Bæjarstjórn

31. ágúst 2016 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1769

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen 2. varaforseti
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður
 • Ófeigur Friðriksson varamaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen, Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Ófeigur Friðriksson[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

 • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Unnur Lára Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen, Gunnar Axel Axelsson í hans stað mætir Ófeigur Friðriksson[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1605080 – Garðavegur 13, breyting

   3.liður úr fundargerð SBH frá 23.ágúst sl.
   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22.6.2016 var tekið fyrir á ný erindi Birkis Marteinssonar og Höllu S. Sigurðardóttur dags. 04.05.16 um að reisa hæð ofan á steinsteypt hús samkvæmt teikningum Olgu Sigfúsdóttur dags.29.04.2016.
   Samþykkt var að grenndarkynna erindið 11.5. sl.
   Grenndarkynningu er lokið og barst ein athugasemd. Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarráðs.
   Ennfremur lögð fram andmæli eigenda Garðavegs 16 dags. 15.06.2016 og athugun á skuggavarpi dags. 14.07.2016, sem unnið var af eyLAND arkitektum.

   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22.08.2016.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyririliggjandi breytingu skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

   Adda María Jóhannsdóttir tók til máls undir fundarsköp.

   Fundarhlé kl. 14:07 fundi framhaldið kl. 14:12.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Framlögð tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1309617 – Bergsskarð 5, úthlutun

   4.liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl.
   Tillaga um afturköllun á úthlutun lóðar. Lóðinni var úthlutað 2013 en með breyttu skipulagi er hún ekki lengur til staðar.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mæta á fundinn.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að vegna breytinga á skipulagi verði úthlutun á lóðinni Bergsskarð 5 til Þrastarverks ehf. afturkölluð.

   Bæjarstjórn samþykkir að afturkalla úthlutun á lóðinni Bergsskarði 5 til Þrastarverks ehf.

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1608397 – Brenniskarð 1, úthlutun

   5.liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl.
   Tillaga um að lóðinni Brenniskarði 1 verði úthlutað til Þrastarverks ehf.
   Lögð fram tillaga að samningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Þrastarverks ehf.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mæta á fundinn.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Þrastarverk ehf. um skipti á lóðunum Bergsskarði 5 og Brenniskarði 1 og kaup á lóðinni Brenniskarð 1 verði samþykktur. Jafnframt leggur bæjarráð til að Þrastarverki ehf. verði úthlutuað lóðinni Brenniskarð 1.

   Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Brenniskarði 1 til Þrastarverks ehf með 11 samhljóða atkvæðum.

   Eftir afgreiðslu á lið nr. 4 ber forseti upp tillögu um afbrigði við dagskrá að greidd verði atkvæði um framlagðan samning við Þrastarverk ehf. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Þrastarverk ehf. um skipti á lóðunum Bergsskarði 5 og Brenniskarði 1 og kaup Þrastarverks ehf á lóðinni Brenniskarð 1 með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

   8.liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl.
   Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna samkomulags um þóknun fyrir rekstur málsins S-1/2011 fyrir óbyggðanefnd.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2016 verði samþykkt.

   Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

   Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáæltun 2016 með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1409495 – Grunnskóli, stofnun skóla, nýr skóli, Framsýn

   Framsýn, húsnæði, umræða

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir undir fundarsköp og leggur fram tillögu um að fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29. ágúst 2016 verði sett undir málið. Tillagan er samþykkt með 10 samhjóða atkvæðum, einn bæjarfulltrúa fjarverandi.

   Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari öðru sinni. Ófeigur Friðriksson kemur að stuttri athugasemd.

   Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfullrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birki Einarsson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

   Til máls tekur Ófeigur Friðriksson. Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson svarar andsvari.

   Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson tekur til máls í þriðja sinn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson svarar andsvari.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Fundarhlé kl. 15:30, fundi er framhaldið kl. 15:42.

   Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
   “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að í bókun sem lögð var fram í fræðsluráði þann 8. júní sl. komu strax fram áhyggjur okkar varðandi húsnæði Unglingaskólans NÚ að Flatahrauni 3 sem rekin er af Framsýn, skólafélagi. Þá þegar var óljóst hvort húsnæðið uppfyllti kröfur grunnskólalaga um skólalóð, aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustað. Við höfum miklar áhyggjur af þeim athugasemdum sem fram hafa komið af hálfu byggingarfulltrúa og heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. Í umsögn byggingafulltrúa sem dagsett er 11. ágúst sl. kemur fram að teikningar uppfylli ekki kröfur um skólahúsnæði samkvæmt reglugerð og samkvæmt eftirlitskýrslu heilbrigðisnefndar dags. 24. ágúst sl. er ýmsu ábótavant varðandi aðstöðu í húsnæðinu, m.a. salernisaðstaða og handlaugar. Þá vekur það athygli að forráðamenn unglingaskólans NÚ hafi ekki sent inn umsókn um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits fyrr en 8. ágúst sl. þegar samþykki um rekstur skólans lá fyrir í byrjun júní. Það er með öllu óskiljanleg af hverju sú umsókn var ekki send inn fyrr svo hægt væri að bregðast við athugasemdum áður en skólastarf hófst.Við lítum þessa stöðu alvarlegum augum enda á engan afslátt að gefa af settum lögum og reglum þegar um starfsaðstöðu barna er að ræða. Ábyrgðin er alfarið Hafnarfjarðarbæjar þótt hér sé um einkaskóla að ræða.”

   Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fullrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
   “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar benda á að málið er í ferli hjá heilbrigðiseftirlitinu og ekki til meðferðar hjá bæjarfélaginu. Umfjöllun heilbrigðiseftirlitsins er ekki lokið en unnið verður að málinu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.”

  • 1608765 – Hraunavík, örplast,losun

   Tillaga bæjarfulltrúa Margrétar Gauju Magnúsdóttur:

   “Samkvæmt frétt sem birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 29. ágúst kemur fram að engar hömlur virðast vera á losun örplasts frá Hraunavík. Matís hefur unnið skýrslu um málefnið í norrænu samstarfi við Sænsku umhverfisrannsóknarstofnunina (IVL) og Finnsku umhverfisstofnunina (SYKE) og Aalto-háskólann í Finnlandi.

   Óskað er eftir að fá úttekt á Hraunavík og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir losun örplast ásamt kostnaðaráætlun.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

  Fundargerðir

  • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fræðsluráðs frá 24.ágúst sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 25.ágúst sl.
   a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 15.júlí og 19.ágúst sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.ágúst sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 26.ágúst sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.ágúst sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.ágúst sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 26.ágúst sl.

   Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson undir fundargerð bæjarráðs 25. ágúst s.l.lið 2.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birki Einarsson undir sömu fundargerð lið 15.

   Til mál tekur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen undir sömu fundargerð lið 1.

   Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls undir sömu fundargerð lið 2. Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen tekur til máls undir sömu fundargerð lið 2. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birki Einarsson undir sömu fundargerð lið 15.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson undir fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 23. ágúst s.l. lið 11.

Ábendingagátt