Bæjarstjórn

8. júní 2016 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1767

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Kristinn Andersen í stað mætir Kristín María Thoroddsen og Ófeigur Friðriksson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir.[line][line]Fyrir bæjarstjórnarfund var ungmennaráð með kynningu og lögðu fram tillögur til bæjarstjórnar. [line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekið yrði á dagskrá mál 1409495, Grunnskóli, stofnun nýs skóla. Er það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Kristinn Andersen í stað mætir Kristín María Thoroddsen og Ófeigur Friðriksson í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir.[line][line]Fyrir bæjarstjórnarfund var ungmennaráð með kynningu og lögðu fram tillögur til bæjarstjórnar. [line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fund og stjórnaði honum.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp afbrigði þess efnis að tekið yrði á dagskrá mál 1409495, Grunnskóli, stofnun nýs skóla. Er það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  1. Almenn erindi

    • 16011204 – Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting

      1. liður úr fundargerð SBH frá 31. maí sl.
      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016 varðandi skipulagsbreytingar í Skarðshlíð.

      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016, samþykkir Skipulags- og byggingarráð fyrir sitt leiti breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 30.05.2016, 2013-2025 fyrir svæði S33, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og lagfærðra aðalskipulagsgagna dags. 25. maí 2016 samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst að hluti af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs breytist í íbúðarbyggð.
      Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vinna og auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar, sem samþykkt var 10. júní 2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. Einn er fjarverandi. 4 sitja hjá.

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna ítreka bókun sína frá 3. febrúar s.l. í bæjarstjórn.
      Fulltrúr Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun: “Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem kynnt var bæjarbúum fyrir síðustu kosningar segir: „Nýtt hjúkrunarheimili verði byggt á Sólvangsreitnum og svæðið þannig fest í sessi sem miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði, þar sem unnt verði að fjölga hjúkrunarrýmum. Áfram verði gert ráð fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð í framtíðinni.“ Á meðan ekki liggur fyrir hvort hugmyndir um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum teljast raunhæfar leggjumst við alfarið gegn breytingum á núgildandi skipulagi Skarðshlíðar, enda gætu þær leitt til þess að enn lengri tími muni líða þar til þessi þjónusta kemst í ásættanlegt horf fyrir aldraða bæjarbúa í Hafnarfirði.”

      Fundarhlé kl. 14:30. Fundi framhaldið kr. 14:43.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram eftirfandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar: Í greinargerð með tillögu að breyttu aðalskipulagi sem hér er til umfjöllunar er gert ráð fyrir að áform um byggingu hjúkrunarheimilis færist af svæði merktu S33 yfir á svæði S34, sem áður var ætlað undir leik- og grunnskóla í Hamranesi og er að flatarmáli tveimur hekturum stærra en svæði S33.
      Því er hér, þvert á fullyrðingar minnihlutans, um að ræða aukningu á þjónustusvæði en ekki minnkun, auk þess sem magn íbúða er ekki að aukast, þótt jákvæðar breytingar séu að verða á gæðum svæðisins. Loks er ljóst að enn er fyllilega staðið við þá stefnumótun að Vellirnir verði einn af þjónustukjörnum í málaflokki aldraðra þvert á það sem minnihlutinn heldur fram.
      Bæjarfulltrúum meirihlutans er fyrirmunað að skilja út á hvað athugasemdir minnihlutans ganga, sérlega fram kominn fögnuður sem oddviti Samfylkingar lýsti í máli sínu með þær tafir sem formgallar í kynningu aðalskipulagsbreytinga hafa valdið.
      Þær tafir munu því miður valda seinkun á afhendingu lóða, sem meðal annars er til þess fallin að tefja samstarf um uppbyggingu leiguhúsnæðis á svæðinu, sem er mjög brýnt samfélagslegt verkefni, svo ekki sé minnst á uppbyggingu íbúðahúsnæðis í bænum almennt.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundartjórn.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Liður 2 úr fundargerð SBH frá 31.maí sl.
      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016 varðandi skipulagsbreytingar í Skarðshlíð.

      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016, samþykkir skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar fyrir sitt leiti breytt deiliskipulag Skarðshlíðar sem samþykkt var 10.06.2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallarbraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opins svæðis sem merkt er HVa9 á aðalskipulagsuppdrætti 2013-2025. Uppdráttur Yddu arkitektar ehf. að breyttu deiliskipulagi er dags. 19.02.2016.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og lagfærðra aðalskipulagsgagna dags. 30. maí 2016 samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga (eða laga nr. 123/2010). Í breytingunni felst að hluti af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs breytist í íbúðarbyggð.
      Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vinna og auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar, sem samþykkt var 10. júní 2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og 4 sitja hjá.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      6. liður úr fundargerð SBH frá 31. maí sl.
      Vinna við deiliskipulag svæðisins tekin til umfjöllunar. Drög að lýsingu deiliskipulagsverkefnisins dags. 25.5.2016 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deilskipulagslýsinguna, og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsingun í samræmi við 2. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2010

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

      Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun nýs skóla

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi kemur til andsvars öðru sinni.

      Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls undir fundarsköp og ber af sér ámæli.

      Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls undir fundarsköp og ber af sér ámæli.

      Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til andsvars við ræðu bæjarfulltrúa Gunnar Axel Axelsson kemur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Bæjafulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson gerir stutta athugasemd. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir gerir stutta athugasemd.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Við fundarstjórn tekur Rósa Guðbjarsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari öðru sinni. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

      Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls í þriðja sinn og leggur fram eftirfarandi bókun Samfylkingar og Vinstri Grænna: “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við samþykkt þjónustusamnings um einkarekinn grunnskóla í Hafnarfirði. Ljóst er að með þjónustusamningi við skólann aukast útgjöld bæjarins um tugi milljóna. Í gögnum er ekki gerð fullnægjandi grein fyrir húsnæðismálum skólans og óljóst hvort þau uppfylli kröfur grunnskólalaga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustað, ekki síst hvað varðar skólalóð. Þá teljum við rekstrarforsendur skólans hæpnar ef miða á við að Hafnarfjarðarbær greiði eingöngu með 45 nemendum þegar forsvarsmenn skólans hafa gert ráð fyrir 120 nemendum til þess að rekstur skólans gangi upp til lengri tíma. Þá má einnig benda á þversagnir í innsendum gögnum varðandi jafnt aðgengi nemenda að skólanum. Eins er augljóst að fyrirhuguð innheimta skólagjalda mun leiða til þess að ekki eigi allir kost á að sækja skólann.
      Að ofansögðu teljum við engar forsendur til að samþykkja þjónustusamning um nýjan grunnskóla við Framsýn-Skólafélag.
      Við ítrekum fyrri bókanir okkar og gerum alvarlegar athugasemdir við þá forgangsröðun sem birtist í þessum gjörningi að kosta tugum milljóna til þess að fjármagna einkaskóla í stað þess að láta umframfjármuni renna til leik- og grunnskóla sem bæjarfélagið rekur sjálft.”

      Til máls öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson og leggur fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar: “Í fyrirliggjandi þjónustusamningi er ýmislegt sem telst nýmæli í samningi sem þessum og má þar nefna þak á skólagjöld, aukið eftirlit með innritun barna, auknar kröfur um mat á þörfum vegna sérkennlu, að hagnaði verði varið í innra starfið en ekki í arðgreiðslur og öflugra ytra mat á skólastarfi. Þá er samningurinn gerður til 2ja ára með endurskoðun að ári liðnu. Skólinn fengið viðurkenningu Menntamálastofnunar og uppfyllir því öll skilyrði hvað varðar skólastarf og húsnæði. Ekki verður nauðsynlegt að auka fjárheimildir á þessu ári vegna skólans, þar sem rými skapast við að miðdeild Barnaskóla Hjallastefnunnar hættir og dekkar allan kostnað bæjarins á árinu. Þess ber að geta að síðastliðin tvö ár hefur inngjöf í hafnfirskt skólastarf verið töluverð, ekki síst vegna þess að kennurum hefur fjölgað um 50 á tímabilinu á meðan nemendum hefur fjölgað um rúmlega 100.”

    • 1604408 – Forsetakosningar 2016

      Lögð fram tillaga kjörstjórnar Hafnarfjarðar að kjörstöðum og undirkjörstjórnum vegna forsetakjörs sem fram fer 25. júní n.k. sbr. 68. gr, 10.gr. og 15.gr. l.24/2000, sbr. l. 36/1945.
      Kjörstaðir eru 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir eru 13.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun Samfylkingar og Vinstri Grænna: “Fulltrúar Samfylkingar og VG beina því til kjörstjórnar að sérstaklega verði hugað að aðgengi íbúa á Völlum fyrir komandi alþingiskosningar og kannaður grundvöllur þess að fjölga kjörstöðum með því að hafa einn þeirra staðsettan í Vallahverfi. Jafnframt beina fulltrúar Samfylkingar og VG því til bæjarráðs að kanna grundvöll þess að boðið verði uppá fríar strætóferðir í Hafnarfirði á kjördag í komandi forsetakosningum og sérstaklega verði hugað góðum samgöngum Vallahverfis og kjörstaða. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu kjörstjórnar Hafnarfjarðar, að við forsetakosningar þann 25. júní n.k. verði kjörstaðir 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir verði 13.

      Tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

      6. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.júní sl.
      Á fundi bæjarstjórnar þ. 25.maí sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
      1604144 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa
      4.liður úr fundargerð BÆJH frá 19.maí sl.
      Tekið fyrir að nýju. Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn.
      Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar.
      Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og leggur fram eftirfarandi breytingartillögur við reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum bæjarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan bæjarstjórnar:
      Reglunar nái til fulltrúa í ráðum og varamanna þeirra, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og þetta verði uppfært í drögunum.
      1.gr. orðist svo: Reglum þessum er ætlað að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fulltrúa í bæjarstjórn og ráðum og trúnaðarstörf þeirra utan bæjarstjórnar, að því marki sem þær ná til, og þar með auka gagnsæi á störfum bæjarstjórnar.
      Nýr liður bætist við 1. tl. 4. gr: d. Greiðslur frá Hafnarfjarðarbæ sem ekki falla undir framangreinda liði. Tegund greiðslna skal skráð.
      Nýr töluliður bætist í 4. grein, sem verði númer 4: 4. Skuldir. a. Lánadrottnar sem bæjarfulltrúi eða ráðsfulltrúi skuldar eða ber ábyrgð á lánum hjá. Skrá skal heiti og kennitölu lánadrottna. Töluliðurinn sem áður var númer 4 (“Samkomulag við fyrrverandi…”) verður þá númer 5.
      Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að breytingartillögu við hagsmunaskráningu verði vísað aftur til bæjarráðs en breytingartillögurnar ganga mun lengra en þær reglur sem fyrir þessum fundi liggja. Bæjarlögmanni verði falið að útfæra tillögurnar og senda þær bæjarráðsfulltrúum amk. tveimur sólarhringum fyrir fund bæjarráðs þar sem þær verða teknar til afgreiðslu.
      Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen og upplýsir að það var misræmi í hvort reglurnar ættu að ná til varamanna í bæjarstjórn og í ráðum og í ljósi þess geri hann eftirfarandi viðbætur við breytingarnar: Reglurnar nái til fulltrúa sem taka fast sæti í ráðum, en ekki eingöngu bæjarfulltrúa og 2. gr. reglnanna breytist í samræmi við það.
      Forseti óskar eftir afstöðu bæjarfulltrúa til tillögu bæjarfulltrúa Rósu Guðbjartsdóttur og er hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætir á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar telja brýnt að ekki verði frekari töf á málinu og reglurnar komist til framkvæma og leggjast því ekki gegn þessum breytingum sem nú eru komnar fram frá fulltrúum meirihlutans, sem þó eru án alls rökstuðnings og erfitt að er að sjá hvaða tilgangi eigi að þjóna öðrum en að tefja málið enn frekar.

      Gunnar Axel Axelsson vék hér af fundi.

      Fulltrúar BF og VG leggja til að við næstu endurskoðun reglna um hagsmunaskráningu verði orðalagi í grein 2a breytt þannig að á undan “setu í bæjarstjórn” komi orðin “framboðs til og”.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

      Undirrituð leggja ríka áherslu á að hugsanleg hagsmunatengsl þeirra sem taka ákvarðanir fyrir bæjarfélagið hafi ekki áhrif á störf þeirra. Nú þegar liggja fyrir sveitarstjórnarlög, siðareglur og samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, sem kjörnir fulltrúar gangast undir. Með fyrirliggjandi reglum er einnig kallað eftir að fjárhagslegir hagsmunir, s.s. tekjur, eignir og skuldir, séu birtir. Í reynd er óraunhæft er að reglur af þessu tagi tryggi að tekið sé til allra hagsmuna sem kunna að skipta máli og þeim er ekki ætlað að ná til hagsmuna sem eru af öðrum toga en fjárhagslegum. Því er fagnað að bæjarráð taki þessi mál til umræðu og sameinist um þetta fyrsta skref.

      Loks er minnt á að fátt kemur betur í veg fyrir hagsmunaárekstra en gagnsætt ferli ákvarðana og gagnrýnin og opin umræða um þær og endanlega bera kjörnir fulltrúar sjálfir ábyrgð á verkum sínum gagnvart kjósendum.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

      Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir ber af sér ámæli.

      Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson ber af sér ámæli.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson gerir stutta athugasemd. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kemur að stuttri athugasemd.

      Bæjarstjórn samþykktir framlagðar reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum bæjarfulltrúa og fulltrúa í fagráðum utan bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      3.liður úr fundargerð FJÖH frá 23.maí sl.
      Samþykkt með áorðnum breytingum.
      Sviðstjóra falið að undirbúa stofnfund.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Staðfest samþykkt fjölskylduráðs frá 23. maí s.l. að drögum að samþykktum og erindisbréfi fyrir fjölmenningarráð Hafnfirðinga. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 3.júní sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 31.maí sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1.júní sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 1.júní sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 27.maí sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 2.júní sl.
      a. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 19. og 30.maí sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.maí sl.
      c. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitafélaga frá 29.apríl sl.
      d. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 20. og 25. maí sl.
      e. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.maí sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 3.júní sl.

Ábendingagátt