Bæjarstjórn

21. júní 2017 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1788

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Pétur Gautur Svavarsson varamaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Kristinn Andersen í hans stað mætir Pétur Gautur Svavarsson.[line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár komu fulltrúar frá Eflu verkfræðistofu og Landsneti og kynnu áhættumat og greinargerð um Sandskeiðslínu 1.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar, nema Kristinn Andersen í hans stað mætir Pétur Gautur Svavarsson.[line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Áður en gengið var til dagskrár komu fulltrúar frá Eflu verkfræðistofu og Landsneti og kynnu áhættumat og greinargerð um Sandskeiðslínu 1.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1701018 – Sandskeiðslína 1,framkvæmdaleyfi

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.júní sl.
      Tekið fyrir erindi dags. 29. desember 2016 frá Guðmundi Inga Ásmundssyni forstjóra Landsnets hf., f.h. félagsins, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Sandskeiðslínu 1 (nú Lyklafellslína 1, sjá bókun) 220/400kV háspennulínu. Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, fyrir framkvæmdinni Sandskeiðslína 1, 220/400 kV háspennulína. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi og meðfylgjandi. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 sem gerir ráð fyrir háspennulínum, sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Í aðalskipulagi nágrannasveitarfélaga er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.
      Meðfylgjandi eru gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Skýrslan Breytingar á flutningskerfinu við höfuðborgarsvæðið Fyrirhugaðar framkvæmdir 2017-2019 frá febrúar sl. sem er mikilvægur þáttur gagnanna en skýrslan er tekin saman af verkfræðistofunni EFLU f.h. Landsnets. Er vísað til skýrslunnar um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni, þ.m.t. 4. kafla hennar þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir og skilyrði sem Skipulagsstofnun telur að setja þurfi við leyfisveitingu framkvæmdarinnar. Lýsingin, þ.m.t. hvernig mætt skuli skilyrðum Skipulagsstofnunar, eru þannig hluti umsóknar Landsnets um framkvæmdaleyfi ásamt viðauka 5.
      http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/536/Viðauki 5 – Fornminjar.pdf

      Fyrir liggur umsókn Landsnets, dags. 29. desember 2016, um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, fyrir framkvæmdinni Sandskeiðslína 1, 220/400 kV háspennulína. Nánar tiltekið er um að ræða háspennulínu sem fyrirhugað er að reisa milli tengivirkja við Sandskeið og í Hafnarfirði og nefnd hefur verið Sandskeiðslína 1. Samkvæmt umsókninni er talið nauðsynlegt að ráðast í umrædda framkvæmd og reisa nýja háspennulínu sem annað gæti orkuflutningi til Hafnarfjarðar í stað Hamraneslína 1 og 2, sem teknar verða úr notkun og rifnar niður eftir að Sandskeiðslína 1 hefur verið tekin í notkun.
      Með framkvæmdaleyfisumsókninni bar að fylgja starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins, sbr. 5. tl. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi, en skipulags- og byggingarráð móttók leyfið þann 14. júní sl. en það er gefið út 9. júní sl. Í starfsleyfinu er vísað til framkvæmdar vegna Lyklafellslínu I, en samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er búið að breyta nafni línunnar úr Sandskeiðslínu 1 í Lyklafellslínu 1. Samkvæmt Landsneti er aðeins um nafnbreytingu á verkefninu að ræða, sem gerð er að ósk Mosfellsbæjar, en annað í fyrirhugaðri framkvæmd er óbreytt.
      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 og breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna vatnsverndarmarka sem staðfest var 23. mars sl. Þá er framkvæmdin í samræmi við deiliskipulag Undirhlíða, efnistaka og frágangur sem staðfest var þann 19. apríl sl., en hluti framkvæmdar er innan þess svæðis.
      Gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd í Kerfisáætlun Landsnets 2015 – 2024 sem samþykkt var af Orkustofnun 25. apríl 2016. Þá er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni í Kerfisáætlun 2016-2025 sem nú er í stjórnsýslulegri meðferð hjá Orkustofnun.
      Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitastjórn, við umfjöllun um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna matsskyldrar framkvæmdar, kynna sér matsskýrslu framkvæmdaraðila um framkvæmdina og kanna hvort framkvæmdin sé sú sem lýst er í matsskýrslu. Þá skal sveitarstjórn samkvæmt sama ákvæði taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í þessu sambandi skal tekið fram að álit Skipulagsstofnunar eru lögbundin en ekki bindandi fyrir sveitarstjórn. Þau þurfa skv. lögum nr. 106/2000 að fullnægja lágmarksskilyrðum um rökstuðning og efnisinnihald og er það forsenda þess að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun um umsókn um framkvæmdaleyfi samkvæmt 14. gr. skipulagslaga að álitið fullnægi þeim lagaskilyrðum.
      Skipulags- og byggingarráð hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Suðvesturlínur, styrking raforkuflutningskerfis á suðvesturlandi, dags. 17. september 2009. Einnig hefur komið sérstaklega til skoðunar skýrslan Breytingar á flutningskerfinu við höfuðborgarsvæðið Fyrirhugaðar framkvæmdir 2017-2019 frá febrúar 2017.
      Í matsskýrslu er ítarlega fjallað um aðalkost framkvæmdaraðila, þ.e. háspennulínu og tekið fram að þessi kostur hafi verið settur fram í kjölfar samráðs framkvæmdaraðila og viðkomandi sveitarfélaga. Auk þess er í skýrslunni fjallað um aðra þá kosti sem til greina komu samkvæmt endanlegri matsáætlun.
      Umrædd matsskýrsla og álit skipulagsstofnunar hafa meðal annars komið til skoðunar hjá dómstólum og hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Í úrskurði ÚUA nr. 42/2015, frá 28. mars sl., var felld úr gildi ákvörðun bæjastjórnar Grindavíkur frá 16. desember 2014 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Í forsendum úrskurðarins segir meðal annars, um veitingu sveitarfélagsins á framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi matskýrslu og álits Skipulagsstofnunar:
      „Samkvæmt framangreindu hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að matsskýrsla Landsnets um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi ekki getað verið lögmætur grundvöllur ákvörðunar Sveitarfélagsins Voga um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2. Með vísan til framangreinds, og þar sem sama matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar lágu til grundvallar ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur um veitingu hins kærða framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2, sbr. ákvæði 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. gr. laga nr. 106/2000, verður að fella hina kærðu ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur úr gildi.“
      Í tilefni af ofangreindum úrskurði ÚUA og tilvísun í dóm Hæstaréttar, vísar skipulags- og byggingarráð til þess að fyrirliggjandi matsskýrsla var sameiginleg fyrir margar framkvæmdir en framkvæmdin sem nú er sótt um leyfi fyrir varðar aðeins hluta þeirra framkvæmda sem lýst er í ofangreindu áliti Skipulagsstofnunar og fyrirliggjandi matsskýrslu. Nánar tiltekið varðar umsóknin nú framkvæmdir innan Hafnarfjarðar vegna háspennulínu sem reist verður milli tengivirkja við Sandskeið og í Hafnarfirði og nefnd hefur verið Sandskeiðslína 1 (nú nefnd Lyklafellslína 1). Einnig skal vísað til þess að í dómi Hæstaréttar nr. 575/2016, sem vísað er til í ofangreindum úrskurði, var til meðferðar mál vegna framkvæmdaleyfis innan Sveitarfélagsins Voga vegna fyrirhugaðrar lagningar háspennulínu á jörðum í einkaeigu, þar sem reyndi á grundvallarréttindi stjórnarskrárinnar um eignarétt einstaklinga. Í þeim málum höfðu landeigendur, allt frá því að undirbúningur framkvæmda hófst, ítrekað andmælt raforkulínu í lofti þar sem lögn línu í jörðu yrði minna íþyngjandi fyrir landeigendurna. Þá lá í málinu ekki fyrir samanburður á jarðstreng við aðra framkvæmdarkosti. Er í forsendum niðurstöðu í dómi Hæstaréttar sérstaklega vísað til framangreindra sjónarmiða.
      Í því máli sem hér um ræðir eru atvik hins vegar með öðrum hætti. Þannig liggur fyrir að sú framkvæmd sem fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdarleyfi tekur til, mun að öllu leyti fara fram á landi sem er í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar sjálfs og hefur sveitarfélagið samþykkt skipulag fyrir það svæði sem um ræðir. Er fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við gildandi skipulag. Koma því ekki til skoðunar eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Jafnframt liggja gríðarlegir almannahagsmunir til grundvallar því að umrædd framkvæmd fari fram og verði lokið sem fyrst. Þannig liggja núverandi háspennulínur yfir íbúabyggð í Vallarhverfi og valda hljóðmengun og augljósri hættu og óþægindum fyrir íbúa hverfisins. Þá stendur staðsetning línanna í dag í vegi fyrir því að hægt sé að skipuleggja að fullu ný hverfi í sveitarfélaginu, en þau eru fyrirhuguð undir og við línurnar eins og þær eru staðsettar í dag. Eins og fram kemur í umsókn um framkvæmdaleyfið verða núverandi háspennulínur yfir íbúabyggð fjarlægðar og nýjar reistar fjarri íbúabyggð. Þá liggur fyrir skýrsla frá því í febrúar sl. þar sem ítarlega er fjallað um jarðstreng og sá kostur borinn saman við aðra kosti. Samkvæmt framangreindu er ljóst að þau sjónarmið sem uppi eru vegna fyrirliggjandi umsóknar um framkvæmdaleyfi eru gjörólík þeim sem uppi voru vegna útgáfu framkvæmdaleyfis í Sveitarfélaginu Vogum. Telur skipulags- og byggingarráð að ÚUA hafi í raun þurft að leggja eigið mat á atvik þau sem lágu til grundvallar í ofangreindum úrskurði, þ.e. að nefndinni sé ekki unnt að vísa einungis í niðurstöðu Hæstaréttar sem rökstuðning fyrir niðurstöðunni, enda fordæmisgildi dómsins, á öll mál tengd umræddri matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar, alls ekki hafið yfir vafa. Má halda því fram að ÚUA hafi ekki verið stætt að ógilda framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar á þeim grunni sem gert var án þess að lagt yrði sjálfstætt mat á þau sjónarmið sem til grundavallar lágu í því máli. Hæstiréttur ógilti hvorki umrædda matsskýrslu né álit Skipulagsstofnunar heldur heldur þvert á móti gaf til kynna að unnt væri að bæta úr gallanum, sbr. orðalag í forsendum dómsins: ?[ú]r þessum galla á umhverfismatinu hefur ekki verið bætt […].
      Skipulags- og byggingaráð telur að, meðal annars að virtu ofangreindu, að sá annmarki á fyrirliggjandi matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar, sem vísað er til í ofangreindum úrskurði ÚUA, hafi takmarkaða þýðingu við afgreiðslu fyrirliggjandi framkvæmdaleyfisumsóknar. Umsótt framkvæmd varðar háspennulínur í lofti í samræmi við skipulagsáætlanir sem hafa verið umhverfismetnar. Þá skiptir máli að um þá tegund framkvæmda sem umsókn varðar gilda sérlög. Í 9. gr. c. í raforkulögum nr. 65/2003 er meðal annars kveðið á um að sveitarstjórnum beri að tryggja að skipulagsákvarðanir hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Í 9. gr. a. er lagagrundvöllur fyrir kerfisáætlun þar sem gert er ráð fyrir umsóttri framkvæmd. Kerfisáætlun hvílir jafnframt á þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, frá 28. maí 2015. Þýðing annmarka á áliti Skipulagsstofnunar verður að skoða út frá því hvort þeir geti haft áhrif á efnislega niðurstöðu málsins. Slíkt er vandséð þegar bein afleiðing þess er þörf á nýjum skipulagsákvörðunum og þar af leiðandi að sveitarfélag tryggir ekki að skipulagsákvarðanir hindri framgang framkvæmdar á framkvæmdaáætlun Kerfisáætlunar. Við málsmeðferð framkvæmdaleyfisumsóknar eru markmið skipulagslaga grundvöllur að ákvarðanatöku.
      Við málsmeðferð umsóknarinnar hefur á grundvelli 10. gr. stjórnsýslulaga verið aflað gagna til að tryggja enn frekar að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis verði byggð á fullnægjandi grundvelli. Fyrir liggur skýrslan Suðurnesjalína 2 Valkostaskýrsla frá október 2016 sem og skýrslan Breytingar á flutningskerfinu við höfuðborgarsvæðið Fyrirhugaðar framkvæmdir 2017-2019 frá febrúar 2017. Einnig liggur fyrir Áhættumat vegna vatnsverndar fyrir Sandskeiðslínu 1 og tengivirki á Sandskeiði frá febrúar 2017. Auk þess var fjölmörgum gögnum og upplýsingum aflað í tengslum við deiliskipulagsbreytingar í Undirhlíðum og breytingar á aðalskipulagi vegna vatnsverndarmarka sem samþykktar voru bæjarstjórn Hafnarfjarðar í febrúar sl. Hafa öll fyrirliggjandi gögn verið rýnd.
      Fyrirliggjandi gögn lýsa meðal annars umhverfisáhrifum jarðstrengs, yrði sá kostur fyrir valinu vegna umræddrar framkvæmdar. Í skýrslunni Breytingar á flutningskerfinu við höfuðborgarsvæðið er ítarlega fjallað um jarðstrengskostinn og hann borinn saman við aðra kosti sem og að metnar eru mismunandi leiðir sem til greina koma ef lagður yrði jarðstengur. Kemur fram í skýrslunni að talsverður hluti fyrirhugaðrar línuleiðar liggi um eldhraun, sbr. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013, og lagning jarðstrengs fæli í sér mikið óendurkræft jarðraks á yfirborði hrauna. Í skýrslunni er einnig tekið fram að þó svo að línuslóð liggi um hraunið þá yrði jarðrask vegna nauðsynlegrar strenglagnar margfalt að umfangi miðað við núverandi slóð. Er í skýrslunni bent á að í áliti Skipulagsstofnunar, sem hér liggur til grundvallar, kemur fram að stofnunin telji ljóst að: ?lagning jarðstrengja hafi almennt neikvæðari áhrif á jarðmyndanir en lagning loflína?. Þá segir orðrétt í skýrslunni:
      “Einnig fylgir þeirri leið umtalsvert meiri áhætta gagnvart mengun vatnsbóla vegna jarðvegsmengunar og þá vatnsverndar heldur en við byggingu loftlína á sömu leið, sökum umtalsvert meiri vélavinnu við samfelldan gröft alla strengleiðina.”
      Er í skýrslunni að lokum vísað aftur í álit Skipulagsstofnunar þar sem segir: “að þar sem lagning jarðstrengja hefði í för með sé meira rask en lagning loftlína væri hætta á neikvæðum áhrifum á vatnsverndarsvæði og neysluvatn meiri við þær framkvæmdir.”
      Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum virðist lagning jarðstrengs fela í sér meiri óafturkræf umhverfisáhrif umhverfisáhrif á jarðmyndanir en lagning háspennulína sé litið til verndargildis eldhrauna. Sjónræn áhrif jarðstrengs og háspennulína eru mismunandi, þar sem lagning jarðstrengs raskar samfelldara og breiðara svæði en loftlínur eru sýnilegri úr meiri fjarlægð.
      Skipulags- og byggingarráð telur að þrátt fyrir almennan áhuga sveitastjórna á að jarðstrengir verði notaðir við raforkuflutning, að gögn málsins lýsi enn frekar að lagning jarðstrengs á hluta línuleiðar sé ekki vænlegur kostur. Ekki verður séð að í gögnunum skorti á samanburð framkvæmdarkosta.
      Skipulags- og byggingarráð tekur vissulega undir undir þá niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar að heildaráhrif framkvæmdarinnar sem sótt er um verði óhjákvæmilega verulega neikvæð þar sem hraun mun raskast á óafturkræfan hátt. Gerð hefur verið grein fyrir umræddri línuleið af hálfu Hafnarfjarðarkaupstaðar í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 og Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Einnig hefur verið fjallað um áhrif fjölgun háspennulína sem áætlaðar eru innan marka vatnsverndarinnar og falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 í umhverfisskýrslu í tengslum við breytingu sem gerð var á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2011-2013. Hafnarfjarðabær hefur tekið skipulagslegar ákvarðanir um uppbyggingu og þróun nýrra íbúða- og athafnahverfa sem taka mið af umræddri línuleið í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag á hverjum tíma. Í ljósi meðal annars þess og að fyrirhuguð línustæði fylgja þeirri línu sem fyrir er og nýtir að mestu áður gerðan línuveg og fleira sem augljóslega veldur umtalsvert minna raski á landi og umhverfi samanborið við raforku flutning um jarðstreng eru þessar skipulagslegu ákvarðanir teknar. Þá var leiðarval flutningsmannvirkja til umfjöllunar við gerð Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 og var skipulagsáætlunin umhverfismetin.
      Ítarleg málsmeðferð á sviði skipulags- og umhverfismála síðastliðinn áratug hefur dregið fram fjölmörg sjónarmið um fyrirkomulag flutningsmannvirkja á raforku vegna framkvæmdarinnar. Má í þessu einnig vísa til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í dómum Hæstaréttar og úrskurðum ÚUA vegna tengdra mála. Er það mat skipulags- og byggingarráðs að slíkt hafi styrkt grundvöll málsmeðferðar um framkvæmdaleyfisumsókn, en ekki veikt hann. Fjallað hefur verið um valkosti og útfærslu framkvæmda við umhverfismat áætlana og síðar umhverfismat framkvæmdar með nákvæmari hætti, auk umfjöllunar í gögnum sem aflað hefur verið á grundvelli rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Skipulags- og byggingarráð telur skilyrði til þess að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir umsótta framkvæmd.
      Með vísan til 4. mgr. 13. gr. skipulagslaga er gætt að því að fylgt sé ákvæðum náttúrverndarlaga. Umsótt framkvæmd hefur verið umhverfismetin og ekki er óvissa um áhrif framkvæmdar. Framkvæmd fer um hraunsvæði sem njóta verndar skv. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Við málsmeðferð skipulagsákvarðana hefur verið leitað umsagna Umhverfisstofnunar, sbr. 2. mgr. 68. gr. náttúrverndarlaga. Jafnframt var óskað eftir umsögn Minjastofnunar í samræmi við lög um umhverfismat nr. 105/2006.
      Skipulags- og byggingarráð vísar til þess að málsmeðferð samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga varðar framkvæmdaleyfisumsóknir, óháð því hvort mat á umhverfisáhrifum hafi farið fram. Umrædd framkvæmd hefur fengið ítarlega málsmeðferð við umhverfismat áætlana og umhverfismat framkvæmdar. Sú vinna hefur að áliti skipulags- og byggingarráðs hvílt á því markmiði að forðast rask á eldhraunum, þó í því ljósi að slíkt rask sé nauðsynlegt vegna markmiða að baki framkvæmd og jarðfræðilegum staðháttum. Það er álit skipulags- og byggingarráðs að sú málsmeðferð sem farið hefur fram við undirbúning framkvæmdarinnar hafi leitt fram það rask á eldhraunum og tengdum jarðmyndunum sem brýn nauðsyn ber til í ljósi markmiða framkvæmdar. Vegna gagna um umhverfisáhrif jarðstrengja er meðal annars vísað lýsingar á óafturkræfum umhverfisáhrifum jarðstrengs í hraunum sem hafa áhrif á skipulega heildarmynd á jarðfræðilegum ferlum og fyrirbærum eldhrauna. Þá lítur skipulags- og byggingarráð einnig sérstaklega til þeirra almannahagsmuna sem uppi eru í málinu, þá sérstaklega hagsmuni íbúa sem eiga heimili nærri núverandi háspennulínum og tengivirki.
      Skipulags- og byggingarráð leggur til að við útgáfu framkvæmdaleyfis verði, auk skilyrða sem getið er í áliti Skipulagsstofnunar og eiga við framkvæmdasvæðið, sett skilyrði sett vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar innan hverfisverndarsvæða, sbr. deiliskipulag Undirhlíða, að leitast skuli við að viðhalda einkennum svæðanna og skal gætt fyllstu varúðar við allar framkvæmdir. Vegna umsagnar Minjastofnunar er auk þess lagt til að við útgáfu framkvæmdaleyfis verð sett skilyrði að ef merki um fornleifar finnast við framkvæmdina, sem áður voru óþekktar, skuli eftirlitsaðili framkvæmda stöðva framkvæmdir og greina Minjastofnun Íslands frá fundinum. Þá eru ítrekuð þau skilyrði sem sett eru fram í fyrirliggjandi starfsleyfi Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis frá 9. júní sl.
      Lagaskilyrði eru til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis, sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn Landsnets dags. 29. desember 2016 og leggur jafnframt til við bæjarstjórn að umsókn Landsnets hf. vegna Sandskeiðslínu 1 (Lyklafellslína 1) verði samþykkt og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og byggingarráðs og samþykkir með 11 samhljóða greiddum atkvæðum að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn Landsnets dags 29. desember 2016 vegna Sandskeiðslínu 1 (Lyklafellslína 1)og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    • 1703088 – Skarðshlíð 2.áf.,undirbúningur fyrir úthlutun

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.júní sl.
      Lagðir fram úthlutunarskilmálar og reglur.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skiulagsþjónustu mætti á fundinn.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar með framkomnum breytingum.

      Bæjarráð samþykkir að óska eftir að lóðum verði úthlutað skv. framlagðri tillögu og að óskað verði eftir tilboðum í lóðir skv. framlagðri tillögu.

      Bæjarráð samþykkir framlagða úthlutunarskilmála fyrir úthlutunarlóðir og tilboðslóðir og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar með framkomnum breytingum.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðum og óska eftir tilboðum í lóðir samkvæmt framlagðri tillögu frá 19. júní 2017.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða úthlutunarskilmála fyrir úthlutunarlóðir og tilboðslóðir í Skarðshlíð 2. áfangi.

    • 1706092 – Krosseyrarvegur 9, endurnýjun lóðarleigusamnings

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.júní sl.
      Endurnýjun lóðarleigusamnings m.t.t. gildandi deiliskipulags.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Krosseyjarvegar 9.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða greiddum atkvæðum endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Krosseyjarvegar 9.

    • 1611371 – Norðurhella 13, lóðarumsókn, úthlutun

      17.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.júní sl.
      Lóðargjald sem þegar er fallið í gjalddaga hefur ekki verið greitt og er lagt til að lóðarúthlutun verði afturkölluð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarúthlutun verði afturkölluð.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða greiddum atkvæðum að afturkalla úthlutun lóðarinnar Norðurhellu 13 til Selsins Fasteignafélags ehf.

    • 1705128 – Hænur, umsókn um leyfi til að halda hænur

      18.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.júní sl.
      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu um hænsnahald að Svöluási 36.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veita leyfi til hænsnahalds skv. umsókn með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða greiddum atkvæðum að veita leyfi til hænsnahalds skv. fyrirliggjandi umsókn með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali

      8. liður úr fundargerð bæjarráðs 15. júní s.l.

      “Lögð fram drög að kaupsamningi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.”

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson, f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og VG leggur fram eftirfarandi beiðni um upplýsingar:
      1. Hver er ætlaður kostnaður við lágmarks endurbætur á því húsnæði St. Jósefsspítala þannig að hægt sé að taka húsnæðið í notkun í þeim tilgangi sem skilyrði eru sett um í kaupsamningi, þ.e. að húsnæðið verði nýtt undir opinbera þjónustu á vegum sveitarfélagsins?
      2. Hvert er áætlaður árlegur viðhaldskotnaður fasteignarinnar?
      3. Hver er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður fasteignarinnar?
      Þar sem kaupsamingur um fasteignina er nú kominn til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn gerum við ráð fyrir að umbeðnar upplýsingar liggi allar fyrir sem hluti af undirbúningin málsins. Óskum við því eftir að þær verði lagðar fram eigi síðar en á næsta fundi bæjarráðs þann 29. júní nk.

      Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi drög að kaupsamningi ásamt fylgiskjölum og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupsamningi við fjármála- og efnahagsráðuneyti f.h. Ríkissjóðs Íslands.

      Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

    • 1704041 – Samráðshópur Vegagerðar ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföldun Reykjanesbrautar

      6. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15. júní s.l.

      “Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni.

      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætti á fundinn.

      Vegagerðin tilefnir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóra þróunarsviðs og Svan G. Bjarnason, svæðisstjóra í starfshópinn.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.”

      Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari. Til andsvars kemur öðru sinni bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Bókun bæjarstjórnar:
      “Með vísan til minnisblaðs sem lagt var fram á fundinum skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Óskað verður eftir viðræðum við ráðherra og alþingismenn kjördæmisins hið fyrsta vegna þessa brýna öryggis- og hagsmunamáls”.

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1411212 – Borgarlína

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.júní sl.
      Lagt fram minnisblað frá Páli Guðjónssyni framkvæmdastjóra SSH. Greinargerð frá Mannviti og leiðarvalkostir Borgarlínu fyrstu drög.

      Helga Stefánsdóttir fostöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætti á fundinn.

      Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og skipulagsþjónusta geri umsögn um fyrirliggjandi tillögu í samræmi við umræður á fundinum.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjáns svarar andsvari öðru sinni.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Andsvari öðru sinni svarar bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

      Bókun bæjarstjórnar:
      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar að við greiningu á legu Borgarlínunnar verði áhersla lögð á leiðir og lausnir sem gefa sem stystan ferðatíma og sett í forgang að tengja bæinn með skilvirkum hætti í samræmi við þarfir bæjarbúa.“

      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1706255 – Uppbygging íþróttamannvirkja, aðstaða til knattspyrnuiðkunar

      Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
      Uppbygging íþróttamannvirkja – aðstaða til knattspyrnuiðkunar

      Lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar.

      Greinargerð:
      Á þingi ÍBH sem haldið var í maí sl. var samþykkt ný forgangsröðun íþróttamannvirkja og áætlun um uppbyggingu næstu fimm árin. Þar er lagt til að reistir verði yfirbyggðir knattspyrnuvellir á íþróttasvæðunum við Kaplakrika og Ásvelli. Eins og kom fram í úttekt sem íþróttafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar lagði fyrir bæjarráð 18. maí sl. er brýn þörf á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Þar kemur fram að hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Nú er svo komið að aðkallandi er að bæjarfélagið byggi upp og efli aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í takti við íbúaþróun, uppbyggingu nýrra hverfa og almennt aukinn áhuga á knattspyrnuiðkun jafnt á meðal karla sem kvenna. Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt.

      Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Unnur Lára Bryde. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.
      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar:
      “Björt framtíð í Hafnarfirði setur íþróttir og tómstundir barna í forgang og fagnar þeim krafti sem einkennir hafnfirsk félagasamtök.Björt framtíð í Hafnarfirði getur ekki tekið þátt í fyrirliggjandi tillögu. Ástæður þess eru eftirfarandi:
      -Tillöguna skortir nauðsynleg fylgigögn, svo sem kostnaðarmat og greinargerð um afleiddan rekstrarkostnað sem af byggingunum myndi hljótast. Þannig er ekki hægt að átt sig á því hvort tilgreindar upphæðir næstu 4 ár dugi til að fullgera verkið. Fljótlegur samanburður við vinnugögn Íþróttabandalags Hafnarfjarðar benda reyndar til þess að tilgreindar tölur séu ofáætlaðar. Þetta þarfnast nánari skoðunar og undirbúnings. Ábyrg fjármálastjórn krefst þess að allar hliðar séu skoðaðar og undirbúningur vandaður, sérlega þegar meirihluti bæjarstjórnar á í hlut.
      -Tillagan gengur út á að binda stóran hluta framkvæmdafjár bæjarins til næstu fjögurra ára, að minnsta kosti. Hafa þarf í huga að Hafnarfjörður stendur frammi fyrir gríðarlegri uppsafnaðri þörf á viðhaldsframkvæmdum á eignum bæjarins eftir langvarandi fjárhagsvanda frá hruni. Þar má nefna skólahús, skóla- og leikskólalóðir, strætóstoppistöðvar, hjólreiðstíga, safnakost bæjarins o.s.frv., o.s.frv.
      -Björt framtíð í Hafnarfirði leggur ríka áherslu á að framkvæmdafé bæjarins sé ráðstafað með heildarforgangsröðun, þvert á málaflokka, í huga. Fjölmargar framkvæmdir bæjarins kalla á aukið fjármagn og nauðsynlegt er að fyrir liggi útfærð áætlun áður en bæjarstjórn ákveður að ráðstafa takmörkuðu framkvæmdafé fyrirfram áður en heildstæð skoðun hefur átt sér stað, sem og umræða um hana.
      -Íþróttabandalag Hfj hélt faglegt þing fyrir réttum mánuði síðan og hefur nýverið lagt fram tillögur um framtíðaruppbyggingu og forgangsröðun sem bærinn á eftir að ræða við bandalagið. Björt framtíð í Hafnarfirði ber virðingu fyrir samtali bæjarins við Íþróttabandalagið og vill klára það áður en bæjarstjórn tekur af skarið um næstu skref í byggingaframkvæmdum eða setur í loftið óútfærð loforð.
      -Fyrir liggur ákvörðun bæjarstjórnar um að breyta samkomulagi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar á þann veg að bærinn kosti í framtíðinni uppbyggingu íþróttamannvirkja að fullu. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur það mál til umfjöllunar, en sú vinna var sett í farveg nú í júní og er því vart hafin.
      -Bæjarfélagið hefur á þessu kjörtímabili gengið í gegnum heildstæða endurskoðun á rekstri bæjarins. Þær aðgerðir hafa skilað stórbættri stöðu í fjármálum Hafnarfjarðar. Einnig hefur farið fram endurskoðun á samningum við íþróttafélögin í bænum. Tillagan sem hér liggur fyrir gengur þvert gegn þeim vinnubrögðum sem lagt var upp með í þessum úttektum og endurskoðun og væri skref aftur á við í samskiptum bæjarins og félagasamtaka.
      -Rétt er að árétta að tillagan er samsett úr tveimur aðskildum málum og stangast á við forgangsröðun ÍBH eins og hún var sett fram nú í júní. Björt framtíð í Hafnarfirði vill fjalla um hvern lið á forgangslista ÍBH fyrir sig, enda hvert svæði með sína sérstöðu.
      Þessi afstaða Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði gagnvart fyrirliggjandi tillögu Sjálfstæðisflokksins er í fullu samræmi við samstarfssáttmála flokkanna tveggja í meirihluta bæjarstjórnar.
      Björt framtíð í Hafnarfirði telur það ábyrgðarhlut að láta hanga í loftinu óstaðfest loforð um framkvæmd af þessari stæarðargráðu og mun því ekki ljá tillögunni líf með hjásetu.
      Björt framtíð í Hafnafirði hlakkar til samtalsins við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og hvert og eitt íþróttafélag um framtíðarhugmyndir og tillögur að forgangsröðun framkvæmda og mun leggja metnað sinn í að vinna það ferli vel og af heilindum. Með vinsemd og virðingu fyrir öllum íþróttum og tómstundum barna í Hafnarfirði”.

      Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

      Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      Fundarhlé kl. 18:42, fundi framhaldi kl. 18:52

      Framkomin tillaga borin upp til atkvæða.

      Atkvæðagreiðsla fer fram með nafnakalli.
      Pétur Gautur Svavarsson, já
      Rósa Guðbjartsdóttir, já
      Unnur Lára Bryde, já
      Adda María Jóhannsdóttir, nei
      Einar Birkir Einarsson ,nei
      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, nei
      Guðlaug Kristjánsdóttir, nei
      Gunnar Axel Axelsson, nei
      Helga Ingólfsdótir, já
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, nei
      Ólafur Ingi Tómasson, já

      Tillaga er felld 6 bæjarfulltrúar segja nei og 5 bæjarfulltrúar segja já.

      Fundarhlé kl. 18:56, fundi framhaldið kl. 19:07

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
      “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi verið vilji til að vísa tillögu um uppbyggingu fyrir knattspyrnuiðkun í bænum til fjárhagsáætlunargerðar. Heildstæð og ítarleg greining og skoðun á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði hefur átt sér stað undanfarin misseri og ár og er tillagan sem liggur fyrir afurð þeirrar vinnu. Hátt í 2000 börn og ungmenni stunda knattspyrnu í bæjarfélaginu og er mikil þörf á bættri aðstöðu hjá báðum félögum eins og gert er grein fyrir í tillögunni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að endurskoðun samnings Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 10. maí sl. gangi hratt fyrir sig. Einnig að gerð verði greining og úttekt á frekari uppbyggingartillögum og framkvæmdaröð sem samþykkt var á síðasta þingi ÍBH. Þótt tillagan hafi ekki verið samþykkt eins og hún liggur fyrir nú verður áfram unnið að framgangi hennar eins og öðrum uppbyggilegum verkefnum í sveitarfélaginu”.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingr og VG:
      “Fulltrúar minnihlutans taka ekki þátt í þeirri óábyrgu tillögugerð sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að leggja hér fram í þeim augljóslega tilgangi að slá ryki í augu bæjarbúa og afla sér skammtímavinsælda á mjög svo hæpnum forsendum. Eigi tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að ráðast í byggingu tveggja knattspyrnuhúsa í fullri stærð að teljast fjárhagslega raunhæf er ljóst að fjöldi brýnna verkefna í grunnþjónustu bæjarins muni þurfa að víkja á næstu árum. Eðlilegt er að sömu fulltrúar upplýsi bæjarbúa um þá hlið málsins einnig.
      Ekkert kostnaðarmat fylgir tillögunni og ekkert liggur fyrir um hvaðan fjármagn til verkefnanna eigi að koma. Ekkert liggur heldur fyrir hvaða áhrif ákvörðun af þessu tagi getur haft á möguleika bæjarins til að ráðast í önnur verkefni, s.s.fjölgun félagslegra húsnæðisúrræða og framkvæmdir í leik- og grunnskólamálum sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu árum ef sveitarfélagið ætlar að standast samanburð við önnur sveitarfélög hvað framboð og gæði grunnþjónustunnar snertir.
      Tillagan virðist sömuleiðis ganga þvert á nýlegar samþykktir Íþróttabandalags Hafnarfjarðar um forgangsröðun framkvæmda á sviði íþróttamála. Ef það hefur verið vilji fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að ráðast í svo stórfelldar framkvæmdir í knattspyrnumannvirkjum er eðlilegt að spyrja hvers vegna þær áherslur hafa ekki verið kynntar fyrr, a.m.k. áður en fulltrúar íþróttafélaganna í bænum komu saman til ÍBH þings fyrir aðeins örfáum vikum síðan.
      Þá er erfitt að sjá hvernig fyrirliggjandi tillaga getur samrýmst yfirlýsingum um nauðsyn þess að greiða niður skuldir bæjarins en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum má gera ráð fyrir að heildarskuldir og skuldbindingar bæjarins aukist um nokkra milljarða á yfirstandandi rekstrarári.
      Í ljósi þess að vinna við gerð fjárhagsáætlunar er í reynd ekki hafin hefur tillagan, ólíkt því sem ætla má af kynningu málsins, sem slík heldur ekkert formlegt gildi frekar en aðrar tillögur eða hugmyndir sem munu verða ræddar í aðdraganda samþykktar fjárhagsætlunar á komandi hausti. Það er því erfitt að sjá hvaða tilgangi þessi málflutningur á að þjóna öðrum en þeim að að stilla íþróttafélögum í bænum upp á móti hvort öðru og teikna upp þá mynd að stuðningur við uppbyggingu í íþróttamálum markist af flokkspólitískum línum.
      Að öðru leyti tökum við efnislega undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar.”

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 16.júní sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 15.júní sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 7.júní sl.
      b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 31.maí sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9.júní sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 9.júní sl.
      e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26.maí sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14.júní sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26.maí sl.
      Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 13. og 19.júní sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 14.júní sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 7.júní sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 16.júní sl.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Unnur Lára Bryde um fundargerð Menningar- og ferðamálanefndar frá 9. júní s.l. lið 2.

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Kosið í ráð og nefndir til eins árs.

      Kosið í ráð og nefndir til eins árs:

      Bæjarráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Fjölskylduráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Fræðsluráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Skipulags- og byggingaráð, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Bláfjallanefnd/Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, einn aðalmaður og einn til vara.
      Íþrótta- og tómstundanefnd, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Menningar- og ferðamálanefnd, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
      Stjórn Hafnarborgar, tveir menn kosnir í stjórn Hafnarborgar.
      Stjórn Reykjanesfólkvangs, einn maður.
      SORPA bs. Einn aðalmaður og einn til vara og tveir menn í fulltrúaráð.
      Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Einn varamaður.
      Stjórn Strætó bs. Einn aðalmaður og einn til vara.
      Fulltrúaráð SSH, fimm aðalmenn.
      Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, tveir aðalmenn.
      Stjórn GN-eigna ehf, fimm aðalmenn og þrír til vara, formannskjör.
      Forsetanefnd, skipuð forseta og varaforsetum bæjarstjórnar.

      Samfylking og Vinstri græn leggja fram sameiginlegan lista í ráð og nefndir:

      Bæjarráð:
      Sjálfstæðisflokkur tilnefnir
      Aðalmenn
      Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Varamenn
      Unnur Lára Bryde, Fjóluási 20
      Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9
      Björt framtíð tilnefnir:
      Aðalmaður
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4
      Varamaður
      Einar Birkir Einarsson, Norðurbakka 7c
      Samfylking og Vinstri græn tilnefna:
      Aðalmenn
      Gunnar Axel Axelsson, Selvogsgötu 16a
      Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7
      Elva Dögg Ástudóttir Kristinsdóttir, Austurgötu 41, áheyrnafulltrúi
      Varamenn
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38
      Eyrún Ósk Jónsdóttir, Einivöllum 5
      Sverrir Garðarsson, Hellisgötu 34, varaáheyrnafulltrúi

      Fjölskylduráð:
      Sjálfstæðisflokkur tilnefnir
      Aðalmenn
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Varamenn
      Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu 67
      Valdimar Víðisson, Nönnustíg 8
      Björt framtíð tilnefnir
      Aðalmaður
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4
      Varamaður
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Samfylking og Vinstri græn tilnefna:
      Aðalmenn
      Árni Rúnar Þorvaldsson, Álfaskeiði 100
      Fjölnir Sæmundsson, Lækjarkinn 10
      Varamenn
      Helga Þórunn Sigurðardóttir, Stekkjarhvammi 48
      Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 6

      Fræðsluráð:
      Sjálfstæðisflokkur tilnefnir
      Aðalmaður
      Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7
      Varamaður
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Björt framtíð tilnefnir
      Aðalmenn
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24,
      Hörður Svavarsson, Hólabraut 6
      Varamenn
      Einar Birkir Einarsson, Norðubakka 7c
      Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7
      Samfylking og Vinstri græn tilnefna:
      Aðalmenn
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38
      Sverrir Garðarsson, Hellisgötu 34
      Varamenn
      Algirdas Slapikas, Burknavöllum 21b
      Gestur Svavarsson, Blómvangi 20

      Umhverfis- og framkvæmdaráð:
      Sjálfstæðisflokkur tilnefnir
      Aðalmenn
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26
      Unnur Lára Bryde, Fjóluási 20
      Varamenn
      Örn Tryggvi Johnsen, Hraunbrún 48
      Lára Janusdóttir, Teigabyggð 8
      Björt framtíð tilnefnir
      Aðalmaður
      Helga Björg Arnardóttir, Þrastarási 28
      Varamaður
      Matthías Freyr Matthíasson, Suðurvangi 4
      Samfylking og Vinstri græn tilnefna:
      Aðalmenn
      Friðþjófur Helgi Karlsson, Úthlíð 15
      Eyrún Ósk Jónsdóttir, Einivöllum 5
      Birna Ólafsdóttir, Kvistavöllum 29, áheyrnarfulltrúi
      Varamenn
      Jón Grétar Þórsson, Urðarstíg 8
      Sverrir Jörstad Sverrisson, Hamarsbraut 9
      Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, Lækjarkinn 10, varaáheyrnarfulltrúi

      Skipulags- og byggingaráð:
      Sjálfstæðisflokkur tilnefnir
      Aðalmaður:
      Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9
      Varamaður:
      Skarphéðinn Orri Björnsson, Norðurbakka 25d
      Björt framtíð tilnefnir
      Aðalmenn
      Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b
      Pétur Óskarsson, Lækjargötu 5
      Varamenn
      Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14
      Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1
      Samfylking og Vinstri græn tilnefna:
      Aðalmenn
      Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Engjahlíð 3a
      Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 6
      Varamenn
      Óskar Steinn Ómarsson, Kirkjuvegi 11b
      Sigurbergur Árnason, Norðurvangi 44

      Bláfjallanefnd/Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
      Aðalmaður:
      Pétur Óskarsson, Lækjargötu 5
      Varamaður:
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26

      Íþrótta- og tómstundanefnd:
      Björt framtíð tilnefnir
      Aðalmaður:
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Varamaður:
      Einar Birkir Einarsson, Norðurbakka 7c
      Sjálfstæðisflokkur tilnefnir
      Aðalmaður
      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c
      Varamaður
      Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4
      Samfylking og VG tilnefna:
      Aðalmaður
      Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Drekavöllum 13
      Varamaður
      Ægir Örn Sigurgeirsson, Blikaási 26

      Menningar- og ferðamálanefnd:
      Sjálfstæðisflokkur tilnefnir
      Aðalmaður:
      Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4
      Varamaður
      Pétur Gautur Svavarsson, Arnarhrauni 27
      Björt framtíð tilnefnir
      Aðalmaður
      Helga Björg Arnardóttir, Þrastarási 28
      Varamaður
      Sóley Elíasdóttir, Suðurgötu 15
      Samfylking og VG tilnefna:
      Aðalmaður
      Jón Grétar Þórsson, Urðarstíg 8
      Varamaður
      Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Engjahlíð 3a

      Stjórn Hafnarborgar (2 menn)
      Pétur Gautur Svavarsson, Arnarhrauni 27
      Sigríður Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 58

      Stjórn Reykjanesfólkvangs (1 maður)
      Matthías Freyr Matthíasson, Suðurvangi 4

      Stjórn Sorpu bs, 1 aðalmaður og 1 til vara, 2 í fulltrúaráð
      Aðalmaður:
      Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7
      Varamaður:
      Einar Birkir Einarsson, Norðurbakka 7c

      Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, (1 varamaður)
      Varamaður:
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4

      Stjórn Strætó, 1 aðalmaður og 1 varamaður
      Aðalmaður:
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4
      Varamaður:
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42

      Fulltrúaráð SSH, 5 aðalmenn
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjuvegi 4
      Einar Birkir Einarsson, Norðurbakka 7c
      Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26
      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Austurgötu 41
      Adda María Jóhannsdóttir, Skógarhlíð 7

      Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, 2 menn
      Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b
      Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Engjahlíð 3a

      Tilnefndir eru jafnmargir og kjósa á og eru þau kosin með 10 samhljóða atkvæðum og því rétt kjörin.

      Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs
      Hlini Melsteð Jóngeirson, Staðabergi 8 fer út sem varamaður í heilbrigðisnefnd og í hans stað kemur Guðmundur Björnsson, Álfaskeiði 80.
      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum

      Hafnarstjórn:
      Pétur Óskarsson, Lækjargötu 5 fer út sem aðalmaður í Hafnarstjórn og í hans stað kemur Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b. Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b fer út sem varamaður í Hafnarstjórn og í hennar stað kemur Pétur Óskarsson, Lækjargötu 5.
      Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum

      Kosning formanna og varaformanna ráða:

      Bæjarráð
      Fram kom tillaga um Rósu Guðbjartsdóttir sem formann og Guðlaugu Kristjánsdóttur sem varaformann.
      Fleiri tillögur komu ekki fram og eru þær kjörnar með 10 samhljóða atkvæðum.

      Fjölskylduráð
      Fram kom tillaga um Guðlaugu Kristjánsdóttur sem formann og Helgu Ingólfsdóttur sem varaformann.
      Fleiri tillögur komu ekki fram og eru þær kjörnar með 10 samhljóða atkvæðum.

      Fræðsluráð
      Fram kom tillaga um Rósu Guðbjartsdóttur sem formann og Hörð Svavarsson sem varaformann.
      Fleiri tillögur komu ekki fram og eru þau kjörin með 10 samhljóða atkvæðum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð
      Fram kom tillaga um Helgu Ingólfsdóttur sem formann og Helgu Björgu Arnardóttur sem varaformann.
      Fleiri tillögur koma ekki fram og eru þær kjörnar með 10 samhljóða atkvæðum.

      Skipulags- og byggingaráð
      Fram kom tillaga um Ólaf Inga Tómasson sem formann og Borghildi Sölvey Sturludóttir sem varaformann.
      Fleiri tillögur komu ekki fram og eru þau kjörin með 10 samhljóða atkvæðum.

    • 1406220 – Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara, 2014-2018

      Kosning forseta:
      Guðlaug Kristjánsdóttir, Kirkjubraut 4 hlaut 11 atkvæði sem forseti og skoðast hún rétt kjörin.

      Kosning 1. varaforseta:
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38 hlaut 11 atkvæði sem 1. varaforseti og skoðast hún rétt kjörin.

      Kosning 2. varaforseta
      Kristinn Andersen, Ausurgötu 42 hlaut 11 atkvæði sem 2. varaforseti og skoðast hann rétt kjörinn.

      Kosning skrifara og varaskrifara:
      Einar Birkir Einarsson, Norðurbakka 7c og Gunnar Axel Axelsson, Selvogsgötu 16a eru tilnefndir sem skrifarar bæjarstjórnar og Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26 og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Austurgötu 41 voru tilnefndar sem vararskrifarar bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 11 samhljóma atkvæði og skoðast þau rétt kjörin.

      Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Ábendingagátt