Bæjarstjórn

1. febrúar 2017 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1779

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Kynningarfundur um Fornubúðir 5, byggingaráform, hefst kl. 13:30 í Hafnarborg. [line]Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu mætir til fundarins og annast kynninguna.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Adda María Jóhannsdóttir og mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir í hennar stað. Unnur Lára Bryde yfirgaf fundinn kl. 16:33 og í hennar stað mætti Skarphéðinn Orri Pétursson. [line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri

Kynningarfundur um Fornubúðir 5, byggingaráform, hefst kl. 13:30 í Hafnarborg. [line]Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu mætir til fundarins og annast kynninguna.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Adda María Jóhannsdóttir og mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir í hennar stað. Unnur Lára Bryde yfirgaf fundinn kl. 16:33 og í hennar stað mætti Skarphéðinn Orri Pétursson. [line][line]Auk ofangreindra bæjarfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1608030 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting v. vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan.sl.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2016 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010.
      Athugasemdarfrestur er liðinn. Lagðar fram athugasemdir sem bárust.
      Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Náttúruverndarsamtk Suðvesturlands dags. 10.01.2017, Lárusi Vilhjálmssyni dags. 10.01.2017. og Hraunavinum dags. 09.01.2017.
      Lögð fram drög að svörum við athugasemdum.
      Ívar Bragason lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ mætti til fundarins vegna þessa máls.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsagnir við athugasemdum og skipulagið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að málinu verði lokið í samræmi við 2. mgr. 32. gr. laga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson um fundarsköp.

      Til máls öðru sinni um fundarsköp tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Óafur Ingi Tómasson um fundarsköp.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir kemur upp í andsvar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Óafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Kristinn Andersen 2. varaforseti bæjarstjórnar tekur við fundarstjórn.

      Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

      Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Fundarhlé kl. 15:18.

      Fundi framhaldið kl. 16:00

      Tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar ,sem haldinn verður eftir tvær vikur, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1609257 – Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan.sl.
      Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 23. nóvember 2016 var samþykkt breyting á deiliskipulagi Undirhlíða ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr laga um umhverfismat áætlanna nr. 105/2006 og að meðferð málsins yrði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
      Athugasemdarfrestur er liðinn og bárust athugasemdir.
      Lögð fram umsögn um athugasemdirnar.
      Ívar Bragason lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ mætti til fundarins vegna þessa máls.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsagnir við athugasemdum og skipulagið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða og að málinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42. gr. laga nr. 123/2010.”

      Tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar, sem verður haldinn eftir tvær vikur, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan.sl.
      Tekið fyrir að nýju.
      Lagt fram erindi Eignarhaldsfélagsins Fornbúðar 5 og tillaga að deilskipulagsbreytingu á “Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði” samkvæmt meðfylgjandi teikningu Batteríis dags. 18.1.2017

      Skipulags- og byggingarráð fagnar því að starfsemi Hafrannsóknarstofnun muni flytja starfsemi sína í Hafnarfjörð.
      Mikilvægt er að vel takist til við hönnun fyrirhugaðar byggingar sem er á mjög áberandi stað á hafnarsvæðinu og blasir við miðbænum.
      Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að byggingin verði brotin upp með efni og formi og að útlitsteikningar verði lagðar fyrir ráðið.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á “Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði” í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 25.janúar sl.
      Tekið fyrir erindi Eignarhaldsfélagsins Fornbúðar 5 og tillaga að deilskipulagsbreytingu á “Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði” samkvæmt meðfylgjandi teikningu Batteríis dags. 18.1.2017

      Hafnarstjórn fagnar því að Hafrannsóknarstofnun mun flytja starfsemi sína á athafnasvæði Hafnarfjarðarhafnar og sér í því margvísleg tækifæri til að styrkja stöðu hafnarinnar og almenna starfsemi og þjónustu á hafnarsvæðinu.
      Hafnarstjórn tekur undir þau sjónarmið skipulags- og byggingaráðs að vel takist til við hönnun fyrirhugaðrar byggingar sem er á mikilvægum og áberandi stað á hafnarsvæðinu og leggur áherslu á að útlitsteikningar verði kynntar fyrir hafnarstjórn.
      Hafnarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á “Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði” í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur upp bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Óalfur Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Bæjarfulltrúi Unnur Lára Bryde yfirgaf fundinn kl. 16:33 og í hennar stað mætti varabæjarfulltrúi Skarphéðinn Orri Pétursson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson um fundarsköp.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson um fundarsköp.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 atkvæðum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á “Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði” í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einn er á móti og þrír sitja hjá.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan.sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 04.10.2016 var samþykkt að hefja vinnu við skipulasbreytingar á svæði við Suðurgötu 44.
      Lögð fram lýsing vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er nær til breyttrar landnotkunar lóða við Suðurgötu 44.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu fyrir óverulegar breytingar á núverandi Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Breytingarnar ná til lóða við Suðurgötu 40, 42 og 44.”

      Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir, gerir grein fyrir breytingu sem gerð hefur verið á orðalagi þeirrar tillögu sem skipulags- og byggingarráð leggur fyrir bæjarstjórn, frá fundarboði, en um það er að ræða að tilvísun í lagaákvæði bætist við tillöguna. Gerir fundurinn ekki athugasemdir við að orðalaginu er breytt.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómassson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur upp í andsvar.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Magnússon. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Magnússon.

      Bæjarfulltrúi Margrét Gauja víkur af fundi, sbr. 2. mgr. 16. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum lýsingu fyrir óverulegar breytingar á núverandi Aðalskipulagi Hafnarfjarðar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar ná til lóða við Suðurgötu 40, 42 og 44.

    • 1608822 – Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg

      l.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.
      Hrafnhildur Halldórsdóttir og Hrafnhildur Ýr íbúar í Setbergi koma á fundinn.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu kemur á fundinn.

      Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa í Setbergshverfi sem komu fram á fundinum um að umferðarþungi á þeim hluta Reykjanesbrautar sem liggur í gegnum Hafnarfjörð sé orðinn óásættanlegur og ógni öryggi vegfarenda. Bæjaryfirvöld munu óska eftir viðræðum við ríkið að um úrbætur verði gerðar þarna á hið fyrsta.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum eftirfarandi ályktun:

      Bæjarstjórn fagnar útboði og fyrirhuguðum framkvæmdum vegna nýrra mislægra gatnamóta Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Um er að ræða fyrsta skrefið af fleiri brýnum verkefnum í uppbyggingu og endurnýjun stofnvegakerfisins í gegnum Hafnarfjörð. Bæjarstjórn skorar á sama tíma á Alþingi og ráðuneyti að marka tímasetta heildarstefnu á vegabótum á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar og tryggja að fjármagni verði veitt í áframhaldandi framkvæmdir á svæði sem setið hefur eftir. Tryggt verði fjármagn á fjárlögum 2018 og næstu ára þar á eftir gerist þess þörf. Á þessum kafla, sem um ræðir í Hafnarfirði, eru átta gatnamót; tvö mislæg, þrjú T-gatnamót og tvö hringtorg sem eru orðin mikil slysagildra. Þessi tvö hringtorg eru, samkvæmt samantekt Umferðardeildar Vegagerðarinnar frá því í júní 2016, slysahæstu hringtorgin á höfuðborgarsvæðinu sem segir mjög mikið til um mikilvægi framkvæmdarinnar. Það er lífsnauðsynlegt að tryggja umferðaröryggi á þessu svæði og stuðla að því að m.a. íbúar á svæðinu komist öruggir til og frá heimilum sínum. Öngþveiti á annatímum hefur orðið til þess að umferðin hefur í auknum mæli færst inn í íbúðahverfin sjálf sem leitt hefur af sér aukinn hraða og aukna slysahættu. Mælingar sýna að umferð um Reykjanesbraut – Hafnarfjarðarveg ( Kaplakriki) að brú yfir Fjarðarbraut ( Strandgötu)(ÁDU) hefur aukist úr 15.373 bílum á dag árið 2000 í 28.851 árið 2015 og fer fjölgandi. Á þessari leið eru gatnamót á milli hverfa í Hafnarfirði en sívaxandi umferðarþungi, sem ekki síst má rekja til aukins ferðamannastraums til landsins, er að leggjast mjög þungt á samgöngur innan bæjarins. Hafnarfjörður býr við mun verra ástand hvað þetta varðar en nokkur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir ferðamenn sem koma til landsins fara umræddan veg á leið sinni til langflestra annarra staða á landinu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir viðræðum hið fyrsta milli fulltrúa bæjarins og ríkisvaldsins vegna þessara mála.

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, framkvæmdaáætlun, beiðni

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.
      Kynning starfshóps á jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Framlögð jafnréttisstefna lögð fram til samþykktar.

      Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri kemur á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir framlagða jafnréttis- og mannréttindastefnu með áorðnum breytingum og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.
      Jafnréttisstefna var samþykkt 2007, uppfærð 2011 og nú aftur 2017.

      Kristinn Andersen 2. varforseti bæjarstjórnar tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

      Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða jafnréttis- og mannréttindastefnu með áorðnum breytingum.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.
      Lagður fram til afgreiðslu kaupsamningur við FH um kaup á hluta af Risanum og Dvergnum.

      Viðar Halldórsson frá FH og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi koma á fundinn.

      Fram kom á fundinum að fyrirliggjandi samningsdrög væru sameiginleg niðurstaða eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samningsdrögum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Lögð fram tillaga um að fresta afgreiðslu málsin til næsta fundar og hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1701266 – Mávahraun 11, lóðarstækkun og lóðarleigusamningur

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.
      Ósk um stækkun á lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag, sem öðlasti gildi 27. apríl 2012.

      Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun á lóð Mávahrauns 11 úr 911 m² í 1.052 m² í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykktir jafnframt framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir, gerir grein fyrir breytingu sem gerð hefur verið á orðalagi tillögu sem bæjarráð leggur fyrir bæjarstjórn, frá fundarboði, en um það er að ræða að lagfæringu á stærð lóðar.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytt orðalag, sbr. ofangreint sem og stækkun á lóð Mávahrauns 11 úr 911 m² í 1.016,3 m² í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykktir jafnframt framlagðan lóðarleigusamning.

    • 1701213 – Smyrlahraun 52-66, lóðarleigusamingur

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan. sl.
      Lagður fram nýr lóðarleigusamningur vegna Smyrlahrauns 52-66 til samþykktar.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðan lóðarleigusamning.

    • 1701312 – Hverfisgata 35B, lóðarleigusamningur

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan. sl.
      Lagður fram til samþykktar endurnýjun á lóðarleigusamningi um Hverfisgötu 35B, eldri samningur er útrunninn.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðan lóðarleigusamning.

    • 1611239 – Hverfisgata 47, endurnýjun lóðarleigusamnings

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.
      Lagður fram til samþykktar endurnýjun á lóðarleigusamningi um Hverfisgötu 47, eldri samningur er útrunninn.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðan lóðarleigusamning.

    • 1701224 – Engjahlíð 1, íbúð, kaup

      16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.
      Tilboð hefur verið gert í íbúð að Engjahlíð 1 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Engjahlíð 1, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum kaup á íbúð að Engjahlíð 1, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

    • 1701286 – Suðurhella 4, lóðarumsókn

      17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan. sl.
      Lögð fram umsókn Bors ehf um lóðina Suðurhellu 4.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurhellu 4 verði úthlutað til Bors ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að lóðinni Suðurhellu 4 verði úthlutað til Bors ehf.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fræðsluráðs frá 25.jan. sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 19.jan.sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.
      a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 18. og 25.jan.sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.jan.sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 9.janúar sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 27.janúar sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25.jan.sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 6.janúar sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan.sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 30.jan.sl.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson undir 13. tl. fundargerðar skipulags- og byggingarráðs.

Ábendingagátt