Bæjarstjórn

23. nóvember 2016 kl. 14:20

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1775

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Pétur Gautur Svavarsson varamaður

Kynningarfundur um Borgarlínuna hófst kl. 13 á undan bæjarstjórnarfundi, verkefnastjóri hjá SSH annaðist kynninguna.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Kristinn Andersen í hans stað mætir Kristín María Thoroddsen og Helga Ingólfsdóttir í hennar stað mætir Pétur Gautur Svavarsson.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður

Kynningarfundur um Borgarlínuna hófst kl. 13 á undan bæjarstjórnarfundi, verkefnastjóri hjá SSH annaðist kynninguna.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Kristinn Andersen í hans stað mætir Kristín María Thoroddsen og Helga Ingólfsdóttir í hennar stað mætir Pétur Gautur Svavarsson.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1608030 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting v. vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

      1.liður úr fundargerð SBH frá 15.nóv. sl.
      Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst var samþykkt breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05. 2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar og hún auglýst í samræmi við 31. gr. laga 123/2010.
      Fyrirliggur jákvæð umsögn Svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins. Skv. ákvæðum skipulagslaga 2. mgr. 30. gr þarf að kynna tillöguna áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Búið er að kynna lýsingu fyrir almenningi og fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunnar. Umhverfisskýrsla fylgir tillögunni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum,
      breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010

    • 1609257 – Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1

      2.liður úr fundargerð SBH frá 15.nóv. sl.
      Lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir Undirhlíðanámu vegna raflína, lagður fram uppdráttur dags. 13.9.2016 ásamt umhverfisskýrslu dags. 15.9.. Matslýsing liggur fyrir skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

      Skipulags- og byggingarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlanna nr. 105/2006 og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr laga um umhverfismat áætlanna nr. 105/2006 og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 0704123 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag

      3.liður úr fundargerð SBH frá 15.nóv.sl.
      Skipulagshöfundur mætti og kynnti tillöguna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag Kaldársels, Kaldárbotna og Gjánna og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi deiliskipulag Kaldársels, Kaldárbotna og Gjánna og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1606514 – Fulltrúar í sveitarstjórnum, viðmiðunarlaunatafla

      22.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.
      Frestað á fundi bæjarstjórnar 9.nóv. sl.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögu:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að algjör forsendubrestur hafi orðið í samþykkt um launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með úrskurði Kjararáðs. Það var sameiginleg tillaga forsetanefndar þann 30. september sl. og samþykkt af bæjarráði þann 6. október að hlutfall af þingfararkaupi yrði útfært á þann veg að ekki leiddi til launahækkanna. Laun bæjarfulltrúa hafa tekið breytingum í samræmi við almenna launaþróun og óhóflegar hækkanir líkt og Kjararáð hefur nú úrskurðað um getum við ekki gengist undir. Því leggjum við til að bæjarráð staðfesti að launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 1. nóvember muni ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

      Afgreiðslu tillögunnar er frestað til næsta fundar ráðsins.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vg óska eftir að endurflytja eftirfarandi tillögu sem frestað var í bæjarráði – í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja til að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að launahækkanir samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 1. nóvember sl. muni ekki hafa áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og áfram verði miðað við þau launakjör sem í gildi voru fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs.

      Greinargerð:
      Við teljum að algjör forsendubrestur hafi orðið í samþykkt um launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði með úrskurði Kjararáðs. Laun bæjarfulltrúa hafa tekið breytingum í samræmi við almenna launaþróun og óhóflegar hækkanir líkt og Kjararáð hefur nú úrskurðað um getum við ekki gengist undir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að fresta afgreiðslu málsins. Frestun málsins er samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram efirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að hafa nú frestað í tvígang tillögu okkar um að launahækkanir samkvæmt úrskurði kjararáðs hafi ekki áhrif á launakjör bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Það eru kaldar kveðjur til almennra launþega sem ekki hafa fengið viðlíka hækkanir á sínum launakjörum.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Eva Lín Vilhjálmsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Sverrir Garðarsson

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun: Laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði eiga að vera sambærileg við það sem gerist meðal kjörinna fulltrúa í öðrum sveitarfélögum, fylgja leiðbeinandi tilmælum frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og launaþróun á vinnumarkaði almennt. Í ljósi nýlegrar ákvörðunar kjararáðs telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar brýnt að Alþingi endurskoði lög um kjararáð og ákvörðun ráðsins sem um ræðir.
      Rósa Guðbjartsdóttir
      Guðlaug Kristjánsdóttir
      Kristinn Andersen
      Borghildur Sölvey Sturludóttir
      Unnur Lára Bryde
      Ólafur Ingi Tómasson
      Helga Ingólfsdóttir.

      Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.

      Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.

      Bæjarfullrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls öðru sinni.

      Fundarhlé kl. 15:06, fundi framhaldið kr. 15:12.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls öðru sinni tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir óskar eftir að leggja fram skýrslu.

      Gert fundarhlé k. 15:20 fundi framhaldið kl. 15:23.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir hafnar framlagningu skýrslunnar.

      Borin upp til atkvæða eftirfarandi tillaga: “Bæjarstjórn samþykkir að fresta breytingum á launum kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði sem tengd eru þingfararkaupi, að sinni, þar til Alþingi hefur fjallað um úrskurð kjararáðs.”

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Til mál tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun: “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna ítreka fyrri bókanir um launamál kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ og viðbrögð við úrskurði Kjararáðs frá 1. nóvemver sl. Að okkar mati leiddi sú umdeilda ákvörðun til algjörs forsendubrests og slíkar hækkanir getum við ekki fallist á. Þess vegna höfum við lagt til í tvígang að þessari ákvörðun væri hafnað í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Við föllumst á þessa breytingartillögu nú en áskiljum okkur rétt til að taka málið upp aftur þegar í ljós kemur hvaða afstöðu Alþingi mun taka til úrskurðar Kjararáðs.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Gunnar Axel Axelsson
      Margrét Gauja Magnúsdóttir
      Sverrir Garðarsson”

    • 1611030 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá

      6.liður úr fundargerð BÆJH frá 17.nóv. sl.
      Gjaldskrá SHS lögð fram.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá SHS verði samþykkt.

      Framlögð gjaldskrá SHS samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      14.liður úr fundargerð BÆJH frá 17.nóv. sl.
      Lögð fram drög að reglum um stofnframlög.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um stofnframlög verði samþykktar.

      Við fundastjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkkvæðum framlagðar reglur um stofnframlög.

    • 1606445 – Álagningarhlutfall útsvars 2017

      17.liður úr fundargerð BÆJH frá 17.nóv.sl.
      Skv. 1. málsgr. 24. gr. laga nr. 4/1995 skal sveitarstjórn ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári.

      Tillaga um að álagningarhlutfall útsvars árið 2017 verði 14,48%.

      Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um að álagningarhlutfall útsvars árið 2017 verði 14,48% til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      Framlögð tillaga borin upp til atkvæða. 7 greiða atkvæði með tillögunni 3 greiða atkvæði gegn tillögunni og 1 situr hjá.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja óráðið að leggja til lækkun á álagningarhlutfalli útsvars á þessum tímapunkti.
      Á sama tíma og sveitarfélagið er hægt og rólega að ná sér eftir afleiðingar efnahagshrunsins og fyrir liggur að nauðsynlegt sé að ráðast í ýmsa brýnar framkvæmdir, s.s. byggingu leik- og grunnskóla, og stórir hópar starfsmanna leggja fram kröfur sínar um mannsæmandi laun þá skýtur það skökku við að ráðast í tekjulækkandi aðgerðir sem augljóst má telja að skili lítilli sem engri aukningu í ráðstöfunartekjum meginþorra bæjarbúa.
      Áætlað er að aðgerðin leiði til ríflega 46 milljóna króna tekjulækkunar fyrir bæjarsjóð á næsta ári. Engin rökstuðningur liggur fyrir af hálfu meirihlutans um vænt áhrif af breytingunni, t.d. á stöðu mismunandi tekjuhópa. Miðað við einstakling með meðallaun má þó gróflega áætla að ráðstöfunartekjur hans aukist um 100-200 krónur á mánuði vegna þessarar ákvörðunar. Aðgerð sem kostar bæjarsjóð tugi milljóna en skilar sér sem engu nemur til venjulegs fólks er málamyndaaðgerð sem við getum ekki sæst á að sé skynsamleg miðað við núverandi stöðu.
      Eðlilegra væri að bæjarstjórn sameinaðist um það að leita allra leiða til að tryggja að sveitarfélagið geti staðið undir skuldbindingum sínum gagnvart bæjarbúum. Á meðan hundruð einstaklinga sem skilgreindir eru brýnni þörf á biðlistum eftir lögbundinni húsnæðisþjónustu, þegar mikil óvissa ríkir í kjaramálum fjölmennra starfsstétta sveitarfélaga og hagur margra hópa í samfélaginu er óásættanlegur, er ekki hægt að réttlæta slíka aðgerð sem gagnast fæstum að nokkru ráði nema kannski helst þeim sem eru með hæstar tekjurnar og eru í minnstri þörf fyrir þjónustu af hálfu bæjarfélagsins.
      Gunnar Axel Axelsson
      Margrét Gauja Magnúsdóttir
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sverrir Garðarsson.

      Atkvæðagreiðsla er endurtekin. Framkomin tillaga um að álagningarútsvar verði 14,48% er samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum 4 sita hjá.

    • 1611210 – Selhella 4, lóðarumsókn

      19.liður úr fundargerð BÆJH frá 17.nóv. sl.
      Tillaga: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Agli Árnasyni ehf. verði úthlutað lóðinni Selhellu 4.

      Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Agli Árnasyni ehf. verði úthlutað lóðinni Selhellu 4.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Selhellu 4 til Egils Árnasonar ehf.

    Fundargerðir

    • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.nóv. sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 16.nóv. sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 17.nóv. sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 10.nóv. sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 5.nóv. sl.
      c. Fundargerðir stjórnar SSH frá 24.okt. og 7.nóv. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 18.nóv. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.nóv. sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21.okt. sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 18.nóv. sl.

      Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls undir fundargerð umhverfs- og framkvæmdaráðs lið 10. Við fundarstjórn tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson tekur til máls undir fundarsköp.

      Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls undir fundarsköp.

      Óskað hefur verið eftir að endurtaka atkvæðagreiðslu í máli nr. 7 – 1606445 og er það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ábendingagátt