tillögu um breytta staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis. Þvert á móti máttu fulltrúar í fjölskylduráði gera ráð fyrir að þar yrðu kynntar niðurstöður samningaviðræðna bæjarstjóra við rekstraraðila Hrafnistu sem þá höfðu staðið yfir í um hálft ár, án þess að kjörnir fulltrúar væru upplýstir um gang þeirra. Við slíkar aðstæður er bæði eðlilegt og alvanalegt að óskað sé frestunar afgreiðslu, enda ekki hægt að ætlast til þess að fulltrúar bæjarbúa í nefndum og ráðum geti uppfyllt lögboðna skyldu sína til töku upplýstra ákvarðana án þess að fá eðlilegt ráðrúm til að kynna sér forsendur þeirra og gögn. Það að fulltrúar meirihlutans hafi síðan valið að reyna að gera sé pólitískan mat úr þeirri ósk sem augljóslega var bæði réttmæt og sanngjörn, líkt og skrif þeirra í Fjarðarpóstinum eru til vitnis um, dæmir sig sjálft og lýsir litlu öðru en löngu úreltum hugmyndum þeirra um meðferð opinbers valds. Það undirstrikar ennfremur innihaldsleysi yfirlýsinga þeirra um vilja til þess að vinna á grundvelli hugmynda um virkt samráð og samstarf.$line$$line$Að mati fulltrúa Samfylkingar og VG eru þessi vinnubrögð í hæsta máta óeðlileg og á skjön við þá jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað í bæjarstjórn Hafnarfjarðar síðustu ár þar sem markvisst hefur verið unnið að því að auka samráð og samstarf um brýn hagsmunamál.“ $line$$line$Að ósk bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar var gert fundarhlé kl. 16:22 til 16:45,$line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:$line$$line$“Með ákvörðun fjölskylduráðs um staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum er þetta mikilvæga verkefni lokstins komið af stað eftir áralanga töf. Verkefnastjórn verður skipuð á næstu vikum með fulltrúum allra flokka. Sólvangur verður þannig öldrunarmiðstöð Hafnarfjarðar og verkefnastjórn verður jafnframt falið að skoða samþættingu verkefna í öldrunarþjónustu. Að öðru leyti er vísað í greinargerð með tillögunni hér að ofan.“
Fundargerð fjölskylduráðs frá 19.júní sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.júní sl.$line$Fundargerðir bæjarráðs frá 4.,11., og 18.júní sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.júní sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 21.maí sl.$line$c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 22.maí og 8.júní sl.$line$d. Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 19.maí sl.$line$e. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 22.maí og 12.júní sl.$line$f. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 15. og 29. maí og 12.júní sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.júní sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 15.júní sl.
Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóð vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 15. júní sl., 1. liðar Barnaskóli Hjallastefnunnar og 4. liðar Fækkun barna á leikskólaaldri.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs vegna 5. liðar sömu fundargerðar fræðsluráðs, Leikskóla- og daggæslumál. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér einnig hljóðs vegna 5. liðar sömu fundargerðar fræðsluráðs. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. $line$Einar Birkir Einarsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. $line$$line$Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Teknar fyrir kosningar í eftirfarandi ráð og nefndir:$line$$line$Bæjarráð, 5 aðalmenn og 5 varamenn$line$Fjölskylduráð, 5 aðalmenn og 5 varamenn$line$Fræðsluráð, 5 aðalmenn og 5 varamenn$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð, 5 aðalmenn og 5 varamenn$line$Skipulags- og byggingaráð, 5 aðalmenn og 5 varamenn$line$Bláfjallanefnd/samtarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 1 aðalmaður og 1 varamaður$line$Íþrótta- og tómstundanefnd, 3 aðalmenn og 3 varamenn$line$Menningar- og ferðamálanefnd, 3 aðalmenn og 3 varamenn$line$Stjórn Hafnarborgar, 2 menn$line$Stjórn Reykjanesfólkvangs, 1 maður$line$Stjórn Sorpu bs, 1 aðalmaður og 1 til vara, 2 í fulltrúaráð$line$Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, 1 aðalmaður og 1 varamaður$line$Stjórn Strætó, 1 aðalmaður og 1 varamaður$line$Fulltrúaráð SSH, 2 aðalmenn$line$Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, 2 aðalmenn$line$Stjórn GN eigna ehf, 5 aðalmenn og 3 til vara.Formannskjör.$line$$line$Formenn og varaformenn ráða.$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi tillögur um áheyrnarfulltrúa í ráðum og nefndum og um kaup og kjör áheyrnarfulltrúa í ráðum og nefndum:$line$$line$Íþrótta og tómstundanefnd$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 að Valgerður Fjölnisdóttir Lækjarkinn 10 verði áheyrnarfulltrúi í íþrótta og tómstundanefnd. Varamaður hennar verði Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir Austurgötu 41.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til 51. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 35. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar að áheyrnarfulltrúar og varamenn þeirra í íþrótta og tómstundanefnd njóti sömu kjara og kjörnir aðalfulltrúar og varamenn í nefndinni.$line$$line$Menningar og ferðamálanefnd:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 að Ragnheiður Gestsdóttir Lækjargötu 12 verði áheyrnarfulltrúi í menningar og ferðamálanefnd. Varamaður hennar verði Þorbjörn Rúnarsson Lækjargötu 30.$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til 51. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 35. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar að áheyrnarfulltrúar og varamenn þeirra í menningar og ferðamálanefnd njóti sömu kjara og kjörnir aðalfulltrúar og varamenn í nefndinni.$line$
Bæjarráð $line$Aðalmenn:$line$Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7$line$Kristinn Andersen, Austurgötu 42$line$Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4$line$Gunnar Axel Axelsson, Selvogsgötu 16a$line$Ófeigur Friðriksson, Berjavöllum 3$line$Varamenn:$line$Unnur Lára Bryde, Fjóluási 20$line$Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9$line$Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42$line$Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7$line$Eyrún Ósk Jónsdóttir, Einivöllum 5$line$Áheyrnarfulltrúi:$line$Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Austurgötu 41$line$Varaáheyrnarfulltrúi:$line$Sverrir Garðarsson, Norðurbraut 9$line$$line$Fjölskylduráð$line$Aðalmenn:$line$Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 5$line$Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26$line$Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4$line$Ómar Ásbjörn Óskarsson , Kríuási 15$line$Fjölnir Sæmundsson, Lækjarkinn 10$line$Varamenn:$line$Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24$line$Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu 67$line$Valdimar Víðisson, Nönnustíg 8$line$Guðný Atefánsdóttir, Stekkjarhvammi 13$line$Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 5$line$$line$Fræðsluráð$line$Aðalmenn:$line$Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7$line$Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42$line$Hörður Svarvarsson, Hólabraut 6$line$Sverrir Garðarsson, Norðurbraut 9$line$Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7$line$Varamenn:$line$Kristinn Andersen. Austurgötu 42$line$Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24$line$Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7$line$Gestur Svavarsson, Blómvangi 20$line$Algirdas Slapikas, Burknavöllum 21b$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð$line$Aðalmenn:$line$Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26$line$Kristinn Andersen. Austurgötu 42$line$Helga Björg Arnardóttir, Áflfaskeiði 1$line$Friðþjófur Helgi Karlsson, Úthlíð 5$line$Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Engjahlíð 3a$line$Varamenn:$line$Örn Tryggvi Hohnsen, Hraunbrún 48$line$Lára Janusdóttir, Teigabyggð 8$line$Matthías Freyr Matthíasson, Breiðvangi 9$line$Bára Friðriksdóttir, Arnarhrauni 35$line$Árni Rúnar þorvaldsson, Álfaskeiði 100$line$Áheyrnarfulltrúi:$line$Birna Ólafsdóttir, Kvistavöllum 29$line$Varaáheyrnarfulltrúi:$line$Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, Lækjarkinn 10$line$$line$Skipulags- og byggingarráð$line$Aðalmenn:$line$Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9$line$Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b$line$Pétur Óskarsson, Þrastarási 71$line$Eyrún Ósk Jónsdóttir, Einivöllum 5$line$Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 5$line$Varamenn:$line$Skarphéðinn Orru Björnsson, Norðurbakka 25d$line$Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14$line$Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24$line$Óskar Steinn Ómarsson, Kirkjuvegi 11b$line$Sigurbergur Árnason, Norðurvangi 44$line$$line$Bláfjallanefnd/samstarfsnefn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins$line$Aðalmaður:$line$Pétur Óskarsson, Þrastarási 71$line$Varamaður:$line$Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26$line$$line$Íþrótta- og tómstundanefnd$line$Aðalmenn:$line$Matthías Freyr Matthíasson, Breiðvangi 9$line$Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c$line$Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Eskivöllum 1$line$Varamenn:$line$Finnur Sveinsson, Lindarhvammi 2$line$Ebba Særún Brynjarsdóttir, Hjallabraut 43$line$Ægir Örn Sigurgeirsson, Blikaási 26$line$$line$Menningar- og ferðamálanefnd$line$Aðalmenn:$line$Unnur Lára Bryde, Fjóluási 20$line$Helga Björg Arnardfóttir, Álfaskeiði 1$line$Jón Grétar Þórsson Urðarstíg 8$line$Varamenn:$line$Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4$line$Sóley Elíasdóttir, Suðurgötu 15$line$Adda Guðrún Gylfadóttir, Hjallabraut 1$line$$line$Stjórn Hafnarborgar$line$Aðalmenn:$line$Pétur Gautur Svavarsson, Arnarhrauni 27$line$Sigríður Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 58$line$$line$Stjórn Reykljanesfólkvangs$line$Aðalmaður:$line$Finnur Sveinsson, Lindarhvammi 2$line$$line$Stjórn Sorpu bs$line$Aðalmaður:$line$Rosa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7$line$Varamaður:$line$Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4$line$$line$Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðis$line$Aðalmaður:$line$Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri$line$Varamaður:$line$Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4$line$$line$Stjórn Strætó bs$line$Aðalmaður:$line$Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42$line$Varamaður:$line$Kristinn Andersen, Austurgötu 42$line$$line$Fulltrúaráð SSH$line$Aðalmenn:$line$Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4$line$Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42$line$Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26$line$Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Austurgötu 41$line$Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð m7$line$Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis$line$Aðalmenn:$line$Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b$line$Ófeigur Friðriksson, Berjavöllum 3$line$$line$Stjórn GN eigna ehf$line$Aðalmenn:$line$Valdimar Svavarsson, Birkibergi 30$line$Hlini Melsteð Jóngeirsson, Staðarbergi 8$line$Gunnar Axel Axelsson, Selvogsgötu 16b$line$Varamenn:$line$Haraldur Þór Ólason Sævangi 52$line$Pétur Óskarsson, Þrastarási 71$line$$line$Hafnarstjórn (kosin til 4 ára, breyting)$line$Varamenn:$line$Margrét Hildur Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 61$line$Lára Árnadóttir, Furuvöllum 26$line$Barnaverndarnefnd (kosin til 4 ára breyting)$line$Aðalmaður:$line$Matthías Freyr Matthíasson, Breiðvangi 9$line$$line$Þetta eru jafn margir og kjósa á og skoðast ofangreindir fulltrúar því rétt kjörnir.$line$$line$Kosning formanna og varaformanna ráða:$line$$line$Bæjarráð$line$Fram kom tillaga um Rósu Guðbjartsdóttur sem formann og Guðlaugu Kristjánsdóttur sem varaformamm. $line$Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þær rétt kjörnar.$line$$line$Fjölskylduráð$line$Fram kom tillag um Guðlaugu Kristjándóttur sem formann og Helgu Ingólfsdóttur sem varaformann.$line$Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þær rétt kjörnar.$line$$line$Fræðsluráð$line$Fram kom tillag um Rósu Guðbjartsdóttur sem formann og Einar Birkir Einarsson sem varaformann.$line$Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þau rétt kjörnin.$line$$line$Umhverfis- og framkvæmdaráð$line$Fram kom tillaga um Helgu Ingólfsdóttur sem formann og Guðlaugu Kristjánsdóttur sem varaformann.$line$Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þær rétt kjörnar.$line$$line$Skipulag- og byggingaráð.$line$Fram kom tillaga um Ólaf Inga Tómasson sem formann og Borghildi Sölvey Sturludóttur sem varaformann.$line$Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þau rétt kjörnin.$line$$line$Þá voru teknar til afgreiðslu fyrirliggjandi tillögur um áheyrnarfulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd og menningar- og ferðamálanefnd og gerði fundarstjóri tillögu um að vísa þeim til forsetanefndar.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls vegna fyriliggjandi tillagna.$line$$line$Sverrir Garðarsson tók einnig til máls vegna tillagnanna og lagði til að kosið verði um tillögurnar. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundarkapa. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felli tillögu Sverris Garðarssonar með 7 atkvæðum gegn 4. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum gegn 4 tillögu fundarstjóra um að vísa fyrirliggjandi tillögum til forsetanefndar. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfinfarinnar græns framboðs:$line$$line$“Bæjarfulltrúar minnihlutans geta ekki fallist á þær hugmyndir meirihlutans að fulltrúar í ráðum og nefndum njóti ekki jafnræðis þegar kemur að starfskjörum. Það getur varla talist réttlátt að sumir fulltrúar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins fái þóknun fyrir sín störf en aðrir ekki. Ákvörðun meirihlutans um að vísa málinu ítrekað til forsetanefndar sem í reynd er óstarfhæf er ekki til þess að stuðla að aukinni samstöðu og lýðræðislegu samstarfi fulltrúa allra flokka.$line$$line$$line$
Kosning forseta bæjarstjórnar, tveggja varaforseta, tveggja skrifara og tveggja varaskrifara.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls. $line$$line$Kosning forseta:$line$Guðlaug Kristjánsdóttir hlaut 7 atkvæði sem forseti bæjarstjórnar og skoðast hún rétt kjörin.$line$$line$Kosning 1. varaforseta:$line$Kristinn Andersen hlaut 11 atkvæði sem 2. varaforseti og skoðast hann rétt kjörinn.$line$$line$Kosning 2. varaforseta:$line$Elva Dögg Ásudóttir Kristinssdóttir hlaut 11 atkvæði sem 2. varaforseti og skoðast hún rétt kjörin.$line$$line$Kosning skrifara og varaskrifara:$line$Einar Birkir Einarsson og Adda María Jóhannsdóttir hlutu 11 atkvæði sem skrifarar bæjarstjórnar og skoðast þau rétt kjörin.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir voru tilnefndar sem varaskrifarar bæjarstjórnar og skoðast þær rétt kjörin. $line$$line$
Fundarstjóri kynnti eftirfarandi tillögu:$line$“Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar 2015 stendur í júlí og ágúst 2015 með vísan til 8.gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.“$line$
Gunnar Axel Axelsson tók til máls.$line$$line$Að ósk bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var gert fundarhlé kl. 17:55 – 18:10.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 7 atkvæðum gegn 4.$line$$line$Adda María Jóhannsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnr græns framboðs:$line$“Samkvæmt 8. grein samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar er bæjarstjórn heimilt að fella niður fundi í allt að tvo mánuði. Það er óásættanlegt með öllu að bæjarstjórn samþykki sumarleyfi og framselji umboðs sitt umfram þau mörk og án þess að fyrir liggi hver endanleg tímamörk á þeirri ráðstöfun séu. Það er ekki hefð fyrir því að sú ákvörðun sé ótímabundin, heldur liggi fyrir þegar bæjarstjórn fer í sumarleyfi hvenær fyrsti bæjarstjórnarfundur að því loknu skuli haldinn.“$line$$line$Að ósk bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar var gert fundarhlé kl.18:15 – 18:24.$line$$line$Fundarstjóri áréttar að vegna fjrveru þriggja forseta bæjarstjórarinnar hefur ekki verið gengið frá því hvenær í ágústmánuði bæjarstjórn kemur aftur til reglulegs fundar. Forsetar og oddvitar stjórnmálaflokkanna munu á næstu dögum ganga frá því og hafa samráð um hvenær sumarleyfi bæjarstjórnar líkur.