Bæjarstjórn

25. apríl 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1804

Mætt til fundar

  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
  • Kristinn Andersen 2. varaforseti
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Margréti Gauju Magnúsdóttur og Ólafi Inga Tómassyni en í þeirra stað mæta þær Eva Lín Vilhjálmsdóttir og Kristín María Thoroddsen. [line][line]Auk þeirra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að taka mál nr. 1601218, Opnunartími sundlauga inn á dagskrá fundarins. Er tillagan samþykkt samhljóða og verður málið undir lið 11 á dagskrá fundarins.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Margréti Gauju Magnúsdóttur og Ólafi Inga Tómassyni en í þeirra stað mæta þær Eva Lín Vilhjálmsdóttir og Kristín María Thoroddsen. [line][line]Auk þeirra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að taka mál nr. 1601218, Opnunartími sundlauga inn á dagskrá fundarins. Er tillagan samþykkt samhljóða og verður málið undir lið 11 á dagskrá fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Breyting á fulltrúum í ráðum.

      Jafnframt ber forseti upp tillögu að breytingum á fulltrúum í fræðsluráði þar sem Áshildur Hlín Valtýsdóttir hættir sem varamaður, í hennar stað kemur Tómas Axel Ragnarsson, Austurgötu 12.

      Er tillagan samþykkt samhljóða.

      Forseti ber upp tillögur að breytingum á fulltrúum í umhverfis og framkvæmdaráði þar sem Guðmundur Björnsson hættir sem varamaður, í hans stað kemur Tómas Axel Ragnarsson, Austurgötu 12.

      Er tillagan samþykkt samhljóða.

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Frestað á fundi bæjarstjórnar 11. apríl sl.
      4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.mars sl.
      Til umræðu og afgreiðslu.

      Málinu vísað til bæjarstjórnar.

      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og ber jafnframt upp tillögu um að málinu verði vísað til umsagnar í skipulags- og byggingarráði.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að málinu verði frestað milli funda.

      Fundarhlé kl. 18:34.

      Fundi framhaldið kl. 18:36.

      Forseti ber upp framkomna tillögu um að fresta málinu milli funda og er tillagan samþykkt með 9 greiddum atkvæðum og tveir sitja hjá.
      Einar Birkir Einarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Pétur Gautur Sigurðsson, Kristinn Andersen , Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir og Unnur Lára Bryde, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir samþykkja tillögu um frestun málsins en þau Adda María Jóhannsdóttir og Gunnar Axel Axelsson sitja hjá.

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki ekki fyrirliggjandi samning um þróun hraðlestar.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

      Til máls öðru sinni tekur Gunnar Axel Axelsson

      Fundarhlé kl. 17:31.

      Fundi framhaldið kl. 17:37

      Gunnar Axel ber upp tillögu um að bæjarstjórn fresti málinu þar til ný bæjarstjórn komi saman í júní. Er tillagan samþykkt samhljóða og afgreiðslu málsins frestað.

    • 1801175 – Bátaskýlin við Lónsbraut, umgengni og þrifnaður, deiliskipulagsbreyting

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.apríl sl.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 20. febrúar 2018 var samþykkt tillaga að skilmálabreytingu deiliskipulags svæðisins og hún auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Auglýsingatíma er lokið og barst ein athugasemd.
      Lögð fram tillaga að umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 4. apríl 2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 4. apríl 2018 fyrir sitt leiti og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulaginu “Suðurhöfn deiliskipulag” vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulaginu “Suðurhöfn deiliskipulag” vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      2. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 18.apríl sl.
      Tekin fyrir að nýju drög að umhverfis- og auðlindastefnu ásamt umsögnum sem borist hafa.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umhverfis- og auðlindastefnuna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög umhverfis- og auðlindastefnu dags. í apríl 2018.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar framkominni stefnu og þakkar starfshópnum og starfsmönnum vel unnin störf.

      Til máls tekur Kristinn Andersen. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Kristinn svarar andsvari. Adda María kemur til andsvars öðru sinni. Kristinn svarar andsvari öðru sinni. Adda María kemur að stuttri athugasemd.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Kristinn Andersen. Gunnar Axel svarar andsvari.

      2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

      Guðlaug tekur við fundarstjórn og ber fyrirliggjandi drög að umhverfis- og auðlindastefnu upp til atkvæða og er stefnan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

    • 1802416 – Straumur, sala fasteignar

      6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl sl.
      Lagt fram kauptilboð í Straum.

      Bæjaráð samþykkir framlagt kauptilboð með fjórum atkvæðum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sölu á Straumi, fastanr. 308-1150, í samræmi við framlagt kauptilboð. Einn greiðir atkvæði á móti.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir fulltrúi Vinstri Grænna og Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Vinstri grænna Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir og fulltrúi Samfylkingar Adda María Jóhannsdóttir telja það vera mikil mistök að selja Straum. Húsið sjálft á sér mjög merka sögu. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelsyni og hefur hýst margskonar menningarstarfsemi eftir að búskap var hætt á jörðinni. Reknar hafa verið þar vinnustofur og sýningarrými fyrir myndlistarmenn og einnig hefur verið í húsinu aðstaða til þess að taka á móti erlendum listamönnum.
      Það verður mikill missir af Straumi og mikil vonbrigði að ákveðið hafi verið að selja eignina í stað þess að byggja upp menningartengda starfsemi í húsinu.

      Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Kristinn Andersen. Elva Dögg svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Kristinn Andersen. Elva Dögg svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars kemur Unnur Lára Bryde. Elva Dögg svarar andsvari.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

      Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur og Einars Birkis Einarssonar sölu á Straumi, í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð. Gunnar Axel Axelsson situr hjá og þær Eva Lín Vilhjálmsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir greiða atkvæði á móti.

      2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd sín, Evu Lín Vilhjálmsdóttur og Öddu Maríu Jóhannsdóttur:

      “Fulltrúi Vinstri grænna Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og fulltrúar Samfylkingar Adda María Jóhannsdóttir og Eva Lín Vilhjálmsdóttir harma að Straumur hafi verið seldur hæstbjóðanda.
      Húsið sjálft á sér mjög merka sögu. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelsyni og hefur hýst margskonar menningarstarfsemi eftir að búskap var hætt á jörðinni. Reknar hafa verið þar vinnustofur og sýningarrými fyrir myndlistarmenn og einnig hefur verið í húsinu aðstaða til þess að taka á móti erlendum listamönnum. Það verður mikill missir af Straumi og mikil vonbrigði að ákveðið hafi verið að selja eignina í stað þess að byggja upp menningartengda starfsemi í húsinu. Lagt er til að andvirði sölunnar renni til menningartengdrar starfsemi.”

    • 1803266 – Hádegisskarð 11, umsókn um lóð, afsal

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl sl.
      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Hádegisskarði 11 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 11 við Hádegisskarð til Björns Arnars Magnússonar og Rannveigar Sigurðardóttur verði afturkölluð.

      Gunnar Axel Axelsson víkur af fundi.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 10 greiddum atkvæðum, að úthlutun lóðarinnar nr. 11 við Hádegisskarð til Björns Arnars Magnússonar og Rannveigar Sigurðardóttur verði afturkölluð.

    • 1804366 – Hádegisskarð 11, umsókn um lóð

      8.liður úr fundargerð bæajarráðs frá 20.apríl sl.
      Lögð fram lóðarumókn um lóðina Hádegisskarð 11. Umsækjendur Snorri Sigurðsson kt. 210386-6029 og Sylvía Rut Sigfúsdóttir kt. 130187-2699.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 11 verði úthlutað til Snorra Sigurðssonar og Sylvíu Rut Sigfúsdóttur.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Hádegisskarði 11 verði úthlutað til Snorra Sigurðssonar og Sylvíu Rut Sigfúsdóttur

    • 1804372 – Einhella 11, Umsókn um lóð

      9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl sl.

      Lögð fram umsókn Blikaás ehf kt.670602-2810, um lóðina Einhellu 11.

      Bæjarráð leggur til bæjarstjórn að lóðinni Einhellu 11 verði úthlutað til Blikáss ehf.

      Gunnar Axel kemur á ný inn á fundinn.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Einhellu 11 verði úthlutað til Blikaáss ehf.

    • 1804383 – Breiðhella 1, Umsókn um lóð

      10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl sl.
      Lögð fram umsókn Suðurverks hf, kt. 520885-0219 um lóðina Breiðhella 1.

      Bæjarráð leggur til bæjarstjórn að lóðinni Breiðhellu 1 verði úthlutað til Suðurverks hf.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni Breiðhellu 1 verði úthlutað til Suðurverks hf.

    • 1708315 – Móbergsskarð 10, Umsókn um lóð, úthlutun

      11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl sl.
      Lagt fram bréf þar sem fram kemur að lóðarhafar að 50% hluta að parhúsalóðinni Móbergsskarð 10,óska eftir að afsala sér sínum hluta parhúsalóðarinnar.

      Lögð fram lóðarumsókn um 50% lóðarinnar Móbergsskarð 10 frá Víði Inga Ívarssyni. Lóðarhafar Jórunn og Sigurður hafa samþykkt Víði Inga sem nýjan meðbyggjanda.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarð 10 til Jón B. Björgvinssonar og Halldóru Oddsdóttur verði afturkölluð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta 50% lóðarinnar Móbergsskarði 10 til Víðis Inga Ívarssonar.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthlutun 50% lóðarinnar Móbergsskarð 10 til Jón B. Björgvinssonar og Halldóru Oddsdóttur verði afturkölluð.

      Jafnframt samþykkt samhljóða að 50% lóðarinnar Móbergsskarði 10 verði úthlutað til Víðis Inga Ívarssonar.

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Til umræðu.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

      Fundarhlé kl. 19:14.

      Fundi framhaldið kl. 19:39.

      Til máls öðru sinni tekur Gunnar Axel Axelsson og ber jafnframt upp svohljóðandi spurningar:

      “Hvers vegna segir í greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 að festa eigi í sessi lengdan opnunartíma sundlauga að sumri ef í reynd á að bjóða uppá opnunartíma sumarið 2018 sem er umtalsvert minni en árið 2017?

      Hvers vegna hefur bæjarráð ekki verið upplýst um þær skerðingar á starfskjörum starfsmanna sundlauga sem fyrirhugaðar breytingar á opnunartíma hafa haft í för með sér?”

    Fundargerðir

    • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fræðsluráðs frá 18.apríl sl.
      a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. apríl sl.
      Fundargerð fjölskylduráðs frá 20.apríl sl.
      Fundargerð bæjarráðs frá 20.apríl
      a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 11.apríl sl.
      b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.apríl sl.
      c. Fundargerð stjórnar SSH frá 9.apríl sl.
      d. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 13.apríl sl.
      Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 18.apríl sl.
      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.apríl sl.
      Fundargerð forsetanefndar frá 23.apríl sl.

      Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir undir lið 14 í fundargerð bæjarráðs frá 20. apríl sl.

      Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 20. apríl sl.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir undir lið 8 í fundargerð fræðsluráðs frá 18. apríl sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari.

    Áætlanir og ársreikningar

    • 1804118 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017, síðari umræða

      Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2017 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

      Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson.

      Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

      Forseti ber upp tillögu um að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar og er tillagan samþykkt samhljóða.

      Fundarhlé kl. 19:42.

      Fundi framhaldið kl. 20:08.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

      “Það er jákvætt að afkoma Hafnarfjarðarbæjar styrkist á milli ára eins og reyndin er hjá öðrum sveitarfélögum á Íslandi en bætt niðurstaða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar byggir ekki síst á því að skatttekjur reyndust 1184 milljónum krónum meiri en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Framlög úr Jöfnunarsjóði reyndust sömuleiðis ríflega 400 milljónum umfram samþykkta fjárhagsáætlun. Ef borin er saman upphafleg fjárhagsáætlun ársins og rekstrarniðurstaða eins og hún birtist í ársreikningi blasir við að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði reyndust yfir 1600 milljónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir.
      Betri afkoma byggir því fyrst og fremst á því að skattheimta hefur aukist hlutfallslega meira en sem nemur vexti gjalda og þar munar mestu um auknar útsvarsgreiðslur og fasteignaskatta sem bæjarbúar hafa greitt umfram það sem áætlað var.
      Árangurinn endurspeglar sömuleiðis þá stefnu sem núverandi meirihluti hefur rekið síðustu ár og birtist meðal annars í því að sveitarfélagið hefur dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við foreldra ungra barna, að rekstri leikskóla, að kaupum á félagslegu húsnæði og á aðgerðarleysi meirihlutans við húsnæðisvanda bæði ungra hafnfirðinga og eldri.
      Það er ánægjulegt að skuldaviðmiðið lækki en það er rétt að undirstrika að hlutfallið lækkar ekki vegna lægri skulda heldur vegna þess að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist eins og áður segir. Mikilvægt er að lækkun skulda verði sett í forgang næstu ár en fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir núverandi meirihluta gefa því miður ekki von slíkt.”

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og þau Einar Birkir Einarsson og Guðlaug Kristjánsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:

      “Meirihlutinn fagnar þeim frábæra árangri sem náðst hefur í að bæta fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar undanfarið og á kjörtímabilinu öllu. Starfsfólki bæjarins er þakkað samstarfið og ómetanlegt framlag við að ná þessum árangri.

      Nú er bjart framundan í Hafnarfirði.”

      Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

      2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

      Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Guðlaug tekur við fundarstjórn á ný.

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

      Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

      Guðlaug Kristjánsdóttir kemur upp í andsvar.

      Guðlaug Kristjánsdóttir víkur af fundi kl. 20:27.

      Til máls tekur Einar Birkir Einarsson.

      Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

      Forseti ber fyrirliggjandi ársreikning upp til atkvæða og er ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans fyrir árið 2017 samþykktur samhljóða með 10 atkvæðum.

      Rósu Guðbjartsdóttir kemur að svihljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur og Einars Birkis Einarssonar:

      “Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 er enn ein staðfestingin á þeim árangri sem hefur náðst í að styrkja fjárhag og rekstur bæjarins á undanförnum árum. Rekstrarafgangur A- og B-hluta var yfir 1,3 milljarðar króna og veltufé frá rekstri var yfir 3,6 milljarðar, sem samsvarar 14,4% af rekstrartekjum. Annað árið í röð þurfti bæjarsjóður ekki að taka ný lán. Framkvæmdir við nýjan grunn-, leik- og tónlistarskóla í Skarðshlíð, nýtt húsnæði til æfinga og kennslu á Ásvöllum og nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang, eru öll dæmi um verkefni sem fjármögnuð eru fyrir eigið fé en ekki með lántöku. Á sama tíma hafa skuldir verið greiddar niður og gjöldum verið stillt í hóf eða lækkuð. Bættur rekstur og stjórn fjármála Hafnarfjarðarbæjar sýnir að unnt er, allt í senn, að lækka skuldir, lækka álögur og auka þjónustu. Starfsfólk bæjarins á þakkir skildar fyrir samstarfið að þessum árangri, sem skilar aukinni hagsæld til íbúa og fyrirtækja fyrir komandi ár.
      Það er mikilvægt að nýta tækifærin og þau hagstæðu skilyrði sem nú eru fyrir hendi í Hafnarfirði og halda áfram á sömu braut við stjórnun bæjarins á komandi árum; braut agaðrar stjórnunar og uppbyggingar með skilvirkni og hátt þjónustustig að leiðarljósi.”

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

      “Það er jákvætt að afkoma Hafnarfjarðarbæjar styrkist á milli ára eins og reyndin er hjá öðrum sveitarfélögum á Íslandi. Bætt niðurstaða í rekstri Hafnarfjarðarbæjar byggir ekki síst á því að skatttekjur reyndust 1184 milljónum krónum meiri en upphafleg fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Framlög úr Jöfnunarsjóði reyndust sömuleiðis ríflega 400 milljónum umfram samþykkta fjárhagsáætlun. Ef borin er saman upphafleg fjárhagsáætlun ársins og rekstrarniðurstaða eins og hún birtist í ársreikningi blasir við að skatttekjur og tekjur frá jöfnunarsjóði reyndust yfir 1600 milljónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

      Betri afkoma byggir því fyrst og fremst á því að skattheimta hefur aukist hlutfallslega meira en sem nemur vexti gjalda og þar munar mestu um auknar útsvarsgreiðslur og fasteignaskatta sem bæjarbúar hafa greitt umfram það sem áætlað var.
      Árangurinn endurspeglar sömuleiðis þá stefnu sem núverandi meirihluti hefur rekið síðustu ár og birtist meðal annars í því að sveitarfélagið hefur dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við foreldra ungra barna, rekstri leikskóla, kaupum á félagslegu húsnæði og aðgerðarleysi í húsnæðismálum.
      Það er einnig ánægjulegt að skuldaviðmið lækki en rétt er að undirstrika að hlutfallið lækkar ekki vegna lægri skulda heldur vegna þess að tekjur sveitarfélagsins hafa aukist eins og áður var vikið að. Mikilvægt er að lækkun skulda verði sett í forgang næstu ár en fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir núverandi meirihluta gefa því miður ekki von slíkt.

      Okkur finnst mikilvægt í þessu samhengi að benda á mikilvægan þátt bæjarfulltrúa fyrri meirihluta sem stóðu sig gríðarlega vel í að rétta af rekstur bæjarins við gríðarlega erfiðar aðstæður á árunum eftir hrun.”

Ábendingagátt