Bæjarstjórn

27. september 2017 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1791

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti
 • Kristinn Andersen 2. varaforseti
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður
 • Valdimar Víðisson varamaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Unni Láru Bryde, Ólafi Inga Tómassyni og Einar Birki Einarssyni. Í þeirra stað sátu fundinn Kristín María Thoroddsen, Valdimar Víðisson og Borghildur Sturludóttir.[line][line]Jafnframt sat fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1411212 – Borgarlína.[line]Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum og verður ofangreint mál því sett á dagskrá sem mál nr. 7.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Unni Láru Bryde, Ólafi Inga Tómassyni og Einar Birki Einarssyni. Í þeirra stað sátu fundinn Kristín María Thoroddsen, Valdimar Víðisson og Borghildur Sturludóttir.[line][line]Jafnframt sat fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1411212 – Borgarlína.[line]Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum og verður ofangreint mál því sett á dagskrá sem mál nr. 7.

 1. Almenn erindi

  • 1709652 – Fasteignaskattur 2018, elli- og örorkulífeyrisþega, afsláttur

   2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.sept.sl.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur um hækkun á afslætti á fasteignasköttum elli- og örorkulífeyrisþega verði samþykktar.

   Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls.

   Gunnar Axel Axelsson tekur til máls. 1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að andsvari öðru sinni.
   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tekur til máls. Gunnar Axel Axelsson kemur að andsvari.

   Fundarhlé gert kl. 17:52.
   Fundi fram haldið kl. 18:05

   Rósa Guðbjartsdóttir tekur tíl máls og leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur um hækkun á afslætti á fasteignasköttum elli- og örorkulífeyrisþega verði samþykktar og taki gildi frá og með 1. janúar 2018. Þannig samþykkt verði afgreiðslunni vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

   Beytingartillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 11 greinddum atkvæðum.

   Gunnar Axel Axelsson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi bókun f.h. Samfylkingar og Vinstri Grænna.

   Fulltrúar Samfylkingar og VG samþykkja fyrirliggjandi tillögu og fagna hækkun tekjuviðmiðanna. Leggjum við jafnframt fram ósk um að bæjarstjóra verði falið að útbúa greiningu á áhrifum breytinga á viðmiðunum, meðal annars með tilliti til þess hversu margir munu njóta þeirra í formi aukins afsláttar og hvernig dreifing er milli tekjuhópa, einstaklinga og hjóna, borið saman við gildandi viðmið. Þar sem fyrir liggur að tekjur aldraðra kvenna eru að jafnaði fjórðungi lægri en tekjur karla á sama aldri leggjum við einnig til að í reglurnar verði rýndar með tilliti til kyns. Mikilvægt er að sú greining liggi fyrir tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar svo hún þjóni tilgangi sínum og geti nýst til að gera enn frekari breytingar á reglunum ef niðurstöður hennar gefa tilefni til þess.
   Gunnar Axel Axelsson
   Adda María Jóhannsdóttir
   Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
   Margrét Gauja Magnúsdóttir

  • 1709602 – Álfaskeið 46, lóðarleigusamningur

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.sept.sl.
   Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Álfaskeið 46 til afgreiðslu.

   Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir framlagðan lóðarleigusamning fyrir Álfaskeið 46.

  • 1709027 – Skarðshlíð 2.áf., úthlutun

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.sept. sl.
   Lagður fram listi yfir umsækjendur um einbýlis- og parhúsalóðir.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtöldum einbýlishúsalóðum verði úthlutað til eftirtalinna aðila:

   Glimmerskarð 3
   Inga Steinþóra Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Jónsson.

   Víkurskarð 2.
   Erlendur Eiríksson.

   Víkurskarð 8.
   Sædís Alda Búadóttir og Stefán Laufdal Gíslason.

   Víkurskarð 4.
   Björgvin Valur Sigurðsson og Jóhanna Gyða Stefánsdóttir.

   Hádegisskarð 29.
   Böðvar Ingi Guðbjartsson og Lína Guðnadóttir.

   Glimmerskarð 9.
   Ástþór Ingvi Ingvason og Anna Margrét Magnúsdóttir.

   Malarskarð 16.
   Birgitta Rós Björgvinsdóttir og Andri Þór Ólafsson.

   Glimmerskarð 7.
   Pétur Þórarinsson og Íris Björk Gylfadóttir.

   Malarskarð 22.
   Vignir Stefánsson og Anna Berglind Sigurðardóttir.

   Malarskarð 6.
   Rakel Ósk Sigurðardóttir og Ernir Eyjólfsson.

   Hádegisskarð 21.
   Jón Karl Grétarsson og Petra Sif Jóhannsdóttir.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtöldum parhúsalóðum verði úthlutað til eftirtalinna aðila:

   Móbergsskarð 10 (10-12)
   Jórunn Jónsdóttir og Sigurður Sveinbjörn Gylfason
   Jón B. Björgvinsson og Halldóra Oddsdóttir

   Malarskarð 8 (8-10)
   Steinunn Guðmundsdóttir og
   Stefán Hallsson.

   Móbergsskarð 5 (5-7)
   Jón Ármann Arnoddsson og Svanhildur Guðrún Leifsdóttir og
   Sigurþór Stefánsson og Elsa Pálsdóttir.

   Malarskarð 9 (9-11)
   Sigurður Björn Reynisson og Ásta Björg Guðjónsdóttir og
   Dagný Lóa Sigurðardóttir og Friðrik Þór Halldórsson.

   Móbergsskarð 1 (1-3)
   Jóhann Bjarni Kjartansson og Borghildur Sverrisdóttir
   Birgir Gunnarsson og Ásthildur Björnsdóttir.

   Móbergsskarð 4 (4-6)
   Hreinn Guðlaugsson og Viktoría Dröfn Ólafsdóttir og
   Sigurður Daníel Einarsson og Katrín Hulda Guðmundsdóttir.

   Glimmerskarð 14 (14-16)
   Sandri Freyr Gylfason og
   Guðmundur Már Einarsson.

   Malarskarð 13 (13-15)
   Haukur Geir Valsson og
   Baldur Örn Eiríksson.

   Malarskarð 12 (12-14)
   Ingi Þórarinn Friðriksson og Jóna Hulda Pálsdóttir og
   Silvía Dögg Hjörleifsdóttir og Kristján Uni Óskarsson.

   Malarskarð 18 (18-20)
   Magnús Héðinsson og Margrét Þórarinsdóttir og
   Helgi Vigfússon og Elín Anna Hreinsdóttir.

   Malarskarð 5 (5-7)
   Valgeir Pálsson og Sandra Baldursdóttir og
   Heba Rut Kristjónsdóttir og Kjartan Hrafnkelsson.

   Hádegisskarð 17 (17-19)
   Andrés Þór Hinriksson og Sif Gunnlaugsdóttir og
   Drífa Andrésdóttir og Gunnar Freyr Þórisson.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að efirtöldum einbýlishúsalóðum verði úthlutað til eftirtalinna aðila:

   Glimmerskarð 3
   Inga Steinþóra Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Jónsson.

   Víkurskarð 2.
   Erlendur Eiríksson.

   Víkurskarð 8.
   Sædís Alda Búadóttir og Stefán Laufdal Gíslason.

   Víkurskarð 4.
   Björgvin Valur Sigurðsson og Jóhanna Gyða Stefánsdóttir.

   Hádegisskarð 29.
   Böðvar Ingi Guðbjartsson og Lína Guðnadóttir.

   Glimmerskarð 9.
   Ástþór Ingvi Ingvason og Anna Margrét Magnúsdóttir.

   Malarskarð 16.
   Birgitta Rós Björgvinsdóttir og Andri Þór Ólafsson.

   Glimmerskarð 7.
   Pétur Þórarinsson og Íris Björk Gylfadóttir.

   Malarskarð 22.
   Vignir Stefánsson og Anna Berglind Sigurðardóttir.

   Malarskarð 6.
   Rakel Ósk Sigurðardóttir og Ernir Eyjólfsson.

   Hádegisskarð 21.
   Jón Karl Grétarsson og Petra Sif Jóhannsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að eftirtöldum parhúsalóðum verði úthlutað til eftirtalinna aðila:

   Móbergsskarð 10 (10
   Jórunn Jónsdóttir og Sigurður Sveinbjörn Gylfason
   Jón B. Björgvinsson og Halldóra Oddsdóttir

   Malarskarð 8 (8-10)
   Steinunn Guðmundsdóttir og
   Stefán Hallsson.

   Móbergsskarð 5 (5-7)
   Jón Ármann Arnoddsson og Svanhildur Guðrún Leifsdóttir og
   Sigurþór Stefánsson og Elsa Pálsdóttir.

   Malarskarð 9 (9-11)
   Sigurður Björn Reynisson og Ásta Björg Guðjónsdóttir og
   Dagný Lóa Sigurðardóttir og Friðrik Þór Halldórsson.

   Móbergsskarð 1 (1-3)
   Jóhann Bjarni Kjartansson og Borghildur Sverrisdóttir
   Birgir Gunnarsson og Ásthildur Björnsdóttir.

   Móbergsskarð 4 (4-6)
   Hreinn Guðlaugsson og Viktoría Dröfn Ólafsdóttir og
   Sigurður Daníel Einarsson og Katrín Hulda Guðmundsdóttir.

   Glimmerskarð 14 (14-16)
   Sandri Freyr Gylfason og
   Guðmundur Már Einarsson.

   Malarskarð 13 (13-15)
   Haukur Geir Valsson og
   Baldur Örn Eiríksson.

   Malarskarð 12 (12-14)
   Ingi Þórarinn Friðriksson og Jóna Hulda Pálsdóttir og
   Silvía Dögg Hjörleifsdóttir og Kristján Uni Óskarsson.

   Malarskarð 18 (18-20)
   Magnús Héðinsson og Margrét Þórarinsdóttir og
   Helgi Vigfússon og Elín Anna Hreinsdóttir.

   Malarskarð 5 (5-7)
   Valgeir Pálsson og Sandra Baldursdóttir og
   Heba Rut Kristjónsdóttir og Kjartan Hrafnkelsson.

   Hádegisskarð 17 (17-19)
   Andrés Þór Hinriksson og Sif Gunnlaugsdóttir og
   Drífa Andrésdóttir og Gunnar Freyr Þóriss

  • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21.sept. sl.
   JT Verk ehf. átti hæsta tilboð í Bjargsskarð 3 og Fjarðarmót ehf. átti hæsta tilboð í Glimmerskarð 8.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði og úthluta:
   JT Verk ehf., Bjargsskarði 3 og
   Fjarðarmótum ehf., Glimmerskarði 8

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að taka tilboði og úthluta JT Verki ehf. Bjargsskarði 3 og Fjarðarmótum ehf. Glimmerskarði 8.

  • 1705325 – Fjölsmiðjan, þjónustusamningur, endurnýjun

   2. tl. frá fundi Fjölskylduráðs þann 22. september sl.

   Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

   1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.
   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.
   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Fjölsmiðjuna.

  • 1501931 – Atvinnumál fatlaðs fólks

   4. tl. frá fundi Fjölskylduráðs þann 22. september sl.

   Fjölskylduráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Hafnarjarðarbær hefji viðræður við Ríkiskaup hið fyrsta, um kaup á Suðurgötu 14 fyrir vinnustað og þjónustu fyrir fatlað fólk, auk annarrar starfsemi sem rúmast getur í húsinu.

   1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Helga Ingólfsdóttir tekur til máls.

   Gunnar Axel Axelsson tekur til máls. Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars.

   Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur til máls.

   Borghildur Sturludóttir tekur til máls. Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur til andsvars.

   Fundarhlé gert kl. 18:58.
   Fundi fram haldið kl. 19:00

   Forseti bar upp eftirfarandi breytta tillögu frá þeirri sem liggur þegar fyrir fundinum:

   Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Ríkiskaup um kaup á Suðurgötu 14. Leiði viðræðurnar til kauptilboðs skuli liggja fyrir tillögur um fyrirkomulag fyrirhugaðrar starfsemi í húsinu, þ.m.t. vinnustað og virkniúrræði fyrir fatlað fólk. Ennfremur liggi fyrir kostnaðarmat á lagfæringum og breytingum hússins, svo og heildarúttekt á kostnaði og fjárhagslegum og samfélagslegum ávinningi af verkefninu.

   Bæjarstjórn samþykkir framborna breytta tillögu með 11 greiddum atkvæðum.

  • 1411212 – Borgarlína

   1. tölul. á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 25. september sl.
   Svæðisskipulagsnefnd leggur fram með bréfi dags. 15.09.2017 ásamt fylgiskjölum, breytingartillögu svæðisskipulagsins vegna Borgarlínu.
   Erindið var upphaflega tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19. september sl. en afgreiðslu þess þá frestað.
   Í erindi svæðisskipulagsstjóra kemur eftirfarandi fram:
   „Á grunni samkomulags sveitarfélaga um undirbúning að innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. desember 2016 hefur verið unnin tillaga að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 vegna Borgarlínu.
   Vinnslutillögur svæðis- og aðalskipulags voru kynntar frá 29. maí til og með 21. júní 2017. Alls bárust athugasemdir og/eða ábendingar frá 33 aðilum og þar af 12 lögbundnum umsagnaraðilum. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi hefur tekið nokkrum breytingum frá forkynningu. Tillagan byggir á greiningarvinnu COWI eins og hún birtist í lokaskýrslu dags. september 2017.
   Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fjallaði um lokaskýrslu COWI og tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu sínum þann 8. september 2017. Eftirfarandi var bókað:
   Með tilvísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga samþykkir svæðisskipulagsnefnd að leggja til við aðildarsveitarfélögin að samþykkja að auglýsa tillöguna eftir athugun Skipulagsstofnunar.
   Eins og fram kemur í samkomulagi sveitarfélaganna þá er ætlunin að ljúka skipulagsvinnu á árinu 2017.”
   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19. september sl. gerði Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri grein fyrir breytingartillögunni og ferli hennar fram til þessa. Á þeim fundi kom í ljós að ónákvæmni gætir í ofangreindri bókun svæðisskipulagsnefndar frá 8. september sl. og var afgreiðslu erindisins þess vegna frestað. Að virtu framangreindu tekur skipulags- og byggingarráð því bókun svæðisskipulagsnefndar hér upp og leiðréttir til samræmis við ákvæði VI. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.

   Skipulags og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingartillögu á svæðisskipulagi í samræmi við 3.mgr. 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

   Borghildur Sturludóttir tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir með 10 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi breytingartillögu á svæðisskipulagi í samræmi við 3 mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einn greiddi atkvæði á móti.

  Fundargerðir

  • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 20.sept.sl.
   a. Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6.sept. sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25.ágúst sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 19.sept. sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 20.sept. sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 20.sept. sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 21.sept. sl.
   a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 13.sept. sl.
   b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.sept. sl.
   c. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 1. sept. sl.
   d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25.ágúst sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 25. september sl.

   Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls um 3.lið í fundargerð umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 20. september.

   Helga Ingólfsdóttir tekur til máls um sama lið. Adda María Jóhannsdóttir kemur til andsvars.

   Helga Ingólfsdóttir tekur til máls öðru sinni.

   Til máls tekur öðru sinni Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

Ábendingagátt