Bæjarstjórn

8. nóvember 2017 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1794

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Gunnari Axel Axelssyni í hans stað mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1710026 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, gjaldskrár 2018, tillögur. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum og verður ofangreint mál því sett á dagskrá sem mál nr. 8.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Gunnari Axel Axelssyni í hans stað mætti Eyrún Ósk Jónsdóttir[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1710026 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, gjaldskrár 2018, tillögur. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum og verður ofangreint mál því sett á dagskrá sem mál nr. 8.

  1. Almenn erindi

    • 1710543 – Lónsbraut 28, lóðarleigusamningur

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.nóv. sl.
      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur vegna Lónsbrautar 28 verði endurnýjaður.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að framliggjandi lóðarleigusamningur vegna Lónsbrautar 28 verði endurnýjaður.

    • 1710235 – Strandgata 37, endurnýjun lóðarleigusamnings

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.nóv. sl.
      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur vegna Strandgötu 37 verið endurnýjaður.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að framliggjandi lóðarleigusamningur vegna Strandgötu 37 verði endurnýjaður.

    • 1306167 – Arnarhraun 50, lóðarúthlutun

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.nóv. sl.
      Afturköllun lóðaúthlutunar. Ás styrkarfélag hefur óskað eftir því að skila inn lóðinni nr. 50 við Arnarhraun.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Arnarhrauns 50 til styrktarfélagsins Áss verði afturkölluð.

      Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að úthlutun lóðarinnar Arnarhrauns 50 til styrktarfélagsins Áss verði afturkölluð.

    • 1710563 – Arnarhraun 50, búsetukjarni fyrir fatlað fólk, húsnæðissjálfseignarstofnun

      8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.nóv. sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Arnarhrauni 50 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

      Haraldur L. Haraldsson bæjarstóri tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæum að lóðinni Arnarhrauni 50 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

    • 1710564 – Hádegisskarð 12,lóðarúthlutun

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.nóv. sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 12 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar íbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

      Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að lóðinni Hádegisskarði 12 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar íbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

    • 1710565 – Hádegisskarð 16,lóðarúthlutun

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.nóv. sl.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 16 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar íbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að lóðinni Hádegisskarði 16 verði úthlutað til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur ákveðið að stofna til byggingar íbúða samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 31.okt.sl.
      Skipulagsstofnun gerði athugasemd vegna málsmeðferð deiliskipulagsins og bendir á að gera þurfi aðalskipulagsbreytingu samhliða.
      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 27. október 2017 ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut og breytingar fyrir Ásland 3 og Hlíðarþúfur.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 skv. 1. mgr. 31. gr. sbr.36. gr. skipulagslaga 123/2010. Fyrirhuguð skipulagsbreyting gerir í ráð fyrir að í stað tveggja tengibrauta sunnan núverandi byggðar við Ásvelli 3, verði ein braut, Ásvallabraut. Lega hennar breytist þannig að hún tengist Kaldárselsvegi og Elliðavatnsvegi með hringtorgi neðan Hlíðarþúfna en tenging við Ásland 3 verði felld út. Lega Kaldaárselsvegar breytist lítillega sem og tenging hans við íbúðarsvæðið við Mosahlíð.

      Einnig er samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi ásamt breytingum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010 og að deiliskipulagið verði auglýst aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu.

      Gerir skipulags- og byggingarráð því eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögum að breyttu deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010”

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að auglýsa framliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögum að breyttu deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1710026 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, gjaldskrár 2018, tillögur

      Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um tillögu að breytingum á annars vegar gjaldskrá nr. 939/2016 vegna matvæla, heilbrigðis- og mengunareftirlits og hins vegar gjaldskrá 938/2016 vegna hundahalds vegna ársins 2018.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar tillögur Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðism annars vegar að gjaldskrá vegna matvæla, heilbrigðis- og mengunareftirlits og hins vegar gjaldskrá 938/2016 vegna hundahalds hvort tveggja vegna ársins 2018.

    Fundargerðir

    • 1701078 – Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn

      Fundargerðir fræðsluráðs frá 30.okt. og 1.nóv. sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 31.okt.
      Fundargerðir bæjarráðs frá 24.,28. og 31.okt., og 2.nóv. sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 27.okt. sl.
      b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.okt. sl.
      c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.okt. sl.
      Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 30.okt. og 1.nóv. sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 27.okt. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 31.okt. sl.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021, fyrri umræða

      1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 31.okt. sl.
      Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2020.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mættu til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2018 og 2019-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn með áorðnum breytingum.

      Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson. Einnig tekur til máls Rósa Guðbjartsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      1. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

      Haraldur L. Haraldsson kemur að andsvari við ræðu Margrétar Gauju.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls.

      Forseti ber upp tillögu um að tillaga að fjárhagsáætlun 2018 og 2019 til 2021 verði vísað til annarar umræðu í bæjarstjórn sem fari fram 22. nóvember nk. Er tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna:

      “Fjárhagsáætlun sú sem í dag er lögð fram til fyrri umræðu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ber þess skýr merki að framundan er kosningavetur enda er stillt upp gífurlegum fjárfestingum sem munu skuldbinda Hafnarfjarðarbæ til framkvæmda nokkur ár fram í tímann.

      Frá árinu 2013 hefur afkoma sveitarfélagsins batnað ár frá ári. Það er því ekki rétt sem haldið er fram í fréttatilkynningu sem fulltrúar meirihlutans hafa birt með fjárhagsáætlun að bærinn hafi hafi fyrst skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2016. Ytri aðstæður hafa sömuleiðis verið hagfelldar og það hefur skilað sér í umtalsvert bættri afkomu allra sveitarfélaga á Íslandi. Þá býr Hafnafjörður vel að miklum eignum í formi íbúða- og atvinnulóða sem í reynd eru forsenda þess að hægt er að ráðast í nýjar fjárfestingar á næstu árum.
      Bætt afkoma má þó ekki breytast í fjárhættuspil og áfram er mikilvægt að fara gætilega í rekstri bæjarins. Þær fjárfestingar sem fjárhagsætlunin boðar eru gífurlegar og ljóst að ekki má mikið út af bregða. Í því samhengi má minna á að þó ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar hafi verið jákvæður árið 2016 var hann hins vegar neikvæður um ríflega 500 milljónir árið 2015. Rekstur bæjarfélags er alltaf háður ytri aðstæðum og óvissa um ýmsa þætti getur sett strik í reikninginn. Kjarasamningar kennara eru t.a.m. lausir innan skamms og því ákveðinn óvissa um þróun mála á þeim vettvangi.

      Það er ástæða til að fagna góðu gengi í rekstri bæjarins. Sérstaklega fögnum við að sjá þar mál sem við höfum lengi talað fyrir, einkum fleiri félagslegum íbúðum, leikskóla í Suðurbæ og fjölgun stöðugilda sálfræðinga.

      En um leið og við gleðjumst yfir bættri afkomu verðum við jafnframt að minna okkur á að fara ekki of geyst, og forgangsraða alltaf í þágu almannahagsmuna þegar farið er með fjármuni bæjarbúa.”

      Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna
      Adda María Jóhannsdóttir
      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
      Gunnar Axel Axelsson
      Margrét Gauja Magnúsdóttir

Ábendingagátt