Bæjarstjórn

17. febrúar 2016 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1760

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar.[line][line]Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Guðlaug bar upp dagskrárbreytingu þess efnis að liður 5 í dagskrá verði tekinn af dagskrá fundarins. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ritari

 • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar.[line][line]Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Guðlaug bar upp dagskrárbreytingu þess efnis að liður 5 í dagskrá verði tekinn af dagskrá fundarins. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

 1. Almenn erindi

  • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

   1. liður úr fundargerð SBH frá 9.febr. sl.
   Lögð fram drög að lýsingu á notkun og skipulagi hafnarsvæðisins. Verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir lýsingu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lýsingu fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum um stækkun svæðisins að Stapagötu og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu að breyttri notkun og skipulagi hafnarsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.”

   Forseti bæjarstjórnar segir að umræður hafi farið fram um að nauðsynlegt að kynna málið betur fyrir bæjarstjórn og leggur því til að málið sé til umræðu í bæjarstjórn í dag.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1509064 – Vesturgata 18-20, lóðarskipulag

   14.liður úr fundargerð SBH frá 9.febr. sl.
   Tekið fyrir að nýju.
   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 8. september sl. var umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við samþykktar byggingarnefndarteikningar.
   Send var út grenndarkynning með athugasemdarfresti til 16. nóvember sl. Athugasemdir bárust. Haldinn var íbúafundur í kjölfarið til nánari útskýringar. Lögð fram drög að svörum vegna athugasemda.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ljúka deiliskipulagsbrreytingunni í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

   Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi Vesturgötu 18- 20 og að málinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

   Tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1308536 – Breiðhella 3 og Hringhella 7, skipti á lóðum

   8.liður úr fundargerð BÆJH frá 11.febr. sl.
   Lögð fram drög að samningi um lóðaskipti í samræmi við fyrri afgreiðslu bæjarráðs.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: “bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Hringhellu 7 til SSG ehf., gatnagerðargjald kr. 61.928.236. Um er að ræða skipti á lóðum en SSG ehf. leggur á móti lóðina Breiðhellu 3 (skráður eigandi Sigurður Sveinbjörn Gylfason, kt. 200770-3079, eigandi SSG ehf.), þar sem búið er að greiða gatnagerðargjald kr. 44.263.412. Til viðbótar greiðir SSG ehf. kr. 17.664.825 sem er mismunur gatnagerðargjalds Hringhellu 7 og þess gatanagerðargjalds sem búið er að greiða vegna Breiðhellu 3. Breiðhella 3 skal vera án veðbanda.”

   Tillaga er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1602104 – HS Veitur, hluthafafundur 2016

   11.liður úr fundargerð BÆJH frá 11.febr. sl.
   Boðað er til hluthafafundar föstudaginn 19.febr.nk. að Brekkustíg 36, Reykjanesbæ. Tilnefna fulltrúa, breytingar á samþykktum og kaup á eigin hlutabréfum.

   Bæjarráð óskar eftir minnisblaði fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS Veitna um tillögu sem liggur fyrir hlutahafafundi um kaup félagsins á eigin hlutabréfum.

   Samþykkt að tilnefna Skarphéðin Orra Björnsson sem fulltrúa.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birki Einarsson. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen.

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að tilnefna Skarphéðinn Orra Björnsson sem fulltrúa.

   Fundarhlé kl. 15:13, fundi framhaldið kl. 15:22.

   Tillaga sem liggur fyrir fundinum um breytingu á samþykktum og kaup á eigin hlutum er samþykkt með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá.

   Gunnar Axel Axelsson tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

   Almennt er álitið mikilvægt að almenningsveitufyrirtæki hafi sterka eiginfjárstöðu og séu í stakk búin að takast á við bæði ófyrirsjánleg áföll og nauðsynlegar framkvæmdir og uppbyggingu innviða í takti við þróun samfélagsins og þarfa þess. Í ljósi afar takmarkaðra upplýsinga um afkomu fyrirtækisins á síðasta ári og fyrirhugaðra verkefna þess, m.a. tengt uppbyggingu veituinnviða í Hafnarfirði, teljum við ekki forsvaranlegt að samþykkt sé að greiða eigendum fyrirtækisins arð, hvort sem er í formi kaupa á eigin hlutabréfum eins og hér er gerð tillaga um eða venjulegri arðgreiðslu. Gunnar Axel Axelsson,Sverrir Garðarsson,Ófeigur Friðriksson og Adda María Jóhannsdóttir

   Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

   Ljóst er að rafmagnstengingar úr háspennulandsneti til heimila og fyrirtækja í Hafnarfirði mætir ekki lengur þörf og þeim kröfum sem tæplega 30.000 íbúa bær með tilheyrandi atvinnurekstri gerir til framtíðar. Mikilvægt er fyrir Hafnarfjörð að HS Veitur upplýsi Hafnarfjarðarbæ um stöðuna á dreifikerfinu í dag og með hvaða hætti og hvenær verði ráðist í að uppfæra raforkudreifikerfið í Hafnafirði bæði með tilliti til afhendingaröryggis og framtíðarþarfa.

  • 1505266 – Endurskoðun lóðarverðs og gatnagerðargjalda

   18.liður úr fundargerð BÆJH frá 11.febr.sl.
   Tillaga um að bæjarráð leggi til við bæjarstjórn: ” Bæjarstjórn samþykkir að 3. mgr. Í 4. grein samþykktar um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað nr. 955/2007 ásamt áorðnum breytingum verði breytt og orðist þannig:
   “Af byggingum sem saman standa af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði, skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá um atvinnuhúsnæði af atvinnuhúsnæði byggingarinnar og samkvæmt gjaldskrá um íbúðarhúsnæði af íbúðarhúsnæði byggingarinnar.”

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: ” Bæjarstjórn samþykkir að 3. mgr. Í 4. grein samþykktar um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað nr. 955/2007 ásamt áorðnum breytingum verði breytt og orðist þannig:
   “Af byggingum sem saman standa af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði, skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá um atvinnuhúsnæði af atvinnuhúsnæði byggingarinnar og samkvæmt gjaldskrá um íbúðarhúsnæði af íbúðarhúsnæði byggingarinnar.”

   Dagskrárliður tekinn af dagskrá.

  • 1506568 – Sólvangsvegur, hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

   Staða verkefnisins. Frestað á fundi bæjarstjórnar 3.febr. sl.

   Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram dagskrártillögu um að umræðu um þennan dagskrárlið verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

   Tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

   Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

   Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir ber af sér ámæli, Gunnar Axel Axelsson ber af sér ámæli.

   Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

   Til andsvars við ræðu Gunnars Axels Axelssonar kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars við ræðu Gunnars Axels Axelssonar kemur Helga Ingólfsdóttir.

   Við fundarstjórn tekur forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari Helgu Ingólfsdóttur. Til andsvars öðru sinni kemur Helga Ingólfsdóttir. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur til andsvars. Gunnar Axel Axelsson svavar andsvari. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur til andsvars öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Helga Ingólfsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

   Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun:

   Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna harma þá stöðu sem upp er komin varðandi uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis. Í stað þess að starfsemi nýs hjúkrunarheimilis væri um það bil að hefjast í Skarðshlíð er ljóst að málið er á byrjunarreit. Það er með öllu óljóst hvort og þá hvenær nýtt hjúkrunarheimili muni rísa á Sólvangsreit. Það hefur reynst stór fórn fyrir bæjarbúa að slá af vinnu við hjúkrunarheimili í Skarðshlíð og fresta þannig uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili um ófyrirsjáanlega langan tíma … Á meðan búa íbúar Sólvangs við ófullnægjandi aðstæður sem ekki mæta nútímakröfum um aðbúnað á hjúkrunarheimilum. Gunnar Axel Axelsson,Ófeigur Friðriksson, Adda María Jóhannsdóttir og Sverrir Garðarsson.

   Fundarhlé kl. 16:38, fundi framhaldið kl. 16:50

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun frá fulltrúm Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

   Nú eru framkvæmdir að hefjast og mun nýtt hjúkrunarheimili taka til starfa vorið 2018. Verkefnastjórn um bygginginguna er áfram skipuð fulltrúum allra flokka auk þess sem Öldungaráð Hafnarfjarðar og Félag eldri borgara í Hafnarfirði eiga þar fulltrúa. Nýtt húkrunarheimili verður byggt samkvæmt nútímakröfum um einstaklingsrými og virðingu fyrir íbúum í samræmi við samning velferðarráðuneytisins og mun festa Sólvang í sessi sem öldrunarmiðstöð Hafnarfjarðar. Lögð verður áhersla á að samhliða uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis verði áfram leitað eftir samningum um 20 viðbótarrými umfram það sem áður var lagt upp með sem munu þá ganga á biðlista. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Unnur Lára Bryde, Ólafur Ingi Tómasson, Helga Ingólfsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birki Einarsson.

  • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

   Frestað á fundi bæjartjórnar 3.febr. sl.

   8.liður úr fundargerð SKBH frá 26.janúar sl.
   Deiliskipulagsforsögn sem samþykkti var í skipulags- og byggingarráði í desember 2013 tekin til umfjöllunar.

   Skipulags- og byggingarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsforsögn fyrir Lækjargötu 2.”

   Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram dagskrártillögu um að umræðu um þennan dagskrárlið verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

   Tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Ófeigur Friðriksson veitir svar við andsvari. Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars öðru sinni.

   Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson.

   Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum. Einn greiðir atkvæði gegn tillögunni og einn situr hjá.

  • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

   Fundartími bæjarstjórnar.

   Forsetanefnd leggur til að tilraun með að hefja bæjarstjórnarfundi kl. 16:00 verði haldið áfram til loka aprílmánaðar 2016. Á þeim tíma vinni forsetanefnd áfram að því hvernig staðið er að undirbúningi og formi funda með aukið samráð og skilvirkni að leiðarljósi.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

   Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Gunnar Axel Axelsson. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd.

   Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson kemur til andsvars.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson.

   Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

   Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

   Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars.

   Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir ber upp til afgreiðslu tillögu forsetanefndar og er hún samþykkt með 8 atkvæðum, 1 greiðir atkvæði á móti og 2 sátu hjá.

  Fundargerðir

  • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.febr.sl.
   a. fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.jan. sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 10.febr. sl.
   a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. og 16.okt., 13.og 27.nóv. sl., 11.des. og 8.og 21.jan.sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 11.febr. sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 1.febr. sl.
   b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 3.febr. sl.
   c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 15.jan. sl.
   d. Fundargerð stjórnar SSH frá 11.jan.sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 12.febr. sl.
   a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. og 16.okt., 13.og 27.nóv., 11.des. og 8.og 21.jan.sl
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.febr. sl.
   Forsetanefnd frá 12.febr.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson um fundargerð hafnarstjórnar frá 1. febrúar s.l. Til andsvars kemur Unnur Lára Bryde. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

   Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson um sömu fundargerð.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir um fundargerð skipulags- og byggingarráðs lið nr. 10. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

   2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

   Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls undir sömu fundargerð, þ.e. fundargerð skipulags- og byggingarráðs lið nr. 10. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

   Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Ábendingagátt