Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Kynningarfundur um Borgarlínu var haldinn á undan bæjarstjórnarfundi og hófst hann kl. 13:15. [line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum bæjarfulltrúa Einari Birki Einarssyni en í hans stað mætir varabæjarfulltrúi Borghildur Sölvey Sturludóttir og í stað Gunnars Axel Axelssonar mætir varabæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir. [line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn. [line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.
2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.febr. sl. Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sent í tölvupósti 14. febrúar 2017 varðandi verkefnalýsingu vegna skipulagsbreytinga sem tengjast fyrirhugaðri borgarlíunu. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson sat fundinn við umfjöllun þessa máls. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingar dags. febrúar 2017 og leggur til við bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að afgreiða verkefnalýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgaersvæðisins til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.“ „Jafnframt samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjaðar lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar til samræmis við svæðisskipulagið til kynningar og umsagnar sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Til máls tekur bæjarfulltrúi Óalfur Ingi Tómasson.
Til máls tekur varabæjarfulltrúi Borghildur Sturludóttir.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða að afgreiða verkefnalýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgaersvæðisins til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða Hafnarfjaðar lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar til samræmis við svæðisskipulagið til kynningar og umsagnar sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Lögð fram ályktun bæjarstjórnar.
Lögð er fram svohljóðandi ályktun af hálfu bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um verslun með áfengi. Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum vara við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins og benda á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er andvígur frumvarpinu.
Íslendingar hafa tekið forvarnir gegn ávana- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna föstum tökum með undraverðum árangri. Þar hafa sveitarfélögin lagt sitt af mörkum, meðal annars með fjölbreyttu og faglegu framboði á íþrótta-, lista- og tómstundarstarfi fyrir börn og unglinga. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur mikla áherslu á forvarnastarf og setur í forgang að búa börnum og ungmennum sem best uppvaxtarskilyrði. Heilsa íbúa, hagsmunir og velferð barna og ungmenna eiga að njóta forgangs í allri stefnumörkun. Aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn því sjónarmiði.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd.
1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.
Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Gengið til atkvæða um ofangreinda tillögu að ályktun bæjarstjórnar. Óskað er eftir nafnakalli.
Adda María Jóhannsdóttir já Borghildur Sölvey Sturludóttir já Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir já Eyrún Ósk Jónsdóttir já Guðlaug Kristjánsdóttir já Helga Ingólfsdóttir situr hjá Kristinn Andersen nei Margrét Gauja Magnúsdóttir já ólafur Ingi Tómasson nei Rósa Guðbjartsdóttir nei Unnur Lára Bryde nei
Ályktun samþykkt með 6 atkvæðum gegn 4 og 1 situr hjá.
5. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 22. febr. sl. Tekin til afgreiðslu tillaga Samfylkingar og Vinstri grænna frá síðasta fundi fræðsluráðs: „Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að fá faglega úttekt á gæðum frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hvernig hefur til hefur tekist með yfirfærslu málaflokksins frá fjölskylduþjónustu yfir á fræðslu- og frístundaþjónustu.“ Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir úttekt á starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila sem er uppistaða í tómstundastarfsemi á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Eins og fram kom í kynningu íþrótta- og tómstundafulltrúa var gerð úttekt á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva ÍTH vorið 2014 sem framkvæmd var af hálfu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Enn er unnið að innleiðingu breytinga í takt við úttektina og þróun starfseminnar enn í gangi. Afgreiðslu tillögunnar frestað.
Bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir kemur upp í andsvar. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja MAgnúsdóttir.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundargerð.
Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls. 2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tekur til máls. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.
1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23.febr. sl. Heilsustefna Hafnarfjarðar lögð fram til samþykktar. Sigríður Hrafnkelsdóttir og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir mæta til fundarins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi heilsustefnu og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi heilsustefnu.
11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23. febr.sl. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þ. 15. febr. sl. reglur um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar. Lagt til að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að koma með tillögu að úrvinnslu málsins. Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að gera tillögu að úrvinnslu málsins. Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna lagði fram svohljóðandi bókun: Fulltrúi Vinstri grænna furðar sig á því að nú liggi fyrir í Bæjarráði tillaga um að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að koma með tillögu um „skífubílastæði“ eins og boðað var í fundargerð sem nú hefur verið breytt í að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að gera tillögu að málinu. Við samþykkt Bæjarstjórnar á samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar sem lögð var fram á síðasta Bæjarstjórnarfundi og unnin var að tillögu fulltrúa meirihluta Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar, kannaðist enginn í meirihlutanum við að til stæði að setja stöðumæla og skífustæði því engin ákvörðun lægi fyrir. Nú hinsvegar liggur einmitt fyrir tillaga um að skoða Skífustæði. Fulltrúi Vinstri grænna bókar einnig aftur bókun frá síðasta bæjarstjórnarfundi, þann 15. febrúar 2017, svohljóðandi: Fulltrúi Vinstri grænna furðar sig á því að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuli samþykkja samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar, þar sem kveðið er á um stofnun Bílastæðasjóðs Hafnarfjarðar og eru m.a. í samþykktinni ákvæði um klukkustæði og stöðumælastæði og heimildir til gjaldtöku vegna bílastæða í Hafnarfirði, án þess að tekin hafi verið um það sérstök ákvörðun og hvað þá tekin vitsmunaleg og fagleg umræða með aðkomu almennings um hvort eigi að hefja gjaldtöku bílastæða í Hafnarfirði eða ekki.
Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls. 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir kemur að andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur upp í andsvar. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur upp í andsvar öðru sinni. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23. febr.sl. Lögð fram umsókn Haga hf. um lóðina Tjarnarvellir 5. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi umsókn. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen fjarverandi atkvæðagreiðslu.
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 24. febr. sl. Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG harma þær tafir sem orðið hafa á uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á kjörtímabilinu. Einnig teljum við það mikla afturför að bærinn hafi afsalað sér aðkomu að rekstri heimilisins með því að fela Sjúkratryggingum að auglýsa eftir einkaaðilum til þess að reka heimilið. Það eru sömuleiðis mikil vonbrigði að ekki skuli liggja fyrir hvaða hugmyndafræði verður höfð að leiðarljósi við rekstur hjúkrunarheimilisins þannig að hönnun þess geti tekið mið af henni. Ekki verður séð hvernig þessar ákvarðanir samrýmast sameiginlegri sýn bæjarstjórnar hingað til um að nærþjónustan skuli vera á hendi bæjarfélagsins. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar: Eftir langan undirbúning er ánægjulegt að nú liggur fyrir að nýtt hjúkrunarheimili verður tekið í notkun við Sólvang á næsta ári. Hafnarfjörður mun byggja hið nýja hjúkrunarheimili og eiga það að fullu og sjá um rekstur húsnæðisins en ríkið mun greiða leigu samkvæmt samningi sem nefndur hefur verið „leiguleið“ og sjá um innri rekstur heimilisins og er það sama fyrirkomulag og nú er á Sólvangi og það fyrirkomulag sem algengast er varðandi rekstrarform annara hjúkrunarheimila á Íslandi. Að öðru leyti er vísað til meðfylgjandi minnisblaðs
Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls.
Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir tekur til máls. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir kemur að stuttri athugasemd.
Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.
2.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 24.febr. sl. Fjölskylduráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í meðfylgjandi fréttatilkynningu og áréttar mikilvægi þess að eftirlit og faglegur stuðningur við þjónustu við fatlað fólk sé öflugt og skilvirkt. Hafnarfjörður hefur ásamt þremur öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu haldið úti slíku eftirliti frá árinu 2013. Í janúarmánuði síðastliðnum kom starfsmaður innra eftirlitsins á fund fjölskylduráðs og gerði grein fyrir starfi sínu. Aukning umfangs þjónustu við fatlað fólk á þessu svæði undanfarið gefur tilefni til að auka starfshlutfall í umræddu eftirliti, sem nú er 50% í 100%. Fjölskylduráð leggur áherslu á að það verði gert með fjármagni úr jöfnunarsjóði eins og verið hefur hingað til. Í fjárhagsáætlun ársins 2017 var bætt við fjármunum til að auka hlutfall fagmenntaðra í þjónustu við fatlað fólk, sem bætist við þær ráðstafanir sem getið er um í meðfylgjandi fréttatilkynningu.
Borið undir atkvæði hvort bæjarstjórn taki undir framangreinda bókun fjölskyldusviðs og er það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Umhverfis- og framkvæmdaráð frá 22.febr. sl. a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21.febr. sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 22.febr. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 15.febr.sl. Fundargerð bæjarráðs frá 23.febr. sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 15.febr. sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.febr. sl. c. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.febr. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 24.febr. sl. Fundargerð forsetanefndar frá 24.febr. sl.