Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskilinni Margréti Gauju Magnúsdóttur en í hennar stað mætir Friðþjófur Helgi Karlsson.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.
Forseti ber upp tillögu um breytingu á varamanni í fjölskylduráði sem felur í sér að Valdimar Víðisson Brekkuási 7, 221 Hafnarfirði fer út og í hans stað komi inn Kristín María Thoroddsen til heimilis að Burknabergi 4, 220 Hafnarfirði. Er tillagan samþykkt samhljóða.
Einnig lagt fram erindi frá Valdimar Víðissyni þar sem fram kemur að hann biðst lausnar frá bæjarstjórn af persónulegum ástæðum.
Bæjarstjórn veitir varabæjarfulltrúa Valdimar Víðissyni lausn frá störfum í bæjarstjórn, samþykkt með 11 atkvæðum.
3.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.febr. sl. Tekið fyrir að nýju og lagðar fram tillögur að umferðaröryggisaðgerðum.
Umhverfis- og framkæmdaráð samþykkir með 3 atkvæðum að sett verði upp ljósastýring á gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu. Samhliða verði farið að ítrustu tillögum Vegagerðarinnar og skýrslu Verkís um umferðaröryggi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur einnig umhverfis- og skipulagsþjónustu að kostnaðarmeta þátt sveitarfélagsins í þessum aðgerðum.
Jafnframt vísar ráðið málinu til kynningar í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá og óska bókað: „Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að farið sé í ítarlega aðgerðaráætlun til að tryggja umferðaröryggi á gatnamótunum, m.a með mikilli hraðalækkun, með því að skoða möguleika á að girða svo ekki sé möguleiki fyrir gangandi umferð að þvera veginn, sýnilegum hraðamyndavélar osfrv. Það er hinsvegar ljóst að hér er um bráðabirgða aðgerð að ræða og leggjum við áhersla að farið verið strax í að finna framtíðarlausn.“
Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.
Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson.
2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir tekur til máls og tekur svo við fundarstjórn á ný.
Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og ber upp tillögu um að bæjarstjórn vísi málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari skoðunar.
Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.
Til máls tekur Kristinn Andersen.
Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi. Gunnar Axel svarar andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi kemur að stuttri athugasemd og það sama gerir Gunnar Axel.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir. Elva Dögg svarar andsvari.
Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls.
Forseti ber upp framkomna tillögu um að bæjarstjórn vísi málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs til nánari skoðunar og úrvinnslu. Er það samþykkt samhljóða.
Forseti les upp tillögu að ályktun.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.
Fundarhlé kl. 18:21.
Fundi framhaldið kl. 18:35.
Forseti ber upp svohljóðandi lítillega breytta tillögu að ályktun bæjarstjórnar:
„Í framhaldi af fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar með þingmönnum Suðvesturkjördæmis þann 15. febrúar s.l. og fjárlaga 2018 skorar bæjarstjórn á þingmenn og samgönguráðherra að sjá til þess að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg hefjist nú þegar á árinu 2018 og verði lokið á árinu 2019. Útboðsgögn liggja fyrir nánast tilbúin og því er lögð áhersla á að strax hefjist vinna við að uppfæra útboðsgögnin. Jafnframt skorar bæjarstjórn á þingmenn, samgönguráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd alþingis og vegamálastjóra að tryggja að fjármagn fáist á samgönguáætlun, sem nú er unnið að, þannig að tryggt verði að framkvæmdum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar ljúki á næstu fjórum árum. Unnið verði samkvæmt tillögu samráðshóps Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarkaupstaðar um tvöföldun og varanlegar úrlausnir á gatnamótum Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar.“
Er ályktunin samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.
12.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.febr. sl. Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu var frestað á fundi bæjarstjórnar 31.1. s.l.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir breytingar á 5. og 13. grein samþykktar um kattahald og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að samþykktum um kattahald.
10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.febr. sl. Endurnýjun lóðarleigusamninga. Lögð fram drög að lóðarleigusamningum um Hlíðarþúfur.
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Lilja Ólafsdóttir lóðaritari mættu til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að endurnýja lóðarleigusamninga í samræmi við fyrirliggjandi drög.
Samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.febr. sl. Lántaka vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Lagt fram minnisblað vegna lántöku og lánasamningur.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 530.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóð Brú vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóð opinberra starsmanna. Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldsyni, kennitala 170852-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson.
Fyrirliggjandi bókun bækjarráðs samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.febr. sl. Lögð fram beiðni Péturs Ólafssonar bygg.verktakar ehf um að lóðarúthlutun til félagsins vegna lóðanna Vikurskarðs 5 og Móbergsskarðs 14 og 16 verði afturkölluð þar sem viðskiptabanki félagsins synjar félaginu um lánafyrirgreiðslu að svo stöddu vegna framkvæmda á framgreindum lóðum.
Lögð fram beiðni JT Verk ehf um að lóðarúthlutun til félagsins vegna lóðarinnar Bjargskarðs 3 verði afturkölluð þar sem viðskiptabanki félagsins synjar félaginu um lánfyrirgreiðslu vegna verkefnisins.
Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 10:10.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðanna Vikurskarðs 5 og Móbergsskarðs 14 og 16 til Péturs Ólafssonar bygg.verktaka ehf verði afturkölluð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Bjargsskarðs 3 til JT Verk ehf verði afturkölluð.
Samþykkt samhljóða að úthlutun umræddra lóða verði afturkallaðar.
Til umræðu.
Fundarhlé kl. 18:48.
Fundi framhaldið kl. 19:07.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni.
Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómason. Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni.
Til máls öðru sinni tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Gunnar Axel svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel svarar andsvari öðru sinni.
Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Elva Dögg svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi. Elva Dögg svarar andsvari öðru sinni.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að stuttri athugasemd.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.febr. sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.febr. sl. b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.febr.sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 21.febr. sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.febr. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 23.febr. sl. Fundargerð bæjarráðs frá 22.febr.sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 14.febr.sl. b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14.febr. sl. c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 13.febr. sl. d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.febr. sl. e. Fundargerð stjórnar SSH frá 12.febr.sl. f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2.febr. sl.