Bæjarstjórn

24. maí 2017 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1786

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Kristni Andersen og mætir Kristín María Thoroddsen í hans stað.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

 • Ívar Bragason hdl. Ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Kristni Andersen og mætir Kristín María Thoroddsen í hans stað.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

 1. Almenn erindi

  • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagslagsbreyting

   7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.maí sl.
   Tekið fyrir að hyju.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti að unnið yrði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga á fundi sínum þann 13.12.2016. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti það á fundi sínum þann 18.01.2017.
   Lögð fram lýsing dags. 12.05.2017 vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er nær til breyttrar landnotkunar Víðistaðasvæðis.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.”

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi svarar andsvari. Til andsvar kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kmeur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarrfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari öðru sinni.

   Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar. Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Adda María Jóhannsdóttir.

   Fundarhlé kl. 14:45.

   Fundi framhaldið kl. 15:04.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 atkvæðum að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Fjórir sitja hjá.

  • 1705168 – Suðurgata 40-44, breyting á aðalskipulagi

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.maí sl.
   Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 04.10.2016 var samþykkt að hefja vinnu við skipulagsbreytingar á svæði við Suðurgötu 44.
   Lögð fram lýsing dags. 12.05.2017 vegna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er nær til breyttrar landnotkunar lóða við Suðurgötu 44.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.”

   Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.

   Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.

   Samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

   Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:

   “Við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Eins og réttilega kemur fram í lýsingunni sem fylgir tillögunni þarf að skoða áhrif fjölgunar íbúða í hverfum á stofnanir er sinna grunn- og stoðþjónustu. Á þetta er rétt að leggja áherslu og ítrekum við fyrri bókanir okkar er varða leikskólamál í umræddu hverfi, þ.e. Suðurbæ en eina leikskólaúrræði hverfisins var lokað sl. vor þrátt fyrir að þar væri þörfin fyrir aukin leikskólapláss mest.”

  • 1511358 – Stöðuleyfi, reglur

   10.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.maí sl.
   Lagðar fram reglur um stöðuleyfi, uppfærðar 11. maí 2017.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærðar reglur um stöðuleyfi fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir uppfærðar reglur um stöðuleyfi dags. 11. mái 2017.”

   Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 greiddum atkvæðum uppfærðar reglur um stöðuleyfi dags. 11. maí 2017þ

  • 16011388 – Reglur um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur

   1. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 12.maí sl.
   Fjölskylduráð leggur til að 5. gr. reglna um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur falli niður.
   Einnig er lögð til breyting á 4.gr. reglnanna þannig að stuðullinn hækki úr 700 kr. í 900 kr.
   Breytingin gildir frá 1. janúar 2017.
   Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

   1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

   Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagða tillögu fjölskylduráðs þess efnis að 5. gr. reglna um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur falli niður. Einnig að samþykkja breytingu á 4. gr. reglnanna þannig að stuðullinn hækki úr 700 kr. í 900 kr. Breytingarnar gildi frá 1. janúar 2017.

   Tillagan samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

  • 1705130 – Brekkugata 5, lóðarleigusamningur,lóðarstækkun

   12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.mai sl.
   Endurnýjun lóðarleigusamnings

   Bæjarráð samþykkir endurnýjun fyrirliggjandi lóðarleigusamnings og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum endurnýjun fyrirliggjandi lóðarleigusamnings vegna Brekkugötu 5.

  • 1703096 – Melabraut 20,lóðarleigusamningur

   13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.maí sl.
   Endurnýjun lóðarleigusamnings

   Bæjarráð samþykkir endurnýjun fyrirliggjandi lóðarleigusamnings og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum endurnýjun fyrirliggjandi lóðarleigusamnings vegna Melabrautar 20.

  • 1705166 – Mávahraun 13, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur

   14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.maí sl.
   Endurnýjun lóðarleigusamnings.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til afgreðslu í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi lóðarleigusamning vegna Mávahrauns 13.

  • 1704464 – Álfhella 7, lóðarumsókn

   15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.maí sl.
   Lögð fram umsókn ER hús ehf, kt. 690604-3029 um lóðina Álfhellu 7.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Álfhellu 7 til ER húsa ehf. og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að úthluta lóðinni Álfhellu 7 til ER húsa ehf.

  • 1705229 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

   Tilnefning í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn tilnefnir 3 aðalmenn og 1 varamann.

   Bæjarstjórn tilnefnir Kristínu Thoroddsen, Pétur Óskarsson, Guðfinnu Guðmundsdóttir sem aðalmenn og Kristinn Andersen sem varamann.

   Bæjarstjórn tilnefnir Kristínu Thoroddsen, Pétur Óskarsson og Guðfinnu Guðmundsdóttir sem aðalmenn og Kristinn Andersen sem varamann í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

  • 1705360 – Framkvæmdasjóður aldraðra,hjúkrunarrými, Hafnarfjörður

   Til umræðu

   Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tekur til máls.

  Fundargerðir

  • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.maí sl.
   a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 5.maí sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28.apríl sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.maí sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 17.maí sl.
   Fundargerðir fjölskylduráðs frá 12. og 19.maí sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 18.maí sl.
   a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 5. og 12.maí sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28.apríl sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 19.maí sl.

Ábendingagátt