Bæjarstjórn

31. janúar 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1799

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson varamaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Pétur Gautur Svavarsson varamaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Margréti Gauju Magnúsdóttir, Unni Láru Bryde, Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttir og Kristni Andersen en í þeirra stað mæta þau Friðþjófur Helgi Karlsson, Kristín María Thoroddsen, Sverrir Garðarsson og Pétur Gautur Svavarsson.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum. Forseti bar í upphafi fundar fram tillögu um að tekið verði af dagskrá mál undir 3. tl. mál nr. 1607216, Vellir, stofnræsi og er tillagan samþykkt samhljóða.

Ritari

  • Ívar Bragason hdl. Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Margréti Gauju Magnúsdóttir, Unni Láru Bryde, Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttir og Kristni Andersen en í þeirra stað mæta þau Friðþjófur Helgi Karlsson, Kristín María Thoroddsen, Sverrir Garðarsson og Pétur Gautur Svavarsson.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum. Forseti bar í upphafi fundar fram tillögu um að tekið verði af dagskrá mál undir 3. tl. mál nr. 1607216, Vellir, stofnræsi og er tillagan samþykkt samhljóða.

  1. Almenn erindi

    • 0706189 – Félagsleg heimaþjónusta

      1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 26.jan.
      Guðrún Frímannsdóttir og Sjöfn Guðmundsdóttir mættu á fundinn undir þessum lið.

      Sviðsstjóra falið að endurnýja samning vegna Curron í samræmi við umræður á fundinum.

      Fjölskylduráð samþykkir drög að reglum um félagslega heimaþjónustu og drög að reglum um akstur eldri borgara. Reglunum er vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

      Starfsaldursforseti Rósa Guðbjartsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Guðlaug tekur svo við fundarstjórn að nýju.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um félagslega heimaþjónustu.

      Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða fyrirliggjandi drög að reglum um akstur eldri borgara.

    • 1702315 – Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi

      7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.jan. sl.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð.
      Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum.

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 22.11. s.l. að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.
      Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 28.11.2017 og fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð varðandi umferðar- og skólamál.
      Lögð fram greingerð skipulagsfulltrúa dags. 08.01.2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrir sitt leyti greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 8.1. 2018 og ítrekar samþykkt sína frá 24.8.2017 á fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi dags.30.5.2017 og vísar málinu aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

      Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Adda María svarar andsvari.

      Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn 5 fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deilskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41.gr. laga 123/2010.

      Gunnar Axel Axelsson kemur að eftirfarandi bókun minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna:

      “Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á að í þessu máli hafi sjónarmið íbúa svæðisins ekki haft neitt vægi við meðferð þess og afgreiðslu. Hefur afgreiðslu málsins í tvígang verið frestað hér í bæjarstjórn, síðast með þeim orðum formanns bæjarráðs að ætlunin væri að reyna að bæta þar úr og ná sátt við íbúa við Hamarsbraut sem hafa ítrekað mótmælt breytingunni, meðal annars með vísan til þess að með henni sé gengið gegn nýlega samþykktu skipulagi svæðisins. Ekkert liggur fyrir í málinu nú sem bendir til þess að breyting hafi orðið á afstöðu íbúa á svæðinu né heldur að gerð hafi verið raunverleg tilraun af hendi bæjaryfirvalda til að mæta sjónarmiðum þeirra og skapa sátt um fyrirhugaða uppbyggingu. Af þeirri ástæðu getum við ekki samþykkt tillöguna og greiðum atkvæði gegn henni.”

      Gunnar Axel Axelsson
      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson
      Sverrir Garðarsson

    • 1703279 – Dýraverndarstefna, endurskoðun

      8.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.jan.sl.
      Teknar fyrir að nýju tillögur bæjarlögmanns að endurskoðuðum samþykktum.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum fyrir sitt leyti og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að Samþykkt um kattahald dags. 22.1.2018.
      Einnig samþykkir bæjarstjórn uppfærða Samþykkt um húsdýrahald og almennt gæludýrahald í Hafnarfirði.”

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 1709027 – Skarðshlíð 2.áf., úthlutun

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.jan.sl.
      Einbýlishúsalóðunum Glimmerskarði 3 og Vikurskarði 8 hefur verið afsalað til Hafnarfjarðarkaupstaðar og þar með boðið varamönnum sem dregnir voru út á fundi bæjarráðs 7. september 2017.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtöldum einbýlishúsalóðum verði úthlutað til eftirtalinna aðila:

      Glimmerskarð 3.
      Benedikt Eyþórsson kt. 170376-3159 og Valgerður Þórunn Bjarnadóttir kt. 030276-3889.

      Vikurskarð 8
      Guðlaugur Kristbjörnsson 291071-3259 og Andra Grahm kt. 110673-3299

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að umræddum einbýlishúsalóðum verði úthlutað í samræmi við fyrirliggjandi tillögur bæjarráðs.

    • 1711440 – Straumur, lóðarleigusamningur

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.jan.sl.
      Lagður fram til samþykktar lóðarleigusamningur um Straum.

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fræðsluráðs frá 24.jan. sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 17.jan.sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 26.jan.sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 25.janúar sl.
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 10.jan.sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.jan.sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 8.jan. sl.
      d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 5.jan. sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.jan.sl.
      a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 5.jan.sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.jan.sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 29.jan. sl.

      Gunnar Axel Axelsson tekur til máls undir fundargerðum almennt. Til andsvars kemur Rósa Gubjartsdóttir.

      Starfsaldursforseti Rósa Guðbjartsdóttir tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir einnig undir fundargerðum almennt. Guðlaug tekur svo við fundarstjórn að nýju.

      Kristín María Thoroddsen víkur af fundi kl. 18:14.

      Til andsvars kemur Gunnar Axel. Guðlaug Svala svarar andsvari.

      Helga Ingólfsdóttur tekur máls undir 1. tl. í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.jan.sl.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson um fundargerðir almennt. Til andsvars kemur Gunnar Axel. Ólafur Ingi svarar andsvari.

      Til máls tekur Sverrir Garðarsson undir 6. tl. fundargerð fræðsluráðs frá 24.jan. sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Ábendingagátt