Bæjarstjórn

27. apríl 2016 kl. 15:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1764

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Pétur Óskarsson varamaður

Fundur með ungmennaráði kl. 14 á undan bæjarstjórnarfundi.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Einar Birkir Einarsson í hans stað mætir Borghildur Sölvey Sturludóttir, Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Skarphéðinn Orri Björnsson og Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Fundur með ungmennaráði kl. 14 á undan bæjarstjórnarfundi.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Einar Birkir Einarsson í hans stað mætir Borghildur Sölvey Sturludóttir, Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Skarphéðinn Orri Björnsson og Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1512005 – Úthlutun lóða, almennar reglur, endurskoðun

      Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá 13.apríl sl.
      12.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.apríl sl.
      Lögð fram drög að endurskoðuðum almennum reglum um lóðaúthlutun.

      Bæjarráð samþykkir breytingar á almennum reglum um sölu byggingalóða og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Samþykkt með með 11 samhljóða atkvæðum.

      Endurtekning atkvæðagreiðslu.

      Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum, bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir situr hjá.

    • 1604298 – GN eignir og Eignasjóður, sameining

      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 19.apríl sl.
      Tilaga um að B-hluta félagið GN eignir ehf. verði lagt niður og látið renna inn í eignasjóða A-hluta.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að B-hluta félagið GN eignir efh. verði lagt niður og látið renna inn í eignasjóða A-hluta.”

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      1.liður úr fundargerð SBH frá 12.apríl sl.
      Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa vegna auglýsingar á breyttu deiliskipulagi.

      Lögð fram drög að svörum skipulagsfulltrúa við athugasemdum Meistafélags iðnaðarmanna o.fl. við skipulagsskilmála.

      Farið yfir breytingar á skilmálum þar sem komið er til móts við hluta athugasemda.

      Lögð fram eftirfarandi breytingartillaga fulltrúa Bjartrar framtíðar við skipulagsskilmála:
      ” Lagt er til að fjöleignarhúsin F13, F17, F22 og F24 verði áfram með skilyrðum um timburklæðningar.”

      Skipulags- og byggingarráð vísar athugasemd lóðarhafa Bergskarðs 5 varðandi breytingar á lóðinni til skoðunar hjá bæjarstjóra. Aðrar athusemdir falla undir almennar athugasemdir varðandi skilmála.

      Athugasemdum HS Veitna er vísað til úrlausnar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa við ahugasemdum og gerir þau að sínum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða breytingartillögu við skilmála deiliskipulagsins með 3 atkvæðum fulltrúa Bjartra framtíðar, VG og Samfylkingar gegn 1 atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

      Karólína Helga Símonardóttir situr hjá.

      Ólafur Ingi Tómasson leggur fram eftirfareandi bókun:
      “Ydda arkitektar leggja til í greinargerð og skipulagsskilmálum eftirfarandi fyrir þá reiti sem fulltrúi Bjartar Framtíðar leggur til breytingar á.

      „Efni og litir
      Yfirborðsfrágangur fjöleignarhúss F5 skal vera með tré eða steinað í gul/brúnni
      steiningu.“
      Fyrirséð er að timburklæðing kallar aukið viðhald og hleypir íbúðarkostnaði upp. Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta, höfunda breytingar á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við timbur eða steiningu og leggur fulltrúi Sjálfstæðisflokks til að það ákvæði standi óbreytt.”

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi deildiskipulagstillögu ásamt skilmálum með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag 1. áfanga Skarðshlíðar útgáfa 04 ásamt greinargerð og málinu verði lokið samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
      “Tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar sem nú liggur fyrir er byggð á vist- og fjölskylduvænu umhverfi þar sem byggingar og garðar njóta sín á móti suðri með fjölbreyttum útisvæðum. Metnaðarfullt skipulag og skilmálar mun skila sér í auknum lífsgæðum íbúa og hefur alla burði til að Skarðshlíðin verði eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson og leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
      “Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta höfunda breytinga á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við tré eða steiningu á sjö hús. Samþykkt tillaga skipulags- og byggingarráðs fækkar þessum húsum í þrjú og einungis sé val um tré klæðningu á fjórum. Lagt er til í texta í kafla um efni og liti í skipulagsskilmálum komi: Yfirborðsfrágangur fjöleignahúsa F13, F17, F22 og F24 skal vera með tré eða steinað í gul/brúnni steiningu.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur Eyrún Ósk Jónsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

      Breytingartillaga bæjarfulltrúa Ólafs Inga Tómassonar er borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með 6 atkvæðum, 5 greiða atkvæði með tillögunni.

      Deiliskipualagstillagan er borin upp til atkvæða og er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson leggur fram eftirfarandi bókun.
      “Fyrirséð er að timburklæðing kallar aukið viðhald og hleypir íbúðarkostnaði upp. Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta, höfunda breytingar á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við timbur eða steiningu á sjö húsum, nú er búið að samþykkja að notað verði eingöngu timbur á fjögur þriggja hæða fjöleignarhús. Ekki eru dæmi um það á höfuðborgarsvæðinu að sambærileg fjöleignarhús séu klædd með timbri að öllu leyti og vandfundin nýleg sérbýli sem eru einungis klædd timbri. Undirritaður harmar að fara eigi í tilraunastarfssemi sem þessa þar sem húsin munu fljótt láta á sjá undan íslenskri veðráttu.

    • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

      8.liður úr fundargerð SBH frá 19.apríl sl.
      1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. febrúar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Bæjarhraun samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið og barst ein athugasemd.
      Lögð fram umsögn vegna athugasemda.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn vegna athugasemdanna og felur umhverfis- og skipulæagsþjónustu að ljúka máli skv. 43. gr. skipulagslag nr. 123/2010.
      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson og leggur fram eftirfarandi tillögu:
      ” “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag við Bæjarhraun og málinu verði lokið samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkir að gerður verður samningur um úthlutun þessa svæðis þar sem skilyrði séu gerð um að Hafnarfjarðarbær geti leyst til sín landið án kvaða, skuldbindinga eða bótaskyldu. Innlausn væri gerð með 6 mánaða fyrirvara.”

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 22.apríl sl.
      Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar 27.apríl nk.

      Farið yfir dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.

      Rætt um fundartíma bæjarstjórnar og tilraun um breyttan fundartíma sem lýkur í lok apríl. Ákveðið að setja málið á dagskrá næsta fundar bæjarstjórnar, 27. apríl n.k.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

      Við fundarstjórn tekur Adda Mara Jóhannsdóttir 1. varaforseti.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram tillögu um að málinu verði vísað til forsetanefndar.

      Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

    • 1604433 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

      3.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 22.apríl sl.
      orsetanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi:

      Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar 2016 stendur. Síðasti bæjarstjórnarfundur fyrir sumarleyfi verði 22. júní n.k. og fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 17. ágúst n.k. Ráðsvika skal byrja í viku 32 þ.e. 8. ágúst n.k.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 20.apríl sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 8.apríl sl.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 14. og 19.apríl sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 12.apríl sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 12.apríl sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 4.apríl sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs frá 4.apríl sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.apríl sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 12. og 19. apríl sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.apríl sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs frá 4.apríl sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 22.apríl sl.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir, undir fundargerð fjölskylduráðs 22. apríl s.l., lið 7. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars. Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til máls tekur undir sömu fundargerð og sama lið Helga Ingólfsdótir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari.

      Borghildur Sölvey Sturludóttir víkur af fundi, í hennar stað mætir Pétur Óskarsson.

      Fundarhlé kl. 16:20. Fundi framhaldið kl. 17:29

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir undir fundargerð fræðsluráðs frá 20. apríl s.l. lið 1. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari. Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls undir sömu fundargerð sama lið. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson undir sömu fundargerð sama lið. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi. Sverrir Garðarsson bæjarfulltrúi svarar andsvari.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 1604029 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2015, síðari umræða

      2.liður úr fundargerð BÆJH frá 7.apríl sl.
      Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2015. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstrastjóri, mættu á fundinn.

      Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfullrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari öðru sinni. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Ársreikningur fyrir árið 2015 er samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

      Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
      “Tímamót í rekstri Hafnarfjarðarbæjar, viðspyrnu náð og bjart framundan.
      Ársreikningur 2015 endurspeglar langvarandi erfiðleika í fjárhag Hafnarfjarðarbæjar og lítið svigrúm til að mæta ófyrirséðum útgjöldum. Í ljósi þeirrar stöðu var á árinu ráðist í gagngera endurskoðun á rekstri bæjarins á grunni ítarlegrar greiningar, til að tryggja stöðugleika í rekstri hans. Niðurstaða ársins 2015 sýnir glöggt hve nauðsynlegar og tímabærar þær aðgerðir voru.
      Frávik frá fjárhagsáætlun ársins 2015 skýrast aðallega af kjarasamningum um launahækkanir sem reyndust umfram áætlanir, en einnig af endurkröfu um áður innheimt útsvar. Samtals drógu þessir tveir þættir reksturinn niður um tæpan einn milljarð króna.
      Frá árinu 2008 hefur einungis þrisvar verið afgangur af rekstrinum. Samtals nam rekstrartapið á þessum árum rúmum 12 milljörðum króna. Rekstrarafgangur ársins 2013 skýrist einkum af tvennu. Annars vegar gengishagnaði sem var 852 milljónir króna. vegna erlendra lána og eftirá greidds útsvars, sem reyndist ranglega innheimt, að upphæð 412 milljónir króna eða samtals 1.264 milljónir króna. Bærinn þurfti á árinu 2015 að endurgreiða þessa álagningu útsvars með vöxtum, eða samtals 423 milljónir króna sem skýrir að hluta hallann sem varð árið 2015.
      Afborganir skulda hafa á þessu átta ára tímabili verið fjármagnaðar með nýjum lánum og sölu eigna. Nýjum meirihluta var ljóst að þannig gæti það ekki haldið áfram. Með hliðsjón af því var ráðist í heildarúttekt á rekstri Hafnarfjarðarbæjar, sem hafði það að markmiði að snúa við þeirri óheillaþróun í rekstri bæjarsjóðs sem verið hafði undangengin ár og tryggja að afborganir lána og nýframkvæmdir væru fjármagnaðar með afgangi í rekstri.
      Í fjárhagsáætlun ársins 2016 og þriggja ára áætlun bæjarins koma þessi markmið skýrt fram, þ.e. gert er ráð fyrir rekstrarafgangi á árinu 2016 og árunum þar á eftir. Jafnframt að veltufé frá rekstri verði nógu mikið til að standa undir nýframkvæmdum og greiðslu afborgana. Engar lántökur eru fyrirhugaðar hjá bænum. Gangi þetta eftir stendur rekstur Hafnarfjarðarbæjar á tímamótum. Sögu rekstrartaps undanfarinna ára og fjármögnun afborgana lána með nýjum lántökum er lokið. Það eru bjartir tímar framundan í Hafnarfirði.”

      Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
      “Frá hruni hefur verið unnið markvisst að því að skapa jafnvægi í rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Markvissar aðgerðir áranna eftir hrun og endurfjármögnun langtímalána skiluðu miklum árangri sem birtist meðal annars í jákvæðri afkomu árið 2013. Í stað þess að halda áfram þeirri vinnu hefur meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks nú eytt næstum tveimur árum í að reyna að sannfæra bæjarbúa um að vinna við að endurreisa fjárhag bæjarins sé rétt að byrja og forsaga málsins hafi ekkert með hrun íslensks efnahagslífs að gera. Það kemur eflaust fáum á óvart að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilji ekki kannast við hrunið, orsakir þess eða afleiðingar en það vekur að sama skapi undrun margra að fulltrúar Bjartrar framtíðar skuli taka fullan þátt í þeim áróðri og því leikriti sem sett hefur verið á fjalirnar hér í bæjarstjórn síðustu tvö ár.
      Fyrir ári síðan var hér til umræðu ársreikningur fyrir árið 2014. Var þá gert mikið úr því að veltufé frá rekstri næði ekki þeim viðmiðunum sem sett voru sem skilyrði lánasamninga og gæti leitt til hærri vaxtagreiðslna fyrir bæjarsjóð. Nú bregður svo við eftir nær tveggja ára valdatíð meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks og tveggja ára taprekstur á bæjarsjóði að veltufé frá rekstri árið 2015 reynist enn lægra og langt undir fyrrnefndum viðmiðum. Ekki er þó minnst einu orði á þessa staðreynd né heldur neikvæð áhrif þessa á vaxtabyrði sveitarfélagsins.
      Á árunum eftir hrun var lögð höfuðáhersla á að standa vörð um velferðar- og grunnþjónustuna. Á öllum sviðum bæjarins var tekið mið af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og starfsemin skipulögð út frá því. Opnunartímum var breytt, starfsstöðvar sameinaðar, verkefni endurskipulögð og dregið úr yfirbyggingu og kostnaði við stjórnun. Með nýjum meirihluta fylgdi stefnubreyting sem endurspeglast í harkalegum niðurskurði í grunnþjónustu, fækkun starfsmanna í leik- og grunnskólum og lokun leikskólaúrræða á sama tíma og yfirbygging er aukin. Kostnaðarsömum uppsögnum reyndra lykilstarfsmanna á síðasta ári hefur verið fylgt eftir með fjölgun starfa í yfirstjórn og dæmalausri launahækkun bæjarstjóra. Allt tal um að þær aðgerðir eigi að skila bæjarfélaginu fjárhagslegum ávinningi dæmir sig sjálft.
      Á sama tíma og skorið er niður í viðhaldi og ekki er brugðist við ábendingum embættismanna um að eignir bæjarins standi undir skemmdum vegna viðhaldsleysis er fjármunum varið til nýframkvæmda sbr. byggingu nýrra íþróttahúsa bæði á Kaplakrika og Ásvöllum. Þrátt fyrir að full samstaða sé innan bæjarstjórnar og sameiginlegur skilningur á mikilvægi þess að tryggja góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og almennrar heilsueflingar fyrir bæjarbúa er erfitt að sjá hvernig hægt er að réttlæta slíkar ákvarðanir á sama tíma og ekki fást peningar til að mæta uppsafnaðri viðhaldsþörf þeirra fasteigna sem nú þegar eru í eigu og rekstri bæjarins.
      Það vekur athygli að á sama tíma og ráðist er í harkalegan niðurskurð í grunnþjónustu sveitarfélagsins, sbr. lokun fjögurra leikskólaúrræða og þjónustuskerðingu í ákveðnum hverfum bæjarins eru samþykkt áform um að hefja einkarekstur grunnskóla sem kallar á umtalsverð viðbótarútgjöld fyrir bæjarfélagið. Miðað við fyrirliggjandi útreikninga fræðslusviðs mun Hafnarfjarðarbær greiða ríflega 150 milljónir króna til rekstur nýs einkarekins grunnskóla en sparnaður á móti í núverandi skólakerfi er áætlaður að hámarki 50 milljónir en í versta falli enginn. Mismunurinn verður aðeins fjármagnaður með auknum álögum á skattgreiðendur í Hafnarfirði eða enn frekari niðurskurði í rekstri þeirra grunnskóla sem eru fyrir starfandi í sveitarfélaginu og Hafnarfjarðarbær rekur.”

Ábendingagátt