Bæjarstjórn

7. júní 2017 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1787

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður

Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar með bæjarstjórn hófst kl. 13 á undan bæjarstjórnarfundi.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Kristni Andersen en í hans stað sat fundinn Skarphéðinn Orri Björnsson. [line][line]Jafnframt sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir, yfirmaður stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.[line][line]1. varaforseti bæjarstjórnar Adda María Jóhannsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að afgreiðslu máls nr. 2 á dagskrá fundarins yrði frestað. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 9 greiddum atkvæðum, einn situr hjá og einn bæjarfulltrúi er fjarverandi.[line]

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Ritari bæjarstjórnar

Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar með bæjarstjórn hófst kl. 13 á undan bæjarstjórnarfundi.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Kristni Andersen en í hans stað sat fundinn Skarphéðinn Orri Björnsson. [line][line]Jafnframt sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir, yfirmaður stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.[line][line]1. varaforseti bæjarstjórnar Adda María Jóhannsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að afgreiðslu máls nr. 2 á dagskrá fundarins yrði frestað. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 9 greiddum atkvæðum, einn situr hjá og einn bæjarfulltrúi er fjarverandi.[line]

  1. Almenn erindi

    • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

      8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.maí sl.
      Lögð fram lýsing á skipulagsverkefninu, að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið við Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið við Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið við Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 atkvæðum að unnið verði að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið við Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1705290 – Brekkugata 24, lóðarstækkun

    • 1704187 – Einhella 3 og 5, lóðarumsókn

      2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 1.júní sl.
      Lögð fram umsókn Björg Real Estate ehf.,kt.590315-1680 um lóðirnar við Einhellu 3 og 5.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðunum við Einhellu 3 og 5 verði úthlutað til Björg Real Estate ehf.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að lóðunum við Einhellu 3 og 5 verði úthlutað til Björg Real Estate ehf.

    • 1704448 – Hesthúsalóðir, úthlutun

      3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 1.júní sl.
      Lagðir fram lóðaleigusamningar og úthlutunarskilmálar til afgreiðslu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningum og framlagða úthlutunarskilmála vegna hesthúsalóða.

      Bæjarstjórn samþykkir með 10 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningum og framlagða úthlutunarskilmála vegna hesthúsalóða.

    • 1706005 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

      2.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 1.júní sl.
      Forsetanefnd leggur til við bæjarstjórn:

      “Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar 2017 stendur, sem er frá og með 22. júní til og með 18. ágúst 2017. Fyrsti reglubundni fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður þann 30. ágúst 2017. Ráðsvika skal vera í viku 34, þ.e. þann 21. ágúst 2017.”

      Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar 2017 stendur, sem er frá og með 22. júní til og með 18. ágúst 2017. Fyrsti reglubundni fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður þann 30. ágúst 2017. Ráðsvika skal vera í viku 34, þ.e. þann 21. ágúst 2017.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð bæjarráðs frá 1.júní sl.
      a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 10.og 24.maí sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.maí sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 19.maí sl.
      d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19.maí sl.
      e. Fundargerð stjórnar SSH frá 8.maí sl.
      f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12.maí sl.
      Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24. og 31.maí sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12. maí sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.maí sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 31.maí sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 24.maí sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 2.júní sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 1.júní sl.

      Til máls undir tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson undir fundargerð bæjarráðs.

Ábendingagátt