Bæjarstjórn

28. október 2015 kl. 16:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1754

Mætt til fundar

 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Rósa Guðbjartsdóttir í hennar stað mætti Skarphéðinn Orri Björnsson, einnig Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og í hennar stað mætti Sverrir Garðarson.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að mál 1504002-Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi yrði tekið á dagskrá.[line]Bæjarstjórn samþykkti afbrigðið með öllum greiddum atkvæðum

Ritari

 • Auður Þorkelsdóttir/Sigríður Kristinsdóttir

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Rósa Guðbjartsdóttir í hennar stað mætti Skarphéðinn Orri Björnsson, einnig Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og í hennar stað mætti Sverrir Garðarson.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að mál 1504002-Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi yrði tekið á dagskrá.[line]Bæjarstjórn samþykkti afbrigðið með öllum greiddum atkvæðum

 1. Almenn erindi

  • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

   Áður á dagskrá bæjarstjórnar 14.okt. sl.
   6.liður úr fundargerð SBH frá 6.okt. sl.
   Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga og óskaði í kjölfarið eftir því að skipulags- og byggingarsvið myndi skilgreina nánar lóðir á uppdrætti og gera tillögu að svörum við athugasemdum.
   Tillaga að lóðarblaði liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðablaði.

   Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn:

   ‘Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.’
   Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

   Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.
   Bæjarstjórn ssamþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1510393 – Tímabundið leyfi frá bæjarstjórn

   Lagður fram tölvupóstur frá Evu Lín Vilhjálmsdóttur varabæjarfulltrúa þar sem sótt er um tímabundið leyfi frá störfum sínum sem varabæjarfulltrúi frá og með 2.nóvember 2015 til og með 1.nóvember 2016 með vísan til 30.gr.sveitarstjórnarlaga nr.38/2011

   Bæjarstjórn samþykkti leyfið með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

   Stofnskrá Markaðsstofu Hafnarfjarðar lögð fram.
   Tilnefning í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar, bæjarstjórn tilnefnir 3 aðalmenn og 1 varamann.

   Bæjarstjórn tilnefnir Kristínu Thoroddsen, Pétur Óskarsson, Sigurbergur Árnason sem aðalmenn og Kristinn Andersen sem varamann.
   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1509763 – Fimleikafélagið Björk, rekstrarsamningur

   1.liður úr fundargerð FRÆH frá 26.okt. sl.
   Frá síðasta fundi
   Drög að rekstrarsamningi við fimleikafélagið Björk tekinn til afgreiðslu.

   Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samning og vísar honum til bæjarstjórnar.Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.

   Fulltrúar Samfylkingar óskar bókað:

   Undirrituð telur sig ekki hafa forsendur til að samþykkja fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi við fimleikafélagið Björk að svo stöddu. Málið hefur ekki fengið nægjanlega kynningu auk þess sem eðlilegt væri að það fengi umræðu í umhverfis- og framkvæmdaráði sem fer alla jafna með rekstur fasteigna bæjarins. Þá tel ég einnig óvænlegt að taka einstaka rekstrarsamninga fyrir nú á meðan heildarendurskoðun allra þjónustu- og rekstrarsamninga við íþróttafélög bæjarins er ekki að fullu lokið.

   Einar Birkir Einarsson tók til máls og óskar bókað:
   Samantekt og greining ráðgjafafyrirtækisins R3 á samningum Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélög í bænum síðastliðin tíu ár var kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og forsvarmönnum ÍBH, þann 9. júní sl. og skýrslan birt í kjölfarið á vef Hafnarfjarðarbæjar og því öllum aðgengileg. Á liðnum mánuðum fóru þessu til viðbótar fram eftirtaldar kynningar og umræður á opinberum vetvangi um málið:

   1. Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins var lögð fram í Fjölskylduráði (sem fór með málið á þeim tíma ) þann 19. júní og tekin til þar til umræðu, þann 3. júlí sl.2.
   2. Þá var sama skýrsla kynnt í Fræðsluráði, þann 9.september.
   3. Hugmyndafræði nýrra þjónustu- og rekstrarsamninga milli bæjarins og íþróttafélaganna var síðan kynnt fyrir íþróttafélögum/framkvæmdastjórn IBH, þann 29. september.
   4. Hugmyndafræði nýrra þjónustu- og rekstrarsamninga kynnt íþrótta- og tómstundanefnd, þann 2. október.
   5. Kynning á vinnu við endurskoðun þjónustusamninga við íþróttafélögin í bænum og drög að rekstrarsamningi við Björk kynnt í Fræðsluráði, þann 7. október.
   6. Rekstrarsamningur við íþróttafélagið Björk kynntur í íþrótta- og tómstundanefnd, þann 16. október.
   7. Rekstrarsamningur við íþróttafélagið Björk kynntur í Fræðsluráði, þann 21. október.
   8. Fræðsluráð samþykkti fyrir sitt leyti rekstrarsamning við íþróttafélagið Björk á fundi ráðsins, þann 26. október sl.

   Adda María Jóhannsdóttir tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Sverrir Garðarson tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Sverrir Garðarson kom í andsvar. Einar Birkir Einarsson kom í andsvar öðru sinni. Sverrir Garðarson kom í andsvar öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom í andsvar við ræðu Sverris Garðarssonar. Sverrir Garðarson kom í andsvar.Ólafur Ingi Tómasson kom í andsvar öðru sinni.Sverrir Garðarson kom í andsvar öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson tók til máls.Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Ófeigur Friðriksson tók til máls. Einar Birkir Einarson kom í andsvar.Ófeigur Friðriksson svarar andsvari. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Kristinn Andersen 2.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á ný. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls og lagði til breytingu á timalengd samningsins:
   Samningur þessi tekur gildi 1. janúar 2016 og gildir til 31. desember 2016. Eftir þann tíma framlengist samningurinn sjálfkrafa þar til annar hvor samningsaðili óskar eftir endurskoðun/uppsögn með sex mánaða fyrirvara.
   Gunnar Axel Axelsson tók til máls.
   Forseti bar upp tillögu bæjarstjóra.
   Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá
   Forseti bar upp samninginn með áorðnum breytingum.

   Bæjarstjórn samþykkir samninginn með áorðnum breytingum með 7 atkvæðum og 4 sitja hjá.
   Adda María Jóhannsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.

   Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:
   Bæjarfulltrúar Samfylkingar lýsa ánægju með vinnu við gerð þjónustusamninga um rekstur íþróttamannvirkja og að byggt sé á kröfulýsingu sem unnin var á síðasta kjörtímabili. Leggjumst við ekki gegn því að samið verði við íþróttafélög um slík verkefni og teljum að ef rétt er að staðið geti það leitt til töluverðrar samþættingar í rekstri og ávinnings fyrir báða aðila. Í ljósi yfirstandandi heildarendurskoðunar gildandi þjónustusamninga við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og önnur íþróttafélög í Hafnarfirði teljum við hins vegar að svo stöddu ekki tímabært að gera fyrirliggjandi samning. Sitjum við því hjá við afgreiðsluna.

  • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 19.okt. sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 22.okt.sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.okt.sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14.okt.sl.
   c. Fundargerðir stjórnar SSH frá 16.sept. og 12.okt.sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.okt.sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.okt. sl.
   a.Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 25.júní og 23.sept. sl.
   b.Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 16.okt. sl.
   c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2.okt.sl.
   Fundargerðir fræðsluráðs frá 21. og 26.okt. sl.

   Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs undir fundargerð fræðsluráðs frá 21.okt. sl. 1.liður.

  • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016, fyrri umræða

   3.liður úr fundargerð BÆJH frá 22.okt. sl.
   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

   Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs undir fundarstjórn forseta. Gunnar Axel Axelsson lagði til að fresta umræðu um fjárhagsáætlun um viku.
   Fundarhlé gert kl. 17:50
   Fundi framhaldið kl. 18:18

   Forseti bar upp þá dagskrártillögu að fresta umræðu um fjárhagsáætlun um viku.
   Óskað var eftir nafnakalli:
   Gunnar Axel Axelsson já
   Adda María Jóhannsdóttir já
   Einar Birkir Einarsson nei
   Helga Ingólfsdóttir nei
   Kristinn Andersen nei
   Ófeigur Friðriksson já
   Ólafur Ingi Tómasson nei
   Skarphéðinn Orri Björnsson nei
   Sverrír Garðarson já
   Unnur Lára Bryde nei
   Guðlaug Kristjánsdóttir nei

   Framkomin dagskrártillaga var felld með 7 atkvæðum gegn 4.

   Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls. Ófeigur Friðriksson tók til máls og lagði fram bókun fulltrúa minnihlutans:
   Fulltrúar minnihlutans lögðu til á fundi bæjarstjórnar þann 16. september sl. að settir yrðu á samráðshópar á hverju sviði með þátttöku fulltrúa starfsmanna, þjónustunotenda og hagsmunaaðila til að yfirfara tillögur ráðgjafafyrirtækjanna sem ráðin voru til þess að gera úttekt á rekstri bæjarins. Markmiðið með tillögunni var að tryggja almenna og lýðræðislega umfjöllun og auka samráð um gerð fjárhagsáætlunar. Þeirri tillögu höfnuðu fulltrúar meirihlutans.

   Með því að leggja fram áætlun sem enga umfjöllun hefur fengið í þeim ráðum og nefndum sem fara með viðkomandi málaflokka og takmarka alla upplýsingagjöf til bæjarstjórnar og um leið bæjarbúa teljum við augljóst að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks ætli að koma í veg fyrir eðlilega og lýðræðislega umræðu um stefnumótun í málefnum sveitarfélagsins.

   Með vinnubrögðum sínum gerir meirihlutinn undirrituðum bæjarfulltrúum ókleift að taka þátt í umræðunni og gegna þeim skyldum sem við erum kjörin til, m.a. til aðhalds og eftirlits.

   Undir þetta rita:
   Gunnar Axel Axelsson
   Adda María Jóhannsdóttir
   Sverrir Garðarsson
   Ófeigur Friðriksson

   Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri kom í andsvar. Kristinn Andersen 2. varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á ný. Sverrir Garðarson tók til máls. Kristinn Andersen tók til máls og lagði fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
   Drög að fjárhagsáætlun hafa verið unnin af kostgæfni og eru nú lögð fram tímanlega eins og lög gera ráð fyrir. Sérstaklega er starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar þökkuð mikil og góð undirbúningsvinna fyrir þau drög sem liggja fyrir. Nú taka kjörnir fulltrúar við frekari vinnslu og gerð endanlegrar fjárhagsáætlunar, í nefndum og ráðum bæjarins, sem ljúka skal fyrir miðjan desember. Á þeim tíma mun m.a. bæjarstjóri boða til íbúafundar í Hafnarfirði til að ræða og fara yfir rekstur og fjárhag bæjarins. Gott svigrúm gefst því fyrir þá vinnu sem nú fer í hönd.

   Sverrir Garðarson tók til máls. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls. Sverrir Garðarson kom í andsvar.

   Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016 til síðari umræðu
   með 7 atkvæðum, 4 sitja hjá.

Ábendingagátt