Bæjarstjórn

23. maí 2018 kl. 17:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1806

Mætt til fundar

 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir 1. varaforseti
 • Kristinn Andersen 2. varaforseti
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Kristín María Thoroddsen varamaður

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Einari Birki Einarssyni.[line][line]Auk þeirra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu frá Einari Birki Einarssyni þar sem hann tilkynnir að hann muni ekki sitja fundinn og jafnframt að hann óski öllum bæjarfulltrúum velfarnaðar og þakkar samstarfið. [line][line]Næst bar forseti upp tillögu um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins en um er að ræða níu mál sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn á fundi sínum sem lauk 22. maí sl. Einnig eitt mál sem skipulags- og byggingarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn á fundi sínum sama dag og eitt mál sem varðar úthlutun lóðar. [line][line]1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021[line]1804363 – Lindarhvammur 8, sala eignarhluta[line]1606047 – Norðurhella 3, lóðarumsókn[line]1805240 – Stuðlaskarð 2H, lóðarumsókn[line]1803261 – Malarskarð 18, umsókn um parhúsalóð, úthlutun, afsal[line]1708302 – Vikurskarð 8, lóðarumsókn, úthlutun, afsal[line]1804372 – Einhella 11, umsókn um lóð, úthlutun, afsal[line]1706134 – Skarðshlíð íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun[line]1803045 – Sörlaskeið 7, yfirlýsing um skipti á lóð[line]1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur[line]1804366 – Hádegisskarð 11, umsókn um lóð, úthlutun[line][line]Jafnframt leggur forseti til að fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl. og fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 22. maí sl. verði settar undir mál 18701218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn sem er þegar á dagskrá fundarins. [line][line]Er framangreint samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum. [line][line]Þá lagði forseti til að mál nr. 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag og mál nr. 1706255 – Uppbygging íþróttamannvirkja, aðstaða til knattspyrnuiðkunar yrði tekið af dagskrá fundarins.[line][line]Gunnar Axel Axelsson kemur upp undir fundarsköpum. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. [line][line]Borghildur Sölvey Sturludóttir mætir til fundarins kl. 17:22. [line][line]Forseti bar þá upp breytta tillögu þ.e. að einungis máli nr. 1706255 – Uppbygging íþróttamannvirkja, aðstaða til knattspyrnuiðkunar yrði tekið af dagskrá fundarins.[line][line]Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Ritari

 • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum Einari Birki Einarssyni.[line][line]Auk þeirra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar las forseti upp tilkynningu frá Einari Birki Einarssyni þar sem hann tilkynnir að hann muni ekki sitja fundinn og jafnframt að hann óski öllum bæjarfulltrúum velfarnaðar og þakkar samstarfið. [line][line]Næst bar forseti upp tillögu um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins en um er að ræða níu mál sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn á fundi sínum sem lauk 22. maí sl. Einnig eitt mál sem skipulags- og byggingarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn á fundi sínum sama dag og eitt mál sem varðar úthlutun lóðar. [line][line]1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021[line]1804363 – Lindarhvammur 8, sala eignarhluta[line]1606047 – Norðurhella 3, lóðarumsókn[line]1805240 – Stuðlaskarð 2H, lóðarumsókn[line]1803261 – Malarskarð 18, umsókn um parhúsalóð, úthlutun, afsal[line]1708302 – Vikurskarð 8, lóðarumsókn, úthlutun, afsal[line]1804372 – Einhella 11, umsókn um lóð, úthlutun, afsal[line]1706134 – Skarðshlíð íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun[line]1803045 – Sörlaskeið 7, yfirlýsing um skipti á lóð[line]1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur[line]1804366 – Hádegisskarð 11, umsókn um lóð, úthlutun[line][line]Jafnframt leggur forseti til að fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl. og fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 22. maí sl. verði settar undir mál 18701218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn sem er þegar á dagskrá fundarins. [line][line]Er framangreint samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum. [line][line]Þá lagði forseti til að mál nr. 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag og mál nr. 1706255 – Uppbygging íþróttamannvirkja, aðstaða til knattspyrnuiðkunar yrði tekið af dagskrá fundarins.[line][line]Gunnar Axel Axelsson kemur upp undir fundarsköpum. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. [line][line]Borghildur Sölvey Sturludóttir mætir til fundarins kl. 17:22. [line][line]Forseti bar þá upp breytta tillögu þ.e. að einungis máli nr. 1706255 – Uppbygging íþróttamannvirkja, aðstaða til knattspyrnuiðkunar yrði tekið af dagskrá fundarins.[line][line]Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

 1. Almenn erindi

  • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

   5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 30.apríl sl.
   Lögð fram á ný tillaga að breyttu aðalskipulagi reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni. Landnotkun reitsins breytist úr athafnasvæði, verslunar og þjónustusvæði og íbúðarsvæði í miðsvæði.
   Lögð fram skipulagslýsing dags. 25. apríl 2018.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flathrauni og að málsmeðferð verði í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur Borghildur Sölvey Sturludóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

   Fundarhlé kl. 17:32.

   Fundi framhaldið kl. 17:38.

   Til máls öðru sinni tekur Borghildur Sölvey. Til andsvars kemur Ólafur Ingi og því svarar Borghildur Sölvey. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi.

   Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson og leggur til orðalagsbreytingu á skipulagslýsingunni þar sem í lið 1.4 verði hugtakinu “Samgönguás” skipt út fyrir hugtakið “Borgarlínu” og í lið 3.3.1 verði hugtakinu “Samgönguás” skipt út fyrir hugatakið “Borgarlínu”.

   Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson.

   Forseti ber upp framangreindra tillögu og er hún samþykkt með 5 greiddum atkvæðum þeirra Gunnars Axels Axelssonar, Margrétar Gauju Magnúsdóttur, Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur og Borghildar Sölveyju Sturludóttur.Þau Rósa Guðbjartsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Kristinn Andersen greiða atkvæði á móti tillögunni en Ólafur Ingi Tómasson, Helga Ingólfsdóttir og Unnur Lára Bryde greiddu ekki atkvæði.

   Skipulagslýsingin er næst borin upp svo breytt og er hún samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

  • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

   8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.maí sl.
   Lögð fram tillaga að rammaskipulagi reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni. Landnotkun og uppbygging reitsins tekur mið af verslun, þjónustu og íbúðarsvæði. Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta og Krads arkitekta dags. 15.05.2018.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir rammaskipulagið og vísar því til áframhaldandi úrvinnslu og leggur til að erindið verði kynnt í bæjarstjórn.

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   11.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.maí sl.
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14/2 2018 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 og hún að hún yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010. Einnig var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Ásland 3 og Hlíðarþúfum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð hafði samþykkt erindið á fundi sínum þann 9. feb. s.l. Aulýsingatími er liðinn og athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipualgsfulltrúa. Á fundi ráðsins þann 30. apríl sl. var óskað eftir viðbótar hljóðgreiningu. Helga Stefánsdóttir mætir á fundinn og gerir grein fyrir henni.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði lokið í samræmi við 2. mgr. 32. gr. laga 123/2010 og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

   Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur einnig Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Elva Dögg svarar andsvari.

   Til máls tekur Unnur Lára Bryde og leggur til að málinu verði frestað framyfir kosningar. Til andsvars kemur Gunnar Axel Axelsson.

   Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir.

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

   Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun málsins framyfir kosningar. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

  • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.

   12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.maí sl.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2017 breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið og að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
   Auglýsingatíma er lokið. Athugasemdir bárust.
   Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 1. mars 2018.
   Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu málsins var frestað á fundi ráðsins þann 6. mars 2018 og 30. apríl 2018. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 01.03.2018 og að málinu verði lokið í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar samanber 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

   Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja hjá og óska bókað:

   Við teljum að ekki væri um bílastæðavandamál að ræða ef núverandi bílastæði væru ekki nýtt undir kerrur, vagna ofl. Með vísan til innkomna athugasemda varðandi það að ekki sé þörf á fjölgun bílastæða, þá erum við ekki sammála umsögn sviðsins um aukning bílastæða sem segir „…einungis um 30 stæði“. Því það samsvarar aukningu um uþb. 400 fermetrar af landi undir bílastæði. En aukning bílastæða mun augljóslega valda óþarfa jarðraski. Til þess að svæðið og starfsemi Sörla nái að blómstra vonumst við eftir betri og farsælli lausn.

   apð

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og því næst Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

   Til máls tekur Borghildur Sturludóttir einnig Adda María Jóhannsdóttir og leggur hún til að málinu verði frestað framyfir kosningar. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi. Adda María svarar andsvari öðru sinni.

   Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi.

   Forseti ber upp tillögu um frestun málsins framyfir kosningar og er tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 5 og 1 greiðir ekki atkvæði.

   Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 atkvæðum og að málinu verði lokið í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einn greiðir ekki atkvæði.

  • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

   9.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.maí sl.
   Lagðar fram tillögur starfshóps um endurbætur á Hellisgerði.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að vinna við heildarskipulagningu garðsins fari af stað og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna málið áfram.

   Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir, einnig Gunnar Axel Axelsson.

   Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða svohljóðandi bókun:

   Bæjarstjórn tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs að stefna beri að heildar endurskipulagningu Hellisgerði samkvæmt áfangaskýrslu starfshóps um endurbætur á Hellisgerði sem lögð var fram á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 16. Maí 2018. Verkefninu verði áfangaskipt á næstu 5 ár og lokið fyrir 100 ára afmæli Hellisgerði árið 2023.

  • 1804550 – Nú framsýn menntun, þjónustusamningur

   5.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 16.maí sl.
   Samningur lagður fram til samþykktar.

   Málinu er vísað til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi 23. maí nk.

   Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir, einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir og leggur til að málinu verði frestað framyfir kosningar. Þá tekur til máls Margrét Gauja Magnúsdóttir. Einnig tekur til máls Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Unnur Lára Bryde.

   1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug svarar andsvari. Adda María kemur upp í andsvar. Guðlaug svarar andsvari.

   Gunnar Axel Axelsson tekur til máls öðru sinni.

   Fundarhlé kl. 19:46.

   Fundi framhaldið kl. 20:06.

   Forseti ber upp tillögu um frestun málsins á milli funda. Tillagan er felld með 5 atkvæðum gegn 5 og einn greiðir ekki atkvæði.

   Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning með 6 atkvæðum gegn 4 og einn greiðir ekki atkvæði.

   Fundarhlé kl. 20:06.

   Fundi framhaldið kl. 20:18.

   Fulltrúar Samfylkingar koma að svohljóðandi bókun:

   Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar geta ekki samþykkt ótímabundinn samning sem gerir ráð fyrir að grunnskólanemendur greiði skólagjöld eins og hér er lagt til að verði fest í sessi. Í samningsdrögunum er skólanum veitt heimild til að innheimta skólagjöld sem í dag jafngilda um 200 þúsund krónum á ári á hvern nemanda. Það stríðir að okkar mati gegn því grundvallarsjónarmiði að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls og opinn öllum börnum óháð efnahag foreldra.

   Þá leggjum við áherslu á að bæjaryfirvöld geri þá kröfu að húsnæði skóla, óháð rekstrarformi, uppfylli skilyrði laga, m.a. um hollustuhætti.

   Getum við því ekki samþykkt samningsdrögin og hefðum talið eðlilegt að afgreiðslu þeirra yrði frestað, eins og við lögðum til, og ný bæjarstjórn tæki málið upp til afgreiðslu þegar hún kemur saman.

   Adda María Jóhannsdóttir
   Gunnar Axel Axelsson
   Margrét Gauja Magnúsdóttir

   Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir bæjarfulltulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

   Bæjarfulltrúi VG getur ekki samþykkt fyrirliggjandi þjónustusamning við einkaskólann NÚ. Fulltrúar VG hafa alveg frá því að fyrst var óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær gerði samning við skólann mótmælt því að Hafnarfjarðarbær fæli einkaaðila að reka fyrir sig grunnskóla. Það er stefna VG að lögbundin grunnþjónusta eigi að vera rekin af sveitarfélaginu sjálfu. Það hefur sýnt sig á norðurlöndunum að einkavæðing grunnskóla hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir skólakerfið og aukið mismunun barna.

  • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

   6.liður úr fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.maí sl.
   Lögð fram skýrsla ÍTH um kynjajafnrétti í íþróttum í Hafnarfirði.

   Í skýrslunni kemur fram að ekki öll félög/deildir notast við jafnréttisstefnu og jafnframt kemur fram að sum félög og deildir sem að styðjast við jafnréttisstefnu fari ekki að fullu eftir þeim. Því miður virðist vera eins og að jafnréttisstefnan sé aðeins til sýnis. Ítrekað kom fram í svörum frá félögunum/deildunum að það væri alveg óþarfi að fara í átaksverkefni eða gera mælingar á kynjahlutfalli iðkenda eða jafnréttisstefnunni vegna þess að það væru allir jafnir.
   Það dugar ekki að hafa jafnréttisstefnu ef félag/deild telur að það þurfi ekki að styðjast við jafnréttisstefnu og nota hana sem tól/verkfæri til þess að ná fram sem mestum jöfnuði í starfi félaganna. Það verður áhugavert að sjá hvernig mál þróast og hvort að árangur náist í jafnréttismálum innan íþróttafélaga Hafnarfjarðar þar sem það á við. Í svörum frá íþróttafélögunum má greina að jafnréttisfræðsla er ábótavant og má þar margt bæta. Einnig kom fram að félög hafa ekki alltaf tök á að fara á að fara í hin ýmsu átaksverkefni vegna skorts á fjármagni. Það ætti ekki að vera til fyrirstöðu fyrir félögin að halda jafnréttisfræðslu.

   Það eru líka margt sem er jákvætt, æfingatímum er vel/ágætlega skipt upp á milli kynja og aldursflokka, og samkvæmt svörum frá félögunum/deildunum þá fara laun ekki eftir kyni heldur reynslu og menntun og jafnt aðgengi er að endurmenntun. Félögin eru meðvituð um bæði kynin séu jafn áberandi í fræðslu- og kynningarefni sem koma frá félögunum/deildunum og jafnframt er jafnræði í verðlaunum. Einnig kom fram misræmi milli kynningu deilda innan félaga, sumar fara í skóla til þess að kynna starfið sitt á meðan aðrar telja það bannað. Það þarf að samræma aðgengi tómstunda- og íþróttafélaga að kynningu til barna í bæjarfélaginu. Jafnræði verður líka að vera í aðgengi að kynningarefni og kynningum.

   Í flestum boltaíþróttum er kynjahlutfallið iðkenda um 60%/40% þar sem kvenkyns iðkendur eru í minnihluta. Það er á ábyrgð þeirra félaga að jafna það kynjahlutfall og vinna með styrkingu á kvennaflokkum félaganna. Það er jákvætt að félögin flest eru meðvituð um mikilvægi jafnréttisáætlana og að setja sér stefnu í jafnréttismálum. Sum sérgreinasamböndin viðrast halda vel utan um sín félög, eins og Frjálsíþróttasambandið með launatöflum og öðrum viðmiðum. Það þarf að styðja íþróttafélögin í því að koma á á virkum jafnréttisáætlunum. Íþróttabandlag Hafnarfjarðar, Íþrótta- og tómstundanefnd, Íþróttafulltrúa Hafnarfjarðar, ÍSÍ, sérgreinasamböndin og íþróttafélögin verða vinna saman að því að hvert eitt og einasta félaga setji sér skýrar siðareglur og jafnréttisáætlun. Að þessum stefnum sé fylgt eftir með mælingum og áætlunum. Hafnarfjarðarbær hefur stigið fyrsta skrefið í þá átt með ákvörðun Bæjarstjórnar að setja á laggirnar óháð fagráð.

   Íþrótta- og tómstundanefnd vísar málinu til bæjarstjórnar og nefndin leggur til að bæjarstjórn skilyrði fjármagn til íþróttafélaga til að tryggja unnið sé eftir virkum jafnréttisáætlunum.

   Rósa Guðbjartsdóttir víkur af fundi kl. 20:21 og í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen.

   Til máls tekur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Einnig tekur til máls Gunnar Axel Axelsson.

   1. varaforseti Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur við fundarstjórn.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Einnig tekur til máls Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og næst tekur Unnur Lára Bryde til máls. ´

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu frá íþrótta-og tómstundanefnd, þ.e að fjármagn til íþróttafélaga verði í framtíðinni skilyrt til að tryggja unnið sé eftir virkum jafnréttisáætlunum.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

   2. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri á fjármálasviði mættu til fundarins.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun.

   Til máls tekur Haraldur L. Líndal bæjarstjóri. Einnig tekur til mál Helga Ingólfsdóttir.

   Fundarhlé kl. 21:07.

   Funi framhaldið kl. 21:08.

   Forseti ber upp tillögu um að málinu verði frestað og er það samþykkt með 11 atkvæðum.

  • 1804363 – Lindarhvammur 8, sala eignarhluta

   7. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Lagður fram kaupsamningur um sölu á eignahluta bæjarfélagsins í Lindarhvammi 8, efri hæð til meðeigenda.
   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning vegna Lindahvamms 8 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

  • 1606047 – Norðurhella 3, lóðarumsókn

   8. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Lögð fram lóðarumsókn Aqua Angels um lóðina Norðurhella 3.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Norðurhellu 3 verði úthlutað til Aqua Angels ICELAND ehf.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að lóðinni Norðurhellu 3 verði úthlutað til Aqua Angels ICELAND ehf.

  • 1805240 – Stuðlaskarð 2H, lóðarumsókn

   9. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Lögð fram umsókn Vatnsveitu Hafnarfjarðar um lóðina Stuðlaskarð 2H fyrir vatnsdælustöð.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Stuðlaskarði 2H verði úthlutað til Vatnsveitu Hafnarfjarðar.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að lóðinni Stuðlaskarði 2H verði úthlutað til Vatnsveitu Hafnarfjarðar.

  • 1803261 – Malarskarð 18, umsókn um parhúsalóð, úthlutun, afsal

   10. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 18 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 18 við Malarskarð til Kristins Þórs Ásgeirssonar verði afturkölluð.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að úthlutun lóðarinnar nr. 18 við Malarskarð til Kristins Þórs Ásgeirssonar verði afturkölluð.

  • 1708302 – Vikurskarð 8, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

   11. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Víkurskarði 8 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 8 við Víkurskarð til Guðlaugs Kristbjörnssonar verði afturkölluð.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að úthlutun lóðarinnar Víkurskarð 8 til Guðlaugs Kristbjörnssonar verði afturkölluð.

  • 1804372 – Einhella 11, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

   12. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhafa að Einhellu 11 þar sem fram kemur að hann óskar eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 11 við Einhellu til Blikaáss ehf. verði afturkölluð.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að úthlutun lóðarinnar Einhellu 11 til Blikaáss ehf. verði afturkölluð.

  • 1706134 – Skarðshlíð íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun

   13. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.
   Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri á fjármálasviði sátu fundinn undir þessum lið.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að komi til þess að stofnstyrkur verði ekki hækkaður ábyrgist bærinn greiðslu á mismun á stofnstyrk frá Íbúðalánasjóði skv. nýrri reglugerð og eldri reglugerð að upphæð 5.483.000.-. Komi til þessa verður gerður viðauki.
   Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:
   Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar fagna stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar Hafnarfjarðarbæjar. En hörmum að meirihlutinn hafi ekki tekið undir tillögu okkar sem lögð var fram þann 29. mars 2017. Um óhagnaðardrifið leigufélag fyrir almenning sem sæi um byggingu íbúða sem standa öllum almenningi til boða til leigu án tillits til efnahags eða annarra aðstæðna, gegn leigugjaldi sem miðast við afborganir, vexti af lánum, vaxtakostnað, almenns rekstrarkostnaðar og annars kostnaðar af íbúðinni.

   Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson.

   Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs, þ.e. að komi til þess að stofnstyrkur verði ekki hækkaður ábyrgist bærinn greiðslu á mismun á stofnstyrk frá Íbúðalánasjóði skv. nýrri reglugerð og eldri reglugerð að upphæð 5.483.000.-. Komi til þessa verður gerður viðauki.

  • 1803045 – Sörlaskeið 7, yfirlýsing um skipti á lóð

   14. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 17. maí sl.
   Lagt fram samkomulag um skipti á lóðum.
   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætti á fundinn.
   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um skipti á lóðum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

   Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

  • 1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur

   1. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs 22. maí sl.
   Tekin til umræðu á ný breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna færslu á háspennulínu við Hamranes.
   Lögð fram skipulagslýsing dags. 22. maí 2018.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu dags. 22.05.2018 með vísan til 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. og 2. mgr. 30 gr. sömu laga. Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagalýsinguna á grundvelli ofangreindra lagaákvæða.

   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

   Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 atkvæðum og samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu á grundvelli tilvísaðra lagaákvæða. Kristinn Andersen var fjarverandi við atkvæðagreiðslu og greiddi ekki atkvæði.

  • 1804366 – Hádegisskarð 11, umsókn um lóð, úthlutun

   Lagt er til að úthlutun bæjarstjórnar á lóðinni Hádegisskarð 11 þann 25. apríl s.l. til Snorra Sigurðssonar og Sylvíu Rut Sigfúsdóttur verði afturkölluð. Jafnframt að sömu aðilum verði þess í stað úthlutuð lóðin Víkurskarð 8.

   Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.

  Fundargerðir

  • 1801218 – Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.maí sl.
   a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 4.maí sl.
   b. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.apríl og 4.maí sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.maí sl.
   Fundargerð fræðsluráðs frá 16.maí sl.
   s. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9.maí sl.
   Fundargerð fjölskylduráðs frá 18.maí sl.
   Fundargerð Hafnarstjórnar frá 14. maí sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 15.maí sl.
   Fundargerð bæjarráðs frá 17.maí sl.
   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.maí sl.

   Forseti ber upp tillögu um að fundargerð Hafnarstjórnar frá 14. maí verði einnig sett undir þennan dagskrárlið og er það samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

   Gunnar Axel Axelsson tekur til máls og þakkaði samstarfið á kjörtímabilinu og óskaði nýrri bæjarstjórn velfarnaðar í störfum. Jafnframt þakkaði hann bæjarstjórum, forsetum, starfsmönnum og íbúum bæjarins samstarfið.

   Unnur Lára Bryde tekur til máls og þakkar einnig fyrir sig og vill fjalla um 2. tl. í fundargerð Hafnarstjórnar frá 14. maí sl.

   Næst tekur til máls Margrét Gauja Magnúsdóttir og tekur undir það sem Gunnar Axel hafði sagt í ræðu sinni. Einnig vill hún sérstaklega þakka starfsmönnum bæjarins á Norðurhellu 2 samstarfið sem og öðru starfsfólki bæjarins.

   Næst tekur til máls Borghildur Sölvey Sturludóttur og les upp svohljóðandi yfirlýsingu frá henni og Pétri Óskarssyni varabæjarfulltrúum Bjartra framtíðar í Hafnarfirði:

   Okkur þykir vænt um lýðræðið og okkur þykir vænt um Hafnarfjörð.

   Gildi okkar í Bjartri framtíð hafa alltaf verið okkar leiðarljós, það krefst nefnilega hugrekkis að hlusta á hjarta sitt, fylgja sannfæringu sinni, boða sýn, treysta fólki, hlusta á rök og upplýsa, standa í fæturnar og axla ábyrgð.

   Síðustu dagar hafa sýnt okkur að þetta er ekki öllum í blóð borið og það er miður.

   Málefni Hafnarfjarðar sem samfélag eru okkur hugleikin og við lítum stolt til baka yfir þær ákvarðanir og ferla sem við höfum komið saman í verk. Hvort sem það eru hugmyndafræði um þéttingu og blöndun byggðar, fókus á samgöngumál, hugmyndasamkeppni um Flensborgarhöfn, ný sýn fyrir miðbæinn okkar og nýtt hverfi á Hraunum. Allt málefni sem lúta að hinu fallega bæjarstæði sem Hafnarfjörður er og búa til betri bæ fyrir börnin okkar öll og okkur hin.

   Við viljum fara vel með auðlindir okkar og fjármagn. Við höfum á síðustu misserum sannanlega tekist á um mál og ákvarðanir innan meirihluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Við sem hér skrifum undir höfum ekki legið á skoðun okkar varðandi Lyklafellslínumálið, varðandi borgarlínuna eða knatthús.

   Stjórnmál eru skemmtileg og mikilvæg. Saman getum við allt og við óskum nýrri bæjarstjórn gæfi og gleðilegrar framtíðar og þökkum ykkur sem hér sitjið og öðum samstarfsfélögum kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum.

   Þá tekur til máls Kristinn Andersen og þakkar sömuleiðis bæjarstjóra og öðru starfsfólki bæjarins fyrir gott samstarf.

   Þá tekur Haraldur L. Haraldsson til máls og þakkar einnig gott samstarf og þá þakkar hann starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir.

   Þá flytur forseti stutta ræðu þar sem hún þakkar fyrir samstarfið og gott kjörtímabil.

   Að lokum tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir til mál sog tekur undir allar þær þakkir sem hér hafa verið taldar upp.

Ábendingagátt