Bæjarstjórn

25. maí 2016 kl. 14:10

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1766

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður
 • Júlíus Andri Þórðarson varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen, Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir og Sverrir Garðarsson í hans stað mætir Júlíus Andri Þórðarson.[line][line]Fræðsluerindi um mannsal í umsjón Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Snorra Birgssonar lögreglufulltrúa hjá sama embætti var á undan bæjarstjórnarfundi sem hófst kl. 14:10.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekið yrði á dagskrá mál 1605488 Ályktun gegn mannsali. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ritari

 • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen, Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir og Sverrir Garðarsson í hans stað mætir Júlíus Andri Þórðarson.[line][line]Fræðsluerindi um mannsal í umsjón Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Snorra Birgssonar lögreglufulltrúa hjá sama embætti var á undan bæjarstjórnarfundi sem hófst kl. 14:10.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekið yrði á dagskrá mál 1605488 Ályktun gegn mannsali. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

 1. Almenn erindi

  • 1605488 – Ályktun gegn mansali

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að bæjarfélagið skuli veita hættunni á mansali sérstaka athygli. Farið verður yfir alla ferla hjá bænum með það að markmiði að vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart mansali. Allir innkaupaferlar og útboðsskilmálar verða yfirfarnir með tilliti til þess. Þá mun Hafnarfjarðarbær tryggja að starfsfólk og eftirlitsaðilar á vegum bæjarins fái fræðslu um hvernig bera megi kennsl á mansal.

   Ályktun samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1604134 – Selhella 6, lóðarumsókn

   18.liður úr fundargerð BÆJH frá 6.maí sl.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: “Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Selhellu 6 til Græna Víkingsins ehf.”

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 0704123 – Kaldársel, deiliskipulag

   5.liður úr fundargerð UMFRAM frá 18.maí sl.
   Lögð fram skipulagslýsing fyrir Kaldársel.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að senda skipulagslýsinguna í auglýsingu í samræmi við skipulagslög nr.123/2010.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

   4.liður úr fundargerð BÆJH frá 19.maí sl.
   Tekið fyrir að nýju. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.

   Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari.

   Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. 2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir forseti, kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Júlíus Andri Þórðarson.

   Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars.

   Fundarhlé kl. 16:00, fundi framhaldið kl. 16:15.

   Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og leggur fram eftirfarandi breytingartillögur við reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar:
   Reglunar nái til fulltrúa í ráðum og varamanna þeirra, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og þetta verði uppfært í drögunum.
   1.gr. orðist svo: Reglum þessum er ætlað að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fulltrúa í bæjarstjórn og ráðum og trúnaðarstörf þeirra utan bæjarstjórnar, að því marki sem þær ná til, og þar með auka gagnsæi á störfum bæjarstjórnar.
   Nýr liður bætist við 1. tl. 4. gr: d. Greiðslur frá Hafnarfjarðarbæ sem ekki falla undir framangreinda liði. Tegund greiðslna skal skráð.
   Nýr töluliður bætist í 4. grein, sem verði númer 4: 4. Skuldir. a. Lánadrottnar sem bæjarfulltrúi eða ráðsfulltrúi skuldar eða ber ábyrgð á lánum hjá. Skrá skal heiti og kennitölu lánadrottna. Töluliðurinn sem áður var númer 4 (“Samkomulag við fyrrverandi…”) verður þá númer 5.

   Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að breytingartillögu við hagsmunaskráningu verði vísað aftur til bæjarráðs en breytingartillögurnar ganga mun lengra en þær reglur sem fyrir þessum fundi liggja. Bæjarlögmanni verði falið að útfæra tillögurnar og senda þær bæjarráðsfulltrúum amk. tveimur sólarhringum fyrir fund bæjarráðs þar sem þær verða teknar til afgreiðslu.

   Fundarhlé kl. 16:22, fundi framhaldið kl. 17:15

   Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir.

   Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og upplýsir að það var misræmi í hvort reglurnar ættu að ná til varamanna í bæjarstjórn og í ráðum og í ljósi þess geri hann eftirfarandi viðbætur við breytingarnar: Reglurnar nái til fulltrúa sem taka fast sæti í ráðum, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og 2. gr. reglnanna breytist í samræmi við það.

   Forseti óskar eftir afstöðu bæjarfulltrúa til tillögu bæjarfulltrúa Rósu Guðbjartsdóttur og er hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  Fundargerðir

  • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17. maí sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 18.maí sl.
   a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27.apríl sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.apríl sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 18.maí sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 19.maí sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 12.maí sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.maí sl.
   c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.apríl sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 23.maí sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 20.maí sl.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir um fundargerð fjölskylduráðs frá 23. maí s.l. lið 3. og um fundargerð fræðsluráðs frá 18. maí s.l. lið 2. Til andsvars um fundargerð fræðsluráðs frá 18. maí s.l. kemur Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

   1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir um fundargerð fjölskylduráðs frá 23. maí s.l. lið 3 og 5.

   Við fundarstjórn tók forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Ábendingagátt