Bæjarstjórn

2. september 2015 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1750

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Í upphafi fundar minntist forseti Árna Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi bæjarfulltrúa en Árni var bæjarfulltrúi árin1958 – 1982 að undanskildu kjörtímabilinu 1962 – 1966.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Mætti voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ófeigi Friðriksson, í hans stað mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir og Einar Birkir Einarsson og í hans stað mætti Pétur Óskarsson.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekið yrði á dagskrá mál 1104091 Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði.[line]Einnig mál 1407105 Flóttamenn, samningur um móttöku.[line][line]Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti afbrigðið með 11 samhljóða atkvæðum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Í upphafi fundar minntist forseti Árna Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi bæjarfulltrúa en Árni var bæjarfulltrúi árin1958 – 1982 að undanskildu kjörtímabilinu 1962 – 1966.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Mætti voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ófeigi Friðriksson, í hans stað mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir og Einar Birkir Einarsson og í hans stað mætti Pétur Óskarsson.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekið yrði á dagskrá mál 1104091 Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði.[line]Einnig mál 1407105 Flóttamenn, samningur um móttöku.[line][line]Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti afbrigðið með 11 samhljóða atkvæðum.

  1. Almenn erindi

    • 1407105 – Flóttamenn, samningur um móttöku

      6.liður úr fundargerð FJÖH frá 26.8. sl.

      Hópur flóttamanna er væntanlegur til landsins á haustmánuðum.

      Fjölskylduráð lýsir yfir fullum vilja til þess að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks.

      Forseti kynnti eftirfarandi tillögu:
      Bæjarstjórn staðfestir samþykkt fjölskylduráðs frá 28. ágúst síðastliðnum um fullan vilja til að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra áframhaldandi samtal við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu Hafnarfjarðarbæjar að verkefninu þar sem meðal annars verði horft til nýlegrar reynslu bæjarins af móttöku flóttafólks. Bæjarstjóra verði falið að upplýsa bæjarráð um framgang viðræðnanna á meðan á þeim stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins undir ræðu hennar, síðan Rósa Guðbjartsdóttir.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu sem forseti kynnti með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1104091 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði

      3. liður úr fundargerð SBH frá 1.9.sl.
      Tekið fyrir að nýju erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH lagði inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send í auglýsingu og lauk athugasemdarfresti 24. nóvember sl. Athugasemdir bárust og var tillagan samþykkt í Skipulags- og byggingarráði 19.05.15 og bæjarstjórn Hafnarfjarðar 27.05.15 ásamt samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við þeim. – Í ljós kom hins vegar að formgalli var á fyrri auglýsingu og var hún því auglýst að nýju með athugasemdafresti til 29.07.15. Engar athugasemdir bárust. – Í áliti Skipulagsstofnunar í tölvupósti dags. 30.07.15 kom fram að ‘samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga væri ekki skylt að taka tillöguna fyrir að nýju í sveitarstjórn en í erindi til stofnunarinnar þurfi að koma fram að við fyrri auglýsingu hafi borist athugasemdir sem hafi verið svarað.’ Í símtali við Skipulagsstofnun 31.08.15 er hins vegar gerð krafa um það tillagan verði tekin til umfjöllunar að nýju.
      Auglýsingatíma er nú lokið og engin athugasemd barst í þessari atrennu, hins vega bárust athugasemdir á fyrri stigum málsins og hefur þeim verið svarað.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið með áorðnum breytingum skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að afgreiðslu þess verði lokið skv. 42. grein sömu laga.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      ‘Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir íþróttasvæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 18.06.2015 skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að afgreiðslu þess verði lokið skv. 42. grein sömu laga.’

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæði.

    • 1507400 – Erluás 33, umsókn um lóðarstækkun.

      6. liður úr fundargerð BÆJH frá 27. ágúst sl.
      Lögð fram umsókn Gunnars Svavarsson um lóðarstækkun við Erluás 33 en skipulags- og byggingarfulltrúi tók jákvætt í umsóknin á afgreiðslufundi 29.7. sl. og vísaði henni til bæjarráðs.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Gunnari Svavarssyni lóðarstækkun við Erluás 33 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

      Pétur Óskarsson tók til máls og lagði til að erindinu yrði vísað til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu Péturs Óskarssonar með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      3.liður úr fundargerð SBH frá 25.ágúst sl.
      Deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Skipulagið var auglýst skv. skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið skv. 41. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Miðbær Hraun vestur og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.”

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      4. liður úr fundargerð SBH frá 25.ágúst sl.
      Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014.Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum. Lagður fram tölvupóstur lóðarhafa. Lögð fram ný tillaga ASK-arkitekta til að koma til móts við athugasemdir.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa, samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Stekkjarberg 9 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.” Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að uppdrættir af húsunum verði lagðir fyrir ráðið áður en þær koma til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði til að málinu yrði frestað og vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framkomna frestunartillögu.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      5. liður úr fundargerð SBH frá 25. ágúst sl.
      Valdimar Harðarson sækir um, f.h. Sérverks, að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Valdimar mætti á fundinn og skýrði út gögnin.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa, samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Strandgötu 26-30 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.”

      Gerð grein fyrir athugasemdum Húsfélags Fjarðar til bæjarstjórnar dags. 31. ágúst 2015.

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, þá Adda María Jóhannsdóttir og lagði til að málinu yrði vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs.
      Ólafur Ingi Tómasson koma að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Pétur Óskarsson kom einnig að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari.

      Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari og lagði til að málinu yrði frestað..

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      12. liður úr fundargerð UMFRAH frá 26. ágúst sl.
      Lagt fram bréf Orkustofnunar frá 17. ágúst sl. varðandi nýtingarleyfi á grunnvatni í Vatnsendakrika í Heiðmörk.

      Málinu frestað milli funda.
      Boðað er til fundar með Orkustofnun á morgun fimmtudag kl 14 þar sem úrskurðurinn verður kynntur.

      Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun bæjarstjórnar:

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar mikilvægi þess að við veittar heimildir til vatnstöku úr sameiginlegum grunnvatnsstofnum sé horft til heildarnýtingar, spornað við sóun, jafnræðis gætt og sérstaklega hugað að umhverfisáhrifum.
      Orkustofnun hefur samkvæmt úrskurði dags. 17. ágúst 2015 heimilað aukna vatnstöku Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í samræmi við innsenda beiðni þessara sveitarfélaga dags. 24. apríl 2013. Vatnsveita Hafnarfjarðar sem fer með umboð Hafnarfjarðarkaupstaðar í þessu máli mótmælti úrskurði Skipulagsstofnunar þess efnis að beiðni um aukna vatnstöku þyrfti ekki að sæta umhverfismati og er það mál nú í ferli hjá úrskurðarnefnd Skipulagsstofnunar. Það vekur furðu að svo stór ákvörðun um heimild til aukinnar vatnstöku skuli veitt án þess að fyrir liggi umhverfismat vegna þeirra áhrifa sem aukin vatnstaka kann að hafa í för með sér fyrir Hafnarfjörð sem hefur frá árinu 1918 nýtt Kaldárstraum og Vatnsendakrika til vatnsöflunar. þau reiknilíkön sem lögð hafa verið fram um áhrif aukinnar vatnstöku Vatnsveitu Kópavogs og Orkuveitu Reykjavíkur úr sameiginlegum stofnum sýna að vatnsbúskapur í landi Hafnarfjarðar mun breytast verulega þar sem vatnsyfirborð mun lækka bæði í Kaldá og t.d. Hvaleyrarvatni auk þess sem fyrir liggur að í stað þess að Hafnarfjörður hafi sjálfrennandi vatn eins og nú er að öllu jöfnu þá muni koma til þess að dæla þurfi drykkjarvatni til bæjarbúa. Í þessu felst grundvallarbreyting á vatnsnýtingu með tilheyrandi orkunotkun, mannvirkjum, vélbúnaði, viðhaldi og kostnaði sem gengur geng sjónarmiðum um sem sjálfbærasta vatnsöflun. Þetta er breyting sem er óafturkræf og því ákaflega mikilvægt fyrir Hafnarfjörð að aðilar að svæðisskipulagi Vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu skoði með hvaða hætti hægt er að stýra skipulagi nýtingar og vatnsverndar betur þannig að jafnræði sé með hagsmunaaðilum á svæðinu.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framkomna bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      1. liður úr fundargerð FORSETANH frá 31. ágúst sl.
      Breytingar á samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð teknar til umfjöllunar. Einkum er um að ræða breytingar sem leiða af samþykkt bæjarstjórnar frá 29. júní sl., breytingar á nefndaskipan og tilflutningur verkefna.

      Forsetanefnd vísar með 2 atkvæðum breyttum samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
      Samþykkt um stjórn og fundarsköp eru grunnreglur hvers sveitarfélags sem hver einstök sveitarstjórn setur sér lögum samkvæmt. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilja að það komi fram að hingað til hafa allar breytingar á Samþykktum Hafnarfjarðarbæjar verið unnar í samstarfi fulltrúa allra flokka. Sá háttur hefur verið hafður á að forsetanefnd undirbýr breytingar og hefur undantekningalaust átt fjölda samráðs- og vinnufunda áður en til breytinga hefur komið. Í samræmi við eðli og tilgang samþykktanna hefur sömuleiðis verið lögð höfuðáhersla á að ná þverpóltísktri sátt um tillögur til bæjarstjórnar að breytingum á þeim. Hér virðist aftur á móti vera viðhaft það einkennilega vinnulag að halda einn fund í Forsetanefnd þar sem fulltrúar meirihluta tilkynnir fulltrúum minnihlutans um breytingar sem meirhluti ætlar að framkvæma og keyra í gegn í bæjarstjórn. Fulltrúar minnihlutans fordæma þessi vinnubrögð og þann augljóslega skort á vilja til eðlilegs samráðs og samvinnu sem í þeim endurspeglast.

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
      Fulltrúar meirihluta fagna vilja minnihluta til samráðs og samstarfs í skipulagsbreytingum hjá Hafnarfjarðarbæ. Sá vilji er gagnkvæmur. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar á breyttu skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Verkefni forsetanefndar er að þessu sinni að undirbúa fyrstu umræðu í bæjarstjórn á breytingum í samþykktum bæjarins sem byggja á fyrrgreindri samþykkt bæjarstjórnar.

      Gert fundarhlé kl. 18:05 – 18:20

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins undir ræðu hennar.

      Þá tók Gunnar Axel Axelsson til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
      “Í ljósi þess að framlagðar tillögur hafa ekki fengið fullnægjandi umfjöllun, ekki hefur leitað eftir og tekið tillit til umsagna fagaðila á viðkomandi sviðum, ekkert samráð hefur átt sér stað við hagsmunaaðila og forsetanefnd hefur ekki fengið eðlilegt ráðrúm til að leggja mat á tillögurnar og móta þær endanlega, leggjum við til að málinu verði vísað aftur til forsetanefndar sem fái það verkefni að undirbúa málið í samræmi við framkomnar ábendingar og athugasemdir áður en bæjarstjórn fær það til formlegrar afgreiðslu.”

      Kristinn Andersen kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni.
      Helga Ingólfsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Gunnars Axels Axelssonar, einnig Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók síðan til máls og gerði einnig að tillögu sinni að vísa málinu aftur til forsetanefdnar, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 2. varaforseti við stjórn fundarins á meðan, Elva Dögg Ásudóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

      Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við upphaflegri ræðu Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur, Elva Dögg Ásudóttir Kristindóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

      Adda María Jóhannsdóttir tók þessu næst til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd.
      Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að athugasemd svo og Adda María Jóhannsdóttir.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Unnur Lára Bryde kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelssonar svaraði andsvari.

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tók síðan til máls öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdótir svaraði andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari öðru sinni.

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls vegna fundarskapa.

      Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, Gunnar Ael Axelsson kom að andsvari.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar felldi með 7 atkvæðum gegn 4 að vísa málinu til forsetanefndar.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 samhljóða atkvæðum að vísa breytingum á samþykktun á stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og breytingum á hafnarreglugerð til síðari umræðu.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboð sitja hjá við afgreiðsluna.

      Forseti lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

      Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að forsetanefnd fundi um fyrirliggjandi tillögur um breytingar á samþykktum og fái lögfræðing sambands sveitarfélaga að þeirri umræðu, áður en kemur til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

    Fundargerðir

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 26.ágúst sl.
      Fundargerð fjölskylduráð frá 28.ágúst sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 27.ágúst sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 19.ágúst sl.
      b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 26.júní og 14.ágúst sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26.ágúst sl.
      a. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 21.ágúst sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 14.ágúst sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.ágúst sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 31. ágúst sl.

      Enginn kvaddi sér hljóðs.

Ábendingagátt