Bæjarstjórn

25. nóvember 2015 kl. 16:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1756

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Auk ofanskráðra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætti Kristín Thoroddsen

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir

Auk ofanskráðra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætti Kristín Thoroddsen

  1. Almenn erindi

    • 1511257 – Tímabundið leyfi frá bæjarstjórn

      Lagður fram tölvupóstur frá Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttur þar sem sótt er um tímabundið leyfi frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi frá og með 1.desember 2015 til og með 1.desember 2016, með vísan til 30.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011.

      Bæjarstjórn samþykkir leyfið með 11 samhljóða atkvæðum

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Teknar fyrir eftirfarandi tilnefningar:

      Varabæjarfulltrúi VG tekur tímabundið sæti í Bæjarstjórn og sem áheyrnarfulltrúi í Bæjarráði:
      Sverrir Garðarsson Norðurbraut 9

      Varabæjarfulltrúi Vinstri grænna á tímabilinu og varamaður áheyrnarfulltrúa í Bæjarráði
      Júlíus Andri Þórðarson Lindarbergi 6

      Þetta eru jafnmargir og tilnefndir eru og skoðast þau rétt kjörin.

    • 1511159 – Álverið í Straumsvík

      Lögð fram eftirfarandi ályktun:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í álverinu í Straumsvík og hvetur aðila til að leggja allt kapp á að eyða þeirri óvissu sem þar ríkir.”

      Bæjarstjórn samþykkir ályktunina með 10 samhljóða atkvæðum.

    • 1511158 – Útboð á endurskoðun

      3.liður úr fundargerð BÆJH frá 19.nóv. sl.
      Lögð fram tillaga um að Pricewaterhouse Coopers taki við sem endurskoðandi Hafnarfjarðarbæjar af KPMG.
      Einnig sagt frá kæru vegna framkvæmdar á örútboði vegna endurskoðunar hjá Hafnarfjarðarbæ (nr. 20148, Endurskoðun Hafnarfjarðarbæjar).
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir í kjölfar útboðs að leggja til við bæjarstjórn:
      “Pricewaterhouse Coopers taki við sem endurskoðandi Hafnarfjarðarbæjar frá og með næstu áramótum.”

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu með 10 samhljóða atkvæðum

    • 1511242 – Útsvarsprósenta við álagingu 2016

      9.liður úr fundargerð BÆJH frá 23.nóv. sl.
      Tillaga að bæjarráð leggji til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta 2016 verði 14,52%.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:”´Bæjarstjórn samþykkir að útsvarsprósenta fyrir árið 2016 verði óbreytt eða 14,52%”.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu með 10 samhljóða atkvæðum.

    • 1505207 – Breyting á lögreglusamþykkt.

      Áður á dagskrá bæjarstjórnar 11.nóv. sl.
      2.liður úr fundargerð BÆJH frá 5.nóv. sl.
      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins. Til afgreiðslu hvort gera skuli breytingar á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breyting verði gerð á lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað: 1. ml.3. mgr. 20. gr. hljóði svo: “Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, snúningshausum í botngötum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum.”

      Kristinn Andersen tekur til máls. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

      Fyrri umræða.
      Bæjarstjórn samþykkir að vísa breytingu á lögreglusamþykktinni til síðari umræðu með 11 samhljóða atkvæðum

    Fundargerðir

    • 1501023 – Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 18.nóv. sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2.nóv. sl.
      b. Fundargerð stjórnar Sorpu frá 13.nóv. sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 18.nóv.sl.
      Fundargerðir fjölskylduráðs frá 16. og 20. nóv. sl.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 19. og 23.nóv. sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.okt.sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.nóv. sl.
      c. Fundargerðir SSH frá 26.okt. og 2.nóv. sl.
      d. Fundargerð Strætó bs. frá 2.nóv. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóv. sl.

      Kristín María Thoroddsen tók til máls undir fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.nóv. sl.,1.lið. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir fundargerð bæjarráðs frá 23.nóv.sl., 1.lið. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar.Ólafur Ingi Tómasson kom í andsvar.
      Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir kom í andsvar.Ólafur Ingi Tómasson kom í andsvar öðru sinni.
      Guðlaug Kristjánsdóttir forseti tók við stjórn fundarins.
      Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 1.lið úr fundargerð bæjarráðs frá 23.nóv. sl. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir sama lið.Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.nóv. sl., 2.lið.
      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdótir tók til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 20.nóv. sl.
      móttaka flóttamanna. Guðlaug Kristjánsdóttir forseti tók við stjórn fundarins.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 19.nóv. sl.
      Bæjarstjóri leggur til að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram 9. desember næstkomandi m.a. með hliðsjón af því að ekki er búið að ganga frá kjarasamningum. Á fundinum 24. nóvember fari fram aukaumræða um fjárhagsáætlun. Með útsendri dagskrá verði send út drög að greinargerð.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að fyrir fund bæjarstjórnar í næstu viku liggi hvort tveggja drög að greinargerð með fjárhagsáætlun og tillaga að fjárfestingaráætlun.

      Aukaumræða um fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017-2019.

      Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls.Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Einar Birkir Einarsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar við ræðu Einars Birkis Einarssonar.Einar Birkir Einarsson svarar andsvari.Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar við ræðu Einars Birkis Einarssonar. Helga Ingólfsdóttir tók til máls.Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar við ræðu Helgu Ingólfsdóttur.Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir kom í andsvar öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd.
      Adda María Jóhannsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom í andsvar við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar.Rósa Guðbjartsdóttir kom í andsvar öðru sinni.Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar öðru sinni. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir forseti tók við stjórn fundarins. Ófeigur Friðriksson tók til máls. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar við ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar öðru sinni. Ófeigur Friðriksson kom að andsvari við ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Ófeigur Friðriksson kom í andsvar öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni.Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir 1. varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir kom í andsvar við ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Guðlaug Kristjánsdóttir forseti tók við stjórn fundarins. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir 1.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Guðlaug Kristjánsdóttir kom að stuttri athugasemd. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar við ræðu Guðlaugar Kristjánsdóttur. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kom í andsvar öðru sinni.
      Guðlaug Kristjánsdóttir forseti tók við stjórn fundarins. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar við ræðu bæjarstjóra. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd.

Ábendingagátt