Bæjarstjórn

25. október 2017 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1793

Mætt til fundar

  • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður

Jafnframt sat fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.[line][line]1. varaforseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Jafnframt sat fundinn Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri.[line][line]1. varaforseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1703332 – Álfhella 8, breyting á deiliskipulagi

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.október sl.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 2. áfanga í Hafnarfirði vegna Álfhellu 8, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.
      Breytingin felst í að byggingarreit lóðarinnar að Álfhellu 8 verði snúið um 90°, stærð hans og bundin byggingarlína verði óbreytt. Syðri innkeyrsla frá Dranghellu verði tekin af. Hámarkshæð byggingar verði 10 metrar miðað við mæni. Að öðru leiti gildi áfram núgildandi skilmálar fyrir svæðið. Athugasemdir bárust.
      Í samræmi við 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði er erindið því lagt fram í skipulags- og byggingarráði.
      Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.10.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á deiliskipulagi Álfhellu 8 samanber uppdrátt dags. mars. 2017 og br. sept 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.10.2017.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu Álfhellu 8 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010”

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulaginu Álfhellu 8 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1710065 – Samningur við ÍBH um eflingu íþróttastarfs f. yngri en 18 ára

      5.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 18.október sl.
      Samningur við ÍBH um eflingu íþróttastarfs f. ungmenni yngri en 18 ára lagður fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir samninginn og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Til máls tekur einig Gunnar Axel Axelsson. Að lokum tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum framlagðan samning.

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt.sl.
      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun.

    • 1710185 – Suðurgata 14

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt.sl.
      Lögð fram drög að kaupsamningi um kaup á Suðurgötu 14

      Einar Birkir Einarsson víkur af fundi undir þessum lið.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupa Suðurgötu 14 sbr. framlögð drög að kaupsamningi dags. 26. október 2017.

      Einar Birkir Einarsson víkur af fundi undir þessum lið.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 10 greiddum atkvæðum að kaupa Suðurgötu 14 sbr. framlögð drög að kaupsamningi dags. 26. október 2017.

    • 1707176 – Álfhella 5, umsókn um lóð

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt.sl.
      Lögð fram umsókn Dverghamara ehf, kt. 610786-1629, um lóðina Álfhella 5.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta Dverghömrum ehf. lóðinni Álfhellu 5.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að úthluta Dverghömrum ehf. lóðinni Álfhellu 5.

    • 1706399 – Álfhella 2, umsókn um lóð

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt. sl.
      Lögð fram umsókn Stróks ehf, kt.580788-1739, um lóðina Álfhella 2.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta Strók ehf., kt.580788-1739, lóðinni Álfhellu 2.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að úthluta Strók ehf., kt.580788-1739, lóðinni Álfhellu 2.

    • 1710199 – Álfhella 10, lóðarumsókn

      11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt.sl.
      Lögð fram umsókn Hagtaks hf, kt.460391-2109, um lóðina Álfhella 10.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta Hagtaki ehf., kt.460391-2109, lóðinni Álfhellu 10. Bæjarráð tekur ekki afstöðu til óskar félagsins um breytingar á byggingarreit og hæðartakmörkunum byggingar.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að úthluta Hagtaki ehf., kt.460391-2109, lóðinni Álfhellu 10.

    • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt.sl.
      Haghús ehf. og Haghús byggingar ehf. gerður tilboð í lóðirnar Móbergsskarð 9 og 11. Haghús ehf. og Haghús bygginar ehf. eru í eigu sama aðila. Haghús byggingar ehf. var hæstbjóðandi í Móbergsskarð 11 og Haghús ehf næst hæst, önnur tilboð komu ekki í lóðina. Haghús byggingar ehf. voru næsthæstir í Móbergsskarð 9, hæstbjóðandi féll frá sínu tilboði. Haghús ehf. var með þriðja tilboðið fleiri tilboð komu ekki í lóðina. Haghús ehf. og Haghús byggingar ehf. hafa óskað eftir því Haghús ehf. verði lóðarhafi og greiði tilboðsverð Haghúss bygginga ehf. fyrir lóðirnar.

      Bæjarráð samþykkir beiðni Haghúsa ehf. og Haghús bygginga ehf. og leggur til við bæjarstjórn að úthluta Haghúsum ehf. lóðunum nr. 9 og 11 við Móbergsskarð og að félagið greiði tilboðsverð Haghúss bygginga ehf. í lóðirnar.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum að úthluta Haghúsum ehf. lóðunum nr. 9 og 11 við Móbergsskarð og að félagið greiði tilboðsverð Haghúss bygginga ehf. í lóðirnar.

    • 1709754 – Eyrartröð 16, endurnýjun lóðarleigusamnings

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt. sl.
      Endurnýjun lóðaleigusamnings

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framliggjandi drög að lóðarleigusamningi vegna Eyrartraðar 16.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum framliggjandi drög að lóðarleigusamningi vegna Eyrartraðar 16.

    • 1308200 – Vesturbraut 9, endurnýjun lóðarleigusamnings

      14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt. sl.
      Endurnýjun lóðaleigusamnings

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja drög að lóðarleigusamningi vegna Vesturbrautar 9.

      Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum drög að lóðarleigusamningi vegna Vesturbrautar 9.

    • 1710263 – Urðarstígur 6, endurnýjun lóðarleigusamnings

      15.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 19.okt. sl.
      Endurnýjun lóðaleigusamnings.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi vegna Urðarstígs 6.

      Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi vegna Urðarstígs 6.

    • 1506387 – Friðrikssjóður, sjóður Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur.

      Tilnefning í stjórn

      Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls og leggur fram tillögu um að Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Andrés Þór Gunnlaugsson og Helga Loftsdóttir.

      Tillagan er samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 20.okt. sl.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 16. og 19.okt. sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 29.sept. sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 20.sept.sl.
      c. Fundargerðir stjórnar SSH frá 4.sept. og 2.okt. sl.
      d. Fundargerð 15.eigendafundar Strætó bs. frá 27.sept. sl.
      e. Fundargerð 11.eigendafundar SORPU bs. frá 27.sept. sl.
      f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.sept.sl.
      Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.og18.okt. sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29.sept. sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 22.sept. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 17.okt.sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 18.okt.sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11.okt. sl.

Ábendingagátt