Bæjarstjórn

17. janúar 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1798

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Unni Láru Bryde en í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen. [line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Unni Láru Bryde en í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen. [line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

  1. Almenn erindi

    • 1801364 – #metoo, íþrótta- og tómstundastarf

      Til umræðu.

      Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristínardóttir. Næstur tekur til máls Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Gunnar Axel svarar andsvari.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir.

      Forseti Guðlaug Svala tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir.

      Helga Ingólfsdóttir tekur næst til máls svo Adda María Jóhannsdóttir.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsóttir.

      Elva Dögg Ásudóttir les upp tillögu að sameiginlegri bókun bæjarstjórnar sem er svohljóðandi:

      “Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Einnig skulu þeir sem Hafnarfjarðarbær styrkir eða gerir samninga við sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum sínum og jafnréttislögum í starfi sínu og aðgerðaráætlun sé skýr. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Hafnarfjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.”

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum ofangreinda bókun.

    • 1411212 – Borgarlína

      Til umræðu.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu Borgarlínu.

      “Í ljósi aukinnar umræðu um málefni almenningssamgangna og undirbúnings sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að innleiðingu hágæða almenningssamgangnakerfis áréttar bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrri samþykktir sínar og fullan stuðning bæjaryfirvalda í Hafnarfirði við uppbyggingu Borgarlínu, með það að markmiði að skilja að svo sem kostur er almenna umferð og akstur almenningssamgangna og auka þannig hlutdeild þeirra í daglegum ferðum fólks innan svæðisins.

      Skorar bæjarstjórn jafnframt á ríkisstjórn og Alþingi að vinna að framgangi verkefnisins með því að tryggja að í samgönguáætlun næstu 4 ára fáist nægjanlegt fjármagn til að takast á við nauðsynlegar aðgerðir, bæði með auknum fjárveitingum til Vegagerðarinnar vegna endurbóta á stofnbrautum og til að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkisins að eflingu almenningssamganga með væntanlegri tilkomu Borgarlínu.”

      Greinargerð með tillögu að ályktun:

      Í gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir að íbúum svæðisins fjölgi um 70 þúsund manns fram til ársins 2040. Markmið svæðisskipulagsins er að þessi fjölgun leiði ekki til samsvarandi aukningar á umferð innan svæðisins. Núverandi ástand stofnbrauta innan svæðisins og óbreyttar ferðavenjur ná ekki að mæta þessu markmiði og þörf er á samstilltum aðgerðum ríkis og sveitarfélaga. Lagfæringar og endurbætur á stofnbrautum til að draga úr töfum og umferðarhnútum, og innleiðing Borgarlínu til að auka hlutdeild almenningssamganga eru nauðsynlegar aðgerðir til að breyta núverandi stöðu og til að mæta vaxandi flutningaþörf innan höfuðborgarsvæðisins.

      Til máls tekur Einar Birkir Einarsson.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Guðlaug Svala tekur til máls. Guðlaug Svala tekur svo aftur við fundarstjórn.

      Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Rósa svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Adda María. Rósa svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson. Rósa svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Gunnar Axel.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Því næst tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir til máls. Ólafur Ingi kemur upp í andsvar.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Næst tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Þar á eftir tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristínardóttir til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kemur upp í andsvar. Adda María svarar andsvari.

      Fundarhlé kl. 20:23.

      Fundi framhaldið kl. 20:52.

      Til máls öðru sinni tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristínardóttir. Einnig tekur til máls Gunnar Axel Axelsson. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari og leggur fram tillögu um að afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu verði frestað milli funda. Gunnar Axel svarar andsvari. Rósa kemur öðru sinni upp í andsvar.

      Fundarhlé kl. 21:05.

      Fundi framhaldið kl. 21:08.

      Forseti ber upp til atkvæða framlagða tillögu um að málinu verði frestað milli funda og er tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 5.

      Forseti ber upp til atkvæða framlagða tillögu að ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um eflingu almenningssamgangna og uppbyggingu Borgarlínu. Er tillagan samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5.

      Fundarhlé kl. 21:32

      Fundi framhaldið kl. 21:55.

      Rósa Guðbjartsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

      “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sammála því að brýnt sé að gera ráð fyrir samgönguás (borgarlínu) í gegnum höfuðborgarsvæðið og styðja að það verkefni verði þróað áfram. Markmiðið er að draga úr umferðarteppum sem skapast á álagstímum og auka hlutdeild almenningssamgangna. Eftir að lega samgönguássins (borgarlínan) hefur verið ákveðin innan bæjarfélaganna komi ríki og sveitarfélög sér saman um hvernig best sé að ná því markmiði, m.a. með bættum stofnbrautum og forgangsakreinum. Það þarf einnig að gera í samráði við íbúa og því er það fagnaðarefni að fyrsta samtal við bæjarbúa í Hafnarfirði eigi sér stað á morgun, fimmtudaginn 18. janúar á íbúafundi sem boðað hefur verið til. Þar verður kynnt staða verkefnisins, þróun þess og hlutverk í því skyni að efla almenningssamgöngur á svæðinu og minnka álag í umferðinni. Ljóst er að mismunandi skilningur og sýn er á verkefnið, jafnt á meðal kjörinna fulltrúa sem og íbúa og því mikilvægt að upplýst umræða og skoðanaskipti eigi sér stað nú þar sem íbúar/skattgreiðendur geta komið að með beinum hætti. Það er í anda lýðræðislegra vinnubragða. Einnig er brýnt að viðræður við ríkið hefjist hið fyrsta svo aðkoma þess liggi fyrir.”

    • 1704041 – Samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföldun Reykjanesbrautar

      5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.jan. sl.
      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Jafnframt er skorað á þingmenn að sjá til þess að framkvæmdum verði forgangsraðað í samræmi við öryggissjónarmið samgönguáætlunar og því beri að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar. Unnið verði skv. tillögu um skiptingu framkvæmda við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar sem samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar hefur lagt fram. Sem fyrsta áfanga verði tryggt fjármagn á árunum 2018 og 2019 til að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Kýrsuvíkurveg. Hönnun á þessum vegakafla liggur fyrir. Síðan verði tryggt fjármagn í samgönguáætlun á árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar skv. framangreindri tillögu.”

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum bókun bæjarráðs sem liggur fyrir fundinum.

    • 1712248 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.jan. sl.
      Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu lögð fram.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá SHS verði samþykkt.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá SHS.

    • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

      12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.jan. sl.
      Óðalhús ehf átti hæsta tilboð í Vikurskarð 12.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði og úthluta Óðalhúsum ehf lóðinni Vikurskarði 12.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka fyrirliggjandi tilboði og úthluta Óðalhúsum ehf. lóðinni Vikurskarði 12.

    • 1708296 – Móbergsskarð 1, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal lóðar

      13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.jan.sl.
      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 20. desember s.l. afsal á 50% lóðarinnar nr. 1 við Móbergsskarð. Lóðarhafar 50% lóðar skyldu þá finna nýja meðbyggjendur og hefur það nú verið gert.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum Móbergsskarðs 1 og tölvupóstur frá nýjum meðbyggjendum þar sem tilkynnt er um og óskað samþykkis á nýjum meðbyggjendum. Þá óska aðilar eftir að lóðarhafar 50% lóðarinnar Móbergsskarðs 1 fái að afsala sér lóðinni og að lóðinni nr. 5 verði úthlutað til aðila.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarðs 1 til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur verði afturkölluð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 5 verði úthlutað til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur og til Dagbjarts Pálssonar og Þóru Sveinsdóttur.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarðs 1 til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur verði afturkölluð og að lóðinni Móbergsskarði 5 verði úthlutað til Jóhanns Bjarna Kjartanssonar og Borghildar Sverrisdóttur og til Dagbjarts Pálssonar og Þóru Sveinsdóttur.

    • 0702054 – Eldri borgarar, niðurgreiðsla og vildarkort

      5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 12.jan. sl.
      Fjölskylduráð leggur til við bæjarstjórn að frístundastyrkur til eldri borgara verði hækkaður í samræmi við aðra hópa og fylgi þróun frístundastyrkja fyrir börn og ungmenni. Fjárhagslegar forsendur verða metnar um mitt ár og afstaða tekin til þess hvort gera þarf viðauka vegna breytingarinnar. Ráðið felur sviðsstjóra að endurskoða fyrirliggjandi samkomulag við ÍBH.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að frístundastyrkur til eldri borgara verði hækkaður í samræmi við aðra hópa og fylgi þróun frístundastyrkja fyrir börn og ungmenni.

    Fundargerðir

    • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 12.jan.sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 11.jan. sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 13.des. sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.des. sl.
      c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15.des. sl.
      d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 6. og 12.des. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.jan.sl.
      a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15.des. sl.
      b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 6.des. sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 4.des. sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.jan. sl.
      Fundargerð fræðsluráðs frá 10.jan. sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 13.des. sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 15.jan. sl.

      Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur til máls undir 1. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.jan.sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Margrét Gauja svarar andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kemur upp til andsvars. Margrét Gauja svarar andsvari.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir undir sama lið í umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.jan.sl. Til andsvars kemur Margrét Gauja.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson undir 9. lið umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.jan.sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Gunnar Axel svarar andsvari.

      Helga Ingólfsdóttir tekur til máls undir sama lið í fundargerð umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 10.jan.sl.

      1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir einnig undir sama lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.jan.sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Guðlaug svarar andsvari. Helga Igólfsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Guðlaug kemur einnig að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson einnig undir sama lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.jan.sl. Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að andsvari.

      Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarsjórn.

      Einar Birkir tekur til máls undir sama lið í fundargerð umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 10. jan.sl. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Helga Ingólfsdóttir kemur upp í andsvar. Einar Birkir svarar andsvari.

      Til máls undir sama lið tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Margrét Gauja kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur Kristinn Andersen. Margrét Gauja svarar andsvari.

      Gunnar Axel tekur til máls undir fundarsköpum.

      Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls undir sama lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 10.jan. sl. Margrét Gauja kemur upp i andsvar. Ólafur Ingi svarar andsvari. Margrét Gauja kemur að stuttri athugasemd. Ólafur Ingi kemur einnig að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir einnig undir sama lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs. Helga Ingólfsdóttir kemur upp í andsvar. Adda María svarar andsvari. Helga Ingólfsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

Ábendingagátt