Bæjarstjórn

14. mars 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1802

Mætt til fundar

 • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti
 • Kristinn Andersen 2. varaforseti
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Gunnar Axel Axelssyni, Unni Láru Bryde og þá hefur Bæjarfulltrúi Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir tilkynnt um ótímabundin forföll sem bæjarfulltrúi, í þeirra stað mæta Eyrún Ósk Jónsdóttir, Kristín María Thoroddsen og Borghildur Sölvey Sturludóttir. [line][line]Auk þeirra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir setur fund og stjórnar honum.

Ritari

 • Ívar Bragason hdl. Ritari bæjarstjórnar og lögmaður á stjórnsýslusviði

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Gunnar Axel Axelssyni, Unni Láru Bryde og þá hefur Bæjarfulltrúi Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir tilkynnt um ótímabundin forföll sem bæjarfulltrúi, í þeirra stað mæta Eyrún Ósk Jónsdóttir, Kristín María Thoroddsen og Borghildur Sölvey Sturludóttir. [line][line]Auk þeirra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir setur fund og stjórnar honum.

 1. Almenn erindi

  • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   Tekið er fyrir erindi frá bæjarfulltrúa Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur sem hefur tilkynnt um ótímabundin forföll sem bæjarfulltrúi. Varamaður Guðlaugar, Borghildur Sölvey Sturludóttir, tekur sæti í bæjarstjórn frá og með deginum í dag og þann tíma sem forföll standa yfir, sbr. 3. mgr. 31. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og telst aðalmaður í bæjarstjórn þann tíma.

   Einnig er tekin fyrir breyting á fulltrúum Bjartrar framtíðar í fræðsluráði þar sem Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7, fer úr ráðinu og í hennar stað tekur sæti Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Ljósabergi 48, 221 Hafnarfirði.

  • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

   8.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 28.febr. sl.
   Til umræðu.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

   Fundarhlé kl. 18:48.

   Fundi framhaldið kl. 19:07.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni.

   Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómason. Adda María svarar andsvari. Ólafur Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls öðru sinni tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Gunnar Axel svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Elva Dögg svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi. Elva Dögg svarar andsvari öðru sinni.

   Adda María Jóhannsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari öðru sinni.

   Adda María tekur til máls öðru sinni.

  • 1801286 – Þjóðlendur, stofnun fasteigna

   3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.mars sl.
   Með bréfum dags. 31. desember 2017 sækir forsætisráðuneytið um stofnun tveggja fasteigna (þjóðlendna), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001. Fyrri fasteignin er landsvæði sem ber heitið Skógræktarsvæði norðan Krýsuvíkur en sunnan Garðakirkjulands og seinni fasteignin ber heitið Afréttur Álftaneshrepps hins forna, báðar fasteignir eru þjóðlendur samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004, dags. 31. maí 2006 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 768/2009, dags. 11. nóvember 2010. Um þjóðlendurnar fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998. Umræddar þjóðlendur eru innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011, dags. 20. júní 2014 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 862/2016, dags. 16. nóvember 2017.

   Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Skógræktarsvæði norðan Krýsuvíkur en sunnan Garðakirkjulands er þjóðlenda: Frá Markargili í Undirhlíðum er farið norðaustur að Hæstaholti í Dauðadölum. Þaðan er dregin lína til suðurs með því að tekin er stefna af Húsfelli og þeirri stefnu fylgt frá framangreindu Hæstaholti á Dauðadölum að skurðarpunkti við dæmd norðurmörk Krýsuvíkur. Frá þeim skurðarpunkti ráða norðurmörk Krýsuvíkur. Frá þeim skurðarpunkti ráða norðurmörk Krýsuvíkur til vesturs að fyrrnefndu Markargili í Undirhlíðum.

   Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Afréttur Álftaneshrepps hins forna er þjóðlenda og afréttur jarða í Álftaneshreppi hinum forna, nú Garðabæ, Hafnarfirði og sveitarfélaginu Álftanesi: Frá Húsfelli er dregin lína suðaustur í Þríhnjúka og þaðan í Bláfjallahorn. Frá Bláfjallahorni vestur í Litla-Kóngsfell og þaðan í norðaustur í átt að Stóra-Kóngsfelli þar til norðurmörk Krýsuvíkur skera línuna. Þaðan ráða dæmd norðurmörk Krýsuvíkur þar til komið er að skurðarpunkti við línu sem liggur frá Húsfelli með stefnu yfir Hæstaholt á Dauðadölum. Frá þeim skurðarpunkti er þeirri línu síðan fylgt í áðurnefnt Húsfell.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi forsætisráðuneytisins og leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn forsætisráðuneytisins um stofnun tveggja fasteigna (þjóðlenda) og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að annast stofnun þeirra.“

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umsóknir forsætisráðuneytisins um stofnun tveggja fasteigna (þjóðlenda) og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að annast stofnun þeirra.

  • 1706036 – Austurgata 36, breyting á deiliskipulagi

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.mars sl.
   Tekið fyrir að nýju erindi Önnu Gyðu Pétursdóttur dags. 2.6.2017 um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Eigendur hyggjast reisa nýtt hús á lóðinn úr steini, stærra en fyrra hús en sem samræmist umhverfi á sem bestan hátt.

   Tillagan var auglýst og grenndarkynnt frá 01.11. til 13.12. 2017. Athugasemdir bárust.
   Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 09.01.2018 s.l. að gefa umsögn um þær athugasemdir sem borist hafa.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27.02.2018, samanburður á skilmálum gildandi deiliskipulags og auglýstrar tillögudags. 05.06.2018 og gerð grein fyrir fundi með umsækjendum.
   Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem komið er til móts við athugasemdir í kjölfar fundarins með umsækjendum.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins dags. 02.10.2017, breytt 28.02.2018 og leggur til við bæjarstjórn:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins með vísan til 1.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið með vísan til 3. mgr. 41.gr.skipulagslaga 123/2010”.

   Fulltrúar BF í skipulags- og byggingarráði vilja árétta hlutverk ráðsins þegar kemur að markmiðum aðalskipulagsins og hinnar gömlu byggðar.
   Það er okkar mat að framtíðarsýn bæjarins er veik – ef að rífa á öll þau hús þar sem upp koma veggjatítlur eða mygluvandamál. Mikilvægt
   er að koma slíkum málum þar sem skipulags- og byggingayfirvöld eru með frá upphafi.
   Þetta mál hefur að okkar mati ekki farið rétta leið í kerfinu þar sem að bæjarráð ákveður að styrkja niðurrif áður en ljóst var hvað ætti að koma í staðinn og án þess að gerður væri heildstæður samningur við eigendur um lausn á þeirra málum.
   Mál sem þessi eru mikið tjón fyrir húseigendur og verulega óvissa á líf þeirra og framtíð.
   Fulltrúar BF óska því eftir því að Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að kortleggja þá ferla og þær leiðir sem hægt væri að fara – fyrir húsin og eigendur þeirra.
   Við eigum fjársjóð í okkar timburhúsabyggð sem við viljum halda í, varðveita og viðhalda.

   Fulltrúar Samfylkingar og VG sitja hjá við afgreiðslu málsins.

   Til máls tekur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 atkvæðum lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins með vísan til 1.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið með vísan til 3. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir situr hjá.

  • 1802370 – Álfholt 56C, íbúð, kauptilboð

   5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.mars sl.
   Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Álfholti 56C.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Álfholti 56C, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða kaup á íbúð að Álfholti 56C, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð.

  • 1802371 – Suðurvangur 10, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

   6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.mars sl.
   Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Suðurvangi 10.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Suðurvangi 10, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða kaup á íbúð að Suðurvangi 10, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð.

  • 1802372 – Eyrarholt 18, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

   7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.mars sl.
   Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirlit í íbúð að Eyrarholti 18

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Eyrarholti 18, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða kaup á íbúð að Eyrarholti 18, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð.

  • 1802373 – Háholt 14, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

   8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.mars sl.
   Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Háholti 14.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Háholti 14, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða kaup á íbúð að Háholti 14, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð.

  • 1802374 – Álfaskeið 80, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

   9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.mars sl.
   Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Álfaskeiði 80

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Álfaskeiði 80, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhjóða kaup á íbúð að Álfaskeiði 80, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð.

  • 1711015 – Borgahella 13, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

   10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.mars sl.
   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Borgahellu 3 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 3 við Borgahellu til H-Bergs ehf verði afturkölluð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthlutun lóðarinnar nr. 3 við Borgahellu til H-Bergs ehf. verði afturkölluð

  • 1703142 – Suðurhella 9 , umsókn um lóð, úthlutun, afturköllun

   11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.mars sl.
   Lóðargjald sem þegar er fallið í gjalddaga hefur ekki verið greitt og er lagt til að lóðarúthlutun verði afturkölluð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarúthlutun verði afturkölluð.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðarúthlutun Suðurhellu 9 verði afturkölluð.

  • 1701136 – Þátttökugjöld, niðurgreiðsla

   1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 9.mars sl.
   Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastyrki til eldri borgara. Málinu er vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

   Samþykkt samhljóða.

  Fundargerðir

  • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð bæjarráðs frá 8.mars sl.
   a. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.febr. sl.
   b. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 23.febr.sl.
   c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 21.febr. sl.
   d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.febr. sl.
   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7.mars sl.
   a. Fundargerð stjórnar SORPU frá 21.febr. sl.
   b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.febr.sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.mars sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 7.mars sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 9.mars sl.
   Fundargerð forsetanefndar frá 12.mars sl.

Ábendingagátt