Bæjarstjórn

15. febrúar 2017 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1780

Mætt til fundar

 • Kristinn Andersen 2. varaforseti
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður
 • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Gunnar Axel Axelsson og mætir Friðþjófur Helgi Karlsson í hans stað, og í stað Rósu Guðbjartsdóttir mætir Kristín María Thoroddsen. [line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason hdl. Fundarritari

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar nema Gunnar Axel Axelsson og mætir Friðþjófur Helgi Karlsson í hans stað, og í stað Rósu Guðbjartsdóttir mætir Kristín María Thoroddsen. [line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1608030 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting v. vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

   2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan. sl.
   Frestað á fundi bæjarstjórnar 1.febr.sl.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2016 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010.
   Athugasemdarfrestur er liðinn. Lagðar fram athugasemdir sem bárust.
   Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Náttúruverndarsamtk Suðvesturlands dags. 10.01.2017, Lárusi Vilhjálmssyni dags. 10.01.2017. og Hraunavinum dags. 09.01.2017.
   Lögð fram drög að svörum við athugasemdum.
   Ívar Bragason lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ mætti til fundarins vegna þessa máls.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsagnir við athugasemdum og skipulagið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að málinu verði lokið í samræmi við 2. mgr. 32. gr. laga nr. 123/2010.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson um fundarsköp.

   Til máls öðru sinni um fundarsköp tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Óafur Ingi Tómasson um fundarsköp.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir kemur upp í andsvar.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Óafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

   Kristinn Andersen 2. varaforseti bæjarstjórnar tekur við fundarstjórn.

   Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

   Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Fundarhlé kl. 15:18.

   Fundi framhaldið kl. 16:00

   Tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar ,sem haldinn verður eftir tvær vikur, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   Til máls tók Ólafur Ingi Tómasson, þá tók til máls Adda María Jóhannsdóttir.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að málinu verði lokið í samræmi við 2. mgr. 32. gr. laga nr. 123/2010.

  • 1609257 – Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1

   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan. sl.
   Frestað á fundi bæjarstjórnar 1.febr. sl.

   Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 23. nóvember 2016 var samþykkt breyting á deiliskipulagi Undirhlíða ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr laga um umhverfismat áætlanna nr. 105/2006 og að meðferð málsins yrði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
   Athugasemdarfrestur er liðinn og bárust athugasemdir.
   Lögð fram umsögn um athugasemdirnar.
   Ívar Bragason lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ mætti til fundarins vegna þessa máls.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsagnir við athugasemdum og skipulagið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða og að málinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42. gr. laga nr. 123/2010.”

   Tillaga um að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnarfundar, sem verður haldinn eftir tvær vikur, samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur til máls bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða og að málinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42. gr. laga nr. 123/2010.

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.
   Frestað á fundi bæjarstjórnar 1.febr. sl.

   Lagður fram til afgreiðslu kaupsamningur við FH um kaup á hluta af Risanum og Dvergnum.

   Viðar Halldórsson frá FH og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi koma á fundinn.

   Fram kom á fundinum að fyrirliggjandi samningsdrög væru sameiginleg niðurstaða eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar.

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samningsdrögum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Lögð fram tillaga um að fresta afgreiðslu málsin til næsta fundar og hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

   Áður en til umræðu um þennan lið kom lagði forseti fram tillögu um að málinu yrði vísað frá fundinum, þar sem enn væri verið að vinna að málinu og niðurstaða þeirrar vinnu liggur ekki fyrir. Dagskrártillagan er samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.

   Kristinn Andersen gerir grein fyrir atkvæði sínu, með bókun: “Ég greiði því atkvæði að málið sé tekið af dagskrá þessa fundar núna, til þess að gefa svigrúm til að vinna það betur og ná farsælli niðurstöðu”. Einnig gerði Kristín María Thoroddsen, Unnur Lára Bryde og Adda María Jóhannsdóttir grein fyrir atkvæðum sínum.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson um fundarsköp, einnig bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til máls tekur Helga Ingóolfsdóttir um fundarsköp öðru sinni. Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir um fundarsköp.

   Forseti

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson um fundarsköp öðru sinni. Einnig bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir og þá bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

   Bæjarfulltrúar Ólafur Ingi Tómasson, Kristín María Thoroddsen, Unnur Lára Bryde og Helga Ingólfsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:

   Fundarhlé kl. 14:49.

   Fundur hefst að nýju kl. 14:55.

   Bæjarfulltrúar Ólafur Ingi Tómasson, Kristín María Thoroddsen, Unnur Lára Bryde og Helga Ingólfsdóttir leggja fram nýja og breytta bókun í stað fyrri bókunar: “Samþykkt um frávísun á málinu er óskiljanleg og óeðlileg stjórnsýsla að málið sé ekki tekið til umræðu og afgreiðslu. Eðlilegra er að málinu sé vísað til Bæjarráðs aftur með viðeigandi rökstuðningi.”

  • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.febr. sl.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10.01.2017 skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Kaldárselsvegar og tengingu við Reykjanesbraut. Lagt fram svarbréf skipulagsstofnunar dags. 19.01.2017.
   Ennfremur lögð fram tillaga Teiknistofunar Storð ásamt greinagerð dags. 3.2.2017 að deiliskipulagi Kaldárselsvegar, tenging við Reykjanesbraut.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga 123/2010.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Óalfur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur Adda María Jónsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson svarar andsvari.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

   Til máls tekur Adda María Jónsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen.

   Forseti ber upp tillögu að orðalagsbreytingu á ofangreindri tillögu og myndi endanleg tillaga skipulags- og byggingaráðs til bæjarstjórnar þá hljóða svona: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi ásamt breytingu á afmörkunum þeirra deiliskipulagsáætlana þar sem vegurinn liggur um og að það verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga nr. 123/2010.”. Er tillagan lögð fram til atkvæðagreiðslu og er hún samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum og 3 sitja hjá.

   Er tillagan borin upp með samþykktum breytingum og er hún samþykkt með 8 atkvæðum og 3 sitja hjá.

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.febr. sl.
   Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Ásvallabrautar, tenging Valla og Áslands.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga 123/2010.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

   Tillaga um að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki tillögu að deilskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga 123/2010 borin upp til atkvæða og hún samþykkt með 7 atkvæðum og 4 sátu hjá.

  • 1509207 – Miðbær, bílastæði

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.febr. sl.
   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi reglum um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andvsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andvsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

   1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen tekur til máls. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Kristín María Thoroddsen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Kristín Thoroddsen svarar andsvari.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar.

   1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

   Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

   Forseti ber upp til atkvæðagreiðslu tillögu um að bæjarstjórn samþykki framlagðar reglur um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar og er tillagan samþykkt með 9 atkvæðum gegn 1 á móti og 1 situr hjá.

   Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu og situr hjá.

   Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun: “Fulltrúi Vinstri grænna furðar sig á því að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuli samþykkja samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar, þar sem kveðið er á um stofnun Bílastæðasjóðs Hafnarfjarðar og eru m.a. í samþykktinni ákvæði um klukkustæði og stöðumælastæði og heimildir til gjaldtöku vegna bílastæða í Hafnarfirði, án þess að tekin hafi verið um það sérstök ákvörðun og hvað þá tekin vitsmunaleg og fagleg umræða með aðkomu almennings um hvort eigi að hefja gjaldtöku bílastæða í Hafnarfirði eða ekki.”

  • 1701515 – Norðurhella 1, lóðarumsókn

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.febr.sl.
   Lögð fram umsókn Festi fasteignafélags ehf. um lóðina Norðurhella 1

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Norðurhellu 1 verði úthlutað til Festi fasteignafélags ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að lóðinni Norðurhellu 1 verði úthlutað til Festi fasteignafélags ehf.

  • 1701062 – Hafravellir 4, lóðarumsókn

   10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.febr. sl.
   Lögð fram umsókn Alberts Guðmundssonar og Írisar Ragnarsdóttur um lóðina Hafravellir 4.

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hafravellir 4. verði úthlutað til Alberts Guðmundssonar og Írisar Ragnarsdóttur.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að lóðinni Hafravellir 4 verði úthlutað til Alberts Guðmundssonar og Írisar Ragnarsdóttur.

  • 1702119 – Tjarnarvellir 7, lóðarumsókn

   11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.febr. sl.
   Lögð fram umsókn Lauga ehf um lóðina Tjarnarvelli 7.

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tjarnavellir 7 verði úthlutað til Lauga ehf.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að lóðinni Tjarnavellir 7 verði úthlutað til Lauga ehf.

  • 1702099 – Hringhella 5, lóðarumsókn

   12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 7.febr. sl.
   Lögð fram umsókn HS Veitna um lóðina Hringhellu 5.

   Niðurstaða fundarins:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hringhellu 5 verði úthlutað til HS Veitna hf.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að lóðinni Hringhellu 5 verði úthlutað til HS Veitna hf.

  • 1701311 – Hjalli, þjónustusamningur

   2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 8.febr.sl.
   Lagður fram til samþykktar samningur Hafnarfjarðarbæjar um rekstur leikskóla við Hjallastefnuna. Ennfremur lagt fram minnisblað fræðslustjóra.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning.

   Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Sanfylkingar greiða atkvæði með samþykkt samningsins. Fulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti.

   Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
   Skólakerfið á að vera sameign okkar allra. Það á ekki að vera í einkaeign, sem er rekið fyrir fjármuni úr sameiginlegum sjóðum. Óheft markaðsvæðing í skólakerfum skapar til lengri tíma meiri menningar- og stéttarmun milli skóla. Þar sem markaðslögmál ráða för í skólum verður meiri eftirspurn eftir nemendum sem þykja góðir fyrir ímynd skólans. Þannig er meiri eftirspurn eftir börnum foreldra sem hafa komið sér vel fyrir í samfélaginu og minni eftirspurn eftir þeim sem standa þar höllum fæti. Nýfrjálshyggjan í skólakerfinu helst í hendur við einstaklingsvæðingu þess og samfélagsins í heild. Í raun er hún andlýðræðisleg þar sem hún vinnur gegn hugmyndum um samkennd, samstarf og samábyrgð samfélagsins. Einkavæðing í menntakerfinu virðist vera heillandi á yfirborðinu en undir niðri fer umræðan ávallt á endanum að snúast um hagnað og halla.
   Það er minn vilji að fagfólk í skóla hafi svigrúm til að þróa eigin stíl, stefnu og menningu. Svigrúm er nú þegar til staðar fyrir fjölbreytileika á borð við Hjallastefnuna sem spratt einmitt fram innan opinbera kerfisins og í raun eru engin rök fyrir því að þeirri stefnu sé ekki hægt að framfylgja innan þess.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning.

  • 1701317 – Hamravellir, þjónustusamningur

   3.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 8.febr. sl.
   Lagður fram til samþykktar samningur Hafnarfjarðarbæjar um rekstur leikskóla við Skóla ehf. Ennfremur lagt fram minnisblað fræðslustjóra.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning.

   Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Sanfylkingar greiða atkvæði með samþykkt samningsins. Fulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti.

   Fulltrúi Vinstri grænna vísar til bókunar sinnar við lið 2.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning.

  Fundargerðir

  • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.febr.sl.
   Fundargerð fræðsluráðs 8.febr.sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 7.febr.sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 1.febr.sl
   b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.janúar sl.
   c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.janúar sl.
   d. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 27.janúar sl.
   e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 27.janúar sl.
   f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20.janúar sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.febr.sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.febr.sl.
   a. Fundargerð stjórnar SORPU bs.frá 27.jan. sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20.jan. sl.

   1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Ábendingagátt