Bæjarstjórn

21. desember 2016 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1777

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen 2. varaforseti
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
 • Pétur Gautur Svavarsson varamaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Ólafur Ingi Tómasson í hans stað mætir Pétur Gautur Svavarsson og Margrét Gauja Magnúsdóttir í hennar stað mætir Friðþjófur Helgi Karlsson.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Kynningarfundur um deiliskipulag Skarðshlíð, 2.áfangi, var haldinn á undan bæjarstjórnarfundi og hófst hann kl. 13:15.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár þá tilkynnti forseti að taka þyrfti að dagskrá mál nr. 7 og fjarlægja af dagskrá fundargerð fræðsluráðs frá 14. desember s.l., samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ritari

 • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Ólafur Ingi Tómasson í hans stað mætir Pétur Gautur Svavarsson og Margrét Gauja Magnúsdóttir í hennar stað mætir Friðþjófur Helgi Karlsson.[line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Kynningarfundur um deiliskipulag Skarðshlíð, 2.áfangi, var haldinn á undan bæjarstjórnarfundi og hófst hann kl. 13:15.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár þá tilkynnti forseti að taka þyrfti að dagskrá mál nr. 7 og fjarlægja af dagskrá fundargerð fræðsluráðs frá 14. desember s.l., samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

 1. Almenn erindi

  • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   Lögð til eftirfarandi breyting:

   Fræðsluráð, varamaður:
   út: Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
   inn: Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42,
   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

   6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.des. sl.
   Lögð fram tillaga Yddu arkitekta ehf. að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar ásamt greinagerð/skilmálum. dags. 13.12.2016. Skipulagshöfundar mættu á fundinn.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu og auglýsingu hennar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. 123/2010 fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu og auglýsingu hennar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. 123/2010.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

   Framlögð tillaga til bæjarstjórnar borin undir atkvæði: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu og auglýsingu hennar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. 123/2010.”

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1610397 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

   10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.des. sl.
   Tekin til umræðu hugmynd að byggð við Hjallabraut.Fara þarf í aðalskipulagbreytingu sem og deiliskipulagsbreytingu fyrir svæðið vegna hugmynda um þéttingu og uppbyggingu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

   Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

   Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Döggu Ásud. Kristinsdóttir. Við fundarstjórn tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir svarar andsvari. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls í annað sinn tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Kristinn Andersen.

   Gert fundarhlé kl. 14:40, fundi fram haldið kl. 14:48.

   Forseti ber upp tillögu að málinu sé frestað er það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum, 1 situr hjá.

  • 1612199 – Selhella 6, umsókn um lóð

   15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.des. sl.
   Lögð fram umsókn Verkefnis ehf um lóðina Selhellu 6.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Verkefni ehf verði úthlutað lóðinni Selhellu 6.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að Verkefni ehf verði úthlutað lóðinni Selhellu 6.

  • 1612163 – Einhella 6, lóðarumsókn

   16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.des. sl.
   Lögð fram umsókn Stróks ehf um lóðina Einhellu 6.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Stróki ehf verði úthlutað lóðinni Einhellu 6.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða að Stróki ehf verði úthlutað lóðinni Einhellu 6.

  • 1611371 – Norðurhella 13, lóðarumsókn

   17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.des. sl.
   Lögð fram umsókn Selsins Fasteignafélags ehf um lóðina Norðurhellu 13.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Norðurhellu 13 verði úthlutað til Selsins Fasteignafélags ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að Selinu Fasteignafélagi ehf verði úthlutað lóðinni Norðurhellu 13.

  Fundargerðir

  • 1601859 – Fundargerðir 2016, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 16.des. sl.
   Fundargerð umhverfis og framkvæmdaráðs frá 14.des.sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.des. sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 15.des. sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 8.des. sl.
   b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 24.nóv. og 8.des. sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 19.des. sl.

   Til máls tekur bæjarfullrúi Adda María Jóhannsdóttir um fundargerð fjölskylduráðs lið 6, byggingar- og skipulagsráðs lið 7 og umhverfis- og framkvæmdaráðs lið 5. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

   Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls undir fundargerð fjölskylduráðs lið 6 og umhverfis- og framkvæmdaráðs lið 5. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir og óskar bæjarfulltrúm,starfsmönnum og íbúum gleðilegra jóla. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls og óskar bæjarfulltrúum og íbúum gleðlilegra jóla. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir bæjarstjórn og íbúum gleðilegra jóla. Til máls tekur bæjarstjóri og óskar bæjarfulltrúum, starfsmönnum og íbúum öllum gleðilegra.

   Forseti óskar fyrir hönd bæjarstjórnar bæjarbúum gleðilegra jóla.

   Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir áramót verði 18. janúar 2017.

Ábendingagátt